Ingólfur - 01.02.1943, Blaðsíða 4

Ingólfur - 01.02.1943, Blaðsíða 4
4 INGÓLFUR Lýðræðl - þjóðræði Það hefir tíðkazt allmikið nú upp á sfðkastið, að menn úthúði Alþingi á alla lund. Það á að vera þjóðinni til skaða og skammar og fram eftir þeim götunum. Þeir menn, sem áður hafa verið á öndverðum meiði við stjórnskipulag okkar, liggja nú ekki á liði sínu um að koma þeirri trú inn hjá fólkinu, að ekki þurfi að gráta þótt það stjórnskipulag, sem við íslend- ingar höfum byggt framtíð okk- ar á, líði undir lok. Aðalefnið í „Þjóðólfi" 15. þ. m. er árásargrein á Alþingi og lýð- ræðisfyrirkomulagið yfirleitt. Þar sem þessi grein er að mestu órökstuddar fullyrðingar, til þess eins að auka þá þjóð- hættulegu skoðun, að eina leiðin til þess að öðlast stjórnhæft skipulag sé að afneita Alþingi og lýðræðisfyrirkomulaginu, þá vil ég hér á eftir gera þessa grein nokkuð að umtalsefni. Greinarhöf., H. J., segir að flokkarnir séu búnir að gera Al- þingióályktunarhæft í mikil- vægustu málunum, en „í þeim tilfellum sem flokkunum tekst að mynda meiri hluta og gera þingið ályktunarhæft, þá verður þó ástandið sýnu verra.“ „Flokksvaldið er með öðrum orðum þjóðskaðlegt, þegar það kemur sér ekki saman, en þó enn skaðlegra þegar það kemur sér saman." Er mögulegur neikvæð- ari vitnisburður? Stjórnskipulag okkar er eftir skoðun þessa manns þjóðhættulegt. Allt það öngþveiti sem nú ríkir, á eftir hans skoðun að vera stjórn- skipulaginu að kenna, þessu stjórnskipulagi, sem við, síðan við fengum sjálfstæði okkar sem þjóð, og sem einstakir menn og flokkar „hafa af fávizku tekið þátt í að skapa og vilja ekki þola leiðréttingu á.“ Nú kunna ein- hverir að spyrja: Hver er svo tillaga H. J. til leiðréttingar? Jú, hún kemur: „Eina stjórn- skipunin, sem er bæði rétt og stjórnhæf er þjóðræðilegt skipulag, þar sem ríkisvaldið (þingið, stjórnin og dómsvaldið) fær umboð sitt frá þjóðinni og ber ábyrgð gagnvart henni.“ Eftir lýðræðisskipulaginu,þessu skipulagi, sem höf. telur að stefni „yfir í algerða óstjórn og upplausn“ miðast allt við, eftir því, sem hægt er, að veita þjóð- inni rétt til íhlutunar um stjórn landsins, eins og orðið lýðræði bendir til. Öllum mönnum og konum, sem kosningarétt hafa, er gefinn kostur á að velja sér menn til Alþingis. Al- þingismenn fá umboð sitt frá þjóðinni og bera ábyrgð gagn- vart henni. Þjóðin hefir fullan rétt til að kjósa nýja menn við hverjar kosningar, ef henni hef- ir ekki líkað við hina. Sama er að segja um stjórnina. Hún er í flestum tilfellum ákveðin af þinginu, a.„ m. k. hefir þingið alltaf líf ráðherranna sem stjórnaraðila í hendi sér. Þeir bera ábyrgð gagnvart þinginu og því fyrir þjóðinni. Um dómendur segir í 56. gr. stjórnarskrárinnar 1. málsgrein: „Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum.“ Skýring á því, hvað þjóðræði- legt skipulag er fylgir ekki grein H. J. nema að ríkisvaldið, (þing- ið, stjórnin og dómsvaldið) fái umboð sitt frá þjóðinni og beri ábyrgð gagnvart henni. En eftir þeirri skýringu virðist ekki vera mikill munur á þessu svokallaða þjóðarvaldi eða þjóðræði og lýð- ræðinu. Með öðrum orðum, þetta ,ídeala‘og eina rétta stjórnskipu- lag höf., er hvorki mikið annað eða meira en það stjórnskipulag, sem hann segir að stefni í al- gerða óstjórn og upplausn. Einn er þó munurinn: Ekkert „þjóðskaðlegt flokkavald á að vera til.“ Væri fróðlegt að fá nánari skýringu á því, hvernig höfund- ur hyggst að það þing skuli sam- sett, sem fær umboð sitt frá þjóðinni, en sem enga pólitíska flokkaskiptingu leyfir. Síðast í grein sinni gerir H. J. orð sín að orðum þjóðarinnar og væntir þess „að stjórnin hjálpi henni (þ. e. þjóðinni) til að losna úr viðjum flokkavaldsins og bjarga . sjálfstæði sínu“ og heitir á „aðstoð hennar til að bera fram tillögur um nýtt ríkis- skipulag á þjóðlegum réttar- grundvelli.