Austurland - 06.04.2000, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000
Austuiland
Ritstjóm, afgreiðsla og auglýsingar:
Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður
» 477 1750 - Fax: 477 1756
Netföng: austurland@eldhorn.is og austurland@strik.is
Ritstjóri: Karl Th. Birgisson (ábm.) » 477 1092 og 861 9047
Blaðamaður: Jón Knútur Ásmundsson
Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir » 477 1571
Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi
Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir,
Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir
Umbrot: Austurland
Prentun: Nesprent hf.
Austurland er í Samtökum
bæjar- og héraðsfréttablaða
Næst á dagskrá:
Önnur mál
Austfirðingar standa nú í kunnuglegum sporum. Eftir um
það bil tvö ár verður tekin um það ákvörðun hvort álver rís
í Reyðarfirði. Þá ákvörðun munu taka íslenskir fjárfestar og
hugsanlegir samstarfsaðilar þeirra hjá Hydro Aluminium í Noregi.
Einmitt af því að þetta eru afar kunnugleg spor ættu Austfirðingar
að vera farnir að skilja, að það er ekki undir rikisstjórn íslands eða
austfirzkum sveitarstjórnarmönnum komið hvort hér rís álver eða
ekki.
Álver rís ekki þótt Halldór Ásgrímsson belgi sig. Álver rís ekki þótt
forstjóri Hydro Aluminium komi til landsins, eins og Valgerður
Sverrisdóttir heldur af einhverjum ástæðum að skipti máli. Álver rís
ef væntanlegir eigendur þess sjá sér hag í því. Það er einföld stað-
reynd sem vendingar síðustu viku hafa rækilega undirstrikað.
Þess vegna gera Austfirðingar nú bezt í því að draga djúpt andann,
halla sér aftur og hugleiða með hvaða hætti öðrum innviðir samfél-
agsins verða helzt styrktir á næstu misserum. Það getur til dæmis
gerzt með löngu tímabærum samgöngubótum, m.a. jarðgöngum, en
einnig með því að hlú að og örva annars konar atvinnustarfsemi sem
byggir ekki tilkomu sína á örvæntingu stjórnmálamanna.
í vikunni kynntu íslensk miðlun, Tæknival og Cisco Systems
fyrirætlanir sem eru dæmi um slíka atvinnuuppbyggingu. Fyrirhugað
er að setja upp allt að níu íjarvinnustöðvar víðs vegar á landsbyggð-
inni á þessu ári og því næsta.
Stöðvarnar verða beintengdar sín á milli —• gögn, hljóð og mynd
flytjast tafarlaust og örugglega á milli staða — þannig að í raun má
líta á þær sem einn vinnustað. Þetta verður fyrsta fyrirkomulagið
sinnar tegundar í heiminum og er traust vísbending um það hversu
tölvu- og fjarskiptatækni er á háu stigi hérlendis.
Þessi fyrirtæki munu veita allt að þrjú hunduð manns atvinnu og
ugglaust fleirum í afleiddum störfum. Það er ríflega sá fjöldi sem
hefði fengið störf í 120 þúsund tonna álveri. Og þetta gerist án þess
að stjórnmálamenn reyti hár sitt og án þess að samfélagið logi
stafnanna á milli í illdeilum.
Hér er ekki lítið gert úr áformum um stóriðju og virkjanir eða
þeim heillavænlegu áhrif sem slík atvinnustarfsemi hefði á
byggðarlög á Austurlandi. Hins vegar er skynsamlegt að nú, þegar
stund gefst til að setja önnur mál í forgang, einbeiti Austfirðingar sér
að því að byggja upp annars konar tækifæri, annars konar
atvinnuvegi, sem útheimtir minni pólitíska og tilfmningalega orku
að skapa. Fordæmi Islenskrar miðlunar, Tæknivals og Cisco er
hvatning til þess.
Tímabært er að við tökum upp næsta dagskrárlið í samfélagslegri
umræðu:
Önnur mál.
Háfeti skrifar
Einhver mesti feluleikur
landsins fer fram þessa
dagana. I felum eru fram-
bjóðendur til formanns Samfylk-
ingarinnar. Það er hreint með
eindæmu hvað lítið ber á bar-
áttunni um formennsku í flokki,
sem ætlað er að verða stærstur
flokka á Islandi. Einhverju lífi á
þó að reyna að blása í lognmoll-
una, því nú hefur verið boðað til
funda með þeim. Fundurinn fyrir
Austurland verður á Reyðarfirði í
kvöld.
Þegar Háfeti fór að velta þess-
um fundi fyrir sér, sótti á hann
kvæði, sem Steinn Steinarr orti til
vinar síns, Jóns Sigurðssonar,
kadetts. Það hefst svo:
Jón Kristófer, kadett í Hernum!
í kvöld verður samkoma háð,
og Lautenant Valgerður vitnar
um veginn að Drottins náð.
