Austurland


Austurland - 02.07.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 02.07.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. JULI 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Utgcfandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Kitnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjöm Sigurðsson (ábm) S 4771383og8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson S 477 1066 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður ffi 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prcntun: Nesprent hf. Keikó Háhymingurinn Keikó og flutningur hans til Islands hefur verið eitt helsta umræðuefni þjóðarinnar upp á síðkastið. Mál þetta er hið óvenjulegasta og reyndar er það með ólíkindum að þessi hæfileikaríki hvalur skuli sendur yfir hálfan hnöttinn til endurhæfingar, en tilgangurinn er sá að hann verðir fær til að lifa á ný í sínu náttúrulega umhverfi. Athyglin í kringum þessa aðgerð virðist einnig vera hreint ótrúleg en í því sambandi verður að hafa í huga að Keikó er kvikmyndastjarna og skákar þar margri Hollywoodstjörnunni af tegundinni maður. Öllum austfirðingum er kunnugt um að það eru Eskfirðingar sem höfðu frumkvæði að því að bjóða Keikó vist á Islandi. Þegar á árinu 1993 hófu þeir að bjóða Eskifjörð sem dvalarstað fyrir háhyming og fljótlega beindist athygli þeirra að Keikó, enda höfðu þá hin svonefndu bandarísku Keikósamtök lýst þeim vilja sínum að stuðla að frelsun háhymingsins og gefa honum tækifæri til að eyða ævikvöldinu á heimaslóðum eða þar sem hann var fangaður árið 1979. Já, Keikó er Islendingur að uppruna en tvennum sögum fer af því hvar hann náðist við strendur landsins. Oftast hefur verið rætt um að hann hafi verið fangaður við Austfirði en nú síðustu vikur er farið að ræða um að hann hafi náðst austur af Vestmannaeyjum! Lengi vel leit út fyrir að ef Keikó kæmi til Islands myndi heimili hans verða á Eskifirði, enda höfðu Eskfirðingar unnið markvisst að móttöku hans í nánu samráði við Keikósamtökin. Síðustu mánuðina fyrir endanlega ákvörðun um staðsetningu hvalsins á landinu hófst hins vegar umræða um fleiri mögulega staði til búsetu fyrir Keikó. Vestmannaeyjar urðu skyndilega áberandi í umræðunni og Reykvíkingar buðu fram vík eina í Hvalfirði sem þeir álitu heppilega fyrir háhyrning. Þegar þarna var komið sögu virtust menn vera famir að átta sig á því að flutningur Keikós til landsins var ekkert grín heldur fúlasta alvara og ýmsir voru farnir að velta fyrir sér hvaða þýðingu það gæti haft að fá þessa stórskornu kvikmyndastjömu til sín. Nú vita allir um niðurstöðuna hvað staðsetningu Keikós áhræri. Keikó fer til Vestmannaeyja og það vom bandarísku Keikósamtökin ein og sér sem tóku ákvörðun um staðarvalið ef marka má orð hins íslenska umboðsmanns samtakanna. Margir hafa velt þessari staðarvalsákvörðun fyrir sér og þeir em ófáir staðkunnugir sem álíta ákvörðunina afar hæpna og beinlínis ranga. Aðstæður fyrir hvalinn í næsta nágrenni Vestmannaeyjahafnar séu dýrinu óhagstæðar m.a. vegna nálægðar mikillar skipaumferðar, mengunar og af veðurfarsástæðum. Meira að segja hefur Náttúrufræðistofnun Islands lýst því yflr að sú niðurstaða að staðsetja Keikó í Klettsvík við Vestmannaeyjahöfn sé vægast sagt afar varasöm. En þrátt fyrir aðvömnarorð standa keikósamtökin og umboðsmaður þeirra keik og lýsa því yfir að ákvörðun um staðsetningu dýrsins verði ekki breitt. Umræður um staðsetninguna hafa vissulega leitt til þess að margir álíta að það hafi ekki verið umhyggja fyrir velferð hvalsins sem réði staðarvalinu heldur einhver allt önnur sjónarmið. I allri umræðunni um komu Keikós til landsins var lögð á það áhersla að hvalurinn ætti ekki að kosta íslendinga neitt. Eskfírðingar gátu bent á frábærar aðstæður fyrir dýrið innan við Mjóeyri og þar þurfti nánast ekkert að gera til að taka á móti kvínni sem hvalurinn skyldi dvelja í. Þar var einnig skjólgott, skipaumferð yrði í allmikilli fjarlægð og mengun í flrðinum langt innan