“ Svo mörg eru þau orð og marg- ir eru þeir, sem vilja láta Ijósið sitt skína. En lítill þykir mér ljóminn af þessari týru þeirra Þjóðólfsmanna o g mættu þeir tendra betur næst. Til eru í öllum flokkum í öll- um löndum menn, sem hafa þá ástríðu að setja út á allt og alla, nema sjálfa sig og sín eigin verk og hugmyndir. Á íslandi er til einn flokkur manna, sem kallar sig stjórnmálaflokk, en sem hef- ir ekkert markmiö, að því er virðist, annað en það að setja út á allt og alla, en skolli er samt sá fénaður sundurleitur, sem og engan skyldi undra, þar sem hann er nær einvörðungu þeir, sem villzt hafa undan póli- Tvímælalaust langstærsta einstaklingsgjaldþrot, sem orð- ið hefir hér á landi, er gjald- þrot Guðmundar H. Þórðarson- ar, heildsala, sem meðal al- mennings gengur tíðast undir nafninu „Stavitsky-málið“ eða „Stavitsky-hneykslið“. Maður þessi var einn hinna svonefndu nýríku manna, sem auðgaðist á tveimur gróðavænlegustu at- vinnuvegunum síðan dýrtíðin komst í algleyming, þ. e. húsa- braski og heildverzlun. Guðmundi H. Þórðarsyni var gert að greiða yfir hálfa miljón króna í opinber gjöld á síðast- liðnu.ári. Nú er þessi maður gjaldþrota, og eru skuldir þrota- búsins taldar a. m. k. hálf fjórða miljón króna. Um eignir er ekki kunnugt til fullnustu, að svo komnu máli, því ekkert bók- hald hefir verið haldið í fyrir- tækinu. En sennilegt er, að þær hrökkvi lítið upp í skuldirnar. Þess skal þó getið, að Guð- mundur mun hafa farið fram á, að sér yrði veitt búið aftur til frjálsra umráða og þar með lagt fram skrá yfir eignir og skuldir. Metur hann sjálfur eignir sínar yfir hálfa fjórðu miljón. En hvort slíkt hefir við rök að styðjast mun ekki ennþá rannsakað til fulls, en þykir heldur ólíklegt. Skuldir taldi hann tæpar þrjár og hálf miljón. Annars er alveg undravert, hve ýmsir hafa verið blindir fyrir glæfrarekstri þessa manns. Hafa margir tapað aleigu sinni í viðskiptum við hann, og sumir orðið að framselja bú sitt til gjaldþrotaskipta. Munu dæmi þess, að einstakar fasteignir á nafni Guðm. H. Þórðarsonar §éu veðsettar fyrir þrefalt til fjórfalt það verð, sem fáanlegt væri fyrir þær nú með frjálsri sölu. Kemur þetta, að vonum, harð- tískt séð og ekki hefir tekizt að venja undir aftur. Verður ef til vill, þegar þetta er athugað, skiljanlegra það hatur, sem þessir menn bera til óhjákvæmilegrar flokkaskipt- ingar og hinna sjálfsögðu rök- ræðna í sambandi við hana. ast niður á þeim, sem hrekk- lausastir eru og ekki hafa haft þekkingu eða kunnugleika til þess að bjarga sér og sínum í tæka tíð, eins og nokkrum þekkt- um og háttsettum mönnum mun hafa tekizt. Það mun flestum óskiljanlegt, hvernig slíkt fjármagn sem þessi maður virðist hafa haft undir höndum, hefir á svo skömmum tíma orðið að minna ■ en engu í höndum hans, ef svo mætti aö orði komast. En bæði mun óvist ennþá, hvernig eða hver sambönd Guðm. H. Þórð- arson hefir haft, og hvernig fjármálarekstri hans hefir verið háttað. En það er víst, að hann hefir á ýmsa lund verið ein- kennilegur. Til dæmis munu margar íbúðir í húsum Guð- mundar vera leigðar með hita, en' leigan mun hinsvegar ekki vera nægileg til þess að borga með þau kol, sem þarf til hitunar á þeim. Rannsókn þessa máls er nú í fullum gangi, og er eigi ólík- legt, að ýmislegt eigi eftir að koma fram í dagsljósið, sem sýnir hve margþætt fjármála- spilling stríðsgróðalífsins er orðin. Jóh. E. Aburðarvrksmiðja (Frar»h. a1 3. síSu) ekki félögunum ofviða, en vel er þetta þó athugandi. En bæjar- rekstur á slíkum verksmiðjum tel ég mjög óeðlilegan. — Að lok- um vil ég segja þetta: Ef við íslendingar eigum að geta verið öruggir um fjárhagslega afkomu þjóðarinnar í næstu framtíð og þá um leið um sjálfstæði okkar, þá verða að fara fram umbætur til muna á atvinnuháttum þjóð- arinnar, og ekki í einu heldur í mörgu. Jóh. E. Jóh. E. Stavitsky-málíð

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/828

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.