Ingólfur - 03.07.1944, Blaðsíða 2

Ingólfur - 03.07.1944, Blaðsíða 2
2 INGÓLFUR ÁTTINDA FULLTRÚAÞING SAM- BANDS ISL. BARNAKENNARA kom nýlega saman og hefur sent INGÓLFI ályktanir sínar. Hin fyrsta fjallar um SkólakerfiS. 1 því efni fellst þingiS á álit milliþinganefndar, en bendir á, aS líkur séu til „stórfelldra breytinga á skóla- málum víðsvegar um heim aS stríðinu loknu. Telur þingið nauðsynlegt að lialda opnum leiðum“ í skólakerfinu þeim til samræmingar eftir því, sem á- stæða kynni að þykja til. Far- ið var fram á, að öll byggðar- lög landsins hefðu fengið full- gilt skólahús innan fárra ára (eða a. m. k. hlut í slíku) og miðað við „fullkomna kennslu- hætti“. Sama er að sínu leyti að segja um kennsluáhöld. Uppeldisrannsóknir og kenn- aramenntun. Lögð er áherzla á, að „hið bráðasta verði stofnuð deild við háskólann, sem ann- ist rannsóknir í uppeldis- og Matstofa Náttúru- sálarfræði og leiðbeiningar í þágu íslenzkra skólamála“. Gert ráð fyrir „3—4 sérfræðing- um hið fæsta“ við stofnunina sem föstum starfsmönnum. Ekki er upplýst fyrir almenn- ingi, hvaða rök liggja til þess, að það þyki svo nauðsynlegt, að háskólinn hér ráðist með slík- um krafti í vísindalegar rann- sóknir í sálarfræði. Þess verð- ur að gæta, að mörg knýjandi verkefni liggja fyrir íslenzku þjóðinni í rannsóknum og verð- ur þá að láta þau sitja fyrir, sem þýðingarmest eru fyrir hina háskalega óvissu afkomu þjóðarinnar, hinar úreltu fram leiðsluaðferðir hennar og þá liluta af mannræktinni, sem beinlínis eru háðir landinu, sem hún byggir og aðrar þjóð- ir geta ekki framkvæmt. Launamál kennara. Bent var á, að síðast liðinn vetur voru um 70 skólahús án kennara með kennararéttindum og að aðsókn að Kennaraskólanum fer þverrandi. Er óskemmtilegt Þjódleg skemmtnn INGÓLFUR Útgef.: Nokkrir Þjóðwldisnnnar Ritstjóri: HALLDÓR JÓNASSON (símar: 2802 og 3702) Afgreiðsla í Ingólfshvoli (símar 2923 og 5951) — INGÓLFUR kemur út á hverj- nm mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Missirisverð kr. 12,00, i lausasölu 35 aura. Prentsmiðja Jóns Helgasonar ____________________ Stjórnarskráin og konurnar Nýlega er lokið landsfundi kvenna hér í Reykjavík. Gerði fundur þessi ýmsar samþykkt- ir sem vafalaust munu, a. m. k. sumar hverjar, vekja nokkra at- hygli og ekki ólíklegt, að um þær geti orðið nokkrar umræð- ur. Sérstaklega er vert að veita einum flokki þessara tillagna landsfundar kvenna athygli, en það er sá flokkurinn, sem þær nefna: „Tillögur varSandi hina væntanlegu stjórnarskrá. Eru þessar tillögur svohljóð- andi: 1. Landsfundur kvenna gerir þá kröfu fyrir hönd ís- lenzkra kvenna, að jafnrétti karla og kvenrm 6é tryggt sérstaklega í stjómarskránni, og tekið fullt tillit til að- stöðu konunnar sem móður. 2. Kona, sem misst hefir ríkis- borgararétt sinn með gift- ingu eða á annan hátt, hafi möguleika til að öðlast hann aftur með umsókn til stjórn- arráðsins eða næsta íslenzka sendiráðs í útlöndum. Ríkis- borgararéttur karlmanna endurheimtist á sama hátt. 3. Réttur gamalla manna og sjúkra til framfærslu sé tryggður af ríkinu án tillits til aðstandenda. 4. Konur hafi sama rétt og karl ar til allrar vinnu, sömu laun fyrir sams konar vinnu og sömu hækkunar-mögu- leika og þeir. Gifting t eða bameignir sé engin hindrun fyrir atvinnu né ástæða til uppsagnar. Hér er ekki ætlunin að ræða innihald þessara tillagna, hvorki almennt né í einstök- um atriðum. Aðeins var ætlun- in að benda á, að þarna koma fram nokkur atriði, sem alveg vantar í núverandi stjómarskrá, en eins og högum þjóðarinnar og hugsunarhætti almennings er nú komið, sýnist fyllilega á- stæða til, að fullur gaumur sé gefinn og þau ákvæði beinlín- is sett í stjómarskrána, sem tryggja það hæfilega, að kon- um sé tryggður sem mestur réttur í þjóðfélaginu. Hugleiði menn stundarkorn hvað raunverulega felst í þess- um tillögum kvennafundarins, þá er það ekkert smáræði. En það er svo, að fæst þeirra