Ingólfur - 26.02.1945, Side 2

Ingólfur - 26.02.1945, Side 2
2 INGÓLFUR / INGÖLFUR Útgcf.: Nokkrir Þjóðveldismenn Ritstjóri: HALLDÓR JÓNASSON (BÍmar: 2802 og 3702) Afgreiðsla í Ingólfshvoli kl. 1—3 e. h.; aímt 2923 — INGÓLFUR kemur út á hverj- n mánudegi og aukablöð eftir þðrfum. Miiairiaverð kr. 12,00, 1 lauaasölu 35 aura. Preatsmiðja Jóna Helgasonar HÆSTIRÉTTUR Hið eina ófallna Hæstiréttur minntist 25 ára afmælis síns föstudag- inn 16. þ. m. og síðan með veizlu á Borg s. 1. mánudags- kvöld. Flutti Forseti Islands þar ræðu og benti m. a. á að það liefði ekki ræzt, sem sumir spáðu, að vér mund- um þess ekki umkomnir að halda uppi æðsta dómstóli í landinu. Þvert á móti lief- ur rétturinn á þessum 25 ár- um áunnið sér bæði traust og álit. Verður og ekki annars vart nú en að Hæstarréttar sé minnst með virðing meðal almennings, svo ósparir sem menn þó eru á aðfinnslurn- ar á flestum sviðum. — Það upplýsti Forsetinn einnig, að lögfræðingur brezku stjórnarinnar hefði á utn- ræðufundi farið viðurkenn- ingarorðum um Hæstarétt vorn fyrir réttdæmi. ★ En það sem gerir Hæsta- rétt sérstaklega dýrmætan oss Islendingum er það, að hann er einasta vígi ríkis- valdsins, sem hefur staðið af sér árásir hins lýðræðilega flokkavalds. Hann stendur enn sem einasta tákn þess, að þrátt fyrir ósigra sína fyrir flokka valdinu óskar þjóðin þó enn að mega kalla sig réttarríki á þjóðræðilegum grundvelli. — Hinum tveimur þáttiun ríkisvaldsins: — löggjöfinni og stjórninni hefur þjóðin glatað í hendur flokkauna og þar með verið rænd sjálf- stæði sínu inn á við af inu- lendum völdum um leið og hún fékk það viðurkennt út á við af erlendum stjórnum. Það er hart að þurfa að end- urtaka þennan sorglega sann leika oft áður en þjóðin tek- ur viðbragð og kastar af sér þessum nýju lilekkjum, sem Aróðup Frh. af 1. síðu. þrátt fyrir sífellda misnotkun útvarps og blaða á orðinu áróð- ur er ekki öll von úti. Komm- únistar og nasistar — og nú oröið einnig flestir aðrir flokk- ar líka — gera engan teljandi mun á leyfilegum og óleyfileg- um áróðri. Þeim er flestum ekkert mæt- ara að vinna að málstað sín- um með rökuni og beitingu staðreynda sem ekki verða liraktar, en með lyguin, svik- um og blekkingum. Stafar þetta vitanlega mest af því, að lygin gengur ávallt bezt í al- menning og bann hefur sýnt það mjög greinilega a. m. k. hér á landi að hann vill lielzt fylla þá flokka sem mest nota óheiðarlegar stjórnmálaaðferð- ir. — Hin tvöfalda merking í orð- inu áróður gerir það, auk jicss sem nefnt hefur verið, ennþá hættulegra. Meðan blöð og út- eru henni til margfaldrar minnkunar á við erlenda okið. Því að í þessu tilfeili er hún nógu sterk og þarf alls ekki að láta fara svona með sig. I minningu þess að þjóð- in á þó enn dómsvald sitt sjálf, verður hún að hefjast handa og leggja einnig hald á sín lögmætu sjálfstæðis- gögn: — þingið og stjórnina. Og þetta á þjóðin að gera sjálf og liafa um það samtök algerlega utan flokka. Hún á alls ekki að sækja neitt undir flokkana um end urbætur á stjórnskipun sinni, því að með því mundi hún viðurkenna þá sem herra sína og að hún eigi nú allt sitt undir náð þeirra. Fordæmi eru fyrir því að enskumælandi þjóðir hafa einmitt gert þetta „krafta- verk“, sem sumum vex svo í augum, að fara fram hjá þingflokkum um setningu stjórnarskrár. — Verður bráðlega skýrt betur frá því. Hefði það nú heppnast, sem og rökrétt er frá sjónar- miði flokkalýðræðis, að gera dómsvaldið háð valdaflokki landsins, þá mundu nú flest- ir hafa gefið upp alla von um að' unnt væri að lialda uppi nokkru þjóðarvaldi í landinu fyrir utan flokkana. En lilutlaus þróun dóms- valdsins í 25 ár sýnir að þetta er hægt með lijálp upplýstra manna og heil- brigðs almenningsálits. Og rökrétt afleiðing þessarar af- stöðu er þjóðræðisstefna: — það að þjóðarheildin verður með nýrri stjórnarskrá að endurlieimta þingið og stjórnina í sínar liendur og þar með sitt glataða inma sjálfstæði. ----o---- varp nota Jiað í hinni víðtæku merkingu, — j). e. að áróður sé bæði heiðarlegur og óheiðar- legur málflutningur — en al- menningur skilur við orðið að- eins óbeiðarlegan málflutning þá eykur það enn glundroðann. Það þarf því að koma sér nið- ur á það hreinlega hvor merk- ingin skuli í orðið lögð. Væri J)ess vegna réttast af blöðum og útvarpi að taka sig saman um að nota orðið ekki nema í annari hvorri merking- unni og J)á sýnist eðJilegast að J)að yrði aðeins notað um óheið arlegan málflutning og ekki annað. III. Hér skal þá ekki frekar um orð þetta rætt en bér verður J)að aðeins notað í binni réttu merkingu þess, en bún er ðú, að þegar áróður er ekki vísvit- andi ósannindi eða lygi þá er hann meiri eða minni rang- færsla á sannleikanum. Það voru kommúnistarnir rússnesku, sem fyrstir allra urðu til þess að taka upp áróð- ur í þeirri mynd, sem liann nú Jækkist. Aðrir flokkar sáu fljótt hve vel þessi aðferð gafst og tóku hana því eftir kommún- istum. Nasistar urðu um skeiö fremri koinmúnistum í áróðr- inum, þ. e. í því að skipuleggja óliróðurs- og rangfærslustarf- semi. „Með nægilega öflugum áróðri er liægt að láta J)á, sem lifa í helvíti lialda að þeir séu í liimnaríki“, er liaft eft- ir Ilitler. Sýnir þetta vel hina miklu trú á áróðrinum. Göbbels útbreiðslumálaráð- lierra þýzku natistanna hefur og skilið mætavel þýðingti áróð ursins og er mesti „meistari“ sem uppi hefur verið til þessa í þeirri list, sem kalla mætti áróðíirs-tækni. Hann hefur látið svo uin mælt um nytsemi lyginnar i þjónustu áróðursins: „Lygarn- ar smjúga inn í liug manns og læsa sig um liann eins og eitur og veikja smátt og smátt við- námsþróttinn“. Þessi lýsing dr. Göbbels er alveg liárrétt og J)að er þetta sem bæði nasistar og konnnúnistar vita svo vel og kunna svo vel að notfæra sér. Þegar maður fer að veita starís- aðferðum þessara flokka nána athygli kemur það mjög fljót- lega í ljós, að áróður þeirra cr með mjög margvíslegum hætti, og margt er reynt til þess að dylja liann a. m. k. í fyrstu svo vel sem unnt er. Hinum lævíslegustu skoðun- um er lætt inn á milli viður- kenningar-orða og jafnvel er svo langt