Ingólfur - 26.06.1944, Qupperneq 3
INGÓLFUR
3
aem ól okkur — landiS sem vér
elskum meira en nokkurt ann-
að land, er alfrjálst land — og
vér erum frjáfe þjóð -- í frjálsu
landi. Þetta er fagur dagur og
f agnaðarríkur.
Hamingja Islands ér mikil.
Hugsum um þær þjóðir, sem nú
eru að fórna dýrmætustu eign
sinni í styrjöldinni miklu, til
þess að vernda frelsið. Þær láta
nú fulltrúa sína standa vinar-
vörð um okkur í dag — vörð
um frelsi okkar og sjálfsfor-
ræði.
Vér viljum bera bróðurliug
til allra manna og þjóða. Vér
■ hugsum með hlýhug og bæn til
Norðurlandaþjóðanna, og sér-
staklega til þeirrar þjóðar, sem
nú um alllangt- skeið liefir ver-
ið sambandsþjóð vor. Vér minn
umst, með þakklæti, bjartra
.stunda í sambúðinni. Hinu er
gleymt, sem annan svip kann
að liafa borið.
Vér stöndum við dyr nýrrar
aldar, nýs tímabils lýðveldis á
Islandi. — Nú tekur vissulega
að reyna á. Aðrar þjóðir fórna
nú lijartablóði sínu fyrir frelsið
Vér njótum þeirrar sérstöku
náðar Guðs, að mega láta okkar
fórnir í té í friðsælu starfi. Er
það ekki þakkar- og fagnaðar-
efni? Lýðveldishugsjóninni er
ekki náð fyrr en þjóðin er frjáls
hið innra jafnt sem liið yt,ra.
Fyrr en hún er göfug og and-
lega sterk þjóð. Fyrr en liún
hefir skrýðst skrúða þess frels-
is, sem skapar henni farsæld og
innri frið.
Vér vitum og skynjum, að
leiðin til liins fullkomna, sanna
frelsis er erfið og löng, framtíð
in er ávallt lijúpuð móðu og
mistri óvissunnar. En í gegnum
þá þoku sjáum vér ljós, IjÓB
kristindómsins — ljós Guðs.
Hjá honum er uppspretta
lífsins, uppspretta alls þess, sem
er fegurst og bezt í þjóðlífi
voru. Þess vegna á Guð umfram
allt að vera leiðtogi þjóðar-
innar um alla tíð.
Hið sanna frelsi öðlast þjóðin
aðeins á Guðs vegum.
Skáldið bendir á liina réttu
leið:
„Lær sanna tign þín sjálfs,
ver sjálfur 'hreinn og frjáls,
þá skapast frelsið fyrst,
og fyrir Jesúm Krist
skal dauðans fjötur falla“.
Vér fögnum því öll, að fá að
lifa þessi augnablik. Barnið
æskumaðurinn, sem hér eru,
munu á efri árum blessa þenna
dag. Guð liefir falið oss mikið
hlutverk, að taka í dag á móti
stærstu og dýrmætustu gjöfinni,
sem unnt er að gefa þjóðunum.
Minnztu þess, þegar allar
kirkjuklukkur landsins liringja
frelsið inn í dag, að þú varst
kallaður til þess veglega lilut-
verks. Mundu eftir ábyrgðinni,
8em því er samfara.
Gott er þeim, er að frelsi ls-
lands 6tuddi, að eiga þá með-
vitund, er að því dregur, að
liinsta sinn verði breitt yfir
livílurúmið lians í þessum
lieimi, að hafa lagt frelsismál-
unum lið, og mjúklega mun
móðurinoldin umvefja frelsis-
vinina íslenzku látna. —
Minningin um þá mun lifa,
meðan íslenzk tunga er töluð.
Og mætti svo ljós Guðs skína
yfir Island um alla framtíð.
Ljós lians verma, styrkja,
Frh. af 1. síðu
íslenska þjódveldid
hugga, lífga og glæða allt liið
fegursta og bezta, sem getur
gróið í brjóstum manna og
kvenna.
Ljós Guðs ljóma yfir Þing-
völlum og lielgistööum þjóðar-
innar öllur. Yfir kristni og
kirkju landsins. Guð blessi Is-
land. — Guð blessi landið og
sjóinn, bændabýlin og fiski-
miðin. — Guð blessi íslenzku
þjóðina alla, íslendinga í Vest-
urlieimi og víðsvegar um ver-
öldina, forsetann, sem nú verð-
ur kjörinn, ríkisstjórnina, al-
þingi, starfsmenn þjóðarinnar,
alla sonu hennar og dætur. —
Guð blessi og annist sjúka —
og öll sorgar- og olnbogaböm
lífsins.
