Austurland


Austurland - 10.09.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 10.09.1998, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 Islenskar rollur og danskir hjolistar Nú, þegar septembermánuður telur sína fyrstu daga, hvarflar hugurinn héðan frá Danmörku til gangna og rétta á íslandi. Blessuð sauðkindin, sem ísl- endingar eiga í raun allt sitt að þakka, og er þá ekki gert lítið úr þarfasta þjóninum, er nú svipt frelsi sínu á fjalli og gefið frí á þjóðvegum landsins. Brátt geta íslenskir ökuþórar og útlenskir túristar óhræddir aukið hraðann, sem sauðkindin hefur haldið niðri yfir sumarið og sparar þannig landsmönnum stórfé í löggæslu og eftirlit með hraða- akstri sem allir vita að er aðalorsók alvarlegra umferðar- slysa og því stór útgjaldaliður í heilbrigðismálum að ótöldu öllu því manntjóni, eignatjóni og ör- kumlum sem hann veldur. Já, þessu mikilvæga hlutverki íslensku rollunnar sem þeir hjá Vegagerð ríkisins einir manna hafa áttað sig á, lýkur á haustin en hefst að nýju á vorin þegar þær streyma að nýju til starfa út á þjóðvegi landsins og éta þar saltið sem þeir vegagerðarmenn nota til að halda þeim á vegunum. En aftur til Danmerkur Þegar fjölskyldan ók út úr Norrönu í Hanstholm þá barst þessi snilld íslenskrar löggæslu í tal og sýndist sitt hverjum. Ég hélt það sjálfsögðu uppi vörnum fyrir sauðkindina en sonur minn, einn þeirra sem þykjast eiga þjóðveginn þegar hann er kom- inn undir stýri, fann henni allt til foráttu og benti réttilega á að allur búfénaður í Danmörku, þar með taldar danskar rollur, væri afgirtur og því engin hætta að gefa Pusjónum duglega inn. Ég sem hafði nóg að gera við að halda bílnum á réttum vegar- helmingi um leið og ég í for- undran virti fyrir mér víðáttu- mikla kornakra, rauð múrsteins- hús og vindmillur, varð brátt rök- þrota og hugsaði mér að taka málið upp aftur við betra tæki- færi og ná fjölskyldunni á mitt band því eins og Bjartur í Sum- arhúsum þá trúi ég á íslensku sauðkindina. Skemmst er frá því að segja að innan tíðar áttaði ég mig á því og fjölskyldan lætur í ljós álit sitt á þér sem ökumanni með mis- munandi látbragði. Já, hjólistum er óhætt að haga sér svona því þeir hafa lögin Lék með stórsveit Reykjavíkur Bjarni Freyr Ágústsson hefur ný- lega lokið tónlistarnámi og er nú snúinn heim í heiðardalinn til kennslu. Bjarni útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavfk í fyrra með 8 stig í trompetleik og lauk hann kennaraprófi á málm- blásturshljóðfæri. í Tónlistar- skólanum var hann undir hand- leiðslu Ásgeirs H. Steingríms- sonar, sem er 1. trompetleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Síðasta vetur stundaði Bjarni svo nám við Tónlistarskóla FIH og þar lærði hann djass. Bjarni hefur þó ekki hellt sér að fullu út í djassinn, heldur náði hann sér í þekkingu sem dugar til að kenna undirstöðuatriði í þeirri tegund tónlistar. Bjarni ákvað að snúa aftur heim því staða var laus í kennslu á málmblásturshljóðfæri við Tónskólann í Neskaupstað. Reyndar hefði hann getað valið úr stöðum því víða skortir málmblásturskennara á lands- byggðinni. Bjarni segir það ekki hafa skipt svo litlu máli að þó nokkrir af hans vinum hafa snú- ið heim að námi loknu og því kemur hann heim í góðan félags- skap. Bjarna líst afar vel á nýja starfið og hann segist hlakka til að takast á við það. Hann ætlar að reyna að blása lífi í lúðra- sveitarstarfið í bænum, en Norð- firðingar hafa verið þekktir fyrir það í gegnum tíðina að eiga góðar lúðrasveitir. Til stendur að setja saman góða skólalúðrasveit en slík sveit er nauðsynlegur að Danir eiga sínar þjóðvegaroll- með sér hér í Danmörku líkt og ur, ekki með horn til að verja sauðkindin heima. Allir skynja höfuðið heldur hjálma, hjól- mikilvægi þeirra á vegunum og reiðafólkið eða hjólistana eins enginn vill hrekja þá í burtu eins Stórsveit Reykjavíkur en myndin var tekin þegar Bjarni lék með sveitinni síðasta vetur. vettvangur fyrir nemendur til að koma fram og stunda sína tónlist í félagsskap annarra . Einnig eru uppi hugmyndir um að setja saman stórsveit sem yrði skipuð gömlum „jöxlum" og bestu nemendum skólans á hverjum tíma, en í slíkri hljómsveit eru auk hefðbundinna málm- og tré- blásturshljóðfæra, grunnhljóðfæri popphljómsveitar: gítar, bassi og trommur. Slík sveit gæti því spilað allt frá poppi yfir í djass og hefðbundin lúðrasveitarlög. Vonandi ganga þessar hug- myndir upp því slíkar hljóm- sveitir eru bæði góðar til upp- eldis æskunnar og setja svip á menningarlíf staðarins. Bjarni hefur