Austurland - 13.03.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997
7
HVAÐ ER ÍSLENSKT DAGSVERK?
ísicnskt dagsverk ‘97 er söfn-
unar- og uppfræðsluverkefni á
vegum námsmannahreyfinga á
Íslandi. I'eir sem að verkinu
standa eru: Félag framhalds-
skólanemenda, Iðnnemasamband
íslands, Stúdentaráð Háskóla ís-
lands og Bandalag íslenskra sér-
skólanema, eða um 30.000
námsmenn.
Verkefnið er í raun grein af
meiði verkefnis sem á sér langa
sögu á öðrum Norðurlöndum þar
sem það hefur verið umiið undir
heitinu Nordisk Operation Dags-
verk, eða Norrænt dagsverk.
íslenskir nemendur hafa tvívegis
tekið þátt i verkefninu. Það var
árið 1985 og 1991 þegar öll
Norðurlöndin unnu saman að
því að gera dagsverkefni er
helgað' var börnum og
ungmennum fátækra landa t.d.
Brasilíu. Það verkefni skilaði
mjög góðunt árangri.
I ár tilcinkum við dagsverk
okkar börnum og ungmennum á
Indlandi sem eiga við mikla
tátækt og erfiðleika að stríða.
Peningarnir sem safnast af ís-
lcnsku Dagsverki eiga að notast
til að stuðla að bættum mennt-
unarmöguleikum indverskra ung-
mcnna.
Fimmtudaginn 13. mars yfir-
gcfur fjöldi íslenskra náms-
manna skólastofur sínar þ.á.m.
nemendur Vcrkmenntaskóla
Austurlands og gefa dagsverk í
þágu ungs t'ólks á Indlandi. Og
eins og áður sagöi fara allir þcir
peningar sem fást fyrir hin ís-
lensku dagverk í að leggja grunn
að framtíð stéttlausra jafnaldra
okkar á Indlandi.
Þessi vinnudagur fer þannig
fram að fyrirtæki bæjarins (þau
sem vilja) kaupa sér starfsmann í
hálfan dag á tæpar 2000 kr. og
mega þau virkja starfsmanninn í
hver þau störf er þeim sýnist.
Einnig er nemendum reyndar
leyft að kaupa sér frí á sama
verði umræddan dag og mega
þeir þá að sjálfsögðu haga frí-
tíma sínum að vild. Enginn
kemst upp með að skrópa í vinnu
sinni þennan dag því vel er
fylgst með öllu og séð til að hver
nemandi mæti á sinn vinnustað,
eða fái íjarvistarstig ella. Hefúr
tilskipaður hópur ungmenna úr
nemendaráði gengið um síðustu
daga og rætt við flest fyrirtæki
bæjarins og boðið þeim að kaupa
sér einn eða fleiri starfsmenn.
Svo er öllum nemendunum rað-
að niður á vinnustaði og eiga
þeir vafalaust eftir að standa sig
með mikilli prýði.
Kannski halda sumir að nú
séu framhaldsskólanemar að
snapa sér frí en það er nú ckki
alls kostar rétt. Þeir sem fara
ekki út að vinna verða að mæta í
skólann, og ef þeir gera það ekki
fá þeir fjarvistarstig fyrir alla þá
tíma sem þeir slepptu.
Menntunarmöguleikar ung-
menna á Indlandi eru sáralitlir
vegna fátæktar og viljum við
leggja okkar að mörkum við að
bæta skilyrði indverskra ung-
menna til menntunar. Til dæmis
um vel heppnað dagsverk má
taka það er íslenskir nemendur
tóku þátt í dagsverkinu Norræna
árið 1991. Þá söfnuðust 4,3
milljónir króna, sem nýst hafa til
þess að bæta hag tæplega íjögur-
þúsund brasilírskra ungmenna.
Upphaflega stóðu vonir til þess
að unnt yrði að aðstoða um tvö-
þúsund ungmenni svo að verk-
efnið skilaði mun betri árangri
en ráð var fyrir gert.
Vonumst við til að ná jafnvel
betri árangri í þetta skiptið og
látum nú hendur standa fram úr
ermum og söfnum handa jafn-
ingjunt okkar á Indlandi.
OKKARFRAMLAG
SKIPTIR MÁLI!!!
F.h. nemenda Verkmennta-
skóla Austurlands.
Ólafía Zoéga.
Hótel Egilsbúð fær viður-
kenningu fyrir GÁMES
INESKAUPSTAÐURI
er fyrsta matvælafyrirtækiö á
Austurlandi sem fær viðurkcnn-
ingu heilbrigöiseftirlits fyrir
uppsetningu og virkni GAMES-
kerfis. GAMES er skammstöfun
fyrir greining áhættuþátta og
ntikilvægra cftirlitsstaða og er
kerfi fyrir innra gæðaeftirlit í
matvælafyrirtækjum. Markmið
GÁMES cr að tryggja öryggi
matvæla.
