Austurland


Austurland - 02.07.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 02.07.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. JULI 1998 Var tekið opnum örmum Segir Ethelwyn Worden, tónlistarkennari á Seyðisfirði Síðasta vetur hefur bandarísk kona að nafni Ethelwyn Worden kennt við tónlistarskólann á Seyðisfirði. Hún er í daglegu tali köll- uð Muffog er hún orðinn hluti af menningarlífi Seyðfirðinga. Það er merkilegt að svo menntuð og reynd tónlistarkona skuli leggja leið sína til Austurlands og sérstaklega er það mikill fengur fyrir seyðfirskt tónlistarlíf. Blaðamaður Austurlands tók Muff tali þar sem hún var á lokaœfingu fyrir fyrsta kvöld Djasshátíðar á Egilsstöðum. Hvaðan ert þú? „Ég kem frá Maine-fylki í Bandaríkjunum, frá bæ sem heit- ir Camden, sem er lítill hafnar- bær við Atlantshafið." Segðu okkur stuttlega frá menntun þinni og staifsferli. „Ég hóf háskólanám í frönsku og íþróttum, en náði svo sönsum og skipti yfir í tónlist og tók próf í söng eftir þriggja ára nám í Philadelphia. Svo fór ég í framhaldsnám í tónlistarsögu og sérhæfði mig í miðaldartónlist og tónlist frá endurreisnartímabilinu. Samhliða framhaldsnáminu kenndi ég söng og tónlistarsögu við háskóla í Delaware og þar kenndi ég í tólf ár. Á þessum árum var ég líka á kafi í tónlistarstarfi og var meðal annars með hópi sem söng miðaldartónlist og dansaði. Ég vann líka sem einsöngvari, m.a. í „Messíasi“ og einnig í leikhúsi þar sem ég lærði lýsingu og hljóðstjórn. Svo flutti ég til Boston þar sem ég söng með Handel og Hydin hópnum sem er atvinnutónlistarhópur sem flytur Barrokk tónlist. Ég vann einnig sem einsöngvari hér og þar og vann einnig í leikhúsum. Árið 1984 varð ég svo forstjóri kirkjusamtaka skammt frá Bost- on þar sem samtökin hafa aðal- stöðvar sínar. Á þeim tíma fór ég svo að rannsaka uppruna minn, en ég á rætur að rekja til Skot- lands. Mér fannst ég hinsvegar ekki geta skilið þessa arfleifð mína án þess að setja hana í sam- hengi við eitthvað sem ég þekkti, sem er tónlistin. Því fór ég að kynna mér skoska tónlist og svo upp úr því söguna, klæðaburð fólks og menningu og þetta varð eins og snjóbolti sem stækkar sífellt. Ég fór svo að flytja þessa tónlist opinberlega. Svo fór ég að kenna eldri borgurum á tónlistarnámskeiðum og kenndi ég þá annaðhvort breska og skoska tónlist eða tónlistarsögu. Námskeiðin em vikulöng og hef ég kennt á slíkum námskeiðum um öll Bandaríkin og þetta hef ég stundað fram á þennan dag og haft mikla ánægju af. Ég hef hins- vegar síðustu árin ekki verið að vinna fulla vinnu í tónlist. Ég hef verið að reyna að fá stöðu sem háskólakennari, en það er ekkert um lausar stöður því þeir sem fyrir era í greininni halda dauða- haldi í störf sín. Það er alltaf ver- ið að fækka störfum við tónlist- arkennslu, því tónlistin er yfir- leitt það fyrsta sem skorið er nið- ur í. Ég hef hins vegar unnið við ýmiskonar kennslu í Maine, ég hef unnið með þjóðlagahópum, kórum, kennt söng og unnið sem einsöngvari annað slagið." En hvað er Muff að gera á lslandi? „Ég þekkti landið af afspurn vegna hinnar sérstöku jarðfræði þess og ég hef heyrt mikið af sögum af Islandi. Um 1987 kom svo vinkona mín frá Delawere hingað og vann við fornleifaupp- gröft nálægt Reykjavík og hún varð ástfangin af landinu. Hún fékk starf á Seyðisfirði og flutti þangað. Hún fór svo að reyna að fá mig til að koma til Islands og hún sagði mér að ég myndi örugglega elska að búa hér. Ég lét svo loks til leiðast. Ég hef nú verið hér í eitt ár og hef verið að leysa af kenn- ara hér við tónlistarskól- ann sem er í fríi. Hún kem- ur aftur haust og tek- ur við starfi sínu og því er ég þessa dag- ana að reyna að finna mér eitthvað ann- að að gera. Ég vil vera hér áfram til að skoða landið og læra málið. Það hjálpar mér við rannsóknir mínar á skoskri þjóðmenningu að tala íslensku því fornir textar þaðan eru svipaðir íslensku. “ Hvað finnst þér um Islendinga ? „Ég myndi ekki vera hér ef mér líkaði ekki vel við þá. Fólk á Seyðisfirði tók mér með opnum örmum og tóku mig inn í samfé- lagið á skömmum tíma og ég hef eignast marga vini. Annað fólk sem ég hef kynnst hefur einnig verið afar vingjarnlegt. Þetta hefur verið gott ár til að eignast góða vini.