Ingólfur - 08.05.1944, Side 4
4
INGÓLFUR
31) INDIGO
Framhaldssögu Þjóðólfs, Indigo, verður lialdið áfram licr
í hlaðinu vegna eindreginna áskorana margra lesenda Þjóð-
ólfs, enda má vafalaust gera ráð fyrir því, að kaupendur
Þjóðólfs muni yfirleitt verða áskrifendur liins nýja hlaðs.
En vegna þeirra, sem gerast áskrifendur að þessu blaði, en
voru ekki lesendur Þjóðólfs, þykir rétt að gefa nokkra hug-
mynd um efni sögunnar liingað til í stuttu máli. Er það
sem hér segir:
Indigo gerist þegar verið var að nema Louisiana-fylki
í Bandaríkjunum og á árunum þar á eflir. Mark Sheramy
er einn þeirra, sem þangað flyzt til landnáms ásamt konu
sinni, syninum Caleb og dótturinni Juditli. — Þegar Sheramy-
fjölskyldan er á leið niður Mississippifljót áleiðis til nýja
landsins, kemst hún í lausleg kynni við ungan og glæsileg-
an mann, Philip Larne, sem einnig er á leið til Louisiana
í sömu erindagerðum og þau. Astir takast með Judith og
Philip, en faðir Judithar hefur megna andúð á unga mann-
inum, sem honum finnst vera spjátrungur og ofláti. Leikar
fara þó svo, að Judith strýkur með Philip fyrstu nóttina,
sem fjölskylda hennar hefst við í Louisiana. Þau eru gefin
saman í hjónahand og Judith sezt að í bjálkakofa hjá Philip
á landareign hans, sem hann nefnir Ardeilh. Þar fæðir Jud-
ith fyrsta barn sitt, DavíS, við hin ömurlegustu skilyrði.
Annað barn sitt, Kristójer, fæðir hún í veglegu stórhýsi.
sem Philip hefur reist á landareign sinni. En Iiann er mjög
ötull við búskapinn, ræktar indigo í stórum stíl og græðir á
tá og fingri. — Einkaambátt Judithar heitir Angelique og
er hið dyggasta og hezta hjú. Hefur Judith lofað að selja
hana aldrei öðrum né láta hana frá sér fara. Walter Purcell
og kona hans, Gervaise, eru vinafólk Philips og Judithar.
Þau búa á Lynhaven. — Mark, faðir Judithar, og Caleb
bróðir hennar búa að Silverwood, en kona Marks lézt
skömmu eftir komuna til nýja landsins. I New Orleans
hefur Caleb komizt í kynni við unga stúlku, Dolores, með
kynlegum hætti. Hún segist vera af liáum stigum og verður
úr að hún strýkur með Caleb, sem gengur að eiga hana.
Þegar Judith hittir hana í fyrsta sinn, gezt henni vel að
mágkonu sinni, sem virðist vera harnsleg og saklaus.
Áður en margar vikur voru liðnar, fór að koma í ljós,
að Dolores var á góðri leið með að vinna liylli Marks
Sheramy, þótt tregur væri. Mark varð að játa, að hún
var ekki ein afleit og liann hafði haldið, að útlendar
konur væru. Karlmennirnir í hans ætt höfðu ekki kvænzt
konum, sem gengu til borðs með gardeniu í hárinu og
í flegnum kjól.
En honum fannst það ekki eins óviðeigandi, þegar
hann gaf sig á vald gömlu réttanna, sem hún matreiddi
handa honum. Caleb og Judith hæhlu henni fyrir, hve
fljótt henni hefði tekizt að milda Mark, en þá leit liún
bara upp og svaraði: „Þar sem ég átti heima, var sagt,
að karlmönnunum þætti alltaf vænt um þær konur, sem
gæfu þeim uppáhaldsmatinn þeirra“.
Enskan hjá henni batnaði mikið um sumarið, að því
er málfræði snerti, en hreimurinn var alltaf jafn sterk-
ur. Samt sem áður talaði hún skemmlilega og hún var
næsta hrífandi, þegar hún talaði og setti varirnar í stút
til að dylja skarðið. Henni var orðið að vana að tala
svona, eins og hún væri í þann veginn að kyssa einhvern.