í samtali við stjórnendur
Hótels Egilsbúðar kom fram að
þeim hafi ekki litist á kröfu
heilbrigðisyfirvalda í fyrstu og
að vissulega hafi talsverð vinna
farið i að setja kcrfið upp. Nú
þegar reynsla er komin á kerfið
og skráningar allar orðnar þjálli
þá sé þetta lítið mál. I raun er
GÁMES-kerfið tæki sem gerir
starfsfólk meðvitaðra um ábyrgð
sína og eykur því metnað í starfi.
Hcr fara því augljóslega saman
hagsmunir týrirtækis og viðskipta-
vina.
Öllum matvælafyrirtækjum í
landinu ber a.m.k. að taka svo-
kölluð fyrstu fimrn skref í innra
eftirliti og stærri fyrirtækin eiga
að setja upp GÁMES-kerfi. Mörg
fyrirtæki eru langt komin með
þessa vinnu og vonandi verður
innan skamms hægt að sjá skjöl
þessu til staðfestingar hjá sem
flestum fyrirtækjum.
I’i'ill Sigurjónsson frumk\’œmdastjóri Egilsbúðar og matreiðslu-
mennirnir Diuna Fjölnisdóttir og Jónþór Gunnarsson.
Ljósm. Pjesta.
Hátt í 200 manns notfærðu
sér kennslu í skíðagöngu
ODDSSKARÐ
__________ Hátt í 200 manns
notfærðu sér kcnnslu Skíöa-
sambands íslands í skíðagöngu á
skíðasvæðinu í Oddsskarði sunnu-
daginn 2. mars. Lciðbcinandi var
Óskar Jakobsson og honum til
aðstoðar Hjálmar Jóelsson á
Egilsstöðum. Þátttakendur voru
á öllum aldri en þcir eldri þó
fjölmennari en yngra fólkið. Þessi
kennsla var liöur I ferö SKÍ um
landið til aö kynna skíöagönguna.
Stofnfundur áhugasamtaka um
verndun hálendis Austurlands
AUSTURLAND
Næstkomandi
sunnudag mun áhugahópur um
verndun hálendis Austurlands
halda stofnfund þar stofnuð
verða formleg samtök um þessi
mál. Fundurinn verður haldinn í
Golfskálanum að Ekkjufelli og
hefst kl. 15.00. Um tveggja ára
skeið hefur hópur áhugafólks
um vemdun hálendisins verið
starfandi með óformlegum hætti,
en nú er sem sagt ætlunin að
stofna formleg samtök. Megin-
markmið hinna nýju samtaka
verður að vinna gegn öllu því
sem spillt getur viðkvæmri nátt-
úru svæðisins og að sporna gegn
einhliða áróðri varóandi virkj-
anaáætlanir á Austurlandi. Verð-
ur þetta m.a. gert meó því aó
halda ráðstefnur og gefa út
kynningarefni. Það er orðið
tímabært að grasrótarsamtök láti
í sér heyra og komi á framfæri
skoðunum sínum varöandi þessi
mál. Þetta er ekki síst brýnt núna
í ljósi síðustu frétta af virkjana-
málum hér austanlands, en ný-
lega hafa birst fréttir um áætlanir
um breytingar á Fljótsdalsvirkj-
un og fyrirhuguöu Eyjabakka-
lóni. Undirbúningsnefnd stofn-
fundarins hvetur alla, sem láta
sig náttúru Austurlands varöa, til
aó mæta á fundinn.
Alli ríki og Finnbogi
á vinsældarlistanum
AUSTURLAND
Tvö austíirsk fyrir-
tæki Harðfrystihús Eskifjaröar
og Síldarvinnslan hf. eru á lista
Frjálsrar verslunar yfir vinsæl-
ustu fyrirtækin 1997. Þessi
fyrirtæki eru í 27.-35. sæti list-
ans og hafa ekki veriö á slíkum
lista f'yrr en njóta nú samkvæmt
þessari könnun söniu vinsælda
og t.d. flugfclagið Atlanta,
Ingvar Helgason og íslandsflug,
svo einhver séu nefnd.
Ný fjármálaþjóniista fyrir aldraða
NESKAUPSTAÐUR
lýsti Landabanki íslands úti-
búið í Neskaupstað nýja þjón-
ustu til handa íbúum Breiða-
bliks, íbúða aldraðra, og sjúkl-
inga á Fjórðungssjúkrahúsinu
í Neskaupstað. Þjónustan felst
í því að allir þeir sem búa á
Breiðabliki og dvelja á FSN
og eru í viðskiptum við Lands-
banka íslands geta hringt í
bankann og fengið senda heim
peninga, sem þeir þurfa að
taka út úr bankanum eða eru
að fá senda til sín heiman frá,
auk þess sem önnur þjónusta
verður veitt eftir því sem við
veróur komið.
Sama þjónusta stendur öðr-
um elli- og örorkulífeyrisþeg-
um til boða.
Hjörvar Jensson útibús-
stjóri sagði að með þessu væri
verið að bregðast við þörf. Það
hefðu verið nokkur brögð að
því að einstaklingar föluðust
eftir heimsendingarþjónustu
og því vcrið ákveðið að bjóða
hana öllunt sem af einhverjum
ástæðum, eiga ekki hægt um
vik að koma í útibúið.