Austurland


Austurland - 08.10.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 08.10.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 7 Frá aðalfundi kjördæmisráðs Albýðubandalagsins Aðalfundiir kjördœmisráðs Alþýðubandalagsins í Austurlands- kjördœmi var haldinn á Breiðdalsvík laugardaginii 3. október sl. Gestir fundarins voru Svavar Gestsson, sent kynnti nýjar tillögur um breytta kjördœniaskipun í landinu og Magnús Jón Arnason, sem fór yfir málefnaskrá vœntanlegs sameiginlegs framboðs Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Kvennalistans. Erindi gestanna voru rœdd rœkilega á fundinum og gerðar samþykktir um þau efni. Tók fundurinn jákvœða afstöðu til þess að vinna að sam- eiginlegu framboði í kjördœminu fyrir nœstu kosningar með umrœddum aðilum og valdi þrjá fulltrúa ráðsins til að undirbúa kosniiigabaráttuna í félagi við Alþýðuflokk og Kvennalista. Fundinn sátu um það bil 20 manns. I nýrri framkvœmdanefnd kjördœmisráðs sitja: Sigurjón Bjarnason, Egilsstöðum, formaður, og Jórunn Bjarnadóttir, Eskifirði, og Már Sveinsson, Norðfirði, meðstjórnendur. Tillögur Aðalfundur kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Austurlandi haldinn á Breiðdalsvík 3. októ- ber 1998 samþykkir að kjósa þriggja manna samstarfsnefnd með samstarfsaðilum um tilhög- un sameiginlegs framboðs í al- þingiskosningunum 8. maí 1999. Fundurinn leggur áherslu á að viðræðunum verði hraðað þann- ig að formlegur og sameiginleg- ur undirbúningur alþingiskosn- inga geti hafist sem fyrst. Aðalfundur kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Austurlandi haldinn á Breiðdalsvík 3. októ- ber 1998 mótmælir framkomn- um hugmyndum um breytingar á kjördæmaskipan þar sem ekki er tekið tillit til þess félagslega samstarfs sem á sér stað innan kjördæma. Fundurinn mótmælir sérstaklega þeim hugmyndum sem gera ráð fyrir að Austur- landskjördæmi verði klofíð og skipt milli tveggja kjördæma. Stjórnmálaályktun • Það misvægi sem nú ríkir í búsetu hér á landi er eitt stærsta vandamál samfélagsins sem þjóð- in í heild þarf að bregðast við á skipulagðan hátt. Slíkt þarf að gerast jafnt af hálfu íbúa lands- byggðarinnar sem ríkisvaldsins. Verði ekki við brugðist verður allur rekstur samfélagsins óhag- kvæmari, nýting mannvirkja og náttúruauðlinda verri og álag vegna mengunar sem fylgir þétt- býli safnast á takmarkað svæði. Auk þess verða áhrifm á uppeldis- skilyrði æskufólks og á almenn samskipti og menningarlíf nei- kvæð. Hið sama má segja ef litið er til öryggis gagnvart náttúru- hamförum. • Spuming um byggðaþróun og hlut stjórnvalda í henni snertir öðru fremur viljann til að tryggja jöfnuð allra landsmanna í aðgengi og verðlagningu gmnn- þjónustu svo sem heilsugæslu, menntun, orku og samgöngum. Forsendur traustrar byggðar er öflugt og stöðugt atvinnu- og menningarlíf. Bæta þarf þjón- ustu, afþreyingu og samgöngur á landsbyggðinni. Þetta verði m.a. gert á þann hátt að fmmkvæði heimamanna ráði för en hið opin- bera færi þjónustu sína til lands- byggðarinnar og stuðli þannig að aukinni fjölbreytni í störfum. • Meginhlutverk hins opinbera er að tryggja grundvöll velferð- arkerfisins en slíkt hefur ekki tekist að öllu leyti og því