Austurland


Austurland - 06.04.2000, Page 1

Austurland - 06.04.2000, Page 1
50. árgangur Neskaupstað, 6. apríl 2000. 14. tölublað Einn árekstur á dag Mikið hefur verið um árekstra í Norðfirði að undanförnu og má segja að einn hafi orðið á degi hverjum. Fæstir eru þeir alvar- legir, en þó varð harður árekstur sl. föstudag við Kirkjubólsaf- leggjarann þar sem tveir bílar lentu saman. Bílarnir eru mikið skemmdir og telst því mildi að ekki urðu alvarleg slys á fólki. Lögreglan þakkar það bílbelta- notkun og því að öll börn voru í bílstólum. Lögreglan hefur eftir trygg- ingafélögum að hvergi á Austur- landi sé hærri tíðni árekstra en á Norðfirði, hvort sem um er að kenna erfiðu gatnakerfi eða öðru. Ekki hefur lögreglan ná- kvæma tölu yfir árekstra sem orðið hafa á þessu ári en þeir skipta tugum. Sýnum tillitssemi Þórður Júlíusson hesta- maður í Norðfjarðarsveit kom að máli við blaðið og vakti athygli á umferðarmál- um í sveitinni. Eins og ástandið er nú í sveitinni þá eru allar reið- leiðir utan þjóðvegarins ófærar vegna snjóa og hestamenn því nauðbeygðir til að nota hann. Þeir sem ganga sér til heilsu- bótar eru þessa stundina eins settir og hestamenn. Því er það afar mikilvægt að ökumenn sýni tillitssemi og hægi á þegar þeir mæta eða aka fram úr hesta- mönnum og gangandi vegfar- endum til að draga úr hættu á slysum. Með vorkomunni batnar ástandið að þessu leyti en alltaf er þó nokkur umferð hestamanna og gangandi vegfarenda á þjóð- veginum sem ökumenn eiga að taka tillit til samkvæmt umferðarlögum. Formannsefni i Samfyikingunni heimsækja Austurland: „Ég er alveg óhræddur“ m m - segir Ossur Skarphédinsson Formannsefnin í Samfylking- unni, Tryggvi Harðarson og Össur Skarphéðinsson, halda opinn fund á Fosshóteli á Reyðar- firði í kvöld. Þar kynna þeir áherslur sínar og hugmyndir um framtíð Samfylkingarinnar. Einn- ig verður ijallað um einstök mál, svo sem stjórnun fiskveiða og stóriðjumál á Austurlandi. 1 tilefni heimsóknarinnar hafði Austurland samband við fram- bjóðendurna og spurði þá sömu spurningarinnar: Afhverju ættu austfirskir kjósetidur að styðja þá? Össur: „Stefna okkar Tryggva er ákaflega svipuð að mörgu leyti. Ég held að fólk verði að meta okkur að einhverju leyti út frá fyrri reynslu okkar en ég tel mig hafa mjög skýra sýn á þau mál sem eru brennidepli og hvernig megi byggja Samfylkinguna upp sem flokk.“ Tryggvi: „Það er nú erfitt að svara svona spurningu. Við Össur munum að öllum líkindum halda sitt hvora framsöguna og fólk verður auðvitað að reyna byggja afstöðu sína að einhverju leyti á þeim. Ég mun kynna mín áherslumál sem eru í fyrsta lagi menntamálin, i öðru lagi sjávar- útvegurinn, í þriðja lagi heilbrigð- ismálin og í fjórða lagi velferðar- kerfið. Ég hlakka nú fyrst og fremst til að koma þarna hitta fólk og heyra hljóðið í mönnum.