Ingólfur - 01.12.1940, Blaðsíða 2

Ingólfur - 01.12.1940, Blaðsíða 2
 INGÓLFUR 1. lilaíS sambandslaganna og þau skýrð lítilsháttar. II. Með sambandslögunum var ísland viðurkennt frjálst og fullvalda riki. Það var þó áfram í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og auk þess nokkur málefni, sem áður höfðu verið sameiginleg. En um þau málefni var samið með sambandslögunum, þannig, að sú skipan, sem á þeim er ger, er samkvæmt vilja og samkomu- lagi beggja ríkjanna. Um kon- ungsástandið er ekki beinlínis samið, heldur byggt á því á- standi, sem er, þegar samning- urinn er gerður, að einn og sami maður fer með konungs- vald í Danmörku og á íslandi. Enda þótt eigi sé beinlínis um konunginn samið, er þó kon- ungssambandið samnings- tryggt, á meðan sambandslögin gilda. Myndi það því vera van- efnd samningsins, ef annað rík- ið breytti á þeim tíma kon- ungserfðum án samþykkis hins. Mál þau, sem samið var um í sambandslögunum, og hér skipta máli, voru jafnrétti ríkis- borgaranna, meðferð utanrikis- mála, landhelgisgæzla, mynt- skipun og hæstiréttur. íslandi er þó gefin heimild til að taka þrjú síðasttalin atriði í sinar hendur, hvenær sem er á samn- ingstímanum. Hefir sú heimild verið notuð, sem kunnugt er. Um meðferð utanríkismálanna er það að segja, að Danmörku var veitt umboð til að fara með utanríkismál íslands. Því verð- ur eigi neitað, að það er mjög óvenjulegt, að eitt ríki veiti öðru ríki svo víðtækt vald, sem hér er gert. En þrátt fyrir það verður eigi talið, að þetta hafi í för með sér skerðing á full- veldi landsins, því að ríkið sjálft hefir gefið umboð. Umboð þetta er óafturtækt þau 25 ár, sem sambandslögin gilda. Hins vegar getur það fallið niður eftir venjulegum reglum, svo sem vegna vanefnda umboðsmanns, eða þess, að honum verði ó- mögulegt að fara með þau mál- efni, sem umboðið nær til. Þetta atriði sambandslaganna er að ýmsu leyti athyglisvert frá sjónarmiði fræðimanna, en hér er tæplega ástæða til að ræða það frekar. Það ákvæði sambandslag- anna, sem íslendingum var einna mestur þyrnir í augum, var j af nréttisákvæðið svo- nefnda. Var þar ákveðið, að danskir ríkisborgarar skyldu hafa að öllu leyti sama rétt á fslandi, sem íslenzkir ríkisborg- arar, fæddh þar. Á móti þessu skyldi koma sams konar réttur fyrir íslenzka menn í Dan- mörku. Ennfremur var samið um jafnrétti fyrir skip. Því verður eigi á móti mælt, að á- kvæði þetta hefði getað orðið oss íslendingum hættulegt, ef Danir hefðu misnotað það. Og bæði þetta ákvæði og ákvæðið um meðferð utanríkismála í sambandi við hinn sameiginlega konung, hlutu að verða til þess, að öðrum ríkjum hætti við að líta á Danmörku sem eins konar móðurríki. Þrátt fyrir það, þó að ann- markar nokkrir væru þannig á sambandslögunum, er þó vafa- laust að með þeim var unninn mikill sigur, einkum vegna þess, að með þeim var íslendingum gefin heimild til að slíta sam- bandinu að öllu leyti eftir 25 ár. Um slit samnings þess, er í sambandslögunum fellst, segir í 18. gr. sambandslaganna. Er þar ákveðið, að eftir árslok 1940 geti Ríkisþingið eða Alþingi, hvort fyrir sig krafizt, að byrj- að verði á samningum um end- urskoðun laganna. Ennfremur er ákveðið, að sé nýr samningur eigi gerður inn- an 3 ára frá því að krafan kom fram, geti Ríkisþingið eða Al- þingi, hvort fyrir sig, samþykkt, að samningur sá, sem fellst í lögunum, skuli úr gildi felldur. Til þess að slík ályktun sé gild, verða a. m. k. % þingmanna annaðhvort I hvorrl deild Rík- isþingsins eða í sameinuðu Al- þingi, að hafa greitt atkvæði með henni og hún síðan að vera samþykkt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem hafa kosn- ingarétt við almennar kosn- ingar til löggjafarþings Iands- ins. Ef það kemur í ljós við slíka atkvæðagreiðslu, að % atkvæð- isbærra kjósenda a. m. k. hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og % greiddra atkvæða hafi verið með samningsslitum, þá