Ingólfur - 26.06.1944, Side 2
2
INGÓLFUR
INGÖLFUR
Ctgef.: Nokkrir Þjóðveldissinnar
Ritstjóri:
HALLDÓR JÓNASSON
(símar: 2802 og 3702)
Afgreiðslusími: 2923
— INGÓLFUR kemur út á hverj-
um mánudegi og aukablöð eftir
þörfum. Missirisverð kr. 12,00, 1
lausasölu 35 aura.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar
Sameiningartákn
þjóðarinnar er
forsetinn.
Þrátt fyrir rigninguna á
Þingvöllum 17. júní, sem
olli margskonar óþægind-
um, má segja að þjóðhátíð-
in skilji eftir í hugum manna
bjartar minningar og liug-
hreystandi fyrir framtíðina.
— Veldur því einkum ein-
ingar- og alvörublær sá er
hvíldi yfir hátíðinni allri
báða dagana hinn 17. og 18.
júní. — Stakk þessi blær
mjög í stúf við hinar leiðin-
legu og barnalegu æsingar
og blekkingar, er flokkarnir
liöfðu í frammi um og fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Ef einhverjir hafa verið
farnir, að tapa trú sinni á
þjóðinni fyrir að geta hlust-
að á allt þetta gaspur í blöð-
um og útvarpi, þá mátti
sannarlega brúnin lyftast er
litið var yfir hinn fríða og
fjölmenna hóp á Þingvöll-
um fyrri þjóðhátíðardaginn.
— Það hlaut að vekja eft-
irtekt hversu mikið þarna
sást af myndarlegu og ráð-
settu fólki, sem alls hins
bezta má af vænta. Og það
bauð óveðrinu byrginn.
★
Það sem með réttu var
lögð aðaláherzla á var það
að þjóðin sýndi einingu og
samliug við þetta hátíðlega
tækifæri er þjóðin fann sig
nú standa eina og lausa við
önnur stjórnleg sambönd út
á við en hervernd um stund-
ar sakir.
Þessi alvarlega afstaða
krafðist þess, að þjóðin sýndi
að hún stæði sameinuð —
því að sundraða þjóð tekur
enginn alvarlega.
Enda þótt nokkur ágrein-
ingur væri um aðferðir í
skilnaðarmálinu, þá höfðu
menn beygt sig til samkomu-
lags, og þjóðin fann sig nú
loksins hafna yfir allar inn-
byrðis erjur.
Það hlaut því að koma öll-
um óvart á hinum hátíðlega
þingfundi að Lögbergi er
það gerðist að sjálft þingið
sveikst undan merkjum og
rauf eininguna með því að
sundrast um forsetakjörið.
Það var fyrirfram vitað að
Sveinn Björnsson ríkisstjóri
haföi fyigi ákveðins þing-
meirililuta, og það var cinn-
ig vitað að hann liafði mjög
eindregið þjóðarfvlgi. Enda
heyrðust engar utanþings
raddir um að æskilegt væri
að fá nýjan mann í þjóð-
höfðingjasætið.
Samt sem áður fékk
Sveinn Björnsson aðeins
greidd 30 atkvæði frá 50
þingmönnum, er viðstaddir
voru — 5 köstuðu atkvæð-
um sínum á skrifstofustjóra
þingsins en 15 skiluðu auð-
rnn seðlum, að því er virt-
ist aðeins til að sýna mótþróa
og uppreisnarhug.
Það þarf ekki að því að
spyrja, að þetta kom yfir
þjóðina eins og þruma úr
heiðskíru lofti.
Menn vissu að vísu, að um
forsetaefnið hafði verið
fleiri en ein tillaga, en áttu
sízt von á að um þetta at-
riði yrði sá ágreiningur, er
af þyrftu að leiða hátíða-
spjöll við sjálfa hina örlaga-
ríku athöfn að Lögbergi.
Sú tilfinning sem fyrst
greip menn, var undrun.
Menn vissu ekki að hér gæti
verið um neitt flokkamál að
raéða, því að sízt hafði rík-
isstjórinn sýnt nokkrar
flokkslegar hneigðir. Aftur
á móti hafði hann sýnt vilja
á að bjarga hinu þjó'ölega
sjónarmiöi, þegar flokkarnir
gátu ekki komið sér saman,
og þá skipað þjóðlega utan-
þingsstjórn. Einnig síðar
hvatti hann til samstarfs við
þjóðina þegar flokkarnir
sýndu uppivöðslu og einræð-
ishug.
★
Það hefur nú opnast fyr-
ir þjóðinni, að andstaða
hinna 20 þingmanna við for-
setavalið, stafaði ekki af
flokkslegri andstöðu gegn
ríkisstjóranum, lieldur ein-
göngu af afbrýði vegna þeirr
ar þjóðhylli, sem hann hafði
áunnið sér.
Þessa þjóðhylli finna
flokkarnir með réttu vera
hættulega fyrir yfirráða-
stefnu þá, sem nú er ráðandi
í þinginu og raunar haldið
þar uppi af aðeins fáum
mönnum. Ekki þó svo að
skilja að þessir menn hugsi
sér þingið ráðandi í heild
sinni, heldur aðeins sinn
flokk ráöandi þingi og þjóö.
Það er skilningur á þessu,
sem nú er að opnast fyrir
þjóðinni. Undrunin yfir at-
Fyrsta
Alþingi hefur nú verið frest-
að á ný. Það kom saman iil
fundar vegna stofnunar lvð-
veldisins 10. júní og átti setu
til 20. þ. m.. Var verkefni hest
það að þessu einni að ganca
„form!ega“ frá stofnun lýð-
veldisins, og samþykkja 3 milj.
kr. fjárveitingu til Þjóðminja-
safnsins.
Þjóðin bjóst þó við því, að
það mundi sýna einlivern lit
á því að efna að einliverju
leyti þau loforð sem það liafði
gefið um endurskoðun stjórn-
arskrárinnar. En þingið lét það
undir liöfuð leggjast. Þó eiga
allir flokkar hér ekki óskilið
mál.
Alþýðuflokkurinn einn sýndi
lit á því, að efna loforð um
endurskoðun á stjórnarskránni.
Allir þingmenn þess flokks
fluttu í sameinuðu Alþingi til-
lögu þá til þingsályktúnar er
liér fer á eftir:
„Alþingi á lyktar, að til við-
bótar í nefnd þá, sem kosin
hefur verið skv. ályktunum
Alþingis frá 8. sept. 1942 og
22. maí 1942, til þess að und-
irbúa og gera tillögur um
framtíðarstjómskipunarlög fyr-
ir lýðveldi Islands, skuli skipa
10 menn, karla og konur. Skulu
menn þessir skipaðir af hæsta-
rétti og valdir með liliðsjón af
þekkingu þeirra á stjórnskip-
unarfræði og þekkingu þeirra
og kunnugleika á lögum, þörf-
um og óskum sem flestra í
landinu.
Við störf sín skal nefndin
kynna sér sem bezt hinar frjáls-
burðinum að Lögbergi er nú
snúin í reiði, sem brotist hef-
ur út um allar byggðir lands-
ins, að því er bezt verður
ráðið af aðstreymandi áskor-
unum úr öllum áttum um að
láta ekki forsetakosningar-
hneykslið óatalið.
★
Já, auðvitað var það
hneyksli, að sú eining sem
flokkarnir þóttust vera að
magna meðal þjóðarinnar
skyldi bresta einmitt lijá
þeim sjálfmn á þessari stund
og á þessum stað. —
En er það nú ekki samt
eins og að forsjónin hafi liaft
hér liönd með í bagga?
Var það ekki einmitt vel
viðeigandi að þjóðin í sam-
einingu fengi að sjá þingið
— sitt eigið óskabarn, eða
réttara sagt óskilabarn, koma
til kirkjunnar hortugt og ó-
stýrilátt í sínum gatslitnu
hversdagsgörmvun, eins og
það hefur nú lengi orðið að
ganga til fara vegna van-
rækslu móður sinnar?
Jú, víst var þetta mátu-
legt, þótt það væri leiðin-
legt; og aðeins gott að vita
að þjóðin skyldi reiðast. Því
að væntanlega lærir hún að
• Frh. á 8. síðu.
verkið
lyndustu kröfur nútímans um
almenn mannréttindi, skyldur
þegnanna til þess að vinna
nytsöm störf í þjóðfélaginu,
réttinn tii þess að fá vinnu
og skvldur þjóðfélagsins tii
þess að sjá þegnur.i sínum fyr-
ir vinnu, menntun og öryggi.
Milliþinganefndin skal hraðr.
störfum svo mikið sem unnt
er með það fyrir augum, ao
hægt verði aíPleggja frumvarp
til nýrra stjórnskipunarlaga
fyrir íslenzka lýðveldið fyrir
Alþingi, áður en næstu alþing-
iskosningar fara fram.
Nefndinni er rétt að skipta
með sér verkum og kjósa undir-
nefndir til sérstakra atliugana
og starfa.
Kostnaður við nefndina
greiðist úr ríkissjóði“.
Hvað sem öðru líður verður
þó ekki annað sagt en að með
flutningi þessarar tillögu um
að fjölga í stjórnarskrámefnd-
inni liefur Alþýðuflokkurinn
reynt til að efna þau loforð,
sem hann, ásamt Framsóknar-
og Sjálfstæðisflokknum, gaf,
fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna,
um tafarlausa endurskoðun á
liinni nýju, vansmíðuðu stjórn-
arskrá íslenska lýðveldisins.
Þó höfundi þessara lína þyki
stjórnlaganefnd sú sem í tillög-
unni er gert ráð fyrir ekki
nægilega fjölmenn er þó með
henni gerð tilraun til þess, að
fá nefndina skipaða nokkuð í
áttina við það, sem þjóðin
ætlast til. Skal ekki frekar út
í það farið hér, því fáist nefnd-
in skipuð á líkan liátt og ráð
er fyrir gert í tillögunni er
stigið stórt spor í rétta átt í
þessu máli, og er það vitanlega
liöfuðatriðið.
II.