Og svo verður sungið og spilað
á sítar og mandólín tvö.
Ó, kotndu og höndlaðu
Herrann,
það hefst klukkan rúmlega sjö.
Það er ekki nema von, að Há-
feta detti í hug einhvers konar
hallelújasamkoma, þegar minnst
er á væntanlegt formannskjör.
Frambjóðendurnir hafa báðir lýst
því yfir að hinn sé slíkur öðlingur,
að ekki komist hnífurinn á milli
þeirra, og vináttan er svo grunn-
múruð, að hvorki heyrist hnjóð
né last.
Þetta getur ekki gengið. Það á
að berjast um vegtylluna. Verst er,
ef þeir líta ekki á formennskuna
sem neina vegtyllu, og séu í reynd
að berjast um hvor þeirra eigi að
fórna sér fyrir hinn, besta vin
sinn.
Háfeti krefst skýrra
svara á fundinum i kvöld
„Háfeti vill ekki
heyra eitthvert
þrugl um að
frambjóðandinn
hafi látid
undan fjölda
áskorana"
Því meir, sem Háfeti velti fyrir
sér fundinum, því verr leist hon-
um á alla þögnina. Það dettur
ekki einu sinni neinum í hug að
yrkja kvæði um þá félaga.
Það minnsta, sem frambjóð-
endurnir geta gert, er að gera
Háfeta og öðrum, sem fundinn
sækja grein fyrir því, hvað það er,
sem gerir akkúrat hann svo hæfan
til að taka að sér formennsku í
Samfylkingunni. Össur var fyrri
til að tilkynna framboð. Því færi
vel á því, að hann byrjaði og gerði
fundinum grein fyrir því, hvers
vegna Össur Skarphéðinsson sé
sá, sem kjósa á. Því næst ætti
Tryggvi að segja frá því umbúða-
laust, hvers vegna Tryggvi Harð-
arson sé hæfari en Össur til sama
embættis. Það hlýtur hann að
telja sig, annars hefði hann ekki
farið að bjóða sig fram gegn
Össuri.
Og þeir verða að tala tæpi-
tungulaust. Það þýðir ekkert að
fela sig bak við einhverja moð-
suðu um að þeir hafi fundið fyrir
þrýstingi stuðningsmanna um
land allt. Háfeti ætlar ekkert að
efast um það, en einhver rök hafa
stuðningsmennirnir haft fyrir
þessum þrýstingi. Þau rök vill
Háfeti fá að heyra, því með því að
fara í framboð, hefur frambjóð-
andinn fallist á þau og gert þau að
sínum.
Enn síður vill Háfeti heyra eitt-
hvert þrugl um að frambjóðand-
inn hafi látið undan fjölda áskor-
ana. Samfylkingin þarf nefnilega á
öllu öðru að halda en formanni,
sem lætur undan. Samfylkingin
þarf formann, sem stendur fast á
stefnumálum hennar og gefur
ekki tommu eftir, nema til að
vinna tvær.
Þá er aldrei að vita nema ein-
hverjum dytti í hug að hnoða
saman eins og einni vísu um þá
félaga:
Samfylkingarfólk fyrir austan
áfund skulutn kotna í kvöld.
Þar Tryggvi mun tróna á palli
og tala utn væntanleg völd.
Og Össur mun undir það taka
í enduróm hljótnar það vel.
Ó, kotttið og heyrið þá herra
þar hrinda hvor öðrum í Hel.
Au stu rl a n d f y ri r
3 0 á ru m
Fjórar milljónir
érid 2000
Hvað mundi verða álitið um hjón sem
tækju 4 milljónir og kveiktu í þeim,
eða einstakling sem brenndi 1,5
milljónum?
Þau eða hann væru vafalaust álitin meira
en lítið geðbiluð.
En þetta eru einmitt hjón og einstaklingar
að gera, sem reykja 1 pk. af sígarettum á
dag, sem kosta 47 kr. pakkinn. Árið 2000 í
árslok, ættu hjónin 4.178.762.00 kr. og
hefðu í vexti á ári 292.500.00, miðað við
lægstu vexti. Dágóður skildingur það?
Einstaklingurinn ætti í árslok ársins 2000
1.718.025 kr. eða sá sem reykir 1 pk. á dag,
dágóður lífeyirissjóður það! Hjón um tvítugt
gætu átt þennan sjóð um fimmtugt og gott
betur, því þetta er miðað við verðið á
sígarettum í dag, sem trúlega eiga eftir að
hækka eitthvað til ársins 2000. Og hægt að
fá hærri vexti með því að leggja inn til lengri
tíma. [...]
j-j-
3. apríl 1970.
AÐ HANDAN
eftir Gary Larson
„Fíflið þitt! Þú eyðir tvöþúsundkalli í reykskynjara
og við erum ekki einu sinni búin að finna upp
eldinn."