Ingólfur - 01.12.1940, Blaðsíða 1
-----—-1
RITSTJÓRAR:
Egill Bjarnason,
Jón Emil Guðjónsson.
ÚTGEFANDI: S. U. F.
Ritstjóm, afgreiðsla og
innheimta: Edduhúsi,
Lindargötu 1D. Sími
2323. Pósthólf 1044.
i - —————————————-—*>
S. U. F. GEFUR ÚT:
Komandi ár, ritgerðasafn
eftir Jónas Jónsson.
Dvöl, bókmenntatímarit.
Ingólfur, málgagn ungra
Framsóknarmanna.
GERIZT ÁSKRIFENDUR
1. árg.
Rcykjavík, 1. descmber 1940
1. blað
Fylgí lír hlaði
Það hefir lengi verið áhugamál ungra Framsóknarmanna að
eignast sérstakt málgagn. í aðalblaði Framsóknarflokksins hefir
að vísu jafnan gcett mikilla áhrifa frá ungum mönnum. En það
er ekki nœgilegt. Sérstakt œskulýðsblað sýnir. réttari myncL af
starfsorku, áhuga og hugsjónamálum þeirra œskumanna, sem
fiokknum fylgja, og cetti áð geta verið í nánari tengslum við œsk-
una almennt en stórt blað, sem verður að sinna ýmsum fleirum
málefnum en þeim, sem fyrst og fremst varða ceskuna.
Stjórn S. U. F. hefir nú ákveðið að hefjast handa um útgáfu
slíks blaðs. Fyrsta tölublaðið kemur hér. fyrir sjónir almennings.
Blaðið mun koma út hálfsmánaðarlega og verða fjórar síður í
sama broti og nú. Ritstjórar blaðsins hafa verið ráðnir Egill
Bjarnason og Jón Emil Guðjónsson, en þeir hafa verið meðal
áhugasömustu og vöskustu forvigismanna S. U. F. undanfarin ár.
Nafn blaðsins verður Ingólfur. Þótti fátt geta minnt betur
á það hlutverk, sem því er œtlað, en að láta það heita eftir
fyrsta landnámsmanninum. Markmið blaðsins er að berjast fyrir
landnámi í hinni víðtcekustu merkingu þess orðs. Markmið Ing-
ólfs er að stuðla að því, að auðœfi moldarinnar, hafsins og vatns-
aflsins, er í sameiningu gera ísland að einu ríkasta landi heims-
ins, verði numin sem fyrst og látin skapa núlifandi og óbornum
íslenzkum kynslóðum betri lífskjör, Markmið Ingólfs er að hjálpa
þjóðinni til að nema nýtt land í heimi félagsmálanna, þar sem
byggt sé á frjalsri samvinnu og menn lœri að virða réttindi
omnarra eicki minna en sín eigin. tslenzka þjóðin verður aldrei
hamingjusöm, jafnvel þótt hún hagnýti til fullnustu auðcefi
landsins, ef henni tekst ekki jafnframt að nema nýtt og betra
land í heimi félagsmenningarinnar.
Þetta eru sannindi, sem ungir menn mega aldrei gleyma.
Efnisbaráttan ein er þess ekki megnug að skapa sanna lífsham-
ingju. Hin œðsta lífshamingja er fólgin í fórnfýsi fyrir göfugum
málum, — i kœrleika, sem öðrum einstaklingum er sýndur. Þess
vegna getur. ekkert annað en frjáls og réttlát samvinna lagt
grundvöll undir hamingju þjóðarinnar. Ingólfur mun álíta það
helgustu köllun sina að boða þessi sannindi meðal œsku landsins.
Þótt Ingólfur telji það meginverk sitt að rœða málefni fram-
tiðarinnar, mun hann einnig láta til sin heyra um dœgurmálin.
Ingólfur er eindregið fylgjandi samstarfi þjóðarinnar og sam-
vinnu helztu stjórnmálaflokkanna á þessum óvissu og alvöru-
miklu timum. En hann gerir sér jafnframt Ijóst, að slíkri sam-
vinnu geta fylgt ýmsir annmarkar, eins og t. d. samkomulag milli
ráðandi manna um embœttavéitingar og úrlausnir mála, sem
geta farið í bága við hagsmuni þjóðarinnar. Vegna alvöru tím-
anna vilja flokksforingjarnir ekki slíta samvínnunni,nema í brýn-
ustu neyð, og kunna því að freistast til undanlátssemi við óbil-
gjarnar kröfur. Ingólfur mun telja sér skylt að fylgjast með öllu
sliku og ekki láta það falla í þagnargildi. Þótt hann kunni að
hljóta fyrir þetta hnútur. og vera talinn stjórnarsamvinnunni
andvígur mun hann ekki láta það á sig fá. Hann telur, að með
slikri gagnrýni megi vinna h eilbr ig ð u samstarfi stjórn-
málaflokkanna mikið gagn.