Undirtektir hinna flokkanna
sýna aftur á móli að þeir eru
að reyna að koma sér hjá þvi
að efna hið gefna loforð um
tafarlausa endurskoðun stjóm-
arskrárinnar. Tillagan fékkst
ekki tekin til umræðu á þing-
inu og því borið við, að ekkert
yrði fyrir tekið annað en það,
sem „beinlínis stæði í sam-
bandi við stofnun lýðveldisins“.
En slíkt eru aðeins undan-
brögð og blekkingar. Ekkert
mál stendur jafn „beinlínis“ í
sambandi við stofnun lýðveld-
isins sem einmitt stjórnarskrá
þess. Á henni byggist lýðveld-
ið og allt sem í sambandi við
það er.
Það var gmnur margra, að
Alþingi væri að blekkja þjóð-
ina er það hamaðist svo mjög
við að hvetja menn til að
samþykkja stjórnarskráró-
myndina, sem nú er orðin að
lögum. Sá gmnur studdist við
þá staðreynd, að eins og frá
stjómarskránni var gengið af
þingnefndinni sem um liana
f jallaði, var alt þjóðarvaldið
lagt undir Alþingi. Þegar Al-
þingi fann þann andblástur,
sem þessi stefna þess mætti,
rauk það til og breytti tilhög-
un forsetakosninganna af ein-
berri hræðslu við þjóðina, sem
þingið fann að heimtaði þá
ekipan málanna, en lét þá koma
þann krók á móti bragði að
rýra verulega vald forsetans.
Þingið veit að þessu atriði með
meim verður breytt í nýrri
stjómarskrá.
Almenningur á Islandi er
trúgjam og lirekklaus. Hann
trúir því ekki að til séu þeir
menn á sjálfu Alþingi, sem
levfi sér það að leika ýmsar
loddaralistir til þess að hlskhj.'i
þjóðina. Hann írúir því ekki
fyrr en hann reynir þao.
hann veit eklci að mikill hluti
alls þess, 6em hér er kölluö
stjómmáianarátta og 6tjóm-
málastarfsemi er einmitt þaö’,
að leika þessar loddarakúnstir
og ljúga sig svo frá þeim á
eftir.
Heilir flokkar em byggðir
upp á þessum „hundakún6t-
um“, og em þar nú uppvís-
astir orðnir einræðisflokkamir
og er sama hvort um er að
ræða nasista, kommúnista eða
fasista. Allt er það lýgi ein og
blekking og ný og ný ósann-
indi fundin upp í blekkinga-
og áróðursskyni til að breiða
yfir ósómann þegar þeir em
að komast í bölvun fyrir ein-
hver loddarabrögðin.
Og nú spyrja menn:
Vom loforðin um tafarlausa
endurskoðun stjómarskrár-
innar slík loddarabrögð?,
Kommúnista verður, þó merki-
legt sé, að undanskilja hvað
þetta snertir. Þeir liafa alltaf
verið andvígir endurskoðun á
stjómarskránni þar til „að ó-
friði loknum“.
En Sjálfstæðismenn og Fram-
sókn lofuðu því liiklaust að
endurskoðun stjómarskrárinn-
innar skyldi þegar í stað fara
fram. Ætla þessir flokkar nú
að svíkja loforð sín? Ætla þeir
að svíkjast þannig aftan að
þjóðinni, sem trúði þeim og
treysti og samþykkti með at-
kvæði sínu stjórnarskrána í því
trausti, að endurskoðun yrði
þegar hafin? Ætla þeir að láta
spár þeirra manna rætast sem
fyrir atkvæðagreiðsluna sögðu:
Trúið ekki loforðum flokk-
anna, þeir ætla að svíkja ykk-
ur þegar í stað og þeir hafa
blekkt ykkur til að samþykkja
hina meingölluðu stjórnarskrá,
og þessvegna er öruggast að
greiða atkvæði gegn henni og
fella hana.
Ætla Sjálfstæðismenn og
Framsókn á Alþingi að s’tanda
uppi sem algerir svikarar við
loforð, gefin í tilefni af loka-
sigri þjóðarinnar í sjálfstæðis-
baráttu sinni? Því miður lítur
svo út.
En við bíðum og sjáum til.
Þessir flokkar fengust ekki til
að fallast ti tillögu Alþýðufl.
um stóra stjórnlaganefnd.
Þeir þurfa að „atliuga málið“.
— Var það til þess að sjá
hvernig liægt væri að finna
upp nýja blekkingu til að
blinda þjóðina og binda liana
í nýjan klafS?
Þetta fyrsta merki lofar engu
góðu en það ætti að geta orð-
ið til þess að þjóðin öll þokaði
sér saman enn fastara um þessa
sjálfsögðu kröfu. Þeir þing-
menn, sem nú ætla að svíkja
gefin loforð, og þeir flokkar
eða flokksstjómir, sem ætla sér
að gera það, verða innan
tveggja ára í síðasta lagi að
standa reikningsskap gerða
sinna frammi fyrir alþjóð.
Þá mun þessu loforði þeirra
ekki gleymt.
Jónas Gu'Srn undssori