Austurland


Austurland - 10.09.1998, Side 1

Austurland - 10.09.1998, Side 1
Boðið upp á nám við fióra háskóla á Jón með túnfísk Síðastliðinn mánudag land- aði Jón Sigurðsson túnfiski á Eskifirði. Fiskurinn, sem reyndist 250 kg. að þyngd, var sendur á markað til Reykjavíkur þar sem 288 kr. fengust fyrir kflóið. Um leið landaði Jón tæplega 900 tonnum af kolnruna. Bygging hjúkrunar- heimilis gengur vel Bygging hjúkrunarheimilis á Fáskrúðsfirði gengur sam- kvæmt áætlun, en stefnt er á að taka það í notkun á miðju næsta ári. Þrjú sveitarfélög standa að byggingu heimilis- ins, Stöðvarhreppur, Fáskrúðs- fjarðarhreppur og Búðar- hreppur. Hjúkrunarheimilið mun leysa úr mjög brýnni þörf, en fram að þessu hefur verið nauðsynlegt að senda aldraða frá sveitarfélögunum þremur sem standa að því og hafa þeir helst verið sendir á Seyð- isfjörð og í Neskaupstað. Drengnum haldið sofandi Drengnum sem brenndist illa á dögunum á Eskifirði er enn haldið sofandi á sjúkrahúsi í Reykjavík. Drengurinn gengst nú undir viðamiklar húð- ágræðsluaðgerðir og verður honum haldið sofandi á með- an. Reikningur til styrktar drengnum og fjölskyldu hans hefur verið stofnaður í Lands- bankanum á Eskifirði. Á laugardag skrifuðu skólastjór- ar framhaldsskólanna á Austur- landi, þau Helga Steinsson, fyrir hönd VA, Helgi Ómar Braga- son, fyrir hönd ME og Eyjólfur Guðmundsson, fyrir hönd Fram- haldsskóla A-Skaftafellssýslu undir samning við Landssíma Islands hf. um leigu á fjarfunda- búnaði til fjarkennslu. Það var Gunnar Þór Sigbjömsson sem skrifaði undir fyrir hönd Land- símans hf. Þessi búnaður mun valda byltingu í fjarnámsmöguleikum Austfirðinga og gera þeim kleift að stunda reglubundið háskóla- nám undir handleiðslu kennara. Búnaðurinn hefur þegar verið settur upp og mun kennsla hefj- ast á næstunni. Búnaðurinn er afar fullkom- inn og t.d. leitar myndavélin ávallt uppi þann sem talar í viðkomandi hópi, en það gerir öll samskipti eðlilegri. Boðið verður upp á nám við Háskóla Islands, Háskólann á Akureyri, Viðskiptaháskólann í Reykjavík og Kennaraháskóla Islands og má því segja að búnaðurinn geri búferlaflutninga vegna náms nánast óþarfa og hér er því um að ræða mikið hagsmunamál fyrir Austfirðinga. í kvöld mun Tríó Péturs Öslund halda tónleika í Egilsbúð í Nes- kaupstað. Pétur er landsmönnum að góðu kunnur, en á bítlatíma- bilinu lék hann með mörgum af frægustu hljómsveitum landsins, m.a. Hljómum og Óðmönnum. Pétur snéri sér svo alfarið að djassinum og fluttist til Svíþjóð- ar. Síðan Pétur fluttist til útlanda hefur hann skapað sér nafn sem Eskfirskir krakkar á fund Keikós Þau Anna S. Kristjánsdóttir og Hálfdán Helgi Helgason frá Eskifirði héldu af stað til Banda- ríkjanna á sunnudag þess að heimsækja háhyrninginn Keikó í Newport í Oregon áður en hann kemur til íslands, en þetta fræga sjávarspendýr er væntan- legt til Vestmannaeyja í dag. Með í för voru einnig tvö börn frá Vestmannaeyjum ásamt far- arstjórum. Börnin, sem öll eru ellefu ára gömul, fengu tækifæri til að fylgjast með Keikó síðustu dagana fyrir flutning eða allt þar til hann var settur í flugvélina sem flytur hann til Islands. Börnin heimsóttu skóla og komu á sambandi við börn í Oregon en í framhaldi af því er meiningin að fylgja sambandinu eftir með heimasíðu. einn færasti djasstrommari í heim- inum og hefur hann leikið með mörgum þekktum djasssveitum. I tríói Péturs eru þeir Clas Croona, píanóleikari og Hans Backenroth, bassaleikari. Það er mikill fengur að fá svo góða tón- listarmenn í heimsókn og er vonandi að Austfirðingar fjöl- menni á þennan einstaka tónlist- arviðburð. Trio Romance á tonleika- ferð um Austurland Trio Romance, sem skipað er flautuleikurunum Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau og píanóleikaranum Peter Máté, , mun halda þrenna tónleika á Austurlandi á sunnudag og mánudag. Guðrún, Martial og Peter hafa leikið saman um nokkurra ára skeið undir þessu nafni og hafa þau getið sér gott orð bæði hérlendis og erlendis. Tríóið mun leika í Seyðisfjarðarkirkju kl: 16.00 og í Safnaðarheimilinu í Nes- kaupstað kl: 21.00 á sunnu- dag, en í Hafnarkirkju kl: 20.30 á mánudagskvöld. LOGMENN AUSTURLANDIehf. Adolf Guðmundsson - Helgi Jensson [frá 1 .nóv) Hilmar Gunnlaugsson • Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 Egilsstaöir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn simi :470-2200 . fax.470-2201 Beikon á tilboði frá Bautabúrinu Nautagullash á tilboði frá K.E.A. Kináabjúgu á tilboði frá K.E.A, 499,- kr. kg, Pizzur frá Kjarnafceði kr, 198.- stk. Pasta Butoni skrúfur 500 gr. kr, 57,- Ariel Future tilboð 'tilboð 8 477 1301 Heimsfrægir djassarar halda tonleika í Neskaupstað

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.