Ingólfur - 01.12.1940, Blaðsíða 6

Ingólfur - 01.12.1940, Blaðsíða 6
6 EVGÓLFUR 1. blao' CtEFJlTNAR FÖT Fylgjum ávalt nýjustu tízku í karlmanna- og drengjafatnaði. IVý fataefni koma vikulega frá verksmiðjunni á Akureyri. FÖt saumuð á einum degi. íslenzk föt henta Isleiidingum bezt. Verksmíðjuútsalan Geíjun-Iðunn Aðalstræti. Klæðaverzlun — Saumastofa Skóverzlun. Sjálfstæði .... (Framh. af 2. síSu) ir, mundu sambandsslit vænt- anlega verða eftir sambandslög- unum. Yfirstandandi ófriður hefir enn á ný fært oss heim sanninn um, hversu lítill styrk- ur oss er að sambandinu við Dani, og hversu það getur jafn- vel orðið oss hættulegt. Ég geri því ráð fyrir, að allir yrðu sammála um, að strax eftir árslok 1940 yrði notuð heimild sambandslaganna til að krefjast endurskoðunar á þeim. Hefðu svo eigi náðzt samningar við Dani fyrir árslok 1943 um full sambandsslit, myndi Alþingi með þingsályktun samkvæmt sambandslögunum, hafa sagt sambandinu að fullu slitið. Kon- ungssambandinu myndi jafn- framt verða slitið og hér myndi vafalaust verða stofnað lýð- veldi. Allar líkur eru þó til, að ó- friðurinn standi enn langa hríð, og verður þá þessi leið eigi farin. Hins vegar kemur eigi til mála, að vér íslendingar séum þó bundnir við sambandslögin. Geti Danir eigi um lengri tíma rækt störf þau, sem á þeim hvíla, samkvæmt sambandslög- unum, eru brotnar verulegar forsendur. Það er að vísu, eins og ég drap á áður, matsatriði, hversu sá tími ætti að vera langur, en eitt ár ætti í öllu falli að vera nægilegt. Ef til vill má og álykta á þá leið, að ef Danir geta eigi, samkvæmt kröfu fs- lendinga, byrjað á samninga- •gerð eftir árslok 1940, og eigi er fyrirsjáanlegt, að þeir geti það á næstunni, þá geti íslendingar sagt sambandinu slitið. Á þeirri skoðun virðist pró- fessor Bjarni Benediktsson vera IBeriBÍi. Petersen Reykjavík Sími 1570 (tvær lfnnr) Síiiiim t'ni: lt<i nliai (lo. Kaupir: allar tegundir af lýsi Harðfisk, Hrogn og Lúðulifur Tóm stálföt, eikarföt og notaðar síldartunnur. Selur: Kol og salt. Eikarföt, Stáltunnur og Síldartunnur. í grein þeirri, sem hann hefir um málið skrifað í nýútkomnum Andvara. m Samkvæmt framansögðu álít é'g að haldist óbreytt ástand, sé heimild til sambandsslita eftir næstu áramót. Það verður ekki séð, að oss sé eða geti orð- ið neitt. lið að sambandinu við Dani, sem ekkert er orðið, nema nafnið tómt. Álí tég því að eðlilegt sé, að næsta Alþingi samþykki yfir- lýsingu um þetta efni. Slíka yf- irlýsingu væri síðan rétt að bera undir þjóðaratkvæði, eins og prófessor Bjarni bendir á í áð- urnefndri grein. Jafnframt þessu yrði svo að fara fram stjórnarskrárbreyting með venjulegum hætti. Þar yrði kveðið á um framtíðarstjórn- skipun landsins. Að sjálfsögðu væri rétt, áður en nefnd yfir- lýsing væri samþykkt að leita samþykkis og viðurkenningar stórvelda þeirra, sem samband er við, á henni. Ég tel hiklaust, að stjórnar- skipunin hér eigi að verða eins- konar lýðveldi. En á hvern hátt því yrði nánar fyrir komið, skal ég eigi ræða hér. Tel ég heppi- legast, að sett verði sem fyrst nefnd til að athuga þetta mál. IV. Framtíð íslands er nú, eins og ýmsra annarra ríkja, ærið ó- viss. Úrslit yfirstandandi ó- friðar skipta oss auðvitað mjög miklu máli. En þrátt fyrir öll utan að komandi öfl, er þó gæfa okkar og gengi fyrst og fremst undir okkur sjálfum komin. Vér verðum gagnvart öðrum þjóð- um að koma fram sem einn maður. Öll þjóðin verður að standa vörð um þjóðernið og sjálfstæði landsins. Um innan- landsmálin verður að sjálfsögðu skiptzt í flokka eins og áður, og um þau deilt, en gegn utan puS komandi hættu eiga allir ís- lendingar að ganga saman í einn flokk. 1. desember hlýtur jafnan að minna oss á þessa skyldu. Hann á jafnan að hvetja oss til bar- áttu fyrir sjálfstæði landsins og fyrir frelsinu í þess sönnu mynd. 1. desember á að hvetja oss til að berjast fyrir frelsinu til að hugsa, tala og skrifa eins og okkur lystir. Á viðúrkenn- ingu þeirra réttinda hvílir lýð- ORÐSENDING INGÓLFUR, málgagn ungra Framsóknarmanna, . kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn kostar kr. 3.00 Ritstjórn, afgreiðsla og inn- heimta blaðsins hefir fyrst um sinn aðsetur í Edduhúsinu, Lindargötu 1D. Sími 2323. — Þangað eru þeir beðnir að snúa sér, sem vilja vinna fyrir blað- ið á einn og annan hátt. Félög og einstaklingar innan S. U. F. ættu þegar að fara að vinna að úthreiðslu blaðsins og söfnun kaupenda fyrir áramót- ih. Utanáskrift blaðsins er: INGÓLFUR, Reykjavík, Pósthólf 1044 ræðið. Og á viðurkenningu þeirra réttinda hvílir sjálfstæði og tilveruréttur smáþjóða. Án þeirra er lífið lítils virði, enda þótt vér sitjum við kjötkatla. Ólafur Jóhannesson. Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/828

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.