Austurland - 06.04.2000, Qupperneq 8
Epli og appelsínur 145 kr. kg
Hvitlaukstvífaökur
Svínarif
Kjarnagrautar
Kraft þvottaduft
Snúðar frá Kexverksmið junni
Tilboð
Nýtt frá HeUsuhúsinu:
Olífulauf Dandelionrá!
Trönuberjatöflur m/ C vítamini
■ f, a\\a daga frá M l0.oo-Jo
a 19 0o
NESBAKKI
@477 1609 og 8971109
Elsta landsmálablað lýðveldisins
Stofnað 1951
Austurland
Neskaupstað 6. apríl 2000 Verð í lausasölu kr. 170
Mikil þátttaka á
kristnitökuhátíð
Kristnitökuhátíðin sem haldin var um síðustu
helgi á Norðfirði gekl: „frábærlega vel" svo
vitnað sé í orð séra Sigurðar Rúnars
Ragnarssonar sóknarprests. Hátíðin hófst á með
sunnudagaskóla en þar mættu u.þ.b. hundrað
manns, bæði börn og fullorðnir.
Fullt var út af dyrum í hátíðarguðsþjónustunni
þar sem séra Svavar Stefánsson predikaði og
ríkti mikil hátíðarstemming. Að lokinni
hátíðarguðsþjónustu var haldið í Egilsbúð þar
sem nemendur í Tónlistarskólanum komu fram.
Ýmsir munir voru einnig til sýnis, meðal annars
hundrað og tíu biblíur á jafnmörgum
tungumálum, en þær hafa verið í eigu Óskars
Björnssonar síðan árið 1953. Á myndinni er
Óskar fyrir framan hluta af Biblíunum.
Sjá nánar á bls. 2.
Öfund frá Eskifirði
stefnir á toppinn
Ein efnilegasta hljómsveit
Austurlands um þessar
mundir er rokkhljóm-
sveitin Öfund frá Eskifirði.
Hljómsveitina skipa Eiríkur Þór
Hafdal trommuleikari, Karl
Stock gítarleikari, Jóhann Örn
Jónsson bassaleikari og Aron
Haraldsson söngvari. Öfund var
stofnuð síðastliðið haust og síðan
hafa staðið yfir þrotlausar
æfingar.
Á dögunum var samþykkt á
bæjarstjórnarfundi að veita þeim
félögum styrk til að fjármagna
nokkra stúdíótíma, en
þeir hafa að undan-
förnu haldið til í
hljóðverinu á Seyðis-
firði við upptökur.
I samtali við Austur-
land sögðust þeir vera
mjög bjartsýnir á
framhaldið og mikið
verður að gerast á
næstunni. „Við erum
nýbúnir að taka upp
tvö lög sem verða á
safnplötu sem
Menntaskólinn á
Egilsstöðum ætlar að
gefa út. I sumar höld-
um við svo aftur í
stúdíó og tökum upp
sex lög til viðbótar. Ef
allt fer vel þá reynum
við að gefa út heila
plötu í haust,“ sagði
Eiríkur Þór í samtali
við blaðið.
Frá vinstri: Eiríkur Þór Hafdal, Aron Haraldsson, Karl Stock og Jóhann
Örn Jónsson fremst á myndinni.
Innbrot - en
engu stolið
Aðfaranótt sunnudags var
brotist inn í verslun
Elísar Guðnasonar á
Eskifirði, en ekki hefur féleysi
knúið viðkomandi áfram því
engu var stolið að því er best er
vitað. Að sögn lögreglunnar er
ekki vitað hvað innbrots„-þjóf-
inum“ gekk til né heldur hver var
að verki.
Nýr framkvæmdastjóri
hjá Tölvusmiðjunni
Magnús Þ. Ásgeirsson,
sem starfað hefur hjá
Staðarvalsnefnd um
stóriðju í Reyðarfirði, hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Tölvu-
smiðjunnar ehf. Magnús tekur
við starfi Jóns Fjölnis Albertsson-
ar sem mun sinna sérverkefnum
hjá fyrirtækinu í kjölfar breytinga
sem nú standa yfir, en fyrirtækið
Tölvumyndir keypti nýverið
helmingshlut í Tölvusmiðjunni.
Samningur Tölvusmiðjunnar og
Tölvumynda er liður í að efla
rekstrarþjónustu og hugbúnaðar-
þróun utan höfuðborgarsvæðis-
ins með sterkri starfsemi, dreif-
ingu verkefna og uppbyggingu á
þekkingu.
Borgarafundur
um Neistaflug
Næstkomandi þriðju-
dagskvöld verður hald-
inn opinn borgara-
fundur um framtíð og fyrir-
komulag Neistaflugs. Fundur-
inn verður í Blúsklúbbnum og
hefst kl. 20:30. Að sögn Jóns
Björns Hákonarsonar er til-
gangurinn að hvetja til umræðu
og fá fram hugmyndir um það
sem brydda mætti upp á á
næstu hátíð.
Jón Björn hefur ásamt Guð-
mundi Gíslasyni og Ólafi Egils-
syni og Laufeyju Sigurðardóttir,
nemendum í Verkmenntaskól-
anum, þegar lagt nokkrar meg-
inlínur að næsta Neistaflugi, en
á næstunni verður auglýst eftir
starfsmönnum til að móta há-
tíðina nánar. Ætlunin er að
„blása til sóknar“, að sögn Jóns
Björns, og fá á Neistaflug stór-
hljómsveitir sem þegar hefur
verið haft samband við. Þá
verður komið til móts við gagn-
rýni með því að stórauka fram-
boð á atriðum fyrir börn, m.a.
með leiktækjum. Þá hafa Gunni
og Felix lýst eindregnum áhuga
sínum á að heimsækja Fjarða-
byggð aftur, en þeir áttu hér
góða daga sl. sumar.
Unglingar munu einnig fá
sitthvað við sitt hæfi, en rætt
hefur verið við rekstraraðila
Valhallar á Eskifirði um að þar
verði haldnir dansleikir með 16
ára aldurstakmarki. Þetta er
einnig liður í að færa Neistaflug
út víðar um Fjarðabyggð en
verið hefur.
Þá hafa Neistaflug og Austur-
land tekið saman höndum um
keppni um einkennislag Neista-
flugs árið 2000. Áhugasamir
geta fengið frekari upplýsingar
um fyrirkomulag keppninnar
hjá Bjarna Frey Ágústssyni í
Tónmenntaskólanum, en gert
er ráð fyrir að lögum sé skilað á
snældum og nótum fýrir 1. maí.
Bjarni Freyr mun ásamt öðrum
góðum listamönnum æfa lögin
og flytja á lokakvöldi í Egilsbúð
þann 20. maí. Þar munu dóm-
nefnd og gestir í sameiningu
velja besta lagið.
Nýsmíði úr stáli og áli - SVN Vélaverkstæði S 477 1603