Austurland - 13.03.1997, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997
„Viljum opna Egilsbúð upp á gátt“
-segja Birgir Búason og Guómundur R. Gíslason sem ráöa munu þar húsum næstu árin
Fyrir réttri viku undirrituöu þeir Birgir Búason og Guðmundur Rafn-
kell Gíslason samning við bæjarráð Neskaupstaðar um leigu á félags-
heimilinu Egilsbúð til 5 ára. Þeir taka viö rekstrinum á baráttudegi
verkalýðsins, 1. maí. Dagsetningin er táknræn aó þeirra sögn.
t»aó vakti nokkra athygli þegar Páll Sigurjónsson ákvað aö hætta
rekstri en í tíó hans og framan af Guðmundar Ingvasonar einnig,
hefur verió bryddað upp á mörgum nýjungum í Egilsbúð og starfsemi
aukin á flestum sviðum frá því sem áóur var. í viðtali viö Austurland
í lok janúar sagóist hann hafa talið tímabært aö hleypa að nýju fólki
meö nýjar hugmyndir. Nú er sem sagt Ijóst hverjir það veröa sem
koma til með að spreyta sig á rekstri „höfuðstaðar skemmtanalífs á
Ausíurlandi". Austurland spjallaði við veróandi framkvæmdastjóra
Egilsbúðar um bakgrunn þeirra og það sem framundan er.
Samningurinn undirritaður. Frá vinstri; Guðmundur Rafnkell Gíslason, Guðmundur Bjarnason bæjar-
stjóri og Birgir Búason. Ljósm. SÞ
Hvor um sig með
mikilvæga reynslu
Birgir er ekki ókunnugur í
Egilsbúð en hann var kokkur þar
um 4 ára skeið og flutti frá
Neskaupstaó siðasta haust. Guð-
mundur hefur reynslu af skipu-
lagningu skemmtanahalds en
hann hefur unnið við þrjár
Neistaflugshátíðir auk þess sem
hann skemmti sjálfur um land
allt með hljómsveitinni Súellen,
hér á árunum áður. Þeir eru held-
ur ckki margir sem hafa oftar
tekið þátt í skemmtanahaldi í
Egilsbúð cn Guðmundur R. Þá
var hann einnig í rekstrarstjórn
Egilsbúðar frá árinu 1990 þar til
hún var lögð niður i fyrra þegar
nefndakerfí bæjarins var tekið til
endurskoðunar. Það ætti því að
blasa við hver grunn verkskipt-
ingin verður milli framkvæmda-
stjóranna tvcggja. Þeir Birgir og
Guðmundur gcrðu með sér
samning áður en þeir gengu frá
umsókn um rcksturinn. Þeir eru
sammála um að það taki nokk-
urn tima að ná tökum á svona
rekstri og töldu því ráðlegt að
hugsa dæmið scm langtímaverk-
efni. „Þaö þarf fímm ára áætlanir
til aö gera mcnningarbyltingar"
segir Guðmundur, „svo við hitt-
umst á lcynilcgum fundi í
Blönduskála á Blönduósi, til að
ganga frá lausum endum" bætir
Birgir við. Ástæðan fyrir þcssurn
fundarstað er sú að Birgir cr nú
búsettur í Borgarnesi cn Guð-
mundur á Akurcyri.
Hugmyndavinnan
komin á fullt
Þeir félagar cru grcinilega
búnir vinna sína heimavinnu og
hafa orðið vel mótaðar hug-
myndir um áherslur í rekstrin-
um. Á fundi með bæjarráði á
dögunum lögðu þeir frarn lista
með luigmyndum um ýmis við-
t'angsefni, bæði tengd dagskrá í
luisinu og innri gæðamálum.
Þessum hugmyndum hyggjast
þeir hrinda í framkvæmd þegar
þeir luifa tekið við cn til að nefna
eitthvað af listanum þá er ein
huemvndin að auka úrval af
heimsendum mat. Birgir hefur
t.d. kynnt sér kínverska matar-
gerðarlist en kínverskur matur er
seldur með heimsendingarþjón-
ustu víða unt heim. Þá hyggjast
þeir bjóða upp á „a la carte“ mat-
seðil í Fjallasalnum um helgar
og leggja áherslu á vandaða
þjónustu, notalegt umhverfi og
góðan mat. Einhverjar breyting-
ar verða á húsnæðinu en engar
byltingar fyrst i stað. Efnt verður
til námskeiða fyrir starfsfólk og
jafnvel almenning.