er samningurinn fallinn úr gildi. Til þess j að slíta sambands- lagasamningnum samkvæmt 18. gr. þarf að koma fram krafa frá öðru hvoru ríkinu um endur- skoðun. Slík krafa getur komið fram strax eftir árslok 1940. Á meðan slík krafa kæmi eigi fram, myndi samningurinn end- urnýjaður með þögninni. Kom- ist samningar eigi á innan þriggja ára frá því krafan kom fram, getur Alþingi samþykkt á- lyktun um, að samningurinn skuli niður fallinn. Sú samþykkt yrði væntanlega í þingályktun- arformi. Til samþykktar þeirrar tillögu nægir eigi einfaldur meirihluti, heldur þurfa % þingmanna, væntanlega þeirra, sem á þingfundi eru, að sam- þykkja ályktunina. Síðan þarf að bera málið undir alþingis- kjósendur eins og nánar segir í 18. gr. Flestir íslendingar munu hafa verið sammála um, að nota bæri uppsagnarák'væði sambandslag- anna, þegar er heimild væri til. En áður en til þess kæmi, að sú heimild væri notuð, gerðust hér á landi og í Danmörku at- burðir, sem hafa í rauninni slit- ið öllu sambandi á milli land- anna, og hafa því grundvallar- þýðingu fyrir þetta mál. Skal nú vikið að þeim atburðum með nokkrum orðum, og athugað hver áhrif þeir geti haft um sambandið við Dani og sjálf- stæði vort. III. . . Eins og kunnugt er, var sam- bandsríki vort, Danmörk, her- numin af hinu þýzka ríki að- faranótt 9. apríl þ. á. Það var sýnilegt, að við þessa atburði hlaut sambandið milli Dan- merkur og íslands að slitna að mestu leyti. Það var fyrirsjáan- legt, að konungur mundi eigi geta farið með konungsvald hér á landi. Til þess að konungur geti rækt stjórnarstörf sín, þarf helzt að vera allnáið samband og samvinna á milli hans og ráðherranna. Hér hafa að vísu ætíð nokkrir erfiðleikar verið á í þessu efni, þar sem konungur hefir verið búsettur í öðru landi. En með þeim samgöngum og sambandi, sem var á milli land- anna, bjargaðist þetta þó af. En af því ástandi, sem við hernám Danmerkur skapaðist, hlaut, eins og áður segir, að leiða, að konungi yrði ómögulegt að fara með þau störf, sem stjórnar- skráin felur honum. Við her- námið var einnig fyrirsjáanlegt, að Danmörk mundi eigi geta farið með utanríkismál vor. Það liggur I augum uppi hversu ó- eðlilegt og ómögulegt það væri, ef hernumið land ætti að fara með utanríkismál annars frjáls og fullvalda ríkis. Nauðsynleg forsenda umboðsins var einnig allnáið samband milli land- anna, svo að ísland gæti gefið Danmörku, umboðsmanninum, fyrirmæli um meðferð utan- ríkismálanna, og að Danmörk gæti leitað álits íslands í hverju einstöku tilfelli, ef á þurfti að halda. Hér þurfti því einhverra aðgerða. 10. apríl eða daginn eftir her- námið, samþykkti því Alþingi tvær þingsályktunartillögur, hina fyrri um meðferð konungs- valdsins og hina síðari um með- ferð utanríkismála. Hljóðar hin fyrrnefnda svo: „Með því að ástand það, sem nú hefir skap- azt, hefir gert konungi ókleift að fara með vald það, sem hon- um er fengið i stjórnarskránni, lýsir Alþingi yfir því, að það felur ráðuneyti íslands að svo stöddu meðferð þess valds." Siðarnefnda tillagan hljóðar á þessa leið: „Vegna þess á- stands, er nú hefir skapazt, get- ur Danmörk ekki rækt umboð til meðferðar utanríkismála ís- lands samkv. 7. gr. dansk-ís- lenzkra sambandslaga, né land- helgisgæzlu samkvæmt 8. gr. téðra laga, og lýsir Alþingi þess vegna yfir því, að fsland tekur að svo stöddu meðferð þessara mála að öllu leyti í sínar hend- ur." Það getur ekki orkað tvímælis, að þessar aðgerðir Alþingis voru að öllu leyti lögmætar. Að vísu er það um fyrra atriðið að segja, að það er ólögákveðið hvernig með skuli fara, ef konungi er ókleift að rækja stjórnarstörf hér á landi. En þegar svo stend- ur á, getur enginn vafi leikið á því, að Alþingi er sá eini rétti aðili,til þess að kveða á um með- ferð þess valds, sem konungi er falið. Samkvæmt ríkjandi skoð- unum, er allt vald, þar á meðal konungsvaldið, frá þjóðinni komið. Hún eða