Guð blessi allar þjóðir
heimsins — og gefi þeim að
sjá friðar- og frelsissól ljóma
á liimni framtíðarinnar.
Guð blesi þennan dag, 17.
júní og lýðveldi íslands.
Á eftir ræðu biskups söng
fólkið sálminn „Faðir and-
anna“.
Þingfundurinn að
Lögbergi.
Að lokinni guðsþjónustunni
hófst' fundur í sameinuðu Al-
þingi.
Á dagskrá Alþingis voru
tvö mál.
1. Yfirlýsing um gildistöku
stjómarskrár lýðveldisins
Islands.
2. Forsetakjör.
Forseti sameinaðs Alþingis,
Gísli Sveinsson sýslumaður,
setti fundinn og mælti því-^
næst á þessa leið:
„Þingsályktun afgreidd af
Alþingi 16. júní þ. á. liljóðar
svo:
„Alþingi ályktar með tilvís-
un til 81. gr. stjórnarskrár lýð-
veldisins Islands og þar sem
skilyrðum sömu greinar um at-
kvæðagreiðslu allra kosninga-
bærra manua í landinu er full-
nægt, að stjórnarskráin skuli
ganga í gildi langardaginn 17.
júní 1944, þegar forseti sam-
einaðs Alþingis lýsir yfir því
á fundi í Alþingi“.
Þingmenn risu þá úr sæt-
um. — og forseti mælti:
„Samkvœmt því, sem nú hef-
ir greint veriS, lýsi ég yfir því,
aS stjúrnarskrá lýSveldisins ís-
lands er gengin í gildi“.
Hófst þá klukkna hringing
í Þingvallakirkju og stóð liún
yfir í 2 mínútur. Á sama
tíma var kirkjuklukkum liringt
um land allt.
Að því búnu var einnar mín-
útu þögn, en síðan söng mann-
fjöldinn þjóðsönginn „Ó, Guð
vors lands“. Var þetta liátíð-
legasta stund atliafnarinnar.
Hófust nú þingstörf að nýju
og flutti þá forseti sameinaðs
Alþingis, Gísli Sveinsson eftir-
farandi ræðu.
Háttvirtu alþingismenn.
Herra ríkisstjóri.
Hæstvirt ríkisstjórn.
Virðulegir gestir.
Islendingar.
Hinu langþráða marki í bar-
áttu þessarar þjóðar fyrir
stjórnmálafrelsi er náð. Þjóðin
er nú loks komin lieim meö
allt sitt, fullvalda og óháð.
Stjórnmálaskilnaður við erlent
ríki er fullkomnaður. Islenzkt
lýðveldi er sett á stofn. End-
urheimt hið forna frelsi.
Ættfeður vorir, þeir, er hér
námu land, lielguðu það sér og
sínuin niðjum til eilífrar eign-
ar. Og frelsi sitt innsigluðu
þeir liér með stofnun þjóðþings
fyrir meir en þúsund árum.
„Hátt á eldlirauni upp,
þar sem ennþá Öxará rennur
ofan í Almannagjá —
Alþingi feðranna stóð“.
Þá varð Alþingi frjálsara Is-
lendinga til og dafnaði, og það
lifir enn í dag sem öldungur
þjóðþinga allrar veraldar, sem
þó ávallt yngist upp, og á fyr-
ir sér að þroskast og blómgast
á ný með lýðfrjálsri þjóð, er
velur sjálf sína foringja. Þessi
nú frjálsa þjóð, sem þolað hef-
ur þrengingar margra liðinna
alda og stundum undir erlendri
kúgun, gleymdi þó aldrei
sjálfri sér né afrækti sitt dá-
samlega land, sem lienni var í
öndverðu af Guði útvalið, land,
sem „liart var aðeins sem móð-
ir við barn“, — liún liefur nú
með áþreifanlegum liætti sýnt,
að liún þekkti sinn vitjunar-
tíma, kuimi að liöndla hnossið,
þegar það átti að falla henni
í skaut.
