Ingólfur - 03.07.1944, Blaðsíða 3

Ingólfur - 03.07.1944, Blaðsíða 3
INGÓLFUR 3 Um vellídan þjó5a 1 tímaritinu Science Digest, sem gefið er út í Bandaríkjun- um, og mun einna fróðlegast allra tímarita, er hingað ber- ast, var grein í fyrra, er nefn- ist Are We as Ricli as We Think? (Erum vér eins ríkir og vér hyggjum) og flytur marg- háttaðan fróðleik um verald- lega velgengni þjóða heimsins: tekjur, framleiðslumagn og við- urværi. Er greinin útdráttur úr kapítula í riti Ellsworth Hunt- ingtons (við liinn fræga Yale- háskóla), er nefnist America at War (Bandaríkin í styrjöld). Skal liér sagt nokkuð af inni- haldi greinarinnar, sem að flestu leyti mun nokkurn veg- inn áreiðanlegt, enda byggt á skýrslum Þjóðabandalagsins á fjórða áratugnum. Að minna leyti eru frásagnir þessar byggð ar á öðrum lieimildum og e. t. v. sumum óáreiðanlegri. A. m. k. verður að játa, að sumar töl- umar sýnast- miður trúlegar — en þær eru ekki margar og skal þegar snúið sér að því að skýra frá efni greinarinnar. ★ Verð ársframleiSslu meSal- búsins var, fyrir stríð, í Nýja Sjálandi um 2400 dollara virði, í Japan 120 dollara, í Rúss- landi 88* dbllara, í Indlandi um 50 dollara. Þess er að gæta, að til þ ess að ná þessum ár- angri verður Ný-Sjálendingur- inn að verja stórfé til véla og aðfenginna efna, en samt verð- ur tekjuafgangur lians alveg Ó8ambærilegur við afkoniu hinna. (Skýringar á þessari af- komu rússneska bóndans verð- ur líklega lielzt að leita í því, að liér sé að eins um „sjálf- stæða“ bændur að ræða; sam- vinnubúin, sem vitanlega vimia með vélum og öðrum nútíma- hjálpartækjum, hljóta að gefa miklu betri afrakstur en liér er talinn). Næst eftir Nýja Sjálandi, í verðmæti landbúnaðarfram- leiðslunnar á hvert bú, kemur Ástralía, þá Argentína og Uru- guay — syðstu ríkin í Suður- Ameríku. 1 öllum þessum lönd- um er firna landflæmi, þó að varla jafnist á við það, sem í voru landi er, nema að því leyti, að það er mestallt grasi gróin jörð og akrar. Bandaríkjabónd- inn framleiðir liálfvirði þess, sem bóndinn í Argentínu gerir, svcy það er ekki að furða, þó að Argentína þykist góð fyrir simi liatt og þess umkomin að stríða Bandaríkjunum ósleitilega, og munu seinna í grein þessari koma frarn tölur, er sýna að Argentínumenn lifa á mun dýr- ara fæði en Bandaríkjamenn, sem almennt hafa verið álitnir bera rneira í mat sinn en nokk- ur önnur þjóö í heimi. Og er spuming, hvort liér sé ekki að finna aðallausnina á rembingi Argentínumanna við Banda- menn í þessari styrjöld!! Bandaríkjabóndinn framleið- ir m. ö. o. 600 dollara virði að meðaltali. Kínverski bóndinn framleiðir 60 dollara virði. Það *) Hér er átt við sveitaheim- ili þar, sem talað er um „bú“. dregur Bandaríkjameðaltalið niður að þar er algengara en í flestum öðrttm löndum, að bóndinn liafi aukastarf eða að búskapurinn sjálfur sé auka- starf. Enn fremur er fátækt í sveitum liinna svokölluðu Suð- urríkja, þar sem þrælahaldið var í garnla daga; einkum eru svertingjarnir flestir bláfátæk- ir. Aftur á móti nálgast sum af nyrðri miðríkjunum og nyrsta ríkið á Kyrraliafsströnd- inni sjálft Nýja Sjáland í þessu tilliti. Það, sem