Ingólfur mun einnig taka til meðferðar annan þátt i dœgur-
málunum. Langflestar. þjóðir leggja nú á sig miklar byrðar til
tryggingar öryggi sínu og frelsi í framtíðinni. íslenzka þjóðin
þyrfti vissúlega að gera það sama. Margar framkvœmdir stöðvast
meðan styrjöldin varir og þarf að hefja þœr. í margfallt stœrri
stíl en áður, þegar henni lýkur. Atvinnuvegunum vegnar nú vel,
en miklir. erfiðleikar virðast biða þeirra framundan. Þjóðin þarf
að safna sameiginlegum sjóðum til komandi ára og er hœgt að
koma þvi fyrir á marga vegu t. d. með lœkkun skulda. En slíkar
ráðstafanir, til tryggingar öryggi og afkomu þjóðarinnar í fram-
tiðinni virðast mœta miklu meiri mótspyrnu hér en hjá flestum
öðrum þjóðum um þessar mundir, Sérdrœgnin og eigingirnin
vírðist eiga miklu sterkari rœtur hér en annars staðar, einkum
hjá þeim, sem liafa mest fé handa á milli. Þetta má gleggst
marka á því, að hér eru gerðar kröfur um skattalœkkun meðan
verið er að hœkka skattana víðast annars staðar. Þessi skortur á
þegnskap og fórnfýsi, þessi sérdrœgni og eigingirni eru þœr mein-
semdir, sem eru hœttulegri framtíð og frelsi þjóðarinnar en allt
annað til samans.
Útgáfa Ingólfs er hafin l trausti þess, að ungir Framsóknar-
menn vilji nokkuð á sig leggja til þess að kynna stefnu sína
meðal cesku landsins. Kostnaður við blaðið verður mikill, og það
þarfnast því margra skilvisra kaupenda. Þess vegna er treyst á
ötult útbreiðslustarf samherjanna. Því er treyst, að ungir. Fram-
sóknarmenn fylki sér vel um blað sitt, og láti það verða áhrifa-
mikinn og verðugan boðbera þeirra hugsjóna, sem þeir œtla sér
að bera fram til sigurs.
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
formaður. S.U.F.
Sjálfstæði íslands
i.
1. desember 1918 var ísland
viðurkennt frjálst og fullvalda
ríki. 1. desember er því mikill
minningadagur fyrir oss íslend-
inga. Þann dag minnumst vér
langrar og erfiðrar baráttu
þjóðarinnar fyrir frelsi sínu og
sjálfstæði, fyrir lífi sínu og til-
veru. Þann dag minnumst vér
einnig hinna mörgu ágætu ís-
lendinga, sem fórnuðu kröftum
sínum og jafnvel lífi í þessari
baráttu, enda þótt þeir létust
eigi á vígvöllum eða í blóðug-
um bardögum.
Margs er að minnast frá um-
liðnum öldum, því að saga hinn-
ar íslenzku sjálfstæðisbaráttu
er orðin löng og merkileg.
Eins og kunnugt er, glataði
þjóðin frelsi sínu og sjálfstæði
laust eftir miðja 13. öld, er hún
gekk á hönd Hákoni Noregskon-
ungi hinum gamla. Öldum sam-
an varð þjóðin síðan að búa við
yfirdrottnun og kúgun erlendra
valdhafa, fyrst Norðmanna, síð-
an Dana. Raunir þjóðarinnar
voru miklar. Hún varð ’að lúta
stjórn valdhafa, sem aldrei
höfðu land hennar litið, og
skildu ekki né töluðu tungu
hennar og voru yfirleitt ókunn-
ir íslenzkum högum og málefn-
um. Auk þessa var svo verzlun-
arstéttin og verulegur hluti
embættismannastéttarinnar að
jafnaði útlen'dir menn, sem
mæltu á útlenda tungu, og
skildu eigi mál það, sem talað
var í landinu sjálfu, og höfðu
allt of oft litla þekkingu á
störfum sínum og lítinn skiln-
ing á verkefnum þeim, sem úr-
lausnar biðu. Eigi var að undra,
þó að slíkir menn yrðu þjóðinni
oft og einatt ærið óþarfir.
