Austurland - 13.03.1997, Síða 5
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997
5
Minning
Látirni er í Esbjerg í Dan-
rnörku Henning Rasmussen,
sem þar var borgarstjóri urn
fimmtán ára skeið, frá 1964-
1979. Henning var áhugamaður
utn norrænt samstarf og vina-
bæjartengsl og í borgarstjómar-
tið hans var tekið upp vina-
bæjarsamstarf milli Esbjerg og
Neskaupstaðar. Hann kom
hingað tvívegis á þessurn árum
ásamt Ebbu konu sinni og þau
eignuðust hér kunningja og
vini. Allir sem kynntust Henn-
ing Rasmussen hrifust af mann-
inum. Hann hafði afar sterka
útgeislun og sameinaði mikla
hlýju og virðuleika. Hugur hans
til Neskaupstaðar kom vel í ljós
eftir snjóflóðin 1974, en hann
átti stóran þátt i að vinabæimir
færðu okkur snjóbíl að gjöf.
Heiming Rasmunssen fædd-
ist i Viborg á Jótlandi árið
1926. Hann lauk hagfræðinámi'
l'rá háskólanum í Arósum og
var þá þegar orðinn mjög virkur
í ungliöahreyfingu danskra
sósíaldemókrata. Hann fluttist
til Esbjerg 1956 sem kennari
við Esbjerg Hojskole og var
kjörinn i borgarstjórn 1958.
Hann hætti setu þar eftir eitt ár
vegna starfa í Kaupmannahöfn
og 1960 var hann kjörinn á
þing. Aftur lá svo leiðin til Es-
bjerg og inn í borgarstjómina
og árið 1964 tekur hann við
starfi borgarstjóra. Næstu
finnntán árin em enn í dag talin
mestu uppgangsár Esbjerg. Þá
reis íjöldi bygginga, sem í dag
setja mikinn svip á bæinn og
Esbjerg varð ótvírætt forystuafl
á Vestur-Jótlandi og fimmti
stærsti bær landsins.
Árið 1979 bað Anker Jörgen-
sen, sem þá var að mynda ríkis-
stjórn, Henning um að koma til
liðs við sig. Hann gegndi því
kalli og varð innanríkis- og
dómsmálaráðherra Danmerkur
næstu þrjú ár og sat svo áffam á
þingi til 1994. Síðustu tvö árin
sem forseti danska þjóðþings-
ins, sem þykir mesta virðingar-
staða þar í landi. Hann var um
alllangt skeið formaður dönsku
sveitarstjórnarsamtakanna og
starfaði í bindindishreyftng-
unni. All staðar ávann hann sér
virðingu fyrir störf sín og hefur
fengið þau eftirmæli, sem sjald-
gæf em um stjórnmálamann, að
hvergi beri skugga á hans feril.
Henning Rasmunssen naut
því miður ekki langs ævikvölds
og átti við hörð veikindi að
stríða síðustu tvö árin. Ég veit,
að hans er sárt saknað í Esbjerg
þar sem hann á vísan stað í sögu
bæjarins.
Við sem kynntumst honutn í
gegnum vinabæjasamstarfið
kveðjum hann með þökk og
virðingu og sendum Ebbu,
börnum þeirra tveimur og
bamabömum innilegar samúð-
arkveðjur.
Kristinn V. Jóhannsson
Erunn að tgka upp
fallegan eumarfatnað
og
Stills
í Dgnmörku.
frá SAND
WICH
Ljósai- dra;4it
og fleita
Verslunin Kristal
Hafnarbraut 3 - Neskaupstað
M 477 1850
Frá Sundlaug
Neskaupstaðar
Opnunartími sundlaugarinnar
fyrst um sinn:
Mánudaqa tH föstudaqa frá
kl. 7.00-10.00 og 17.00-20.00
Lauqardaqa frá kl. 10.00-18.00
Sunnudaga frá kl. 10.00-14.00
Gufubað konur mánudaga-
miðvikudaga og laugardaga
Gufubað karlar sunnudaga-
þriðjudaga og fimmtudaga
Forstöðumaður
Fermingar
Vinsælu sérmerktu
fermingapennastatífin
kosta 4.400,- til ykkar
komin.
Einnig ýmis önnur
gjafavara úr steini.