“ Hvernig gengur þér að lœra íslensku ? „Það gengur frekar hægt. Skilningurinn er að koma, en ég tala hægt og málfræðin hefur reynst mér erfið. Mér gengur illa með sagnir og stundum opna ég munninn til að segja eitthvað og kemst svo að því að mig skortir réttu orðin en ég held að það sé nú dæmigert fyrir útlendinga. Það hefur alveg bjargað mér hvað Islendingar tala góða ensku. Þeir tala íslensku þar til þeir sjá að ég skil ekki og þá skipta þeir yfir í ensku.“ Hvers virðis heldur þú að tónlist sé fyrir íbúa smábœja eins og á Austurlandi? virði. Bömin vilja gjaman læra tónlist því henni fylgir félags- skapur og hún er ólík öðru námi. Tónlist er stór hluti af menning- unni og það sést best á því að hér eru tónlistarskólar í öllum bæj- um. Þetta höfum við ekki í Bandaríkjunum en þar þarf fólk víða að fara margra mílna leið til að fara til tónlistarkennara. Tón- list stendur hér afar föstum fót- um og hún fær öruggar fjárveit- ingar. I Bandaríkjunum er tón- listin yfirleitt það fyrsta sem er skorið niður á meðan íþróttir og aðrar greinar halda sínu.“ Austurland þakkar Muff kærlega fyrir spjallið og vonar að við fáum að njóta krafta hennar áfram. tÞökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur minnar og móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu Bjargeyjar H. Guðjónsdóttur f.h. aðstandenda Sigurbjörg Bjarnadóttir ÞRASAÐ VIÐ ÞOKUNA við sem erum hamingju- samasta þjóð í heimi eins og sannað hefur verið með vísindalegum ranns- óknum og kunngert allri heimsbyggðinni í fjöl- miðlum. Vitanlega dettur engum neitt ljótt í hug þegar talið berst að þjóðskörungum vorum og stórmennum. Þessari skoðun minni til staðfesting- ar læt ég koma héma á prent vísu sem ég setti saman þann 17. júní s.l. og nefni ég hana Þjóð- hátíðarljóð 1998 Ánægð þjóð við Austurvöll Andaktarfull syngur og lands vors mesta lukkutröll leikur við kvum sinn fíngur Að sjálfsögðu er þetta heldur illa gerð vísa, nema sá hluti hennar sem er stolinn eins og allir sjá. Að svo mæltu læt ég útrætt um landsfeður vora og stórmenni að sinni en legg engu að síður til að á góðum stað í berginu við Klettsvíkina í Vestmannaeyjum verði komið fyrir snotm og þægilegu rimlabúri til afnota fyrir hvem þann alþingismann sem gaman hefur af að halda á gítar og kynni þar að auki að finna hjá sér hvöt til að spila og syngja fyrir Keikó á hátíðum og tyllidögum þessari heimsfrægu hvalpersónu til sáluhjálpar. S.Ó.P. Því miður er mér svo illa í skinn komið andlega að mér hefur ekki tekist að koma mér upp nokkurri minnstu vitundarögn af beskyni á tölvutækni. Því er það að þegar ég reyni að festa á blað nokkur orð um einhverja af þeim grillum, sem ég fæ í kollinn, hjakka ég þau á ritvélargarm af fingraleikni eigi fram úr hófi. Þessi fákænska mín veldur því að blessað fólkið sem vinnur við þau blöð, sem ég sendi samanbarning minn, fær einatt í hendur heldur en ekki ótjálgurlega útlítandi ritsmíðar, útbíaðar með allskyns krumsprangi sem ég tel vera leiðréttingar og gott ef ekki betrumbætur. Er af þessum sökum ekki að undra þótt eitt og eitt orð brenglist í meðförum. Því festi ég þessar harmatölur á blað að í síðasta þokuþrasi mínu breytti eitt orð ögn um út- lit en þó enn meira um merkingu. Þarna ætlaði ég að minnast á Sérajóna í Undraheimum stjórnmála vorra, fjármála og athafnalífs; hafði í huga bókar- titilinn Undraheimur dýranna og ljóðið hans Gröndals karlsins, sem hefst á þessum orðum: „Um undrageim í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðar glaurn," Því miður urðu undraheimamir að undirheim- um og er ég svo sem ekkert hissa á því að svona tókst til. Undirheimar: Hamingjan góða. Hverjum dettur í hug í alvöru að svoleiðis heimar séu til í íslenskum stjórnmálum ellegar fésýsluvafstri? Og Næturvarsla Hótel Nes öskar eftir að ráða starfsmann við næturvörslu ijúlí og ágúst. \xrci staífið veitir Guðmundui1 síma 45TTJS »3®« SunumAátei 'IleiAaujnfai ,Eg held að hún sé afar mikils Muff (t.v.)er ein þeirra sem syngur í Arnís Kisu- lórunum sem rneðal annars tróðu upp á Djass- hátíð Egilsstaða um helgina. Með Itenni á mynd- inni er Margrét Lára Þórarinsdóttir. Ljósm. as

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.