at- riða, sem þarna er vikið að, era, því miður, vel tryggð í stjómarskránni. Sést bezt af þessu, hve nauð- synlegt er, að mjög sé vandað til samningar hinnar nýju stjómarskrár. Og þegar þar að kemur, að hún fæst tekin til endurskoðunar, verða það fjöl- mörg atriði önnur, sem þykja mun fullkomin ástæða til að taka til athugunar. Það ættu fleiri félög og fé- lagasambönd að fara að dæmi landsfundar kvenna og láta op- inberlega í ljós álit sitt og til- lögur um þau atriði stjómar- skrárinnar sem þau telja sér- staklega varða sig eða sína með- limi. Mætti af því sjá, hvað almenningur og hin einstöku félagasambönd telja mikils- verðast fyrir sig að fá lagfært eða upp tekið. Gæti það orðið til mikilla bóta og leiðbeining- ar fyrir þá, sem að lokum vinna það verk að semja ríkinu nýja stjórnarskrá. Það er ennfremur augljóst mál, þó að ekki sé á annað drepið en þessar tillögur lands- fundar kvenna, að þau atriði, sem til greina koma við endur- samningu stjórnarskrárinnar — ef hún á að verða annað en kák eitt — verða fjöldamörg og margvísleg. Þess vegna mun endurskoðun hennar taka lang- an tíma og því ætti að taka til við það verk sem allra fyrst. Því miður sá Alþingi sér ekki fært að setja nýja, stóra nefnd í málið áður en það hvarf frá störfum nú í júní, þó vitað væri, að fjöldi þingmanna er því hlyntur, að það verði gert. En væntanlega verður það ekki látið dragast lengur en til haustsins, því það er með öllu óverjandi, að málinu verði slegið á frest um lengri tíma — e. t. v. mörg ár. Konumar, sem sátu lands- fundinn, hafa með samþykkt- um sínum lagt sinn skerf til þess, að málinu verði gerð í senn hröð og nákvæm skil og eiga þær þakkir skildar fyrir. J. G. ----o---- Þjóðminjasafnið Alþingi hefur veitt þrjár millj. króna til að gera yfir það liús. Hið væntanlega stórhýsi á ekki einungis að rúma Fom- gripasafnið gamla heldur einn- ig Iðnminjasafn, Sjóminjasafn, Mannamyndasafn, svonefnt Ásbúðarsafn, eins og tekið var fram í fyrmefndri grein, og söfn, sem kennd era við ein- staka menn: Jón Sigurðsson o. fl. Sömuleiðis listasafn. Hefur húsi þessu nú verið ákveðinn staður: Háskólaráðið samþykkti að láta norðvestur- homið af Háskólalóðinni (þar se^i mætast Melavegur og Hringbraut). Líklegt verður að telja, að mjög bráðlega verði efnt til keppni um teikningu til húss- ins, með því líka að maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, liefur gefið 15000 kr. til þess að kosta slíka samkeppni. Má því og vænta, að und- inn verði bráður bugur að því að reisa þetta langþráða skýli yfir hið stórmerka safn þar sem það er m. a. nokkum veginn óhult fyrir bruna. ---o---- lækningafélagsins Hún tók til starfa fyrra fimmtudag og var þá nær full- skipuð af föstum 'kostþegum, eða eins og vinnukraftar og húsrúmið leyfir. Aðsetur mat- stofunnar er í gamla landshöfð- ingjahúsinu á horninu á Þing- holtsstræti og Skálholtsstíg, og hefur hún stofuhæð hússins til umráða. — Að svo stöddu verð- ur lítið um sölu einstakra mál- tíða, nema til félagsmanna eft- ir því sem rúm og ástæður leyfa. Matstofan leggur aðaláherzlu á liolla jurtafæðu og fást hyld- isefnin aðallega úr ýmsum baunategundum svo sem soya- baunum, Limabaunum o. fl. teg. Kjöt eða fiskréttur er þó tvisvar í viku í miðdegisverði og ýmiskonar innlendur matur á kvöldborði, svo sem mjólk, smjör, ostur og harðfiskur auk alls konar garðjurta og sölva. Notuð eru eingöngu brauð úr heilmöluðurrt, rúg og hveiti en ekki franskbrauð eða sigti- brauð. — Enn eru aðeins seld- ar tvær máltíðir á dag er kosta hvor um sig kr. 7.50 í lausa- sölu en kr. 6.00 í föstu fæði. — Fyrir matreiðslunni stendur frú Dagbjört Jónsdóttir, sem áður hefur verið kennslukona í matreiðslu. — Hefur ekki annars orðið vart en að mönn- um líki þetta fæði mætavel. Og með vaxandi reynslu má eflaust gera ýmislegar endurbætur til að mæta þeim þörfum, er smám saman kimna að segja til sín. — Það var mörgum erfiðleik- um bundið