Ingólfur - 19.03.1945, Blaðsíða 2

Ingólfur - 19.03.1945, Blaðsíða 2
2 INGÓLFUR INGÓLFUR Útge{.: Nokkrir ÞjóSveldismenn Ritatjóri: HALLDÓR JÓNASSON (súnar: 2802 og 3702) Afgreiðsla i Ingólfshvoli kl. 1—3 e. h.; sími 2923 — INGÓLFUR kemur út á hverj- ■m mánudegi og sukablóð eftir ^örfum. Missirisverð kr. 12,00, 1 lausasölu 35 aura. Preatsmiðja Jóna Helgasonar Flokkarnir sýna lit Eitt a£ skilyrðunum fyr- ir stjórnarsamvinnunni var endurskoðun stjórnarskrár- innar. Mun jafnvel svo tii ætlast, að hin nýja stjórnar- skrá geti orðið samþykkt á Alþingi fyrir næstu reglu- legar þingkosningar, svo að ekki þurfi sérstakt þingrof og sérstakar kosning*ar tii hinnar lögskyldu lokasam- þykktar. Er þessi aðferð eitt merki þess að það eigi ekki að gefa þjóðinni ráðrúm til að at- huga stjórnarskrármálið neitt verulega úr því að það á að blanda því saman við önnur kosningamál. Þá hafa flokkarnir einnig hagað undirbúningi liins nýja stjórnarskrárfrumvarps þannig að þeir sjálfir velji hver fyrir sig 3 menn í und- irbúningsnefnd þingnefnd- inni til stuðnings og ráðu- neytis. Er af þessu Ijóst, að flokk. arnir telja meðferð stjórnar- skrárinnar sér einum við- komandi — þjóðin hafi ekk- ert að gera annað en láta gott lieita og taka með þökkum því sem að henni er rétt. — Ef víst væri, að þjóðin léti sér þetta lynda, þá hefði nú samt ekki legið svona mikið á. Því að þá væri hér aðeins um viðurkennt milli- flokkamál að ræða, sem reyndar var útkljáð með lýð- veldisstjórnarskránni og gat verið mjög óþægilegt fyrir flokkana að fara nú aftur að róta upp. — Þeir bæta stjórnarskrána varla sér í hag úr þessu, og fá ekki tæki færi til annars en að sýna og sanna hvað sjónarmiö þeirra og þjóðarinnar eru orðin hvort öðru fjarlæg. Hafi Alþýðuflokkurinn ætlað að auka vinsældir sjn- ar með því að heimta þessa endurskoðun, þá hefur það nú misheppnast úr því að sú meðferð er sýnd á málinu að þjóðinni komi það ekki við. ★ En hvernig Htur nú þjóð- in á stjórnarskrána? — Og vegna hvers vill hún endur- skoða hana? — Er það vegna ýmsra minni háttar fyrirkomulagsatriða hingað og þangað í lögunum, sem liún vill breyta? — Nei, alls ekki! Það er sjálf undirstaðan undir stjórnarskránni, sem þjóðin krefst breytingar á. Eins og stjórnarskráin er nú orðin, er hún sjálftöku.- gerð flokkanna á frelsi og fullveldi þjóðarinnar inn á við. Hér er um að ræða valdrán, sem eðlilegt er að þjóðin sízt vilji þola sínum eigin borgurum, sem hún getur átt allskosta við, eftir þann sigur sem hún hefur unnið út á við í sjálfstæðis- viðurkenningum voldugra ríkja. Jafnframt því sem þjóðin vann þennan sigur fyrir sjálf stæði sitt, varð hún vör við að verið var að læsa um það hlekkjum innan frá með lýðveldisstjórnarskránni. — Forsetavaldið heimtaði nú þjóðin í sínar hendur og fékk það, þótt ekki væri nema að nafni til. Eflaust er flokkunum enn ekki ljóst, að þjóðin hafði uppgötvað valdrán þeirra, og að krafa hennar um end- urskoðun stjórnarskrárinnar var til þess gerð að endui- heimta einnig þingvaldið í sínar hendur og þar með alt sitt glataða ríkisvald — annars hefðu flokkarnir líkl. slegið undan og gefið stjórn- arskrármálið frá sér í bili og biðið þangað til óflokksleg öfl innan þjóðarinnar tóku það upp, eða þeir hefðu t. d. flaið Hæstarétli að skipa stjórnarskrárnefnd utan þings. En sem sagt — flokkarnir liafa nú sýnt að þeir vilja ekki að svo stöddu sleppa stjórnarskrármálinu úr hönd um sér, enda þótt þeir ættu að vita að þeim er vantreyst til að leysa það svo að þjóð- in geti við unað. Við þessu er þá í sjálfu sér ekkert annað að gera en að bíða átekta, en láta liins vegar ekki niður falla at- hugun og undirbúning þjóð- legrar stjórnarskrár, sem yrði samin og sett upp jafn- hliða frumvarpi flokkanna. Nú