Austurland


Austurland - 06.04.2000, Síða 7

Austurland - 06.04.2000, Síða 7
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 7 Hótel Egilsbúð hefur að undanförnu leitað að matreiðslumanni í stað Lofts Gíslasonar sem er á förum til starfa á nýjum veitingastað Sigga Hall í Reykjavík. Á ýmsu hefur gengið í leitinni að eftirmanni hans og bersýni- lega ekki auðvelt að fá menn til starfa hingað austur enda mikil þensla í greininni. Sagan segir að einn hafi hafnað starfinu á þeim forsendum að hann nennti ekki að vinna „þarna fyrir vestan“ og annar sagðist hafa unnið áður úti á landi og aldrei ætla að gera það aftur. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði unnið eitt sumar á Þingvöllum... Nokkur átök hafa verið á bak við tjöldin um ráðningu upplýsinga- og kynningarfulltrúa Fjarðabyggðar, en búist er við að bæjarstjórn gangi frá ráðningunni í dag, fimmtudag. í stöðuna þóttu helst koma til greina þau Elma Guð- mundsdóttir og Jón Björn Hákonarson, sem ráðgjafanefnd um kynningarmál mælti með að yrði ráðinn. Vinnuveitendur Jóns Björns virðast þó vissir um niðurstöð- Myndarlega stúlkan á húsinu á Akt myndinni heitir Amelia fæðingu var Rún Pétursdóttir. Hún grömm aö þy sentímetrar. hennar eru Ing dórsdóttir og ' Gunnarsson. Skemmtanir A rtnlt»íll una því fyrir allnokkrum dögum hófu að birtast í Skjávarpinu auglýsingar um laust starf mark- aðs- og þjónustufulltrúa Skjá- varps á Austurlandi. Það er ein- mitt starfið sem Jón Björn er í um þessar mundir... Afjörur Austurlands rak nýlega Dagfara, tímarit Samtaka herstöðvaand- stæðinga, sem enn virðast vera til. Mjög fáar auglýsingar eru í blaðinu, en fáeinar styrktarlínur frá fyrirtækjum á borð við Mál og menningu og lögfræðistofu Atla Gíslasonar, þess gamal- reynda félagshyggjumanns. Það sem vakti athygli Austurlands var þó myndarleg styrktarlína frá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Skyldu Hörður og Eimskipafél- agið vita af þessu...? uðvitað vita allir að það er ljótt að hlæja að óförum annarra, en þessi mistök eru of skondin til að þagað sé yfir þeim. I þeim dálki DV, þar sem sagt er frá fæðing- um, var nýlega greint frá mynd- arlegri dalvískri stúlku að nafni Amelía Rún. Ekki efast Austur- land að hún hefur verið foreldr- um sínum mikil gleðisending, en varla þó svo að DV-menn hafi þurft að nefna dálkinn sinn upp á nýtt og kalla hann „Skemmtan- ir“, eins og stóð þar skýrum stöfum... 77/ hamingju 20 ára Margrét Ágústsdóttir í Neskaupstað verður tvítug 8. apríl Sylvía Dögg Halldórsdóttir á Reyðarfirði verður tvítug 8. apríl 50 ára Guðrún Valtýsdóttir á Reyðarfirði er fimmtug í dag, 6. apríl Sumarvinna Auglýst er eftir fólki í eftirtalin sumarstörf: FJARÐABYGGÐ Flokksstiórn í vinnuskóla Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og hafi einhverja reynslu af umgengni við unglinga og af almennum garðyrkjustörfum. Almenn störf í aarðvrkiudeild Umsækjendur verða að vera 16 ára eða eldri. Almenn störf í áhaldahúsi Umsækjendur verða að vera 16 ára eða eldri. Skráning ferfram á skrifstofum sveitarfélagsins á Eskifirði, Reyðarfirði og í Neskaupstað dagana 10., 11. og 12. apríl nk. Umsjónarmaður verklegra framkvæmda Marinó Stefánsson Sími 861 9026 J^Con u koöú2 Laugardagskvöldið 8. apríl Borðhald hefst kl. 20 Matur, tískusýning o.fl. Tvíeykið Jón og Bjarni heldur uppi fjörinu til kl. 03:00 Verð kr. 2.900. Kr. 500 eftir miðnætti Aldurstakmark á ball 18 ár Pizzutilboð: Föstudag - laugardag - sunnudag. 2 áleggstegundir og 21 Pepsi á kr. 1.490. Veisluþjónusta: Fermingar Brúðkaup Erfidrykkjur Litlar eða stórar veislur Hvar og hvenær? Þú átt valið Leitið tilboða FOtSHÓTEL Reyðarfirði S. 474 1600 og 861 2288 Hefst fimmtudaginn 6. apríl. 25 tegundir. Komið og gerið góð kaup. SPARKAUP Neskaupstað Sími 477 1301 Aðrar sýningar: Laugardag 8. apríl, mánud. 10. apríl, miðvikud. 12. apríl, ftistud. 14. apríl, laugard. 15. apríl og sunnud. 16. apríl. Allar sýningar kl. 20:30, nema sú síöasta sem er kl. 15:00. Miðaverð kr. 1.500. Miðapanlanir i síma 471 1546. Leikfélag Fljótsdalshéraðs

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.