Ingólfur - 08.05.1944, Síða 3
INGÓLFUR
3
Hugleiöing um „lýd-
píkiö“ og afdrií þess
V elgerðamaður
• /
sjomanna og
stálsuðumanna
Gerviríldð íslenzka.
Eins og nú er ástatt, er hér
á landi haldið uppi óáreiðan-
legu „lýðríki“, sem ekki er
hægt að treysta — hvorki í
stjórnlegum efnum né hagræn-
um. Ríkið er beinlínis rangt
stofnað, því að það setur eng-
ar tryggingar fyrir því að vér
borgarar þess getum náð rétti
vorum, livorki gagnvart ríkis-
valdinu né stuðningsmönnum
stjórnar, ef þeir telja oss ekki í
sínum lióp. — Eiginleg fjár-
málayfirstjórn er alls ekki til.
Það er alveg undir kasti komið
livaða fjárlögum flokkataflio
skilar frá sér — enginn stend-
ur þar til ábyrgðar — og ríkið
ábyrgist alls ekki gjaldeyri
sinn, og getur lieldur ekki gerl
það, því að það er undir sama
kastinu komið, hvort þeir
kraftar ráða í þingi og stjórn,
sem telja 6ér hag í að liækka
gjaldeyrinn, lækka liann eða
láta hann standa í stað.
Rétt á litið höfum vér ekk-
ert ríki í landinu, því að eigin-
legt ríki liefur vald til að á-
byrgjast gerðir sínar. Það hef-
ur sama vald eins og liver ein-
stakur maður til að setja trygg-
ingar fyrir því að það lialdi
það sem það lofar. Einræðis-
ríkið liefir sjálftekið vald til að
tryggja þetta, en þjóðríkið um-
boSslegt vald frá þjóðinni, en
höfuölausa lýðveldið (liið lýð-
ræðilega flokkavald) hefur ekk
ert raunhæft vald, til að á-
byrgjast neitt eða stofna neinn
rétt, sem gilda skuli út fyrir
stjórnarlíð liins ráðanda meiri
liluta.
Vort íslenzka lýðríki er því
ekki neitt heildarríki livorki í
rúmi né tíma: — Það nær að-
eins yfir flokkinn (eða flokka-
samvinnuna) en ekki yfir rúrns
heild þjóðarinnar allrar — og
það nær aðeins yfir stjórnar-
tíma liins sama flokks, en ekki
lengra fram í tímann — eins
og gefur að skilja, því að ann-
ars mundi liverjum stjórnar-
flokki fært að setja alls konar
lög og stofna skuldbindingar
sér sjálfum í hag, en sem and-
stæðingarnir yrðu þó að fram-
kvæma, þegar þeir væru komn-
ir til valda.
Lýðríkið er ekki heldur
einn og óskiptur réttaraSili,
sem nokkuð geti ábyrgst svo
að hægt sé að treysta, heldur
er það mörg sundurlaus flokka-
ríki, sem koma hvert á eftir
öðru og beinlínis kappkosta
að vera livert öðru sem mest
óháð. Þessi flokkaríki eru svo ó
endanlega langt frá því að
mynda samfellt þjóðríki, að
þau eiga ekki einungis í stríði
hvert við annað, lieldur eru
raunverulega öll saman í stríði
við þjóðina, og öll sammála
um það eitt — að láta hana
bera allan stríðskostnaðinn.
Lögmál svikasáttanna.
Löngum sannast liið forn-
kveðna — að ekki eru til svo
svamir féndur, að þeir geti
ekki gert svikasættir til að
skaða þriðja aðila. — öll
stríðssaga mannkynsins sannar
þetta og gerði það átakanleg-
ast í byrjun þessa stríðs, þeg-
ar Þjóðverjar gerðu bandalag
ið við Rússa. — Sama eðlis em
flokkasamtökin urn að ná
meirihluta í þinginu og kúga
þriðja-aðilann, sem í því til-
felli er þing-minnihlutinn.
En svo er til ennþá víðtæk-
ari og skaðlegri svikasátt: —
Og það er þegar liinir svörnu
féndur semja lokafrið, eins og
átti sér stað eftir fyrra heims-
stríðið. — I þessu tilfelli var
liinn svikni „þriðji-aðili“ all-
ur heimurinn í lieild, svo sem
síðar kom í ljós.
