Ingólfur - 19.03.1945, Blaðsíða 1
I
II. árgangpr, 6. tölublað BLAÐ ÞJÓÐVELDISMANNA
Mánudaginn 19. marz 1945
liaílar mm landnám
og nýrækt
OFDREIFING OG
OFÞRENGSLI.
Allar þjóðir tala nú um nýtt
landnám miðað við nýja rækt-
unarhætti.
Öllum er að verða ljóst, að
gamla dreifða landnámið, sem
miðað var við rányrkju stórra
landssvæða og við það að neyta
mest allra afurðanna á staðn-
um, á ekki við ræktunaraðferð-
ir nútímans, sem byggjast á því
að liafa sem minnst land und-
ir, sem styztar vegalengdir að
yfirstíga og sem stærst skilyrði
til að njóta allra ielagsþæg-
inda, liverju nafni sem nefnast.
1 löndum þar sem vinstra
einræði ríkir, ræðst hin nýja
stóryrkjustefna á görnlu sjálf-
stæðn og dreifðu bændurna. En
þar sem þjóðræðilegt hugarfar
er ríkjandi, er þetta ekki gert.
Þjóðræðið vill alls ekki upp-
ræta það gamla, þótt nýtt sé
ræktað. Heilbrigð mannrækt
heimtar eigi aðeins góð félags-
þægindi lieldur líka gott ol-
bogarúm fyrir alla.
Þess vegna verður að baga
nýja landnáminu með tilliti til
þessa, og forðast binar tvennu
öfgar: — ofdreifinguna og of-
i þrengslin.
Að því leyti sem beinar eða
óbeinar styrkveitingar eiga séi
stað, verður að beita þeim til
að færa landsbyggðina í hið
æskilega horf: — liefta flótt-
ann til Reykjavíkur og beina
straumnum til nýrra ræk'tar-
hverfa á hentugustu stöðum úti
Um landið.
Sú aðferð, sem flokkræðið
hefur alið upp, að menn geti
herjað út styrki og alls konar
hlunnindi úr hinum sameigin-
iega sjóði þjóðarinnar og neytt
þeirra þar sem þeim sjálfum
sýnist, verður algerlega að
liverfa. Slíkt atliæfi líkist engri
stjórn og setur bvert ríki á liöf-
uðið.
FRLENDAR RADDIR.
Enskumælandi þjóðirnar eru
ulUaf að glíma við að koma
landbúnaði sínum á sjálfstæð-
an bagrænan gmndvöll.
„Ennþá er landbúnaður vor
að nokkru leyti aflur í rniðöld
miðað við aðrar framleiðslu-
greinir“ — segja Bandaríkja-
tnenn. Og sýnist þó liaga ólíku
i oetur til hjá þeim þar vestra
eu hjá oss Islendingum. —■
„Það er erfitt að breyta bú-
Iskaparlaginu eins fljótt og
ueimurinn breylist“ — segja
jPeir ennfremur. Og liafa þeir
Pó talsvert af stóryrkjubúum,
þar sem landbúnaður er rekinn
sem iðnaður. En sú stefna af-
nemur bændastéttina, og það
telja nú allar vestrænar þjóðir
leiða til ómenningar og úrkynj-
unar fólksins. Nmsir rithöfund
ar benda á að t. d. Danir og
Hollendingar virðist liafa leysl
þá þraut a. m. k. í bili, að halda
uppi bændabúskap á liagræn-
um og skattliæfum grundvelli.
Þótt þetta hafi eflaust mikið
verið að þakka liinum liagstæða
brezka markaði, þá hefur þó
þessi markaður einmitt getað
haldist fyrir sérstaka frarn-
leiðsluhagsýni og afbragðs
vöruvöndun, sem byggð er á
samræmdum vísindalegum regl
um. Danskt smjör og svínakjöt
er allt af sarna varan hvaðan
sem hún kemur af landinu. —
Þá eru fjarlægðir milli býla í
Danmörku og Hollandi ekki
meiri en svo, að þeirra gætir
lítið á móts við það verðmæti
sem framleitt er.
HAGRÆNA HLIÐIN.