„Við viljum opna húsið upp á
gátt sem félagsheimili og vonum
svo bara að það fari vel saman
við annan rekstur í húsinu. Við
gerum okkur ljóst að það skilar
ekki öll starfsemi beinum arði og
við ætlum að reyna að vera víð-
sýnir og líta á björtu hliðamar á
þessu öllu saman“ segir Guð-
mundur. Fyrsta útspil er ekki
ákveðið en þeir Birgir og Guð-
mundur eru ákveðnir í að stefna
að veglegri dagskrá um sjó-
mannadagshelgina.
Leiga og bindandi
framkvæmdaáætlun
Leigusamningurinn tók
nokkxum breytingum frá því sem
verið hefúr. Nýmæli í honum em
einkum þau að nú stefna leigu-
takar að greiðslu leigu eftir ár en
hingað til hafa rekstraraðilar
annast reksturinn án þess að sér-
stakt endurgjald hafi komið
fyrir. Greiðsla á leigu og leigu-
upphæð er svo háð framvindu í
rekstrinum.
Þegar rekstrarforminu var
breytt á sínum tíma var Egilsbúð
talsverður baggi á bæjarsjóði og
leigufyrirkomulagið því hag-
kværnt fyrir bæjarsjóð þótt sér-
stök greiðsla hafi ekki komið
fyrir. Nýju leigutakarnir telja
hins vegar eðlilegt að greiða
leigu en gera í staðinn kröfú um
að bæjaryfirvöld geri bindandi
áætlun urn framkvæmdir við
húsið og viðhald þess. Þetta atr-
iði telja leigutakar mjög mikil-
vægt svo viðhald og endurbætur
verði markvissari.
Oþarft að ilnna hjólið
upp aftur
Jafnframt því að hafa undir-
ritað leigusamning við bæjarsjóð
þá hafa Birgir og Guðmundur
handsalað samning við Pál Sigur-
jónsson um að taka við hans
rekstri á Pizza ‘67 og umboði
fyrir Úrval-Útsýn. Auk þcss
kaupa þeir af Páli ýmsan búnað
sem þcssu fylgir. „Þessum samn-
ingi fylgir svo leiösögn Páls inn
í reksturinn. Það cr óþarfí að
vera aö finna upp hjólið aftur og
aftur" segir Guðmundur.
Nýbakaður kennari í
framkvæmdastjórastólinn
Sem áður sagði er Guömund-
ur búscttur á Akurcyri til vors
þar sem hann er að Ijúka kenn-
aranámi við Háskólann á Akur-
eyri. Þegar samningurinn gengur
í gildi 1. maí verður hann aö
byrja í prófúm en Birgir kemur
austur um miðjan apríl og bjarg-
ar málum þar til prófum lýkur.
En er þetta það sem Guðmundur
hafði séð fyrir sér að loknu
kennaranámi? „Eg hef aldrei
einblínt á kennslu sem framtíð-
arstarf þótt ég hafi valið þetta
nám. Þetta er góð almenn mennt-
un og nýtist við margt. Loka-
verkefnið mitt fjallar t.d. um
stjórnun og heimfærist beint upp
á stjómun Egilsbúðar ef því er
að skipta. Þetta er mjög spenn-
andi verkefni og mér finnst þetta
ákveðin draumastaða, enda mjög
á mínu áhugasviði.“
Tilhlökkunarefni
að koma aftur
Birgir hefur verið matreiðslu-
meistari á Mótel Venus í Borgar-
nesi frá því að hann fór frá Nes-
kaupstað en líst mjög vel á að
snúa aftur þótt dvölin syðra hafi
ekki verið löng. „Mér líkaði
mjög vel að búa í Neskaupstað
og nú þegar spennandi starf er í
deiglunni þá er bara tilhlökkun-
arefni að koma aftur“ segir Birg-
ir sem er ættaður frá Eskifirði.
Dvölin í Borgamesi hefur þó
verið ágæt, að hans sögn, en
rætumar liggja fyrir austan.
Aðalfundur
Björgunarsvcitar SVFÍ í
Neskaupstað vcrður haldinn
sunnudaginn 16. mars n.k.
kl. 20.00,
að Ncsi, húsi fclagsins
Dagskrá:
Vcnjulcg aðalfundarstörf
Önnur mál
Fclagar Ijölmennið
Stjórnin