Ingólfur - 01.12.1940, Blaðsíða 3

Ingólfur - 01.12.1940, Blaðsíða 3
1. hla'ð INGÓLFUR Þjóðín og hemámíð RÆÐA flutt á almennum æskulýðsfundi í Gamla Bíó sunnudaginn 13. okt. 1940. Háttvirtu tilheyrendur! íslenzk æska! f meira en þúsund ár höfum við íslendingar búið einir í þessu landi. Við höfum unnað því og viljað eiga það einir.enþó gjarna hafa friðsamleg skipti við aðrar þjóðir. Okkur hefir verið tamt að hugsa, að ísland væri svo fjarri stórveldum heimsins, að átök þeirra myndu aldrei ná hingað. En þetta hefir skyndilega reynzt á annan veg. fsland — einbúinn í Atlantshafi — er nú allt í einu komið inn 1 sjálfa hringiðu heimsstyrjaldarinnar. Þjóðin vaknaði við það 10. maí sl., að hér — í hennar eigin landi — var verið að mynda nýtt þjóðfélag. Brezkt herlið var að setjast hér að. — í fyrsta skipti, að kalla má, hefir íslenzk jörð glumið undir fótum vopnaðra fylkinga erlendra manna. Við höfum orðið að lifa i nábýli við þá. Þeir eru sennilega f jölmenn- ari en helmingur allra lands- manna. Við höfum aldrei fyrr þurft að byggja land okkar með annarri þjóð — og þó allra sízt herliði. Um allt þetta er hernám ís- lands og hið nýja viðhorf, sem vegna þess hefir skapazt, alger- lega einstætt.-------- Þetta viðhorf ræðum við hér í dag. Það er alvarlegt og hlýtur að vera okkur ærið ihugunar- efni, ekki sízt hinni yngri kyn- slóð. Nú er fengin hálfs árs reynsla um sambúð íslendinga og setu- liðsins. Ég álít, að rétt sé að gera sér vel ljóst, hversu okkur hefir tekizt í þeirri sambúð. — Hún hefir ekki verið þannig, að við getum verið ánægð, — að mörgu leyti langt frá því. Nú höfum við aðeins um tvennt að velja: að vera af- skiptalausir og láta skeika að sköpuðu — kann þá svo af fara, að þjóðarstofn okkar verði al- drei samur og áður — eða að kappkosta að breyta sambúðinni þannig, að sæmd okkar og þjóð- erni verði ekki lengur misboðið. Auðvitað veljum við síðari kostinn. Því vali kunna að fylgja ýmsir erfiðleikar. En það má ekki hlafa nein áhrif. Það er hlutverk okkar sem íslendinga, að mæta þessum erfiðleikum og — sigra þá. Það má ekki breyta ákvörðun okkar í þessu máli, að við höfum flest samúð með brezku þjóðinni í þeirri styrjöld, sem nú er háð. Slíkt má alls ekki skyggja á þá miklu hættu, sem getur fylgt dvöl setuliðsins hér, né draga úr aðgerðum til að minnka þá hættu. „fslendingar viljum vér allir vera," sögðu Fjölnismenn fyrir meira en hundrað árum síðan. í dag er íslenzku þjóðinni ef til vill enn meiri þörf að gera þessa setningu að kjörorði sínú, ef hún ætlar ekki að drekkja sjálfri sér í hinu mikla aðstreymi erlendra hermanna. Við erum fámenn þjóð, sem laut um langt skeið f jarlægu ríki miklu fjölmennara. Þá skapaðist hjá okkur minnimáttarkennd og sérstök virðing fyrir þegnum hinnar sterkari þjóðar, sérstak- lega ef . þeir voru einkennis- klæddir. Vonandi erum við nú yfir þetta hafnir og búnir að strjúka áþjánarmerkin burt. í sambúð okkar við herliðið reynir mjög á, hvort svo er. Það er a. m. k. sérstök ástæða til að vera vel á verði gegn þessari gömlu kennd.' Hinir brezku hermenn tilheyra miklu heimsveldi, sem hefir á sér ljóma gamallar frægðar. Við verðum að berjast einhuga gegn þeirri skoðun, að það sé þess vegna fínt að um- gangast þá sem mest. Þeir dvelja hér ekki sem venju- legir f erðamenn, heldur sem her- menn ríkis, er hefir hernumið land okkar. Viðhorf okkar hlýtur að mótast af því. Við eigum ekki að hafa við þá meiri samskipti en brýn nauðsyn krefur. Slíkt táknar alls ekki andúð, heldur beinlínis að við viljum vernda þjóðarheiður okkar. Enginn skyldi halda, að við getum verndað þjóðerni okk- ar og menningu með þjónslund og undirgefni. Því lægra sem við lútum í sambúðinni við hið er- lenda herlið, því meira verður gengið á rétt okkar. En hins ber líka vel að gæta, jafnframt því, sem við leitumst við