heldur Kanada niðri, eru kotbændur í hinum frönskumælandi hlúta landsins (Qúebec). Amiars stæði Kan- ada hátt í framleiðslu meðal- búsins. Það er talið bera landbúnað- armenningu Danmerkur og Hol lands fagurt vitni, að meðal- framleiðsla bænda þar er nærri því jafnmikil og í Bandaríkj- unum, þó að landrými sé þar lítið. Eftir framanskráðu að dæma er bezt til afkomu, að land- rými sveitabúa sé ríflegt — að eins ekki á íslenzkan mæli- kvarða, því íiér er strjálbýlið svo mikið, að það ber mann- aflið og fjármagnið alveg of- urliða. Og er jafnan svo, að hóf er bezt á hverjum hlut og að skammt er öfganna milli. Bretland og Þýzkaland eru svipuð í þessu tilliti og nálgast Danmörk og Holland, og má það lieita góð útkoma eftir á- stæðum. Frakkland aðeins lægra. Að því er Rússland snertir, þá má benda á, að rýmindi til landbúnaðar eru þar ekki eins mikil og vér tíðast böldum. Stórir blutar landsins eru fyllt- ir skógi, freðmýmm og þurr- heiði (,,steppum“) og búa um 120 inilljónir sveitafólks þar á álíka miklu svæði og 30 millj. í Bandaríkjunum. Þar að auki rækta Rússiir yfirleitt verðlitl- ar afurðir — einkum rúg og kartöflur. ★ Ef atbugað er verömœti iSn- aðarframleiSslunnar á livern verkamann, þá standa Banda- ríkin liæst, að því er grein þessi segir. (Þess má samt geta liér, að í Bretlandi hefur bergagna- framleiðslan verið meiri á Iivern verkamann en í Banda- ríkjunum — til skamms tíma: ekki er ólíklegt, að nú séu Bandaríkin orðin fremst á því sviði einnig). Grein þessi telur, að Bretland og Þýzkaland séu tæplega liálfdrættingur á við Bandaríkin í þessu tilliti, og skýrist það meðfram af stór- felldum aðferðum til fjölda- framleiðslu. I Frakklandi fram- leiðir liver iðnaðarmaður til jafnaðar fjórða liluta af verð- mæti þess, er Bandaríkjamað- urinn framleiðir. ★ AllsherjarþjóSartekjur er þriðja atriðið, er grein þessi tekur til atliugunar — frá sama sjónarmiöi: meðaltekjur á mann. Einnig þar eru Bandarík in liæst, en Bretland kemur næst, og jafnast liér um bil á við Bandaríkin. Er þetta að þakka verzlunarflotanum og innieignum og starfsemi Breta í öðrum löndum. Nýja Sjáland er þriðja í röðinni, en Þýzka- land lenti að eins niður fyrir Frakkland og var að meðaltals- tekjum að eins liálfdrættingur móts við Bandaríkin. I Italíu voru meðaltekjurnar fjórði bluti þess, 6em var í ensku- mælandi löndum. ★ Hvað er það sem gerir þenna mun á þjóðunum, skipar ger- mönsku þjóðunum hærra en öðrum þjóðum með tilliti til framleiðslu og afkomu, en enskumælandi þjóðum liæst allra? Að því er síðasttöldu spurninguna snertir, þá er svar- ið sjálfsagt að verulegu leyti sögulegs eðlis og stendur í nánu sambandi við mannfjölda þeirra, stórveldisaðstöðu og landnám á seinustu öldum. Að öðru leyti koma liér til greina ábrif loftslags, náttúrufar land- anna og efniviðurinn í sjálfu fólkinu til sálar og líkama. Þó að ekki sé þar með djúpt grafið eftir orsökum, þá má fullyrða, að gott viðurvœri sé með lielztu nærliggjandi skilyrðum þess, að miklu og skynsamlegu verki sé afkastað og afkoma góð. Hins vegar er auðvitað góð afkoma eitthvert lielzta skilyrðið fvrir góðu viðurværi — og þó lief- ur