gengið að dást að „fórnardýrinu“ að einhverju leyti a. m. k., til þess að J)ví betra sé að koma lyginni að. Áróðurstæknin segir að and- stæðurnar verki bezt. Nasistar komust ekki svo langt hér að ná nokkurn tíma verulegri að- stöðu til áróðurs. Þeir skipu- lögðu þó sínar njósnastöðvar og „lyga-dreifistöðvar“ á svipaðan liátt og kommúnistar en lengra voru nasistar ekki komnir þeg- ar stríðið hófst. Kommúnistar hafa aftur á móti komist miklu lengra hér á landi, vegna þess fyrst og fremst að liöfuð-for- ráðamenn kommúnista bafa frá öndverðu talið ísland svo mik- ilvægt hernaðar]ega,eins'og líka nú liefur sýnt sig, að nauðsyn- legt væri fyrir þá allieimshreyí- ingu, sem ætlar að leggja undir sig allan hnöttinn, eins og kommúnisminn ætlar að gera að útvega sér öfl- ugar bækistöðvar bér. Er })ar að finna skýringuna á því hvers vegna frekar hefur verið lilynnt að kommúnistaflokknum hér en í mörgum öðrum löndurn, t. d. í hinum Norðurlöndunum. Mætti um J)etta skrifa langt mál og bera fram margar og miklar röksemdir en J)að skal geymt að sinni. IV. Annar höfuðþáttur áróðurs- ins er dreifing lians. Varðar J)ar mestu að velja úr J)ær stofn- anir, sein líklegastar eru til að skila beztuin frambúðarár- angri. Hér ber líka mest á þvi að kommúnistar hafa valið úr J)rjár stofnanir, eru það Kenn- araskólinn, Háskólinn og Rík- isútvarpið. Er J)að öllum aug- Ijóst sem ekki eru „slegnir“ kommúnista-blindu bve vel þeim liefur orðið ágengt við sumar þessar stofnanir. Hinn óbeini áróður komm- únista liefur að vonum að lang- mestu leyti alveg farið framhjá fólki. Hann er þess efnis og honum er })annig fyrir komið, að fólk tekur varla eftir bon- um. Hann er eins og eitrið í bikarnum, að vísu ekki nema örlítill liluti þess sem fólkio heyrir, sér eða les en þó að jafnaði þannig fyrir komið að áhrifin verða hvað mest af því „eitri“. Það er erfitt að liafa „hend- ur í hári“ þessa áróðurs. Aðal- kúnstin er líka sú að koma honum þannig fyrir að sem minnst verði eftir honum tekið. í skólunum lýsir hann sér í margs konar félagsforustu, sem hefur á sér allt annars konar blæ en þann að verið sé að vinna fyrir kommúnista eða málstað erlendrar ásælni. I útvarpinu er hann falinn í fréttaflutningnum, ýmis kon- ar erindum og „yfirlitum“, sem J)ar eru gefin, og jafnvel að- eins í vali þeirra sem flytja er- indi, lesa upp eða annast frétta- burð útvarpsins. Ef á þetta er bent eru kommúnistar og nas- istar vanir að kalla það hugar- burð og ofsóknir á einstaka menn, og er J)að skiljanlegt því J)eim er Jmð fyrir öllu að fá í friði að reka íessa iðju og auka hana án þess um sé talað, því þessi tegund áróðurs er e. t. v. notadrýgst fyrir kommúnisl- ana J)egar öllu er á botninn hvolft. Við sjáum nú hvrenig þeir notfæra sér frelsishreyf- ingar hinna þrautpíndu megin- landsþjóða til þess að koma fram áróðri sínum og svífast þar einskis. Ég hef gaman af að nefna liér að lokum tvö at- riði ur fréttaburði útvarpsins alveg nýlega sem sýna Jiessi vinnubrögð glögglega. Það er alkunna að kommún- istar, ekki