sjálfur reynslu af því að spila í stórsveit, því hann lék með Stórsveit FÍH og jafnframt með Stórsveit Reykjavfkur, en þar lék hann með mörgum af færustu hljóðfæraleikurum þjóð- arinnar. Bjarni telur öflugt tón- listarlíf hafa mikla þýðingu fyrir byggðarlög eins og öll menning- arstarfsemi, en fólk tekur einmitt tillit til menningarlífs þegar það velur sér búsetu. og þeir kalla þessar hraðahindr- anir sínar. Þú getur átt von á hjólreiðamönnum hvar sem er, skjótast þvert yfir veginn horf- andi hvorki til hægri né vinstri. Þú ekur fram á þá á miðri ak- braut ýmist einn eða fleiri sam- an. Þeir víkja ekki, heldur snigl- ast áfram og skynja hvorki tíma né rúm, rétt eins og íslenska þjóðvegarollan. Sjáir þú framan í þá, t.d. þegar þú mætir þeim eða þegar þeir skjótast fyrir framan bílinn á gatnamótum rétt í þann mund þegar gula ljósið er að skipta yfir í grænt og kúpl- ingsfóturinn nánast búinn að sleppa petalanum, sérðu þennan rólyndislega svip sauðkindarinn- ar, stundum jórtrandi munn og þú gleymir þér við endurminn- ingar úr sveitinni. Þá jarmar allt í einu bíllinn á eftir þér og minn- ir þig á að komið sé grænt ljós og einhverjum íslenskum bensín- fótum hefur komið til hugar með íslensku vegarolluna. Tækifærið til að taka upp þráðinn varðandi löggæsluhlut- verk íslensku rollunnar gafst svo kvöld eitt þegar við vorum á heimleið á nokkuð fáförnum þjóðvegi. Tveir fimm-manna hópar hjólista töfðu okkur og fleiri bílista um margar mínútur sem virkuðu eins og klukku- stundir fyrir soninn fyrrnefnda. Og nú eru allir sammála um það í minni fjölskyldu að það væru slæm skipti að hrekja ísl- ensku rolluna af vegunum og fá hjólista í staðinn í löggæsluhlut- verkið. Rökin sem gerðu útslag- ið voru: „Akir þú á rollu þá má þó alltaf éta hana"! Þórður Júlíusson ÞRASAÐ VIÐ ÞOKUNA Bjarni Freyr Ágústsson mun kenna við Tónskólann í Neskaup- staðívetur. Ljósm.S.Ó. Þótt ég orðinn svo gamall sem á grönum má sjá hefur mér ekki enn tekist að eldast upp úr þeirri áráttu að sperra eyrun þegar ég heyri ljósvakafjölmiðla vorra flytja oss fregnir á snjallri ísl- ensku. Þetta geri ég einatt í þeirri fávíslegu von að geta, þótt í litlu sé, bætt örlitlum brotabrotum við kunnáttu mína í því eina tungumáli jarðarbúa sem mér hefur tekist að læra svolítið hrafl í. Ekki spillir það fyrir þessum lærdómstilraunum mínum að ég er enn þann dag í dag haldinn þeim barnaskap að hafa gaman nokkurt af fregnum af gengi íþróttamanna á leikvöngum með því að svo blessunarlega er mál- ið fyrir komið að á hinum síðari misserum hafa valist í stöður íþróttafréttamanna fjölmiðla vorra, a.m.k. ríkisfjölmiðlanna einhverjir þeir mestu málsnill- ingar er fundnir verða á landinu, að ég ætla, enda hef ég undan- farnar þokudrunguðu sumarvik- ur heyrt og jafnvel numið meira af stórmerkilegri íslensku en nokkru sinni fyrr á jafn skömm- um tíma. Síðast í dag, höfuðdaginn á því herrans ári 1998, greindi einn fréttasnillingurinn oss frá „ævintýralegasta óhappi sem orðið hefur í formúlu eitt kapp- akstrinum" en þar lentu 14 eða 16 bílar í einni bendu, (sökum ævintýralegrar akstursleikni???). A.m.k. einn þeirra bálaði upp á brautinni eins og súpernóva, aðr- ir tættust í smásprek, sem þyrl- uðust um loftið oss áhorfendum til skemmtunar, og ég tautaði eins og stendur í frægum dægur- lagatexta: „Ævintýri enn gerast" og hamingjunni sé lof fyrir það. Það hefur um nokkra hríð vafist fyrir mér hvernig í ósköp- unum bögubósi eins og höfund- ur Njálu gat sett það kver saman án þess að nota orðið sigur- stranglegur í hverri setningu þegar hann var að lýsa atgjörvi Gunnars á Hlíðarenda, Njáls- sona, Kára og ýmissa annarra stráka er þar greinir frá. Einn af íþróttamönnum vorum var á dögun- um tal- inn eiga glæsileg- an feril framundan. Hvað merkir orðið ferill? Má ég allra náðarsamlegast spurja, eins og við segjum stund- um hérna fyrir austan: Hvort skyldi kjölfarið liggja á undan skipinu eða eftir því? Hvað segja sjómenn um það? Og svo fáum við yndislegar sagnbeygingar í kippum: „Þeir eru búnir að vera að spila vel í sumar". „Hann er búinn að vera að standa sig ekki sérstaklega vel á þessu ári". „Hún er búin að vera að vinna vel yfir ránni að undanförnu" (Vala). Búinn að vera að gera hitt og ekki búinn að vera að gera þetta, búinn að vera að... búinn að vera ekki að... búinn að vera... búinn að vera... Og að allri þessari málsnilld meðtekinni var ég satt að segja alveg búinn að vera og sagði bara eins og Steinn forðum: „Búlúlala".

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.