Samskonar lokafrið (eða
,,Lokaráð“) eru sízt óþekkt í
sögu lýðræðisins: — Og það
em liinar jlokkslegu þjóS-
stjórnir: — þegar flokkar, sem
hafa verið svarnir féndur —
eða látist vera það — ganga
saman til stjórnarsamvinnu.
Þetta liefur þótt vera liá-
mark vansæmdar hins ,,frjálsa“
(höfuðlausa) lýðveldisskipu-
lags.
Enda er það þá raunveru-
lega einræðisbraskið sem þarna
er að kasta grímunni og vinna
sigur. En liinn svikni „þriðji-
aðili“ er þá sjálf þjóðarlieild-
in, því að liún missir sjálf-
stæði sitt.
Það eftirtektarverðasta í
þesstun tilfellum er þó það, að
oftast á einmitt sjálf þjóðin
sinn stóra þátt í þessum óför-
uni sínum: — Hún hefur lát-
ið liið ósvífna sameinaða
flokkavald dáleiða sig og telja
sér trú um að „flokkarnir séu
þjóSin“ — og það jafnvel á
meðan þeir vom að heyja sína
grimmustu bardaga og ausa út
almannafé á bæði borð en
stjórnarvélin liætti að starfa.
Þegar í slíkt öngþveiti er
koniið, er þjóðin oftast orðin
svo úrvinda og úrræðalaus, að
í stað þess að hefjast sjálf
lianda, er hún vís að æpa
upp og grátbæna sjálfa „rán-
fuglana í varpinu“ að liætta nú
að rífast „og koma sér heldur
66 I f
saman ! —! —
En það er einmitt þessi á-
skorun, sem flokkarnir bíða
eftir. — Þeir liöfðu aðallega
barist, eða látist berjast, vegna
þess að kjósendumir kröfðust
þess. Sjálfir liöfðu þeir fund-
ið langtum auðveldari leiðir
að tjaldabaki. Þar liöfðu mynd-
ast allvinsamleg viðskiptasam-
sambönd — að vísu útdráttar-
söm — en hvað gerði það úr
því að kjósendur höfðu loks
sætt sig við að afhenda flokk-
unum „carte blanclie“ eða ó-
takmarkað umhoð?
Og þjóðstjórn er nú ekki
annað en þetta: — að lýðræði-
legir valdastreituflokkar taki
sér ótakmarkað uinboð á þingi
og í stjórn. En það þýðir eins
og á stendur ekkert annað en
það að lýöfrelsið í landinu er
afnumið eða algerlega á valdi
liinna sameinuðu flokka.
★
Endalok lýðræðisins kvað
oft verða lík þessu í aðaldrátt-
um. —
Verða þau það einnig liér?
— Ýmislegt liefur bent í þá
átt. — Menn voru t. d. farnir
að lieimta að flokkarnir
„kæmu sér saman“. Og þeir
sýndu auðsæja lmeigð til þess.
En frambærilegt efni skorti
þó til þess að brúa ýms bil,
eins og t. d. á milli Kommún-
ista og borgaraflokkanna. —
Nú er loks fundið það tengi-
efni, sem talið er að þjóðin
geti kannske tekið gilt. — Og
það er „liið lofsverða samkomu
lag í sjálfstæðismálinu“.
En þótt flokkarnir muni ef-
laust í augum sumra nú á næst-
unni birtast í ljóma nýrrar ein-
ingar og bræðralags, þá fer nú
þeini mönnum hraðfjölgandi,
sem ekki trúa á lausn þjóðmál-
anna úr þessari átt, öðru vísi
en að úr því verði einræði og
kúgun.
Enda þótt góður vilji og ær-
legar fyrirætlanir muni eflaust
lireyfa sér hjá ýmsum flokka-
leiðtogum, þá vita nú ofmargir
við liverskonar fylgi þessir
menn styðjast og hvaða kröfur
slíkt fylgi gerir. — Það er því
hrein fásinna að halda að nokk-
uð gott geti hlotist af flokks-
legri stjórnarsamvinnu eða
flokka-þjóðstjórn.
Það er óflokksbundin stjórn,
sem þjóðin verður nú að
lieimta.