tilsettra marka. En hvað gerist svo þegar hvalnum hefur verið ákveðinn staður í Eyjum? Þá þarf að dýpka í Klettsvík fyrir einhverjar milljónir króna og eins er farið að ræða um að styrkja flugbrautina fyrir litlar 50 milljónir. Hvað er á seyði? Er nokkur furða þó margir velti því fyrir sér á hvaða forsendum hinir bandarísku Keikóvinir tóku sína ákvörðun. Framkoma hinna bandarísku Keikósamtaka gagnvart Eskfirðingum eftir að ákvörðun um staðsetningu hvalsins var tekin hefur einnig verið dæmalaus. Eskfirðingar hafa ekki fengið neinar upplýsingar um hvað réði ákvörðuninni um staðarval umfram það sem heyrst hefur í fjölmiðlum. Ekkert formlegt bréf hefur borist og Keikósamtökin hafa ekki einu sinni þakkað samskiptin á liðnum árum. Það virðist gleymt að í reyndinni voru það Eskfirðingar sem lengi vel héldu Keikómálinu vakandi hér á landi og ráðstöfuðu til þess ærnum tíma og fjármunum. Staðreyndin er sú að kynni af margumræddum Keikósamtökum eru ekki til þess fallin að vekja á þeim traust og því gætu margir spurt af gefnu tilefni; Er Keikó í góðum höndum? S.G. Sundíþróttln í fullum blóma Eins og fram kom í síðasta tbl. Austurlands er sundstarf í Nes- kaupstað komið á fullan skrið. Um helgna fór 17 manna hópur frá UIA á sundmót AMÍ (aldurs- flokka meistaramót Islands) en þar af voru sex sundmenn frá Neskaupstað. Að sögn Inga Þórs Ágústs- sonar, sundþjálfara í Neskaup- stað, stóðu krakamir sig vonum framar og varð lið UIA í 10 sæti af 22 liðum. Þetta er mjög góður árangur, sérstaklega í ljósi þess að æfingar fyrir mótið stóðu að- eins í þrjár til sex vikur meðan Framkvæmdastjóri SSA Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veita: BJ. Hafþór Guðmundsson s. 475 8966 eða Broddi B. Bjarnason, s. 471 1516. Umsóknir merktar: „Skrifstofa SSA, Skólabraut 10, 755 Stöðvarfjörður" póstleggist eigi síðar en 14. júlí 1998. Stjórn SSA CýGéýémi m B9i Byrg eigi bjarta lind sálar þinnar meó þymum og illgresi hégóm- mm mmm legra og hóflausra langana og tálma eigi rennsli hins lifandi vatns sem streymirfrá uppsprettu hjarta þíns. Opió húts aó Þiljuvöllum 29 öll mánudagskvöld ■§■ önnur lið höfðu mörg æft allt árið. Besta árangri liðsins náði Pétur Haukur Jóhannesson frá Leikni á Fáskrúðsfirði í 100 m. bringusundi sveina en þar hafn- aði hann í fjórða sæti. Sundæfingar fyrir krakka á aldrinum 7 - 10 ára munu hefjast í næstu viku í Neskaupstað. Fyrsta æfing mun hefjast næsta mánudag. Allir krakkar á þess- um aldri sem áhuga hafa á að æfa sundíþróttina eru hvattir til að mæta. Æfingar munu verða fjórum sinnum í viku. "Það er ljóst að sundíþróttin á mikla framtíð fyrir sér á Aust- fjörðum, ef vel er haldið á spöð- unum í framtíðinni, en til þess að það megi verða, þarf að leggja meiri rækt við hana heldur en gert hefur verið” sagði Ingi Þór að lokum. Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskiflörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Víggó p V öruf lutningar (D477 1190 Auftfiróingur vikunnar Fullt nafn? Bjarni Freyr Ágústsson .. > .. ■ . n ,„„o J j a er annar umsjonarmaður Neistaflugs 1998 Fæðingardagur? 24júní 1973 Fæðingarstaður? Neskaupstaður Heimili? Sæbakki 12 Núverandi starf? Framkvæmdarstjóri Neistaflugs Fjölskylduhagir? Alveg ólofaður Uppáhaldsmatur? Rauðvínslegið lambalæri Versti matur? Saltfiskur Helsti kostur? Einstaklega morgunhress og árrisull! Helsti ókostur? Stundvísi Uppáhalds útivistarstaður? Gönguleiðin frá útidyrunum í bílinn minn Hvert langar þig mest að fara? Bandaríkjanna Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Norðfjörður Áhugamál? Tónlist og fótbolti Uppáhalds tónlistarmaður? Freddie Mercury og Winton Marsalis Uppáhalds íþróttafélag? BN ’96 Hvað metur þú mest í fari annarra? Létta lund Skemmtilegasta sem þú gerir? Spila góða tónlist Leiðinlegasta sem þú gerir? Vakna mjög snemma á morgnanna Minnisstæðasta frá liðnum vetri? Vistin á sambýlinu að Skaftahlfð 12 & innganga í Stórsveit Reykjavíkur

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.