er vitað, að í flokkun- um er fjöldi manna — lík- lega yfirgnæfandi meiri liluti — sem gekk í þá á sín- um tíma í þeim tilgangi að vinna þar þjóðhollt starf. — Þessum mönnum mun nú farið að skiljast að óhugs- Jónas GuSmundsson: Póliíískí sidíerdi i. Fyrir fáum dögum var eftir- farandi frétt birt í Morgunbi.: „Það sló í harða brýnu í brezka þinginu í dag, er Churchill forsætisráðherra bað Stokes þingmann að end- urtaka ummæli, sem hann liafði viðhaft í gær er Cliur- cliill vár fjarverandi, en bing maðurinn hafði sagt, að Cliur cliill og framleiðslumálaráð- lierrann liefðu livaS eftir annað logið að þinginu. (Lbr. hér). Forseti deildarinnar bað þingmanninn aS taka aftu'~ þessi ummœli sín og varS Stokes vi8 því. (Lbr. mín) Viðurkenndi að þau orð, sen: hann liefði haft um ráðherr- ana væru ekki þingleg. Hins vegar kvaðst hann ekki vilja taka aftur meiningu sína, sem hann liefði ætlað að segja með þeim orðum, er hann lét- sér um munn fara. Hann vildi segja að ráðherramir hefðu blekkt þingið með skýrslum sínum um skrio- drekaframleiðslu og gæði brezkra skriðdreka. Margir þingmenn tóku til máls og hróp og köll heyrðust frá bekkjum stjómarsinna og st j ómarandstæðinga“. Þessi frétt er auðvitað saina markinu brennd og flestar er- lendu fréttirnar, sem við fáum hér í blöðum og útvarpi, að hún segir ekki nærri allt sem segja þyrfti. En hún sýnir okk- ur þó glögglega inn í þann heim pólitísks siðferðis, sem Bretar hafa skapað sér. Og þó það sé ekki nema aðeins blæju- homi sem hér er lyft frá, þá sjáum við hvað þama birtist gjörólík mynd því sem við- gengst hér hjá okkur. Við sjáum þetta: Þingmaður kveður sér hljóðs í brezka þing inu til þess að ræða mikilvægt mál. Hann viðhefur þau um- mæli uip forsætisráðherrann og annan ráðherra í stjóminni að þeir séu lygarar — hafi hvað eftir annað logið að þinginu. — Ráðherramir, eða a. m. k. for- sætisráðherrann, era ekki við- staddir, en er þeir koma á þing- fundinn krefst forsætisráðlierr- ann þess að við ummæliu sé staðið af þingmanninum. Forseti þingsins ber þá fram þá ósk við þingmanninn í al- andi er að vinna neitt var- anlegt þjóðþrifaverk í stríði andstæðra flokka um hinn rænda fullveldisfána. Til slíkra hluta dugar ekkert annað en þjóðarvaldið sjálft, þegar það hefur heimt aft- ur sjálfstæði sitt, stjórn- hæfni og starfsfrið. Hversu mikils þessi þæg- ari hörn þjóðarinnar rnega sín á þessu stigi málsins, er ekki unnt að vita. En síðar hlýtur áhrifa þeirra að gæta því meir sem lengur líður og málinu vindur fram. vöru og kurteisi, að hami taki orð sín aftur þar frammi fyrir öllum þingheimi — og þing- maðurinn gerir þetta. Hann reynir að vísu að draga úr und- anhaldi sínu með því að segja að hann taki „orðin“ aftur en ekki „meininguna“, sem í þeim átti að felast og það er lionum fyrirgefið. II. Mundi svona atburður geta gerst á Alþingi íslendinga, varð mér á að liugsa þegar ég las þessa frétt? Og svarið er hik- laust: Nei! Sá pólitíski siðferð- isþroski, sem þama kemur fram hjá öllum þeim er hlut eiga að máli: forsætisráðherr- anum, þingmanninum og for- seta þingsins, er ekki til í is- lenzku stjómmálalífi. Við skulum liugsa okkur svipaðan athurð gerast á hinu þúsund ára gamla Alþingi Is- lendinga. Er það yfirleitt hægt að hugsa sér hann gerast þar? Það er tæplega a. m. k. fvrir þá sem liafa „upplifað“ aðra eins atburði á sjálfu Alþingi eins og þá, að formaður eins þingflokksins vaði með krepta hnefa upp að stóli forseta sam- einaðs þings og lirópi svo liátt að undir tekur í allri bygging- unni eitthvað á þessa leið: „Það væri réttast að ég drægi þig niður úr forsetastólnuin fyrir rangan og hlutdrægan úr- skurð“. Það sem vehlur því, að slík- ur atburður sem þessi, er Mbl. segir frá — og sem