að halda rétti okkar með ein- urð og festu, að sambúðin sé af okkar hálfu bæði prúðmannleg og frjálsleg, þrátt fyrir fámenn- isaðstöðu okkar. Við íslendingar höfum notið hér frjálsræðis og þeirra hlunn- inda að búa í eylandi, sem vegna legu sinnar hefir verið okkur hinn bezti styrkur við verndun þjóðernis okkar og menningar. Vegna breyttra aðstæðna, reynir nú sérstaklega á, hversu okkur sjálfum tekst þessi vörn. Að einu leyti getum við f agnað þeirri þrekraun, sem nábýlið við herlið voldugrar þjóðar hlýtur að vera okkur. Hún sýnir, hvers virði okkar þúsund ára menning er. Mér finnst, að íslendingurinn ætti sízt að kinoka sér við slíka raun. Einn meginþátturinn í mannshugsjón forfeðra okkar, sem mynduðu hér hið frjálsa þjóðríki, var að duga vel í sér- hverri raun. Konan skyldi varð- veita heiður sinn með þreki, og hetjulund karlmannsins mátti aldrei bregðast. Orðstírinn, sæmdin, skyldi metin lífinu meira. íslendingasögurnar sýna, að þetta tókst. Þær greina oft frá miklum raunum, sem mætt var með hugrekki og þreki. Þannig tókst þeim að sýna, hvað í ein- staklingnum bjó. íslenzku þjóðinni er hollt að minnast þessa nú. Við getum litlu ráðið í þelm mikla hildarleik, sem nú er háð- ur um víða veröld. Við getum þó a. m. k. eitt, þótt fámennir séum. íslenzka þjóðin getur varðveitt og aukið sæmd sína og orðstír. Okkur gefst sérstætt tækifæri til að sýna í verki, að enn sé þróttur í íslenzkri menningu, að við eigum vijjastyrk og árvekni til að vernda okkar litla þjóðfé- lag, þótt skuggi heimsstyrjaldar- innar hafi fallið á það um stund. Eitt þjóðskáld okkar hefir sagt: „Vort heimslíf er tafl fyrir glöggeygan gest." Þessi orð eru aldrei sannari en nú. Þegar land okkar var hernum- ið, var sú yfirlýsing gefin, • að setuliðið skyldi flutt héðan burt jafnskjótt og núverandi styrjöld væri lokið. Við treystum þessari yfirlýsingu og tryggjum bezt að hún verði haldin með því að sýna nábýlismönnum og öllum Eígíngírní Sú saga er sögð um þingmann einn, er sat á þingi laust eftir aldamótin, að hann hafi eitt sinn greitt atkvæði gegn því að brú yrði byggð yfir eina stærstu ána í kjördæmi hans. Rökstuddi hann gerðir sínar með því, að margar ár væru óbrúaðar á landinu, sem verri væru yfir- ferðar en þessi. Þetta er athyglisverð og lær- dómsrík saga fyrir okkur, sem erum enn ungir og eigum fram undan starf á sviði þjóðmála og f élagsmála. Þessi þingmaður hefir litið á sig sem fulltrúa allrar þjóðar- innar fyrst og fremst. Kjörinn til þess að leggja þeim málum lið, er hann taldi bezt og þörfust fyrir þjóðarheildina. Hann var ekki á þingi eingöngu til þess að kría saman fé úr ríkissjóði í vegarspotta, símalínu, skálda- styrk handa kunningjunum, eða launuð nefndarstörf handa sjálf- um sér, heldur sem fulltrúi þjóð- arheildarinnar. Vafalaust var honum það ljóst, að með þessu gaf hann andstæð- ingunum höggstað á sér heima í héraði og átti á hættu að tapa einhverju af atkvæðum. En samt valdi hann það, er hann taldi þjóðarhagsmuni fram yfir hags- muni flokksins og sjálfs sín. í hinni hörðu stjórnmálabar- áttu síðustu ára, hafa flokkarnir mjög orðið að herða á samheldni í atkvæðagreiðslum. Upp úr þessari hörðu baráttu hafa spunnizt hin alþekktu „hrossakaup", sem nú eru orðin hættulega algengt fyrirbrigði í íslenzkum stjórnmálum og fé- lagslífi. „Hrossakaupin" eru ekkert annað en verzlun með atkvæði og stuðning. Þessi flokkur eða einstaklingur lofar hinum stuðn- ingi sínum í þessu máli, gegn endurgjaldi, sem oft er falið í stuðningi við eitthvert áhuga- mál flokksins eða einstaklings- ins, eða bein f járhagsleg hlunn- indi við skipanir í launaðar nefndir eða embætti. Á þennan hátt geta flokkar og einstakling- ar komið fram vafasömum mál- um, og óheppilegir menn valizt til ýmissa trúnaðarstarfa. Þegar margir flokkar hafa samstarf í ríkisstjórn, er mjög mikil hætta á „hrossakaupum" Þó að einn flokkurinn vilji sporna við þeirri spillingu, sem af þeim leiðir, verður oft að láta undan óbilgjörnum, eigingjörn- um kröfum samstarfsflokkanna, til þess að forðast samvinnuslit. En öll verzlun með atkvæði og sannfæringu er ékki aðeins hættuleg einstaklingum og flokkum, heldur er manndómur og heiðarleikur þjóðarinnar sett- ur í voða. Hvers konar atkvæða- verzlun er spilling og hefir verið með réttu fordæmd sú aðferð, sem viss flokkur hefir allmjög notað sér til framdráttar í kosn- ingum að undanförnu að kaupa atkvæði manna fyrir peninga eða atvinnuloforð. En þar sem slík atkvæðaverzlun er fordæmd í kosningum, er ekki síður ástæða til gagnrýni, þegar slíkt á sér stað á sjálfu Alþingi. Það verður líka að líta svo á, að þeir menn, sem verzla með atkvæði sitt-og sannfæringu, séu of andlega veikir, til þess að vera leiðtogar þjóðarinnar. Það á að sannfæra menn um ágæti mála með rökum og skýr- ingum, en ekki með verzlunartil- boðum. Þótt það sé vissulega rétt og mannlegt að hugsa vel um sinn hag, þá á reglan að vera sú, ef greinir á um hagsmuni þjóðar- innar og einstaklingsins, að þjóðin sé fyrst, svo flokkurinn og ég, en ekki ég fyrst — svo flokkurinn og þjóðin. Okkur íslendingum hættir um of til þess að vera eigingjarnir, einkum ef ríkið, hið opinbera, á í hlut. En hvað er ríkið? Það er- um við sjálf — þjóðin. Við erum eigingjarnir, af því að við höfum svo litlu þurft að fórna. Víst eigum við fórnarvilja, en hann sefur. Við eigum ættjarðarást, en hún er eins og falinn eldur. Ógnir ófriðarins kenna þjóðun- um samheldni, fórnfýsi og þegn- skap. Þessa dagana eru þúsundir og aftur þúsundir manna og kvenna reiðubúnar til þess að fórna öllu fyrir föðurlandið, jafnvel sjálfu lífinu. Af þessu megum við, sem búum í friði, læra margt. Ég er ekki að óska þess, að hörmungar stríðsins dynji yfir okkur, til þess að kenna okkur þegnskap. Sá lærdómur yrði of dýrkeyptur. En okkur er engu að síður nauðsynlegt að glæða þegnskap okkar og ættjarðarást og þoka eigingirninni ofurlítið til hliðar. Eigingirni þjóðarinnar er vax- andi löstur. Kemur margt til. Minnkandi lestur fornbók- mennta okkar og þjóðkvæðanna, skortur á þjóðlegum baráttu- málum, og loks það miður góða fordæmi, sem ýmsir af forráða- mönnum þjóðarinnar gefa. Baráttumál síðustu ára hafa að mestu snúizt um skiptingu . arðsins og f jármunanna og hags- muni hinna ýmsu stétta þjóðfé- lagsins. Þessi mál eru vel til þess fallin, að skipta þjóðinni í harð- snúna hagsmunahópa, sem deila um of og oft öllum til skaða. Slík barátta elur á eigingirni einstaklinga og stétta. Þegar svo allt er að fara í bál og brand er friður saminn með tilheyrandi „hrossakaupum" og þeirri spill- ingu, sem þeim er samfara. „Hrossakaupin", verzlunin með atkvæðin og sannfæringuna, þurfa að hverfa úr stjórnmála- og félagslífi okkar. Andi fórn- fýsi og þegnskapar þarf að ráða í hugum þjóðarinnar. í þeim anda á æskan, arf takar landsins, að alast upp. Æðsta boðorð allra stjórnmálamanna á að vera: Þjóðin fyrst___ Þegar það er orðið, verður grafizt fyrir rætur margra þeirra meina, sem nú er að finna í stjórnmálum okk- ar íslendinga. E. B. heimi að hér sé þróttmikið og sérstætt menningarlíf og að við eigum rétt til að lifa hér frjálsir og óháðir. Öllum góðum íslendingum — og þó sérstaklega æsku þessa lands — hlýtur að vera ljúft að keppa að því, að þetta geti tek- izt. J. E. G. Þetta blað Ingólfs er með nokkuð öðru sniði en ætlunin er að hafa á blaðinu í framtíð- inni. Mun verða lögð áherzla á stuttar greinar. — Áskilur rit- stjórnin sér rétt til þess að stytta aðsendar greinar, sem eru lengri en iy2 dválkur í blaðinu. INGÓLFUR, Reykjavík. Pósthólf 1044.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/828

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.