Og eins og sakir standa nú,
verður slík stjórn að fá víð-
tækt umboð sem stríðsstjórn,
eins og tíðkast meðal annarra
siðaöra þjóða.
Af þinginu ber nú ekki að
heimta samkomulag um annað
en það, að hætta að þvælast
fyrir og gera alla stjórn í land-
inu óvirka.
Eins og Þjóðveldismenn
halda fram verður að endur-
skipa fyrirkomulag þingsins til
þess að það geti orðið starfliæft
og hætt að vera þjóðskaðlegt.
— Vér verðum að fá þjóðdeild
inn í þingið eða sætta oss við
að einræðið setji það út úr
spilinu.
Hitunaraðferðir.
Eins og sakir gtanda, mun-
um við Reykvíkingar vera tald-
ir standa á hátindi upphitun-
artækninnar, síðan við fengum
hitaveituna. Mesti ljóminn fer
þó af þesari framför þegar lit-
ið er á það hvað hitaveitan
kostar nú til móts við það,
sem oröið liefði ef flokkareip-
togið liefði ekki tafið fram-
kvæmd verksins. Ef verkinu
liefði verið að mestu lokið fyr-
ir stríðið, eins og vera bar, þá
gætum við nú átt hitaveituna
skuldleusa og lofað öllum
heiminum að öfunda okkur. —
Nú rita blöð Vestmanna um
nýjar tilraunir í hitunartækni,
sem þau segja að lofi góðu.
Eru þá veggir lierbergjanna
gerðir þannig úr garði, að þeir
ýmist endurkasta eða geisla út
frá sér hita. Þarf þá ekki að
hita upp sjálft andrúmsloft
herbergjanna því að geislahit-
inn nægir. Er sagt að þessi
tegund upphitunar sé þægi-
legri og liollari en loftliitunin.
En því miður fylgdi ekki frá-
sögninni neitt um það hversu
Á þeim tröllaukna niðurrifs-
tíma, er nú stendur yfir, heyrir
maður ósjaldan nafns þeirra
getið, er fyrir niðurrifinu
standa, bæði stjórnmálamanna
og hershöfðingja, og er í sjálfu
sér ekkert atliugavert við það.
Níöurrifiö er sennilega nauð-
synlegt til þess að hreinsa und-
irstöðumar fyrir betri og sann-
ari framtíð. Hinu má þó ekki
gleyma úr fortíðinni, sem fram-
tíðin getur tekið óbreytt upp
í sína (vonandi) endurbættu
útgáfu af heiminum — eða rétt-
ar sagt: það má ekki gleyma
þeim góðu og goðmögnuðu
mönnum, er gerðu Forsjóninni
fært að nota sig til að gefa
mönnunuin hinar góðu gjafir.
Einn slíkra manna er Svíinri
Gustaf Dalén.*) Hver sjómað-
ur, hver sjómanns-ástvinur,
hver maður, sem eitthvað á und
ir því, að skip komist lieilt til
hafnar, ætti að þekkja nafn
Gustafs Daléns. M. ö. o. þetta
er maður, sem íslenzkur al-
menningur á að kannast við.
Auk þess er liann stór velgerð-
armaður þeirra, er beita log-
suðutækjum, svo að fleira sé
ekki upptalið að sinni.
Þegar Edison heyrði um hug-
vitssamlegustu uppfyndingu
Daléns, sóllásinn, sem kveikii
og slekkur sjálfkrafa vitaljósin,
sagði liann: „Það verður ekk-
ert i'ir þessu“. Og einkaleyfa-
skrásetjari Þjóðverja lireytti
því út úr sér, að þetta ætti sér
ekki stað í veruleikanum.
Reyndin varð nú samt önn-
ur. Vitakerfi Bandaríkjanna
notar nú útbúnað Daléns í 5000
vitum auk þess sem aðferð lians
er notuð á þúsundum staða á
flugleiðum og flugvöllum
þeirra.
Þessi maður, sem á svo mik-
inn þátt í ljósaútbúnaði þeim,
er gerir sjóferðir og loftferðir
svo miklu öruggari en annars
væri, varð sjálfur fyrir þeim
örlögum að verða sviftur sjón-
inni á miðjum aldri, en hann
vann feiknastarf jafnt fyrir því
þann aldarfjórðung, sem hann
átti þá ólifðan.