orðið að gera stórkostlegar undantekningar frá þeirri reglu vegna þess, að náttúrlegir ein- faldir lifnaðarliættir liafa búið ýmsum fátækum þjóðum gott viðurværi, en bílífi samfára þekkingarskorti hafði fyrir skemmstu leitt auðugar þjóðir og stéttir óravegu frá liollu við- urværi. I ýmsum löndum vestrænnar menningar mátti sultur teljast til undantekninga síðasta ára- tuginn fyrir núverandi beims- styrjöld. Eru það germönsku löndin og Frakkland. Aftur á móti er sultur nokkuð algeng- ur í flestum öðrum löndum. 1 hinum stóru Austurlöndum er sultur venjulegt ástand helm- ingsins af íbúunum og full bungursneyð á fárra ára fresti. Um þriðjungur allra vel alinna manna í lieiminum eiga lieima í Bandaríkjunum, að því er að- alheimild þessarar greinar tel- ur. — í mjög þéttbýlum löndum befur þróunin í landbiinaðin- um oftast orðið sú — a. m. k. í austrænni löndum — að rækta það eitt, er mesta saðningu veitti án tillits til bollustuefna og fjölbreytni. Raunar munu korntegundir þær, sem liér er um að ræða, oftast liafa gefist sæmilega (þó að lítils væri neytt af fjarskyldum fæðuteg- undum), þegar þær eru notað- ar með liýði og kími og mal- að livað eftir að neytt er. Til eru skýrslur frá Þjóða- bandalaginu, sem sýna neyzlu mjólkur og mjólkurafur&a með mörgum þjóðum fyrir styrjöld- ina. Kemur þar fram, að Japan er einna lægst. Rúmenía er 20 sinnum liærri, Pólland 50 sinn- um, Bandaríkin, Belgía og Þýzkaland 80 sinnum og Finn- land 144 sinnum hærri. Er bið síðasttalda mjög eftirtektarvert, þegar þess er gætt, hvað Finn- land skarar fram úr í íþróttum og almennri hreysti. Af keti notar meðaltals Ind- verji tæpt kíló á ári, Italinn 35 kg., Svíinn 80, Bandaríkjamað- urinn og Bretinn 135 kg. og Ný- Sjálendingurinn 236. Vér Is- lendingar erum sjálfsagt nálægt 200 kg. Egyptar og Rússar neyta um 40 eggja á ári til jafnaðar, Hol- lendingar um 100, Bandaríkja- menn liðlega 200, Kanadainenn 300 og írar 400! Rússar fluttu eiginlega enga banana iim, Frakkar um 5 kg. á mann, árlega, Bretar iy2 kg, Bandaríkjamenn 15 kg. Af nýju grœnmeti notar Bandaríkjamaðurinn að meðal- tali urn 75 kg., en 100 kg. af aldinum, en Italir um 40 og 90 kg. Þá liefur yerið reiknaður út meSal-fœSiskostnaSur í ýmsum löndum — miðað við enskt verðlag — og liafa eftir því Jap anar etið fyrir 22 dollara að meðaltali — líklega á mánuði — Rússar fyrir 23 dollara, en Argentínumenn fyrir 88 doll- ara — og eru þeir hæstir (sbr. það er áður var sagt um þá í grein þessari). Indland og eink- um Kína er þó nokkuð fyrir neðan Japan í fæðiskostnaði. Bandaríkin, sem flestir liefðu sagt að eyddu mest í mat, eru liér „ekki nema“ með 64 doll- ara. Ástralía er álíka, en Frakk- land og Sviss litlu lægri. Norð- urlönd, Bretland og Þýzkaland eru kringum 50 dollara, og telj- ast ekki nægilega vel alin. Lík- lega er það þó einhver misskiln ingur um Norðurlöndin, eink- um Svíþjóð og Danmörk. Nýja Sjáland er með 81 dollar, Uru- guay með 77 og Kanada 76. Það sem hleypir fæðiskostnaði allra binna síðastnefndu landa, svo og Argentínu, svo mjög upp, er sérstaklega mikil neyzla kets og injólkur(afurða'). Bandaríkin og jafnvel Frakk- land