“ Telur þú, Össur, að afstaða þín til stóriðju og virkjana á Austur- landi hafi skaðað stöðu þína meðal austfirskra Samfylking- armanna? Össur: „Hef fundið fyrir miklum stuðningi á Austurlandi." „Mér finnst nú að blaðamaður ætti kynna sér málin áður hann spyr svona spurningar. Ég hef sagt það áður að ég væri ekki mótfall- inn þessum framkvæmdum á Austurlandi ef Fljótsdalsvirkjun færi í lögformlegt umhverfismat. Ef niðurstaða úr slíku mati hefði verið jákvæð þá myndi ég sætta mig við hana. Mér finnst þetta Tryggvi: „Hlakka til að heyra hljóðið f mönnum." lýðræðisleg leið. Satt að segja hefur það komið mér á óvart hve miklum stuðningi ég hef fundið fyrir á Austurlandi þannig að ég er óhræddur," sagði Össur. Þeir félagar munu svara spurn- ingum fréttamanna og gesta á fundinum hefst klukkan hálfníu í kvöld og er öllum opinn. Síldarvinnslan fjárfestir Skíði, skemmtun og gott skap Mikið verður um dýrðir um páskana í Fjarða- byggð en þá verður haldið „Páskafjör í Fjarðabyggð". Ýmsir aðilar standa að fjörinu, en Ferðamálafélag Fjarðabyggðar hefur umsjón með framkvæmd- inni. Að sögn Jóhanns Tryggvason- ar, stjórnarformanns Skíðamið- stöðvarinnar í Oddsskarði, er þetta gömul hugmynd sem verið er að hrinda í framkvæmd. „Þetta hefur staðið til lengi en það hefur alltaf vantað gistirými. Nú er það vandamál leyst og því ekkert lengur til fyrirstöðu. Hug- myndin er sú að virkja allt í Fjarðabyggð sem hefur aðdráttar- afl og reyna að skapa skemmti- lega stemmningu í kringum þessa hátíð. Skíðamiðstöðin mun spila stórt hlutverk en fólk virðist vera farið að tengja páskahátíðina í auknu mæli við skíðaíþróttina. Mjög fjölbreytileg dagskrá verður á boðstólum, m.a. páskaeggjamót fyrir ungu kynslóðina, öldunga- mót í svigi og snjóþoturall. Við munum leggja áherslu á skíði, skemmtun og gott skap,” sagði Jóhann í samtali við blaðið. Utan þessa verður ýmislegt annað í boði. Ferðafélag Fjarðamanna verður með tvær gönguferðir, sundlaugin verður opin, Brján verður með tónlistar- veislu og margt fleira. Síldarvinnslan hf. stefnir að því að flytja bolfiskfram- leiðsluna, sem hingað til hefur verið í „gamla“ frystihús- inu, inn í nýja fiskiðjuverið á þessu ári. Að sögn Björgúlfs Jóhannssonar forstjóra er ætlunin að öll starfsemi fyrirtækisins verði flutt inn eftir á árinu. „Þetta hef- ur staðið lengi til og stefnan er að klára þetta á árinu. Öll starfsemin verður flutt nema skrifstofurnar en þær verða enn á sínum stað,“ sagði Björgúlfur. Flutningurinn á bolfiskvinnsl- unni kostar ýmsar breytingar í fiskiðjuverinu og undanfarið hef- ur fyrirtækið staðið í fjárfesting- um á nýrri tækni, m.a. nýrri vinnslulínu frá Marel. „Sú tækni mun gera okkur kleift að fjölga möguleikum í fiskvinnslu, en við þurfum ekki einungis að Qárfesta í nýrri tækni því það þarf líka að útbúa betri aðstöðu fyrir starfs- fólk,“ sagði Björgúlfur. Hann sagði ennfremur að þetta væru ekki einu fjárfestingarnar sem fyrirtækið stæði í um þessar mundir. „Við erum enn að skoða þann möguleika að reisa nýja kæli- og frystigeymslu. Ætlunin var að hefja framkvæmdir á þessu ári en þeim verður að öllum líkindunt frestað í bili.“ Björgúlfur sagði að lokum að orðrómur um aðrar fjárfestingar á vegum fyrirtækisins ætti ekki við rök að styðjast. Á aðalfundi Síldarvinnslunnar um næstu helgi verða þessar breytingar kynntar frekar. Sfmsvari 878 1 474 Skíöaskáli s. 476 1 465 Þróunarstofa Austurlands rrr www.austur.is Ávallt eitthvað nýtt Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.