Sérlivað hefur sína tíð. Full-
trúar þjóðarinnar völdu hinn
rétta tíma, sem fyrir fram mátti
kalla ákvarðaðan af eðlilegrí
rás viðburðanna, en einnig
vegna aðgerða Islendinga
sjálfra. Þetta liafa aðrar þjóðir
nú einnig viðurkennt, góðu
heilli. Það, sem nú er orðið, á
ekki skylt við neina bylting og
með réttu liefur ekkert um-
hverfis það á sér óróleikans
blæ. Það er ávöxtur langrar
þróunar, sem engum gat tjóað
að spyma í gegn. Og slíkt má
segja um eðlilega og réttmæta
frelsisþrá allra þjóða, sem aldr-
ei verður kæfð. Slíkt er eins og
straumþung elfan, sem ómót-
stæðileg fellur um langan veg
í hafið. Og „hver vill banna
fjalli frá flióti rás til sjávar
hvetja“?
Vissulega megum vér líta í
anda liðna tíð. Það, sem er og
það sem verður, á rót sína í því,
sem á undan er gengið, með
margvíslegum liætti. Vér liöf-
um árla þessa dags lieiðrað
minningu eins mætasta sonar
þjóðarinnar, Jóns Sigurssonar
forseta. En að verki loknu gefst
ávallt betra og sannara yfirlit
ýmissa liðinna viðliorfa. Sagan
mun liér eftir, á óvéfengjanleg-
an liátt, skrá á spjöld sín or-
sakir og afleiðingar atburða í
lífi Islendinga eins og annara,
frá upphafi vega, og bíður
fullnaðardómur þess. Allt
mannlíf er í lieild órjúfanleg-
um lögmálum liáð. Vér bind-
um nú vora bagga sjálfir.
Á þessari stundu lilýðir, að
ég í nafni löggjafarþings þjóð-
arinnar færi þeim, er síðast og
síðastur liefur konungur verið
yfir Islandi, Kristjáni X. Dana-
konungi, þakkir fyrir velvilja
lians í garð landsmanna á und-
anförnum árum, og áma ég
honum, fjölskyldu lians og
hinni dönsku þjóð allra heilla.
Það er viss von vor, að lialdast
megi vináttubönd vor við ná-
granna- og frændþjóðir vorar
allar á Norðurlöndum, sem vér
einlæglega óskum friðar, frels-
is og farsældar, jafnframt og
vér treystum því, að oss auðn-
ist að lifa í fullri vinsemd og
góðri kynning við voldugar ná-
grannaþjóðir vorar og aðrar, er
oss vilja samúð og stuðning
veita og frelsi vort virða, svo
sem einnig greinilega hefur
komið í ljós á þessrnn örlaga-
ríku tímum. Munum vér minn-
ast þessa með þakklæti og fögn-
uði. Og það er ósk vor til allra
þjóða, að sem fyrst megi linna
þeim liörmungum styrjaldar,
sem nú þjaka mannkynið, um
leið og vér viðurkennum bljúg-
um huga, að við því böli lief-
ur forsjónin hlíft oss að þessu.
Hver siðmenntuð þjóð skal
sínum stjórnarháttum ráða. Um
það ber eigi lengur að efast. —
Islendingar hafa nú að sjálf-
ráðu og trúir frumeðli þjóðar
sinnar valið einum róini það
stjórnarform, er þeir telja bezl
liæfa frjálsri þjóð í frjálsu
landi — lýSveldiS. Nú er að
gæta þess vel, sem réttilega er
aflað. Ábyrgðin er vor og störf-
in kalla, störf, sem oss ber að
vinna sameinaðir og með það
eitt fyrir augum, sem í sann-
leika veit til vegs og gengis og
blessunar landi og lýð. I dag
heitstrengir liin íslenzka þjóð
að varðveita frelsi og lieiður
ættjarðarinnar með árvekni og
dyggð, og á þessum staS votta
fulltrúar lienuar hinu unga lýð-
veldi fullkomna liollustu.
Til þessa lijálpi oss Guð
Drottinn“.
Forsetakjör.
Þegar stofnun lýðveldisins
var um garð gengin hófst kjör
liins fyrsta forseta íslenzka þjóð
veldisins.
Seðlum var útbýtt meðal
þingmanna því samkvæmt
stjórnarskránni átti Alþingi að
kjósa forsetann að þessu sinni
til rúmlega eins árs.