ber að endurskoða rekstur hins opin- bera og forgangsraða upp á nýtt. Velferðarkerfið byggir á sam- stöðu og samhjálp, því ber að tryggja að allir sem verða fyrir andstreymi haldi sjálfsvirðingu sinni og geti lifað mannsæmandi lífi. Meginmarkmiðið á að vera að virkja alla þegna samfélags- ins til þátttöku þannig að kraftar sem flestra nýtist þjóðinni til hagsbóta. Vandamál í heilbrigð- ismálum eru nú meiri en verið hefur lengi. Á þetta við flesta þætti heilbrigðismála jafnt sjúkra- hús, sérfræðiþjónustu og heilsu- gæslu. Sjúkrahúsum landsbyggð- arinnar er haldið í óvissu fjár- hagslega og á ný hefur lækna- skortur haldið innreið sína á landsbyggðinni. • Móta ber samræmda stefnu fyrir skóla allt frá leikskóla til háskóla og efla til muna starfs- fræðslu og símenntun. Gmnnur- inn að nýjum sóknarfærum í at- vinnu- og menningarmálum er framsækið og öflugt menntakerfi þar sem öllum er tryggður jafn aðgangur. Niðurskurður og ónóg- ar fjárveitingar valda miklum vanda í framhaldsskólum lands- byggðarinnar og takmarka mögu- leika þeirra til að veita þá þjón- ustu sem nauðsynleg er. Verði ekki bmgðist við má gera ráð fyrir að dregið verði úr þjónustu þeirra og þá líklega fyrst þar sem síst skildi, þ.e. í verknámi. Bæta þarf aðstöðu á iandsbyggðinni til endur- og símenntunar svo og til háskólanáms, m.a. með upplýs- ingatækni. Leiðrétta þarf þær skerðingar sem gerðar hafa verið á Lánasjóði íslenskra námsmanna sem bitna illa á nemendum frá landsbyggðinni. • Brýnt er að orka fallvatna og jarðhiti undir yfirborði verði lýst þjóðareign svo og að ákvæði um sameign þjóðarinnar á fiski- stofnum verði virt. Tekið verði sanngjamt gjald fyrir afnot af auðlindum í þjóðareign sem m.a. verði notað til að standa straum af þeim kostnaði sem þjóðin ber Nemendur í 10. bekk Gmnnskóla Reyðarfjarðar voru með hæstu meðaleinkunn í dönsku á land- inu í samræmdu prófunum síðast- liðið vor. Þóroddur Helgason, skólastjóri Grunnskólans og dönskukennari, sagði að árang- urinn ætti helst að þakka dugn- aði nemendanna, sem að hans sögn lögðu sig vel fram. Hann sagði reyndar að nemendur hafi verið hvattir til að ná góðum árangri vegna 100 ára afmælis skólans og það hefði e.t.v. haft eitthvað að segja, en árangurinn hafi verið virkilega frábær afmælisgjöf. Bekkurinn náði mjög góðum árangri á sam- ræmdu prófunum og Þóroddur segir það vera tilviljun að bestur árangur náðist í dönsku. Hann segist ekki nota sérstakar aðferð- ir við kennsluna utan þess að kennslan fari að nokkru leyti fram á dönsku. Þóroddur segist einnig reyna að stuðla að því að nemendur fái jákvætt viðhorf til dönskunnar. Hann segir nem- endur almennt vera fremur já- af nýtingu þeirra. En varast ber hugmyndir um sérstakt veiði- leyfagjald sem auka mundi álög- ur á mikilvægustu atvinnugrein landsbyggðarinnar; sjávarútveg. Leitað verði þjóðarsáttar urn nýt- ingu fiskistofna þar sem ófriður um þessi mikilvægu mál getur valdið landsbyggðinni ómældu tjóni. • Stóriðja er einn þeirra val- kosta sem til athugunar er í aust- firsku atvinnulífi og má ljóst vera að tilkoma slíks iðnaðar getur haft mikil áhrif á allt mannlíf í fjórðungnum. Stóriðja af hentugri stærð getur leikið stórt hlutverk í því að snúa