óneitan- lega er breska þinginu til stór- sóma — gæti ekki gerst á fs- landi, er hið pólitíska þroska- leysi eða kannske réttara sagt hin mikla vöntun á pólitísku siðferði hér á landi. Það er sem sé daglegur við- burður hér á sjálfu Alþingi að ráðherrar em kallaðir lygar- ar eða annað enn verra, og að þeim séu bornir á brýn land- ráð og hverskonar vammir og skammir.. Verði orðbragð of ljótt, að dómi forseta, þá liringir hann hinni bresku silfurklukku sem stendur á borði hans — og sem er það eina á Alþingi sem minnir á breskt þingræði — en sú hringing hefir venjulega þau áhrif að hinn ósvífni þingmaöur endurtekur svívirö- ingar sínar, og kemur aldrei til liugar að biðjast afsökunar eða viðurkenna að sér hati orðið neitt það á, sem hann þurfi að afturkalla eða biðjast afsökunar á frammi fyrir þing- lieimi. Mér er líka sem ég sjái fram- an í íslenska alþingismenn ef einhver úr þeirra hópi færi allt í einu að biðjast afsök- unar eða „taka aftur“ ummæli sín þó í grófara lagi væru. Sá maður mundi verða til at- hlægis í sölurn þingsins og blöð og útvarp mundu geta þessa sem alveg einstaks at- burSar í sögu Alþingis. Mér er sem ég sjái hinn ’virðulega forseta Sameinaðs Alþingis fara fram á það við einhvern kjaftforan þingmann að hann taki orð sín aftur og mér er sem ég lieyri þau hlátra- sköll sem yrðu á Alþingi þeg- ar „sá kjaftfori“ stæði upp og segði: „Ég tek það hérmeð aftur sem ég sagði í gær, að forsætis- ráðherrann sé lygari“. Og liugsum okkur áVo örlög. þessa vesalings þingmanns úti meðal „háttvirtra kjósenda“. Hann mundi verða liafður að háði og spotti um landið þvert og endilangt. Aldrei framar þyrfti hann að reyna að bjóða sig fram til þings því hverjir halda menn að vildu kjósa til Alþingis mann, sem vœri svo heiSarlegur aS viSurkenna aS sér hcfSi yfirsést? Ekki eitt einasta kjördœmi mundi vilja senda slíkan marui á þing. Þetta vita líka bæði þing- menn, ritstjórar hinna flokks- pólitísku blaða og aðrir þeir, sein stjóma „áróðrinum“ í þjóðfélaginu. Og þessvegna er það, að slíkir atburðir koma aldrei fyrir á Alþingi Islendinga og geta ekki komiö fyrir í okkar þjóðfélagi meðan svo er þar á- statt og nú, að pólitískt siðferði er ekki til, livorki hjá blöðum né kjósendum. Það vantar ekki að mcnn hengi sig í það ef einhver brest- ur er í fari þingmanns og haldi því á lofti honum og flokki hans til áfellis — en jafnframt sér og sínum flokki til fram- dráttar. En um hitt — liiö póli- tíska siðferði eða réttara sagt hina pólitísku siðspillingu er samábyrgðin slík að þar fylgja allir að kalla einni og sömu línu. Óliætt má fullyrða að hið pólitíska siðferði Breta hefur átt mikinn þátt í því að þeii hafa sífellt vaxið og eflst að áhrifum svo að þess gætir nú um alla jörð og á þó eftir að verða enn betur en orðið er. Þar gilda líka allt aðrar póli- tískar siðferöisreglur en hér. Sá sem staðinn er að lygi þar á opinberum vettvangi liann verður að taka hana aftur et liann vill ekki fyrirgera virð- ingu sinni. Sá sem staðinn er að lygi liér endurtekur lygina í sífellu þangað til loks stói hópur er farinn að trúa því að lygin sé sannleikur og sannleik- urinn lygi. Og þetta er eins á Alþingi eins og annars staðar, þó blöðin séu þar auðvitað allra verst, að undanteknum hinum leigðu prívatlygumm einstakra flokka. Brezk blöð játa oft að þeim hafi yfirsést í málflutningi sínum. Ivom þctta t. d. mjög greinilega fram í Grikklandsmálunum um ára- mótin síðustu. Fjöldi blaða við- urkenndu að sér hefði skjátlast og tóku upp aðra afstöðu eftir að betur var vitað. Hefði slíkt getað gerst á Islandi? Hefðt það getað komið fyrir að nokk- urt flokksblaöanna hér hefði viðurkennt yfirsjón sína? Nei Frh. á 4. síðu.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.