að koma þessarí matstofu á laggimar, bæði um útvegun liúsnæðis, viðgerð á því, öflun fjár, pöntun á efni, ráðning starfsfólks o. fl. Hafa þessi störf aðallega lent á þeim tveimur stjómarnefndarmönn- um N. L. F. Bimi L. Jónssyni veðurfræðing og Hirti Hanssyni kaupmanni, er hafa hafa leyst þau af liendi með miklum dugn aði. manna á milli, og stundum svo góð að endast má til almennra nota, er það að sendast á kviðl- ingum, og mun þó allmjög nið- urlögð, sem margt annað þjóð- legrar skemmtunar. Þeim mun meira gaman er að rekast á reykvíska búðarstúlku, er á það til að senda viðskiftamönnun- um tóninn með ferskeytlu — og þó með allri hæversku. Hún kom ekki að tómum kofanum dag nokkurn í vetur, er norð- lenzkur almúgamaður, sem heima á í Hafnarfirði, sendi í grandaleysi konu nokkura til hennar í búðina fyrir sig. Hami fékk stöku, mælta af munni fram, með vörunni — og sendi henni auðvitað aðra í staðinn. Er nú ekki að orðlengja það, að þau voru farin að kveðast á „upp á kraft“, með milligöngu konuimar, fyrr en varði. Ekki var það allt gullvægt, er þeim fór á milli, en þó era ýmsar laglegar vísur þar á meðal. Það þætti kannski ýmsum gaman að sjá eitthvað af betri endanum og skulu hér til tíndar nokkrar. Sá nor&lenzki: Leikur bros um ljósa brá ljómar gleði um kinnar, glæða yndi geislar frá göfgi sálar þinnar. Skilaboð þú telur tál og taumlaust orðagjálfur — væri það ekki annað mál, ef ég kæmi sjálfur? Ef þér mætti una hjá, amann burtu hrekja, ástameistann eflaust má upp af nýju vekja. En búðarstúlkan hafði látið bölsýni nokkra í ljós í næstu vísum á undan. Nokkru síðar sendi búSarstúlkan norðlend- ingnum eftirfarandi „Öfugmœli“: Ástin lielgan lieldur vörð, liuganum yfir drottnar; til þess að vita, hversu andleg störf eru vanmetin orðin í landi voru. Það er eins og menn þurfi í rauninni almennt ekk- ert að læra fram yfir það, sem til þess þarf að gefa falsaða reikninga fyrir svikin verk. 1 fullu samræmi við það er, að menn með æðri menntun þarf aðallega til þess að hjálpa þess- um reikningafölsurum vinnu- svikanna, lægri sem æðri, til að falsa skattaframtöl. AlþjóSasamvinna eftir stríð. Þingið fól sambandsstjórninni „að vinna að því, að íslenzkir menntamenn verði við því bún- ir að gerast þátttakendur í menningarlegri endurreisn lier- numdu landanna í Evrópu í stríðslok“ og sýndi með því við- urkenningarverða víðsýni, fram sýni og stórliug, er aðrar stétt- ir mættu taka til fyrirmyndar. Aftur á móti er samþykkt þings ins um Verkfallsrétt af öðrum og lélegri anda. En það er eins. og gerist — liold og andi í sömu persónu og veitir ýmsum betur. Andinn liafði undirtökin, þeg- ar þingið gerði samþykkt sína um Menningar- og starfsskil- yrSi mæSra. — Þingið sendi forsetanum heillaóskir og Vest- ur-íslendingum kveðju. liún er gimsteinn Guðsá Jörð, gull, sem ekki brotnar. Finnist ástin fullþroskuð í fórnarlund og mildi, líklega er hún ljóssins guð, lífsins mesta gildi. í tilefni af þessum frumspeki legu hugleiðingum kveður þá sá nor&lenzki m. a.: Þótt ég reyni að liugsa liátt heims um leiðir kunnar, aldrei skil ég andardrátt æðri tilverunnar. En samt: Yndi veitir ástin liá, oft þó valdi þrautum. Hún er leiðarljósið á lífsins þyrnibrautum. Ástin fæðir yndi hrein, ástina glæðir stakan, ástin græðir andans mein, ástin bræðir klakann. Ástin varma yndi ljær, ástin hvarmaljósin þvær, ástin bjarma elur skær, ástin lxarma rekur fjær. Þetta getur nú verið nóg í bili af svo góðu. ----o---- Byssustingir úteltir? Haft er eftir liermönnum, sem hafa ýmist verið í eða at- hugað fjölda af orastum í þessu stríði, að þeir hafi aldrei séð návígi með byssustingjum. — tírslit í orustum nú á dögum vélahemaðar, stórskota og hríð- skota eru nær því alltaf séð, áð- ur en til þess komi að maður þurfi að berjast við mann. — Má því búast við því, að byssu- stingir verði bráðlega lagðir niður. ----o----

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.