við hinni óheillavænlegu byggða- þróun og ber að skoða þann kost í slíku samhengi. Hinsvegar verður að gera þá kröfu jafnt til slíkrar stóriðju sem þeirra virkjunarkosta sem henni fylgja að hagsmunir umhverfis og komandi kynslóða verðir hafðir að leiðarljósi. Endumýjanlegar orkulindir þjóðarinnar geta orðið enn dýrmætari en nú þegar fram líða stundir og því ber að nýta þær af kostgæfni. • Ný tjölskyldustefna taki m.a. mið af jafnvægi milli heimilislífs og atvinnu, tryggi góðan aðbún- að barna, tryggi auknar sam- verustundir fjölskyldunnar og auki jafnrétti kynjanna í atvinnu- og heimilislífi. Stytta þarf vinnu- tíma og gera hann sveigjanlegri þannig að hann taki meira tillit til fjölskyldulífs. Skattkerfið taki sérstakt tillit til fjölskylduhags- muna varðandi persónuafslátt. Launa- og tekjumunur hefur aukist verulega á síðustu misser- um. Því þarf að finna nýjar leiðir sem koma í veg fyrir að stöðugt halli á hina tekjulægri. • Skapa þarf atvinnulífinu að- stæður til að standast samkeppni við aðrar þjóðir og stuðla þannig að fjölbreytni í útflutningi jafnt í formi vöru, hugvits og þjónustu. Þá ber hinu opinbera að hvetja til frumkvæðis og fjölbreytni í at- vinnustarfsemi og koma í veg fyrir fákeppni og einokun. Skatt- kerfið tryggi að fyrirtæki greiði réttlátan hlut af arði sínum til sam- félagsins um leið og framlög fyr- irtækja til rannsókna og nýsköp- unar njóti sérstöðu í því tilliti. • Staða Islands í samfélagi þjóðanna verði tekin til ítarlegrar umræðu sérstaklega hvað varðar öryggis- og friðarmál með það fyrir augum að kanna hvaða hlutverk ísland eigi að hafa í framtíðinni. Sérstaklega verði kannað með hvaða hætti megi breyta þeirri starfsemi sem nú fer fram af hálfu Bandaríkja- manna í þágu alþjóðlegrar ör- yggisgæslu í kringum Island. Þannig verði reynt að tryggja sem minnsta efnahagslega rösk- un í íslensku samfélagi þegar herstöð Bandaríkjamanna verður lokað. Þá fari fram stöðug og lýðræðisleg umræða um stöðu Islands í Evrópu með það fyrir augum að ræða kosti og galla þess að taka þátt í samstarfi Evrópuríkja með tilliti til fram- tíðarstefnu og heildarhagsmuna þjóðarinnar. s Mikið úrval af haustfatnaði s Síééu ogliiao **- - Nýjir haustlitir af s naglalökkum og *^varalitum frá Bourjois Verslunin Kristal Hafharbraut 3 - Neskaupstað @ 477 1850 Reyðfirðingar bestir í dðnsku Hundraðasti útskriftarbekkur Griinnskóla Reyðarfjarðar ásamt skólastjóranum og dönskukennaraniim, Þóroddi Helgasyni. kvæða gagnavart dönskunámi og um árangri og segist hafa meiri gæti þar spilað inn í að þó nokkr- ir Reyðfirðingar hafa farið til náms í Danmörku. Hann segir einnig hafa hjálpað til hversu bekkur- inn hafi verið fámennur, en það veitti honum færi á að fylgjast ná- ið með framförum hvers og eins, en til þess gefst oft ekki færi í stærri bekkjum. Þóroddur segist ekki vilja gera of mikið úr þess- áhuga á því að búa nemendur sína undir lífið en að jreir fái hæstu einkunnir á landinu. Hann segist hafa stórar efasemdir um að samanburður á einkunnum í samræmdum prófum sé skynsam- legur eða uppbyggilegur, því að einkunnir þurf'i ekki endilega að segja til um gæði skólastarfsins.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.