einasta hér á landi heldur um heim allan hafa sí- fellt reynst að níða Bandarík- in og það ekki síður síðan })au gerðust aðili í styrjöldinni og veittu Rússum það lið sem þá skorti mest. Þessarar tilhneig- ingar hefur hvað eftir annaö orðið vart liér í útvarpinu að maður nú ekki tali um Þjóð- viljann. títvarpið hér liefur með réttu ávallt eytt nokkru rúmi í frétt- um sínum til þess að segja frá nýrri hernaðartækni sem at- hyglisverð liefur Jiótt. Er þetta mjög gott og sjálfsagt því þar eru oftast á ferðinni liinir merkilegustu blutir. 1 morgunfréttum útvarpsins 20. febrúar — en þær annaöist Axel Thorsteinson — var sagt frá hinni miklu fljótandi flola- liöfn Bandaríkjamanna, sem gert befur m. a. landgönguna á Iwo-Jima mögulega. Er J)arna um að ræða einliverja stórkost- legustu tæknilega framkvæind sem sögur hafa farið af, J)ar sem úti í liafi hefur verið kom- ið fyrir stórkostlegu mannvirki með öllum fullkomnustu tækj- um til hemaðarreksturs á sjó og í lofti. í morgunfréttunum var að- eins á þetta drepið eins og venjulega í þeim fréttatíma og er venjan sú að greinilegar er frá því sagt um hádegið eða á kvöldin. En hvað skeður. Hvorki í hádegisútvarpi né i kvöldfréttum Jieáinan dag er framar á þetta minnst. Allir þeir sem ekki hlustuðu á frétt- irnar, kl. 8,30 um morguninn, fá ekkert um þetta að vita frá útvarpinu bér. Hvers vegna fór útvarpiö svona með þessa merki legu frétt?'Var J)að af J)ví að kommúnÍ8tum við útvarpið fannst liér vera á ferðinni eitt- hvað J)að, sem gæti orðið „vatn á myllu“ Bandaríkjamanna? Ég veit J)að ekki en einhver ástæða hefur til J)ess legið. Við skulum liugsa okkur að eitt- hvað svipað liefði gerst í liem- aðartækni Rússa. Ætli J)á liefði verið um það þagað í aðal- fréttatímum útvarpsins en að- eins sagt frá því í auka-frétta- tíma þegar fáir hlusta? Sú hef- úr a. m. k. ekki verið venjart til þessa. Ég er persónulega þeirrar skoðunar að fréttamönnum kommúnista við útvarpið liafi ek'ki verið um þessa frétt mikið gefið og J)ví liafi Jieir stungið henni undir stól í aðalfrétta- tímum útvarpsins. Um kvöldið 21. febrúar var sagt í útvarpinu frá öðrum at- burði í Bandaríkjunum, sem er til minna liróss fyrir þá en sú fregnin sem ég áður nefndi. Það var fregnin um })að, að í Bandaríkjaþingi væri fram komin tiRaga um að vísa skop- leikaranuin Chaplin úr landi. Var þar einskis getið um ástæð- ur tillögumanna en vörn Chapl ins tilfærð í all-löngu máli. Kom J)ar greinilega fram að Chaplin telur sig ofsóttan með' aðgerðum þessum af því liann sé kommúnisti, sem útvarpið þá notaði um oröið „alþjóðasinni“ í þeim tilgangi einum að rugla hlustendur. Þessa frétt J)urfti ekki að geyma til morgunfrétta- tímans, liún var af liinni „réttu“ tegund, og J)ví sjálfsögð í aðalfréttum þegar hin var aðeins tæk í aukafrétlir fyrir fótaferðartíma flestra þeirra lilustenda sem þá eru ekki konmir til starfa sinna úti eða inni. V. Ég læt hér staðar numið. Ég hef skrifað jiessa línur í fullri Niðurl. á 4. síðu.

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.