720 Borgarfiröi eystri
sími 472 9977 ■ tax 472-9877
Takið eftir
Kynning á hinni
frábæru
Clean Trend,
umhverfisvænu
hreingerningalínunni
veður í blómabúðinni
Laufskálanum,
Neskaupstað, í dag
finuntudag 13. mars
1997 frákl. 16.00-
18.00. Lauflétt
hreingerning.
Komið - Skoðið.
Allir Velkomnir.
Miglena best
Árshátíð Blaksambandsins
var haldin um síðustu helgi. Þar
var Miglena Apostalova Þrótti
valin besti leikmaðurinn í 1.
deild kvenna. Valið fer þannig
fram að liðin tilnefna bestu og
efnilegustu leikmennina en liðin
mega ekki velja leikmcnn úr
eigin liði.
Óhætt er að segja að Norð-
firðingar geti verið stoltir af
blökurunum sínum því í heildina
fengu 9 blakarar tilnefningu.
Þeir sem fengu tilnefningu
sem bestu leikmennirnir í 1.
deild karla voru , Entil Gunnars-
son og Apostol Apostolev, cfni-
legasti leikmaðurinn í fyrstu
deild karla Brynjar Pétursson, í
1. deild kvenna fcngu tilncfn-
ingar sem bestar, Petrún Bj.
Jónsdóttir, Svetlana Morochina,
Unnur Ása Atladóttir og Migl-
ena Apostolova, sent cins og
áður sagði var svo valin bcsti
leikmaðurinn og Guðrún .lóns-
dóttir og Hjálmdís Zöcga fcngu
tilnefnignu sem efnilegustu lcik-
mennirnir í 1. deild kvenna.
Blak
Þróttur R. og ÍS tryggðu sér
um helgina deildarmeistara-
titlana í blaki. Karlaliöið okkar
tapaði báðum leikjum sínum 0-3
gegn Þrótti R. og ÍS og tóku
báðir leikimir aðeins 104 mín-
útur. Leikurinn við ÍS fór 15-2,
17-16 og 15-0 og leikurinn við
Þrótt R. 15-7, 15-6 og 15-13.
Liðið hafnaði í öðru sæti með 34
stig en Þróttur R. varð deildar-
meistari sem áður sagði með 42
stig.
Þróttur vann Víking í kvenna-
flokki 2-3 og tók leikurinn 106
mínútur. Fimrn hrinur þurfti til
að fá fram úrslit en lokatölur
urðu 15-12, 8-15, 15-10, 13-15
og 11-15. Liðið tapaði svo fyrir
IS á sunnudaginn 0-3 og fóru
hrinumar 15-7, 15-10 og 15-10.
IS varð þar með deildanneistari
en Þróttur N. í öðru sæti.
Ekki er hægt að segja annað
en úrslit þessara leikja hafi verið
vonbrigði, en á það verður aö
líta að vegna ófæröar flugleiðis
var farið með rútu suður og má
segja að bæði liöin hafi komiö
beint í leiki laugardagsins cftir
15 tíma akstur. Það er hins vcgar
spurning hvort metnaður for-
ráðamanna blaksins að koma
ekki of seint í lciki hafi þarna
ekki gengið of langt. Þessunt
leikjum átti auðvitað aó fresta
eins og t.d. leikjunum í hand-
boltanum og körfuboltanum,
Sem frestað var vegna sam-
gönguerfiðleika. Þaó þarf cng-
inn að efast um að þreyta hefur
setið í leikmönnum eftir svona
langt rútuferóalag og það cr án
efa ein ástæða ófaranna.
En þrátt fyrir allt má vel vió
una að hafna í öðm sæti, úr-
slitakeppnin er eftir og úrslita-
leikurinn í bikarkeppni kvenna
verður á laugardaginn. Hann
verður leikinn í íþróttahúsinu á
Seltjarnarnesi og hefst eftir því
sem best er vitað kl. 12.30 og
verður sjónvarpað beint.
Aðalfundur
Félags eldri borgara í Neskaupstað
verður haldinn sunnudaginn 16. mars kl. 16.00
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3. Kaffiveitingar
Félagar eru hvattir til að mæta
Ath. Allir 60 ára og eldri eru velkomnir í
félagið. Stjórnin