fulltrúar henn- ar hafa falið konungi þetta vald. Er því sjálfsagt að full- trúasamkoma þjóðarinnar, Al- þingi, ráðstafi konungsvaldinu, þegar svo ber við, að konungi verður ókleift að fara með það, enda kveði eigi lög sérstaklega á um það tilfelli. í ályktuninni um meðferð konungsvaldsins fellst alls eigi afnám konungsdóms á íslandi, heldur er hinu íslenzka ráðu- neyti aðeins falið að fara með vald þetta til bráðabirgða, sbr. orðin „að svo stöddu." í álykt- uninni er gert ráð fyrir, að hið óvenjulega ástand kunni aðeins að standa skamma hríð, og jafnskjótt sem það falli niður, taki konungur við störfum sín- um aftur. Um síðara atriðið gegnir sama máli. Að vísu var umboð- ið eins og áður segir afturtækt af íslands hálfu án samþykkis Danmerkur. En af íslands hálfu hlaut það að vera veruleg for- senda, að Danmörku væri kleift að rækja umboðsstörfin. Slíkt hlýtur ætíð að vera veruleg for- senda umboðssamnings. Með hernámi Danmerkur var veru- leg forsenda fyrir umboðinu brostin. íslenzkum valdhöfum var því rétt og skylt að taka utanríkismálin í- sínar hendur. Alþingi hefir í síðari ályktun- inni, eins og hinni fyrri, gert ráð fyrir, að hér væri aðeins um bráðabirgðaráðstöfun að ræða. Að lögmæti þessara álykt- unar mætti færa fleiri og ó- yggjandi Tök, en þetta ætti að nægja, enda hafa þær verið við- urkenndar af ýmsum ríkjum. Um nauðsyn þeirra verður held- ur ekki deilt. Sumir kunna að halda því fram, að ísland hafi þegar 10. apríl haft fulla heimild til að slíta öllu sambandi við Dani og segja skilið við konunginn. Hefði þá væntanlega verið lýst yfir lýðveldi hér. Á þá skoðun verð- ur þó tæplega fallizt. Það er hins vegar ljóst, að ómöguleikinn getur yerið svo varanlegur, að hann gefi ótvíræða heimild til sambandsslita. Hversu langvar- andi hann þurfi að vera til slíks, er vitaskuld álitamál. En -hvað sem um þetta má segja býst ég við, að flestir verði sammála um, að vegna atburð- anna, sem á eftir fóru, hafi það þó verið heppilegast, að sam- bandinu var ekki slitið og lýð- yeldi lýst yfir, því að hernám íslands hefði verið allt annað en skemmtileg eða heppileg byrj- un fyrir hið íslenzka'lýðveldi. Eins og kunnugt er, varð skammt stórra högga á milli hjá hernaðarstórveldunum. Mánuði eftir hernám Danmerkur, var ísland hernumið af hinu brezka ríki. Aðfaranótt 10. maí var bre'zkt herlið sett hér á land. Síðan hefir brezkur her dvalið hér á landi. Sama dag og hið brezka herlið kom hingað, gekk hinn nýskipaði sendiherra Breta á fund ríkisstjórnarinnar og gaf henni hátíðlegt loforð um, að Bretar myndu eigi hafa herlið hér á landi stundu lengur en nauðsyn krefði, og að þeir myndu láta innanlandsmál af- skiptalaus með öllu. Að vísu er tæplega hægt að segja, að brezka herstjórnin hafi látið innanlandsmál með öllu afskiptalaus, þar sem hún hefir flutt nokkra íslendinga til Englands, án þess að mál þeirra væru rannsökuð af íslenzkum hlutaðeigandi yfirvöldum. En þrátt fyrir það er engin ástæða, enn sem komið er, að véfengja heit þeirra, enda hafa Bretar jafnan verið oss vinveittir. Verðum vér því -að ætla, að þeir hverfi héðan á brott að ófriði loknum. Það er því Tétt fyrir oss að gera áætlanir vorar og ráð- stafanir með það fyrir augum. Enginn veit hvenær eða hvern- ig sá hildarleikur, sem nú stend- ur yfir, endar. Ef til vill endar hann fyrr en varir og e. t. v. stendur hann enn langa hríð. Um það ráðum vér íslendingar engu. Og vér ráðum heldur eigi einir, hver örlög vor verða. En þrátt fyrir það dugar eigi að leggja árar i bát. Vér verðum, þrátt fyrir erfiðleikana að halda áfram baráttunni fyrir frelsi okkar og fullveldi og henni á eigi að ljúka fyrr en sjálfstæði íslands er að fullu viðurkermt, bæði í orði og verki. Fari svo að stríðinu ljúki á þessu ári, sem eigi er útlit fyr- Framh. á 6. síðu.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/828

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.