Svo sem að líkum lætur, hafði
þessi skipan, þ. e. útlendir menn
í verzlunar- og embættismanna-
stétt, í för með sér mjög mikla
þjóðernislega hættu. Hætt var
við, að alþýðan drægi dám af
þeim, týndi tungu sinni og
menningu og tæki upp siðu og
mál hinna útlendu herramanna,
þvi að „hvað höfðingj arnir haf-
ast að, hinir ætla sér leyfist
það.“ Slík varð þó eigi raunin.
Alþýðan brást eigi. Hún hélt
fast við siðu sína, mál sitt og
menningu. Varðveitti hún
þannig þjóðareinkennin og
bjargaði framtíð þjóðarinnar.
Oft og einatt voru íslend-
ingar hart leiknir af hinu út-
lenda valdi. Eru þess mörg og
ljót dæmi, sem hér skulu eigi
talin.
En það voru ekki aðeins hinir
útlendu valdhafar, sem léku
þjóðina grátt á þessum tímum.
Ýmisskonar ógæfa,svo sem hall-
æri, harðindi, hafís, eldgos,
drepsóttir og ýmislegt fleira
steðjaði að þeim samtímis. Má
það kraftarverk kallast, að öll-
um þessum óvinum skyldi eigi
takast að leggja þjóðina í rúst-
ir. Er þolgæði hennar og þraut-
seigja á þessum tímum athygl-
is- og aðdáunarverð. Rauna-
saga.íslenzku þjóðarinnar á um-
liðnum öldum skal annars eigi
nánar rakin í grein þessari, en
ástæða er til að minna á hana,
því að þá fyrst, er menn hafa
hana í huga, geta þeir gert sér
ljóst, hversu þýðingarmikill
sigur var unninn 1. des. 1918 og
hversu löng og ægileg barátta
hafði farið á undan þeim sigri.
Við samanburð á árunum frá
1918 og þeim öldum, sem vér
vorum undirokuð þjóð, er hægt
að færa hverjum og einum heim
sanninn um, hversu fullveldið
og frelsið er oss dýrmætt.
19. öldin er voröld. Þá vakna
nýjar hugsjónir, og nýjar skoð-
anir á mannréttindum og þjóð-
félagsmálum taka að ryðja sér
til rúms. Frelsisalda fer yfir álf-
una. Hún vekur fólkið, gerir
stjórnmálamennina andvaka og
grefur undan hásætum ein-
valdanna. Hin vaknandi frelsis-
hreyfing nær til Danmerkur.
Um þær mundir eru allmargir
íslenzkir námsmenn og mennta-
menn í Kaupmannahöfn. Þeir
fara eigi varhluta af þeirri
frelsisást og frelsisanda, sem
flýgur yfir löndin. Þeir vakna
og fara að vekja þjóð sína af
aldasvefni. Fjölnismenn, Jón
Sigurösson o. fl. o. fl. koma fram
á sjónarsviðið. Það eru mennta-
mennirnir, sem hefja sjálf-
stæðis- og frelsisbaráttu þjóðar-
innar, og jafnan síðan stóðu þeir
í fylkingarbrjósti. Mikill hluti
alþýðunnar í landinu veitti þeim
öruggt fylgi. En alltaf voru ein-
hverjir íslendingar, sem voru
vantrúaðir á, að íslenzka þjóð-
in gæti staðið á eigin fótum
og stýrt sjálf málefnum sínum.
Baráttan varð því eigi aðeins út
á við gegn hinu erlenda yfir-
ráðaríki, heldur og inn á við,
gegn vantrú og deyfð lands-
manna sjálfra. En þrátt fyrir
marga og mikla erfiðleika mið-
aði sjálfstæðismálinu stöðugt
áfram. Einn sigurinn eftir
annan var unninn. Alþingi er
endurreist, að vísu fyrst aðeins
sem ráðgefandi þing. Síðan fær
það þátttöku í löggj afarvaldi í
sérmálum landsins. Þjóðfundir
eru haldnir. Landið fær sérstak-
an ráðherra búsettan hér á
landi. Og loks er svo fengin
fullveldisviðurkenningin með
sambandslögunum frá 1918.
Hér er aðeins bent á nokkra
sigra, en á milli þessara sigra
er þrotlaus barátta og merki-
leg saga, sem hver góður ís-
lendingar ætti að kynna sér
sem bezt. Hér er þó eigi rúm til
að fara ítarlega út í það efni.
Þessu næst verður hér vikið
með nokkrum orðum að efni