Annars byggist öll liagsýni
í framleiðslu og viðskiftum á
því að spara óþarfa snúninga
og erfiði við tilbúning vörunn-
ar, stytta vegalengdir og spara
milliliði á milli framleiðenda
og neytenda. — Þar sem fram-
leiðsla bænda er enn þá svo
miklu tafsamari og flóknari en
flest önnur framleiðsla — sum-
ir fullyrða jafnvel tugum sinit-
um snúningasamari en þyrfti
að vera — þá liafa liagfræðing-
ar furðað sig á að þessi atvinnu
grein skuli ekki vera undir lok
liðin. En það vegur nokkuo
upp á móli erfiðinu, að hér er
framleiðandinn og neytandinn
að nokkru leyti sá sami, og að
því leyti meir, sem bóndinn
Iifir meira á sinni eigin fram-
leiðslu. — En þar sem bætida-
búskapur er einnig að öðru
leyti afar lífseigur, er augljóst,
að það má gera liann margfalt
einfaldari og tryggari með end-
urbættum aðferðum og afnámi
óþarfra vegalengda og 3nún-
inga.
NEYZLUSTÖÐVAR.
Langliagsýnast er það að
koma framleiðslu landafurða
fyrir sem næst neyzlustöðvun-
um. Fullkomnasta kerfið liér á
laiidi í þessu tilliti er Akur-
eyri með umliverfi. Enda er
þar ódýrast að lifa. — Eina
framtíðarbjargráð fyrir mjólk-
urframleiðslu á Suöurlandslág-
lendinu er að setja þar upp
nokkur iðjuver sem neyzlu-
stöðvar fyrir mjólkina. Reykja-
vík verður að fá alla sína mjólk
hérna megin fjallsins. Um það
getur ekki oröið deilt. — Það
er engin tilviljun hversu mörg
iðjuver eru dreifð út um
sveitirnar í iðnaðarlöndunum.
Slíkt er til augljósra liagsbóta
bæði fyrir iðjuna og landbún-
aðinn.
MIÐSTÖÐVARBÚ.
Jarlinn af Portsmouth ritaði
nýlega grein um framtíð smá-
bænda í stórblaðið „Times“ í
London. Hann harmar mjög,
að sjálfstæðir smábændur séu
ekki lengur til á Englandi og
vill endurreisa þá stétt með því
að nóg land sé til fyrir rækt-
arliverfi lianda þeim. En með
því að nú sé ekki unnt að reka
algeran smáyrkjubúskap á lík-
an liátt og stærri, vegna þess
livað liann sé alltof margbrot-
inn og snúningasamur, þurfi að
gera liann miklu einfaldari og
auðveldari.
Og lausnin er sú að bafa mið-
stöðvarbii í liverju ræktar-
liverfi, sem annist ýms störf
fyrir smábúin til að létta undir
með þeim. — Miðbúið sér bæði
um alla afurðasölu og innkaup,
elur upp kynbótagripi, sér um
alla vinnu sem þarfnast þyngrí
og dýrari véla o. s. frv. — Þá
er og miðbúinu ætlað að ann-
ast upplýsingu og æfingu hinna
uppvaxandi unglinga, sem etla
að gerast bændur. — Ætlunin
er sú að bændurnir eignist bú
sín og jarðir. Um hlutdeild
þeirra og afstöðu til miðbúsins
getur farið ýmislega eftir ástæð-
um, en æskilegast virðist, að
það yrði sameign bændanna. —
Ætlar böf. að rekstur slíkra bú-
hverfa þurfi allra sízt að standa
að neinu leyti að baki stóryrkju
búum. Það sé einmitt í skepnu-
birðingu sem smábóndinn geti
fengið tiltölulega meira út úr
sínu verki en stóryrkinn. —
Leggur liann liina mestu á-
lierzlu á fullkomna kunnáttu
og Jeikni bændanna í störfum
sínum og sömuleiðis kvsnn-
anna. Sé þannig hægt að fá
tryggingu fyrir því að fram-
leidd verði aðeins fyrsta flokks
vara. — Eftir stríðið telur höf,
að verði mikil efitrspum eftir
búsafurðum, og megi jafnvel
gera ráð fyrir því að ^Rretar
geli orðið iitflytjendur að slík-
um vörum.