Karlmönnum gazt vel að þessum kæk án þess að renna
grun í orsökina, og Judith gat ekki varizt aðdáun á Dol-
ores fyrir þetta hyggilega háttalag, að auka á yndisþokka
Isinn við það að hylja galla.
Auk þess var Dolores skemmtileg eftir að hún hafði
unnið bug á feimninni. Hún sagði frá hinum staurfættu
stjórnmálamönnum, sem komu til miðdegisverðar til föð-
ur hennar og hinum háttprúðu fyrirmennum, sem fylgdu
henni, þegar hún var á reið í skemmtigarðinum. Dolor-
es var framúrskarandi á liestbaki og á ekrunni var ekki
til hestur, sem hún réði ekki við.
Velgerðarmaður
sjómanna —
Frh. af 3. síðu.
með heimili sitt og kostnaður
af aðflutningum til þessara
staða var út af fyrir sig frant
úr öllu hófi. Á síðasta áratug
19. aldarinnar var sú framför
gerð í sænska vitakerfinu, að
ekki þurfti að sinna vitunum
nema á tíu daga fresti. En Dal-
én var ekki fullnægt með þess-
ari úrlausn. Árið 1905 lagði
liann fram fullgerða uppfynd-
ingu, er gerir vitavörð alveg ó-
þarfan. Sú uppfynding var svo
vandlega unnin, að litlar end-
urbætur hafa á henni verið
gerðar síðan. Með aðferð Dal-
éns var blikið tekið upp í vita-
ljósinu: Það blikar með vissum
millibilum, hver viti með sína
sérstöku tölu og sín hlutföll.
Með þessu móti var acetvle-
neyslan minnkuð niður í tíunda
hluta. Nú varð hægt að fjölga
vitum um allan helming án
þess að auka kostnaðinn af
þeim.
Dalén var samt ekki ánægð-
ur. Þessir sjálfstjórnarvitar
„glenntu sig á daginn, þegai
nóg var birtan“, eins og kerl-
ingin sagði um sólina, og eyddu
með því acetyleni að óþörfu
Þá fann Dalén upp sóllásinn.
Allir vita, að dökkir hlutir og
lirjúfir liitna meir af sólskini
og jafnvel hverskyns dagsljósi,
en Ijósir hlutir og fægðir. Dal-
én notaði þessa meginreglu í
sóllásinn. 1 honum eru þrír
bjartir teinar og fægðir, en einn
svartur og hrjúfur. Við mis-
hitun þessara teina raskast
stærðarhlutföll þeirra og við
það hreyfist fjöður, sem opn-
ar og lokar fyrir acetlyengas-
inu.
Enn þóttist Dalén ekki hafa
nóg að gert, vitum til umbóta.
Acetylengas var liættulegt í
meðförum. Nú fann Dalén upp
nokkurs konar svamp úr asbesti
og jarðefni nokkru o. fl. Þegar
acetlyenið var komið út um
allan svampinn, þá var dreyf-
ing þess orðin svo mikil, að
möguleikanum til sprengingar
var lokið, en þó sogaðist ljós-
gjafinn með nægum liraða úr
svampinum inn í brennarann.
Með þessu varð jafnframt starf
logsuðumanna liættulaust, en
liafði verið hættulegt áður.
Árið 1912 tók Dalén að sér
lýsingu Panamaskurðarins og
gerðist nú efnaður maður og
eignaðist eigið hús í útjaðri
Stokkliólms. Þá var það að
amerískir verkfræðingar komu
til hans til að ganga úr skugga
um, hvernig acetylensvampur-
inn stæðist eldsvoða, ef svo
bæri undir. Dalén svaraði með
tilraun í klettagjótu. Fimm til-
raunir voru gerðar og gengu
fjórar að óskum. Eitthvert ólag
var á fimmtu tilrauninni og er
Dalén nálgaðist hið deyjandi
bál ásamt tveimur aðstoðar-
mönnum, kvað við ógurleg
sprenging. Aðstoðarmennina
sakaði ekki, en Dalén var stór-
slasaður. Fyrsta orð lians eft-
ir slysið var það, að liann
spurði um aðstoðarmennina og
var ánægður, er hann lieyröi,
að þeir væru lieilir á húfi. Upp
frá þessu v^r Dalén blindur.
Sama ár voru honum veitt
Nóbelsverðlaun í eðlisfræði.
Eftir þetta var það aðalstarl
Daléns, að hann stýrði liinni
heimsfrægu AGA-verksmiðju
og kannast margir hérlendis við
eldavélar liennar, sem eru sí-
heitar og eyða ekki nema 4 kg.
af kolum á sólarliring og eru
sannir „vinir“ húsmæðranna.
Strandgæzla Bandaríkjanna
tekur sem stendur alla fram-
leiðslu amerísku AGA-verk-
smiðjunnar — aðrir fá ekki að
komast að. Jafnframt starfi
sínu við stjórn verksmiðjunnar
gegndi Dalén seinni hluta ævi
sinnar miklu starfi sem ráðu-
nautur sænsku ríkisstjórnar-
innar.
Árið 1936 tilkynnti Dalén á
stjórnarfundi verksmiðjunnar,
að læknirinn segði, að hann
væri með ólæknandi krabba-
mein, en „ég sit nú meðan sætt
er“, bætti hann við og tók því
næst fyrir næsta mál á dagskrá.
Hann andaðist í lok ársins 1937,
68 ára að ahlri.
(Að mestu eftir The Reader's
Digest, Febr. þ. á.).
„Það er í rauninni einkennilegt, þar sem hún er svona
dugleg á hestbaki, að hún skyldi detta af baki og brjóta
í sér tönnina“, sagði Caleb.
„Ég vissi ekki, að hún missti liana við að detta a£
hestbaki“, sagði Judith. „Hún sagði mér, að tveir menn
hefðu verið að berjast í patioinu þeirra og liún liefði
orðið hrædd. Það virðist kynlegt, að hún liafi verið á
hestbaki í patioinu“.
„Ef til vill eru þau stærri í Havana en New Orle-
ans“, sagði Caleb.
En Judith fannst þetta jafnan kynlegt og hafði orð
á því við Philip dag nokkurn, er þau voru á reið tun
ekruna. Dolores var búin að vera þrjá mánuði á Silver-
wood. Pliilip, sem þótti næstum allt fólk skennntilegt,
tók henni mjög hóglega, en liann bretti brýrnar, þegar
Juditli spurði liann, hvort patioin í Havana væru svo
stór, að liægt væri að ríða í þeim. „Eg hef hana grunaða
um að vera ósvífin ósannindastelpa“, sagði hann.
„Philip!“
„En góða Judith, ég hef ekki liugmynd um, hvernig
liún hefur misst tönnina, og mér er líka nákvæmlega
sama um það. Það skiptir engu máli“.
„Eg get nú ekki skilið, að hún skuli vera svona óviss
í umgengnisvenjunum, þegar hún liefur gesti“, sagði
Judith. „En það getur náttúrlega verið, að liún sé vön
öðrum háttum“.
Philip leit í'annsakandi á liana. „Hún er eins og geng-
ur og gerist“, sagði liann. „Gættu bara sjálfrar þín“.
IIIIIIIÍI®illilillilll®IIIÍ!IÍIIIII®llllllllllíiailllll!lllll®llllllllllll®IH
Danska
opdabókin
sem lengi undanfarið hefur verið
ófáanleg, er nú komin í bókaverzl-
anir. Bókin er ágæt fermingargjöf,
en auk þess ættu þeir sem þurfa
að nota hana í skólum næsta vet-
ur að nota tækifærið og kaupa bók-
ina strax.
Fæst í öllum bókaverzlunum.
Il®lillllllllli®ll!!llllllll®lilllilli!il®lílllllll!ll®illlllllllll@lllllilli
RÁÐNINGASKRIFSTOFA
LANDBÚNAÐARINS
er tekin lil starfa í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu
8—10, í sambandi við Vinnumiðlunarskrif-
stofuna og undir forstöðu Metúsalems Stefáns-
sonar.
Skrifstofutími verður fyx-st um sinn kl. 9—12
og 1—5. Sími 1327. Póstliólf 45.
Vinnukaupendur og vinnuseljendur, er óska
aðstoðar skrifstofunnar um ráðningar og snúa
sér til liennar í því skyni skriflega, gefi sem
greinilegastar upplýsingar um allt, er máli
skiptir í sambandi við vænlanlega ráðningu.
Þeir sem ekki geta sjálfir gengið frá ráðningar-
samningi, verða að fela einhverjum öðrum um-
boð lil þess.
Búnaðarfélag íslands.