Gústaf Dalén var fæddur
1869 á bóndabæ í Svíþjóð. Hon-
um leiddist samt sumt af gróf-
dýr þessi liitun væri. En sagt
var, að tilraunir hefðu verið
gerðar með það að sofa án
yfirsængur eða ábreiðu, en
liafa í þess stað liitaplötu
liangandi ■ fyrir ofan rúmið, sem
geislaði mátulegum liita yfir
mann sofandi. Telja þeir, sem
að tilraunum þessum standa,
að með þessu rnóti fáist hollari
svefn en með því að loka fyr-
ir endurnýjun loftsins í kring
um líkamann, nteð því að dúða
sig í teppum eða undir yfir-
sæng.
*) é-ið í erlendum orðum er ekld
lesið „je“, lieldur er það venjulegt
e með álicrzlu.
ustu sveitastörfunum og fyrsta
uppfynding lians var sú, að
hann bjó til smávél til að húð-
fletta baunir og dreif hana á-
fram með rokk. Yfirleitt mun
atferli lians á þeirn árum hafa
vakið efasemdir viðvíkjandi
því, hversu efnilegur ungling-
ur hann væri. Hann var t. d.
rúmlatur vel og var önnur upp-
fynding lians allflókinn útbún-
aður til að létta lionum hið
erfiða uppliaf vinnudagsins!
Hann setti útbúnað ó gamla
klukku, er kveikti á eldspýtu
á tilsettum tíma, en eldspýtan
var að sínu leyti tengd marg-
brotnu kerfi af taugum og fjöðr
um, er svo var frá gengið, að
á olíulampa kviknaði af eld-
spýtunni. Yfir þessum lampa
hékk hins vegar kaffikanna.
Stundarfjórðungi seinna setti
klukkan í gang liamar, er Dal-
én liafði sett í samband við
liana, og lamdi hamarinn misk-.
unnarlaust á járnplötu — og
þar með var hugvitsmaðurinn
vaknaður í björtu herbergi og
ekki alveg sárköldu við heitt
kaffi og „allt í lagi“.
Dalén var innan við tvítugt,
er hann fór til Stokkhólms með
mjólkurmæli til að sýna De
Laval, höfundi skilvindunn-
ar.*) Og varð Laval liálfhvumsa
við, því liann hafði sjálfur lát•
ið gera teikningar að sams kon-
ar útbúnaði og fengið einka-
leyfi fyrir. Dalén vildi þó liafa
eitthvað upp úr ferðinni og
sótti um rúm í rannsóknastofn-
un Lavals, én fékk það svar, að
áður yrði hann að afla sér al-
mennrar menntunar. En það
var nú liægar ort en gert, því
eldri bræður hans voru farnjr
að heiman til að ryðja sjálfum
sér braut og hann varð nauð-
ugur viljugur að sturida búverk-
in. —
Nokkru seinna varð liann
ástfanginn af 15 ára stúlku og
hún var svo sem ekkert fráleit
því að eiga hann — ef liann
flytti í kaupstaðimi. 23 ára fói
hann svo í iðnfræðaskóla. Þar
tók liann ágætispróf og fór til
liins frekara náms. 28 ára að
aldri þótti Dalén hæfur til að
verða aðstoðarmaður á rann-
sóknastofnun De Lavals. Gekk
liann þá að eiga stúlkuna, er
beðið liafði hans trúlega, þó
að hún þættist vera að setja
lionurn skilyrði, en híbýli
þeirra urðu öllu líkari rann-
sóknarstofu en heimili að sögn.
Strandlengja Svíþjóðar er
löng, eins og allir vita og þó
miklu lengri en menn liugsa
út í og er það vegna þess, hve
þar úir og grúir af vogum og
nesjum og eyjum. Siglingar og
fiskveiðar hafa löngum verið
miklar við Svíþjóð og kostnað-
urinn við vitaþjónustuna var
orðinn lítt bærilegur. Vitamir
voru mjög margir og við livem
þeirra varð að vera vitavörður
Frh. á 4. úðu.
*) Sbr. Alfa-Laval-skilvinduna.