MANNRÆKT.
Sú staðreynd, að borgir, of-
þrengsli og ósjálfstæðir at-
vinnuhættir ala ekki upp kjarn
mikla kynslóð, er aðalástæðan
til þess að leggja verður áherzlu
á að útvega mönnum mátulegt
olbogarúm og sjálfstæð störf.
—- En enda þótt bændastéttin
bafi lialdið við kynslóðinni
bæði hér á landi og víðar, þá
eru ýmsir aðrir lifnaðarliættir
einnig vel hæfir til mannrækt-
ar, og er hér ekki rúm til að
fara nánar út í það. — Og bafa
verður þá einnig í huga allan
þann fjölda kotunga, sem
bænda8téttin hefur líka alið
upp, og að líkindum vegna þess
að bændabúskapur befur alls
ekki eingöngu baft upp á þrosk
andi skilvrði að bjóða. Ofmikil
dreifing býlanna og stöðug bar-
átta við öryggisleysi og fátækt
hlýtur að verka beint úrkvnj-
andi, auk þess sem fámenni
eykur fásinni og einrænings-
liátt.
Til þess að skilja flóttann til
borganna, verður að horfast í
augu við þá staðreynd, að nú-
tíminn hefur að sumn leyti gert
dreifbýlið enn dreifðara og ó-
bæfara en það nokkru sinni
liefur veriö til að fullnægja fé-
lagsþörf yngra fólksins og
halda því andlega vakandi. —
Og það verður að gera sér ljóst,
að þessi skortur verður aldrei
bættur upp með vegum, sím-
um, útvarpi, rafmagni, upp-
skrúfuðu afurðaverði eða bein-
um fjárstyrkjum.
Enda þótt markviss frjáls-
lynd stjórnarstefna muni var-
ast allar beinar árásir á dreif-
býlið, heldur reyna að gera því
hina ólijákvæmilegu breytinga-
tíma léttbærari, |)á verður að-
alálierzlan að vera lögð á þá
ræktun og býlaskipun, sem á
að vera til frambúðar.
Ef þessa verður gætt, má vel
fara svo, að dreifðustu býlin
öðlist ný lífsskilyrði með því
að reka þar sauðfjárrækt á upp
grónu og frjósömu víðlendi,
sem rányrkjan hefur nú niður-
nítt og ofurselt uppblæstrinum.
HVAR Á AÐ FÁ FÓLK?
En úr því að ekki er unt
að ræða að gera neina snögg-
byltingu eða reka fólkið sam-
an, hvernig á þá að manna hin
nýju byggðahverfi?
Fyrst og fremst með því fólki
sem er að flytja sig úr stað
hvort sem er. Þetta fólk á að
styrkja til að festa bú í rækt-
arhverfunum í stað þess að
reisa afskekkt nýbýli eins og
nú á sér stað eða flýja á möl-
ina eða Seltjarnarnesið.
Þá getur það einnig koniið
til mála að fá innflytjendur t.
d. frá Noregi. Nýræktarjarðveg-
ur er liér svo miklu betri en
í Noregi, að bein innrás þaðan
verður ekki stöðvuð síðar meir
til landsbluta, sem líklegir eru
til að eyðast hér á næstunni,
ef sama stjórnleysi og stefnu-
leysi á að ríkja áfrani í nýrækt-
armálunum, sem undanfarið.
Það er betra að fá erlenda
landnema nú þegar undir ís-
lenzk lög og á staði sem vér
ákveðum sjálfir, beldur en að
láta þá síðar ryðjast inn í heila
yfirgefna landsliluta upp á eig-
in spýtur og eigin lög.
iiiiiiiiimiiiiuiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
E Alls konar, til blóma S
E og garðávaxta, sent =
E gegn póstkröfu um =
E allt laiul. E
| BLÓM & ÁVEXTIR |
IÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍÍ
.mmmmmmmmmmmmmmmi
i Auglýsendur
= munið eftir því að
fer út um land í
þiisundum eintaka.
er lesinn um allt land.
iiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiim