Austurland


Austurland - 13.03.1997, Blaðsíða 2

Austurland - 13.03.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 Austurland Málgux" Alþýðuhaiitialagsins á Austurlandi Utgcfandi: Kjördæmisráö AB á Austurlandi Kitnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinuim L. Aðalsteinsdóctir Ritstjóri: Steinþór Þórðarson (ábm) S 471 2391 og 854 8850 Blaöamaöur: Elrna Guðmundsdóttir S 477 1532 og 894 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhom.is Austurland er aðili aá Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða IJmbrot og setning: Austurland Prentun: Nesprent hf. Bankafrumvörpin leysa engan vanda Nú í vikunni komu fram á Alþingi fjögur stjórnarfrumvörp sem varða ríkisbankana og tjárfestingalánasjóði. Hér er um stórmál að ræða á islenskan mælikvarða. sem munu verða umdeild á Alþingi og meðal almennings. Samkvæmt frum- vörpunum á að breyta Landsbanka og Búnaðar- banka- í hlutafélög og heimilt verður að selja einkaaðilum allt að 35% hlutatjár í þeim. Þetta er afar óskynsamleg ráðstöfun. Lengi hefur verið um það rætt að þörf væri á að styrkja bankakerfíð í landinu og einfalda það, t.d. með þvi að sameina Landsbankann og Búnaðarbankann. Með því hefði skapast örlugur banki sem hefði haft forsendur til að standast vaxandi alþjóðlega samkeppni. Einnig hefði átt að athuga kosti þess að sameina Búnaðarbankami og Sparisjóðina í öfluga keðju til þjónustu við almenning. Með slíkum aðgerðum hefði mátt lækka tilkostnað, m.a. fækka útibúum, og ná fram lækkun vaxta. Ríkisstjórnin valdi hins vegar ekki þessa leið heldur leggur allt kapp á að koma einkaaðilum'að kjötkötlunum með sölu á hlut í ríkisbönkunum. Bank- amir verða eftir sem áður smáar einingar, illa búnir undir samkeppni og afleiðingamar geta m.a. orðið hækkandi vextir. Hugmynd bankamálaráðherra Framsóknarflokksins er ekki að fækka bankastjórum. Nýlega var ráðinn þriðji bankastjórinn við Landsbankann til 5 ára án uppsagnarákvæða. Þess sjást heldur ekki nein merki að lækka eigi laun bankastjóranna sem mikið var rætt um á dögunum. Með því að breyta ríkisbönkunum i hlutafélög verður það ráðherra bankamála sem skipar í bankaráóin í stað þess að Alþingi kjósi í þau. Sama ráðhena er ætlað að skipa í stjóm nýs Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Nýsköpunarsjóðs. Hér er þvi á feróinni samþjöppun pólitísks valds og það sama verður líklega uppi á teningum eftir að Kolkrabbinn og aðrar stórsamsteypur auka áhrif sín i bönkunum meó kaupum á hlutafé þeirra. Þær breytingar sem hér eru lagðar til sverja sig í ætt vió margt annað sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæð- isflokks hefur staðið fyrir, þ.e. að treysta hag hinna ríku á kostnað fjöldans. Treystum siðferðilega mælikvarða Fréttir af síauknum erfðabreytingum lífvera og einræktun hafa fengið marga til að staldra við og spyrja, hversu langt eigi að ganga í krafti tækni og vísinda. Meó erfðabreytingum eru rnenn að tikta við sjálft stafróf lífsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Með einræktun er gengið gegn öllum viðteknum gildum og aftengt það öryggi sem lífheimurinn nýtur með fjöl- breytni og náttúrulegri blöndun erfðavísa. Blind og siðlaus hagnaðarvon knýr menn til tilrauna og síðan framleiðslu með þessum aðferðum. Gífur- legum fjárhæóum er þegar variö í rannsóknir og framleiðslu erföabreyttra lífvera, beint og óbeint, og kaupendur eru ekki upplýstir unr það með vöru- merkingum þegar slíkar afurðir eru settar á nrarkaó. Löngu er tímabært að svara því, hvort skynsamlegt sé að feta áfram þessa braut. A Alþingi hefur sá er þetta ritar lagt fram tillögu urn að setja á fót lífsiðfræóiráó til aó fjalla um þessi efni, fræða almenning og veita stjórn- völdum og öórum ráðgjöf. Björgunarafrekum fagnað Landsmenn allir fagna giftusamlegri björgun 39 rnanna úr greipum hafsins á einni viku. Þrjú mannslíf töpuðust og sú hörmulega staðreynd undirstrikar