Á þingfundinum mættu 50
þingmenn. Tveir þingmanna,
Skúli Guðmundsson, þm. Vest-
ur-Húnvetninga og Gísli Guð-
mundsson þm. Norður-Þingey-
inga voru fjarstaddir sökum
veikinda. Forsetakjörið fór á
þann veg að Sveinn Björnsson
ríkisstjóri var kjörinn forseti
með 30 atkvæðum. Jón Sigurðs-
son, skrifstofustjóri Alþingis
hlaut 5 atkvæði en 15 seðlar
voru auðir.
Vakti það mikinn fögnuð er
Sveinn Björnsson var kjörinn
forseti. Vann forseti lýðveldis-
ins þvínæst eið að stjómar-
skránni en flutti því næst eftir-
farandi ávarp til þings og þjóð-
ar.
Ávarp forseta íslands.
Herra .alþingisforseti, '.hátt-
virtir alþingismenn! Ég þakka
fyrir þaS traust, sem mér hef-
ur veriS sýnt, meS því aS kjósa
mig forseta íslands nú.
Er ég var kjörinn ríkisstjóri
í fyrsta skipti fyrir réttum 3
árum síSan, lýsti ég því, aS ég
liti á starf mitt framar öllu sem
þjónustu viS heill og hag ís•
lenzku þjóSarinnar. Og ég baS
guS aS gefa mér kœrleika og
auSmýkt svo aS þjónusta mín
mætti verSa íslandi og íslenzku
þjóSinni til góSs.
SíSan eru liSin þrjú ár, sem
hafa veriS erfiS á ýmsan hátt,
En hugur minn er óbreyttur.
Eg tek nú viS þessu starfi meS
sama þjónustuhug og sömu
bceji.
Á þessum fornhelga staS, sem
svo ótal minningar eru bundn-
ar viS um atburSi, sem mark-
aS hafa sögu og heill þjóSar-
innar, vil ég minnast atburSar,
sem skeSi hér fyrir 944 árum.
Þá voru viSsjár meS mönnum
sennilega meiri en nokkru sinni
fyrr þau 70 ár, sem.þjóSveldiS
hafSi starfaS þá. Og ágreinings-
efniS var nokkuS sem er öllum
efnum viSkvœmara og hefur
komiS á ótal styrjöldum í heim
inum. ÞaS voru trúarskoSanir
manna. ForfeSur vorir höfSu
haldiS fast viS hina fornu trú,
Ásatrúna, sem flutzt hafSi meS
þeim til landsins. Nú var boS-
aSur annar átrúnaSur, kristin-
dómurinn. Lá viS fullkominni
innanlandsstyrjöld milli heiS-
inna manna og kristinna.
Alþingi tókst aS leysa þetta
mikla vandamál liér á Lög-
bergi. Um þetta segir svo í
Njálu:
„Um daginn eftir gengu hvór
irtveggja . til . Lögbergs, .ok
nefndu hvórir vátta, kristnir
menn ok heiSnir, ok sögSust
livórir ór lögum annara. Ok
varS þá svá mikit óhljóS al
Lögbergi, at engi nam annars
mál. SíSan gengu menn í braut
ok þótti öllum horfa ,til inna
mestu óefna“.
ForustumaSur kristinna
manna fól nú andstœSingi sín-
um hinum heiSna höfSingja
Þorgeiri LjósvetningagoSa aS
ráSa fram úr vandrœSunum.
Hann gerhugsaSi máliS. Um
málalok segir m. a. svo í Njálu:
„En annan dag gengu menn til
Lögbergs. Þá beiddi Þorgeir sér
hljóSs ok mælti: „Svá lýst mér
sem málum várum sé komit í
ónýtt efni, ef eigi hafa ein lög
allir. En ef sundur er skift lög-
unum, þái mun eigi viS þat
megu búa“ “.
HeiSinginn Þorgeir Ljósvetn-
ingagoSi segir þvínœst svo:
„Þat er upphaf laga vorra at
menn skuli allir vera kristnir
hér á landi“.
Undu allir þessum málalok-
um meS þeim árangri, að af
leiddi blómaöld Islands, unz
sundurþykkiS varS þjóSveldinu
aS fjörtjóni.
Nú á þessum fornhelga staS
og á þessari hátíSarstundu biS
ég þann sama eilífa guS, sem
þá hélt verndarhendi yfir ís-
lenzku þ jóSinni, aS halda sömu
verndarhendi sinni yfir Islandi
og þjóS þess á þeim tímum,
sem vér nú eigum framundan.
Að ræðu forseta lokinni, sem
tekið var með dynjandi lófa-
klappi og liúrrahrópum af
mannf jöldanum sleit forseti
sameinaös Alþingis þingfundi.