Austurland


Austurland - 10.09.1998, Page 8

Austurland - 10.09.1998, Page 8
Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Austurland Neskaupstað 10. september 1998. Verð ílausasölu kr. 170. &&& IWHÍSHg; Góð aðsókn er íframhaldsskóla fjórðungsins á þessu hausti. I Verkmenntaskólanum í Neskaupstað verða um 180 nemendur í haust, 120 í bóknámi, en 50 í iðn- og vélstjórnarnámi. Auk þess verða um 20 manns í meistaranámi, en það munfara fram á kvöldin og um helgar. Um 270 nemendur munu stunda liefðbundið nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum, en auk þess verður talsverður fjöldi utanskólanema. Um 120 nemendur munu stunda nám við Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu. A myndinni hér að ofan má sjá nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum gaitga í gegnum busavígslu og skelfingin í augum þeirra dylst ekki. Ljósm. if Lokatónleikar Bláu kirkjunnar Þeir voru sl. miðvikudag 2. september og voru helgaðir minningu tónskáldsins ljúfa og ástsæla Inga T. og voru því einkum flutt lög hans og annarra seyðfirskra tónskálda. Kirkjan var troðfull enda var fjöldi gesta úr nágrannabyggðarlögum. Ingi T. var fæddur á Seyðis- firði og alinn upp á tónlistar- Síðasta ferð Norrönu í sumar Norröna fór síðustu ferð sum- arsins á þriðjudag. Kvöldið áður var síðasta hlaðborð sumarsins á hótelinu sem var vel sótt og var mikið um dýrðir. Eftir matinn var að vanda haldin brenna eins og alltaf er gert fyrir síðustu ferð ferjunnar. heimili, og þar hlaut hann sína fyrstu og raunverulega einu tón- listarmenntun. Hann nam ungur í Verslunarskólanum og lauk því námi 1913. Eftir það var hann um sinn við verslunarstörf á Seyðisfirði, en var síðan langt á annan áratug símstöðvarstjóri í Neskaupstað. Ingi byrjaði korn- ungur að semja lög og var rétt um tvítugt þegar lagið hans „Ó blessuð vertu sumarsól,“ birtist í tímaritinu Óðni. Ingi varð ekki gamall maður, hann andaðist á Vopnafirði 24. mars 1946. Aðalflytjendur á þessum tón- leikum voru Steinunn Ragnars- dóttir, píanóleikari og Bergþór Pálsson, óperusöngvari, auk fjöl- margra seyðfirskra tónlistar- manna. Þessir síðustu tónleikar munu verða þeim minnisstæðir, sem voru svo heppnir að vera þar. Gestimir tveir, sem nefndir eru að framan, eru eins og al- kunnugt er í fremstu röð og upp- fylltu allar væntingar. Lifandi og frjálsmannleg sviðsframkoma þeirra var líka skemmtileg. Ekki vakti síður ánægju og hrifningu tónleikagestanna, vand- aður flutningur og öll frammi- staða hins fjölmenna hóps seyð- firskra listamanna, sem sungu og spiluðu af hjartans list. Fyrstu tónleikamir sem kennd- ir eru við Bláu kirkjuna voru haldnir 3. júní. Frumkvöðullinn var Muff Worden, hámenntaður bandarískur tónlistarmaður sem hér hefur starfað síðan í haust. Upphaflega var þetta senni- lega hugsað sem dægrastytting fyrir þá fjölmörgu, sem hingað þyrpast á miðvikudögum, til þess að sigla með NORRÆNU næsta morgun. Aðsóknin hefur líka verið vaxandi, enda hefur verið reynt að vanda til efnis- skrár og flytjenda. Þau Muff og aðstoðarmaður hennar, Sigurður Jónsson hljóta að fá kærar þakkir fyrir þetta menningar- og brautryðjendastarf. J.J. Pizza 67 færir út kvíarnar Hinir brosmildu félagar Guð- mundur R. Gíslason og Birgir Búason, sem reka Egilsbúð og Pizza 67, munu í haust opna útibú á Eskifirði. Þeir hyggjast reka þar pitsustað og bar og mun starfsemin verða til húsa að Strandgötu 46, en þar hefur um langt árabil verið rekin sport- vöruverslun. Um þessar mundir er verið að byggja við húsið og mun eldhús hins nýja veitinga- húss verða í viðbyggingunni, en veitingasalurinn verður um 100 fermetrar. Guðmundur og Birgir segjast líta á hið ný-sameinaða sveitarfélag sem eitt markaðssvæði og þeir séu með þessu að leitast við að þjónusta öll hverfin, en boðið verður upp á heimsendingarþjónustu á bæði Eskifirði og Reyðarfirði. BG-bros félagarnir Guðmundur R. Gíslason og Birgir Búason fyrir framan vœntanlegt húsnœði Pizza 67 á Eskifirði en vœntan- lega verður farið að baka pitsur þar á fullu á nœstunni. Ljósm.as Norsk Hydro á Reyðarfirði Verkefnisstjórn STAR (áður MIL/OSSA) hefur í sumar stað- ið að gróðurfarsrannsóknum í Reyðarfirði sem eru meðal ann- ars liður í að undirbúa væntan- legt mat á umhverfisáhrifum ál- vers. Náttúrustofa Austurlands vinnur verkið og er gróðurkorta- gerð langt komin. Nú í vikunni er staddur í sveitarfélagi 7300 vinnuhópur sem kemur að þessu verki en hann skipa aðilar frá umhverfisdeild Norsk Hydro, Náttúrustofu Austurlands, Ranns- óknarstofnun Landbúnaðarins og verkefnisstjóm STAR ásamt sænskum ráðgjafa. Hópurinn mun funda um framgang verks- ins en lokaskýrslu er ekki að vænta fyrr en um áramót. Slippfélagið Málningarverksmiðja SÍMI: 588 8000

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.