hvaó hér var í liúfl á heildina litió. Landhelgisgæslan og þrautþjálfaðir starfsmenn hennar hafa unnið ótrúleg afrek. Landsmönnum hlýnar urn hjartarætur vió slík tíðindi og fámenn þjóð getur rneð réttu verið stolt yfir árangri björgunarmanna. Þaó hefur sannast þessa síðustu daga, hversu farsæl ákvörðun það var að íslendingar festu kaup á fullkominni björgunarþyrlu. Hjörleifur Guttormsson Getraunaleikur Þróttar og Pizza 67 Baráttan á toppnum heldur áfram, einn hópur, Trölladeig náði 11 réttum um helgina og skaust í efsta sætið ásamt Þrem- ur fuglunr sem náðu 10 réttum. Forustusauðimir frá því í síðustu viku, Tippverkur, náði aðeins níu réttum og eru nú í 3-6 sæti. I kvennakeppninni náðu Dúilumar 10 rétturn og hafa nokkuð ör- ugga fomstu en Sparidísimar og Lækjarlummumar gætu velt þeim úr efsta sætinu ef þær taka sig á síðustu vikumar. Þar sem átta bestu vikumar gilda í keppninni, hópamir losa sig við tvær lélegustu vikumar, birtum við stöðuna núna þar sem búið er að kasta frá tveimur lélegustu vikunum. KARLAR: 1-2 Þrírfuglar 59 1-2 Trölladeig 59 3-6 Tippverkur 58 3-6 Sigurjón Kr 58 3-6 Mamma og ég 58 3-6 Barðinn 58 7-8 LEA 0 57 7-8 Táarinn 57 9 HB ráðgátur 56 10 West End 55 11 Gufumar 54 12-13 Trölli 53 12-13 Homi 53 14-15 Quartz 52 14-15 HIP 52 16 SÚNbúðin 51 Nesk hafa 59 stig og síðan koma Tippverkur, Sigurjón Kr.. Mamma og ég og Barðinn frá Nesk og GNG frá Sey og Heilsa KONUR 1 2 3 4 5 Dúllumar 55 Sparidísirnar 53 Lækjarlummur 52 B2 50 United girls 49 6-7 Enskumar 47 frá Esk. með 58 stig. Aldrei hefur 6-7 Pool girl 47 keppnin verið svona jöfn og 8 Frúin í öðm 44 verður mjög spennandi að fylgj- 9 BK 39 ast með tveimur síðustu vikun- Getraunaþjónusta Þróttar er opin föstudaga kl 17-19 og laugardaga kl 10-13,30. Skrifstofa Knattspymudeild- ar er opin á sama tíma. Kaupstaðakeppnin Það em hvorki fleiri né færri en sex hópar með forustu í Kaupstaðakeppninni með 75 stig síðan koma tveir hópar með 73 stig og enn fleiri eiga möguleika á efsta sætinu þegar tvær verstu vikumar hafa verið teknar frá. Þá er staðan þannig að Hjörtur frá Sey. hefur forustu með 60 stig, Þrír fuglar og Trölladeig frá um og sjá hver tryggir sér 40.000 kr vinningin. En staðan eftir 8 vikur er þannig. 1-6 Tippverkur Nesk 75 1-6 Sigurjón Kr Ncsk 75 1-6 Þrír fuglar Ncsk 75 1-6 GNG Sey 75 1-6 Heilsa Esk 75 1-6 Trölladeig Nesk 75 7-8 Hjörtur Sey 73 7-8 LEA 0 Ncsk 73 9-10 Táarinn Nesk 72 9-10 Mamma og ég Nesk 72 11-13 Loðna Esk 71 11-13 HB ráðgátur Nesk 71 11-13 Göddi Sey 71 14-15 West End Ncsk 70 14-15 Dúllumar Ncsk 70. Cefðu forsket í Mr M Pixel Pentium 133 MHzlmeö: 16 Mb EDO minni j| 1600 Mb hörðum diski 3,5' disklingadrifl 15' Qume LNi 5E ííatur lággeísja liiaskjár 64 bita PCI flýtiskjákort 1 Mb Windows 95 á .......... íslenskt lyklaborð 6 hraða geisladrif 16 bita hljóðkort 80 watta hátafálillllllj 10 geisladiskar í pakka Tveggja hnappa mús Athugið; Þetta er oðeins ein uiíœrsla af mörgum mögulegum A8tl«$ Miðási 1, Egilsstöðum Sími 471 2266 Austfirðingur vikunnar Austfiréingur vikunnar er að þessu sinni Einar Torfi Einarsson útvarpsstjóri Verkó-Aust sem sendir þessa dagana út á FM 101.4 Fullt nafn? Einar Torfí Einarsson Fæðingardagur? 10. ágúst 1980 Fæðingarstaður? Neskaupstaður Heimili? Sæbakki 1 Neskaupstað Núverandi starf? Útvaipsstjóri Önnur stört? Hljóðfæraleikari Fjölskylduhagir? Fender gítar Bifreið? Engin - ennþá Uppáhaldsmatur? Svínasteik Helsti kostur? Fljótur að læra Helsti ókostur? Tek of mikið að mér Uppálialds útivistarstaður? Portið við Egilsbúð Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hljóðfærahúsið Hvert langar þig mest að fara? Á stórtónleika Áhugamál? Tónlist, hljóðfæraleikur Uppáhalds stjórnmálamaður? Einar Már Sigurðarson Uppáhalds íþróttafélag? BN Hvað ætlarðu að gera um helgina? Spila með hljómsveitinni Yokon á Fáskrúðsfirði og vera á fullu í útvaipinu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.