Austurland


Austurland - 26.10.2000, Blaðsíða 3

Austurland - 26.10.2000, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 3 Bíóslagarar slá „Við erum hæstánægð," segir Jón Bjöm Hákonarson, einn að- standenda Rokkveislunnar sem frumsýnd var í Hótel Egilsbúð í Neskaupstað um helgina. Á fjórða tug manna; hljóðfæraleikarar, söngvarar og dansarar taka þátt í þessari uppfærslu þar sem flutt eru þekkt lög úr bíómyndum sem vinsælda hafa notið í áranna rás. Húsfyllir var í Egilsbúð þetta kvöld, meðal annara voru þar slökkviliðsstjórar landsins sem um helgina héldu ársfund sinn í Fjarðabyggð. Meðal þeirra sem fram komu í sýningunni var Smári Geirsson forseti bæjarstjómar Fjarða- byggðar sem söng gamla bíóslag- ara frá upphafsárum rokksins, Stella Steinþórsdóttir hjúkrunar- fræðingur söng lagið Xanadu úr samnefndri kvikmynd sem og lagið Flashdance úr kvikmynd með sama nafni, Guðmundur Gíslason veitingamaður í Egils- búð söng lagið Sönn ást úr mynd- inni Óðali feðranna, Heiðrún Helga Snæbjömsdóttir söng lagið Önnur sjónarmið sem upphaflega var í kvikmyndinni Einsog skepn- an deyr - og Bítlasyrpu í anda fjórmenninganna frá Liwerpool fluttu þeir Karl Jóhann Birgisson, í gegn Sigurður Hrafn Sigurðarsson og Ágúst Ármann Þorláksson. Nú þegar er uppselt á næstu þrjár sýningar Rokkveislunnar og fleiri sýningar em jafnvel fyrir- hugaðar. Þá er í umræðunni að fara með sýninguna suður til Reykjavíkur og setja hana á fjal- irnar á Broodway, einsog verið hefur síðustu árin. „Mér fmnst þetta hafa tekist afar vel og allir sem tóku þátt í uppfærslunni eru að skila sínu og vel það,“ segir Jón Bjöm Hákonarson. Þœr skemmtu sér prýðilega. Margrét Þórðardóttir og til hœgri er Lilja Ester Agústsdóttir. Ljósm. NN ULPUR OG BUXUR VETURINN K.VK FLÍ/PEY/UR Á 3.990 FYRIR FJARÐA/PORT Súnbúðin Hafnarbraut 6, Neskaupstað Sítni 477 1133 Bílasýning á Reyðarfirði Nissan Patrol sýning laugardaginn 28. október frá kl. 13-18, hjá Bílasölunni Fjarðabyggð Sýnum óbreytta, 33”, 35”, 38” og 44”. Sérverð fyrir þá sem ganga frá kaupum á sýningunni Bílasalan Fjarðabyggð, Búðareyri 29, ..___________ 730 Fjarðabyggð s. 474 1199 rs@[nisi * OZON-ZO'ON Ljósmyndir: Reynir Neil

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.