liafa í rauninni betra mat- aræði en sum þessara landa. Eftir skýrsbnn að dæma sýn- ist Rússland standa Japan og Indlandi að baki í þessu tilliti. Það er tekið fram, að lierir Rússa og Japana liafi sæmilegt viðurværi. ★ Þá er fróðlegt, í þessu sam- bandi, að atliuga heilsufars- töflu, er sett liefur verið upp eftir fyrirliggjandi heimildum (líklega um meðalaldur aðal- lega). Misjafnt lieilsufar á vit- anlega mikinn þátt í fram- leiðslu- og tekjumismun þjóð- anna. Munar ekki að eins um þá daga, er falla úr verki, lield- ur einnig um þá, er unnið er af minna fjöri. Og manni, sem er miður sín af lasleika, dettur færra í liug og vantar fram- kvæmdasemi á móti hinum, sem er við góða lieilsu. I töfl- unni er miðað við Nýja Sjá- land, sem stendur sig bezt. 1. Nýja Sjáland 100 * 2. Holland 98 3. Ástralía 98 4. Noregur 97 5. Svíþjóð 96 6. Sviss 93 7. Bandaríkin (hvítir) 93 8. Danmörk 92' 9. England 92 10. SuðurAfríka (liv. menn) 91 11. Þýzlíaland 91 12. Kanada 90 13. Irland 87 14. Belgía 87 15. Frakkland 87 16. Skotland 86 17. Lettland 86 18. Finnland 86 19. Eistland 83 20. Austurríki 83 21. Italía 81 22. Tékkó-Slóvakía 77 23. Grikkland 75 24. Ungverjaland 70 25. Sovét-Rússland (70)? 26. Japan 69 27. Pólland 69 28. Búlgaría 68 29. Egyptaland 52 30. Indland 45 Sé Quebeck-fylki í Kanada sleppt, nær það land svo að segja hvítum mönnuni í Banda- ríkjunum, en séu svertingjar taldir með í Bandaríkjunum, verða þau álíka og allt Kanada að meðaltali. ★ Þegar framangreindar atliug- anir á framleiðslu, tekjum, við- urværi og lieilsufari eru bom- ar saman, sést, að í stórum dráttum er samræmi á milli þessara þátta þjóðlífsins, þó að sitthvað fari á misvíxl í ein- stökum atriðum. T. d. er Nýja Sjáland hæst bæði í landbún- aðarframleiðslu og meðalaldri og jafnframt með læg6t dánar- lilutfall og minnstan ungbama- dauða. Ennfremur næstbæst í fæðiskostnaði og þriðja í meðal tekjum. Atbuganir og bollaleggingar sem framangreindar, ættu að geta örfað athygli vor Islend- inga á þýðingu þess, að land- búnáðurinn sé rekimi á þann liátt, sem bezt svarar kostnaði, að liann og skilyrðin, er land vort leggur lionum til, sé gegn- skoðað vísindalega og eftir sam felldri áætlun viturra og víð- sýnna manna og ennfremur að baldið sé með auknum krafti og vaxandi víðsýni á þeirri rannsóknarbraut, sem gerð var að umræðuefni í tveimur síð- ustu blöðum Ingólfs, í greininni „Islenzkar lieilbrigðismálabæk- Til lesendanna Þeir, sem fá INGÓLF send- an, án þess að liafa gerzt áskrif- endur, geta rólegir tekið við blaðinu fram eftir sumri án ótta við að að baka sér neina ábyrgð. INGÓLFUR leggur á- lierzlu á að kynna sig og Þjóð- veldisstefnuna sein flestum. Undir liaustið verður mönnum gert sérstaklega viðvart, þegar þeir þurfa að segja til þess, livort þeir vilji fá blaðið áfram — og þá auðvitað greiða fyrir það. Hins vegar tekur ING- ÓLFUR auðvitað með gleði á móti áskriftum og áskriftar- gjöldum nú þegar, og lionum er óinetanlegur stuðningur að slíku. niiiiiniiHiiiiiiHiiiirc ÚTBREIÐIÐ ÞJÓÐ- VELDISSTEFNUNÁ llllllll®llllllllllll®llllllllllll®ll

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.