Austurland


Austurland - 26.10.2000, Blaðsíða 7

Austurland - 26.10.2000, Blaðsíða 7
7 Vandræðastétt með verkfallssýki? Þegar ég hóf nám í Kennarahá- skóla íslands vissi ég að laun kennara væru ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. En þar sem ég hef mjög mikinn áhuga á starfinu þá lét ég allt tal um kaup og kjör sem vind um eyrun þjóta, hugs- aði með mér að ekki væru allir svo heppnir að geta starfað við það sem þeir hafa áhuga á. Ég hef líka „efni” á því að vera kennari því að maðurinn minn skaffar vel. Að námi loknu flutti ég í sæluna hingað austur og hef starfað við Nesskóla síðan. Nú er ég að hefja fjórða árið mitt í kennslu og mér finnst ég vera á réttri hillu í líftnu. Starfið er krefjandi og skemmtilegt - enginn dagur er eins. Kennara má líkja við verktaka sem tekur að sér ákveðið verk (í mínu tilviki að kenna ákveðnar námsgreinar). Ég ber ábyrgð á skipulagningu, und- irbúningi og framkvæmd verks- ins. Ég sé til þess að allir fái verk- efni við sitt hæfi og met síðan hvernig til tekst. Mér er treyst til þess að vinna verkið enda hef ég aflað mér menntunar til þess. En ég er komin með það sterk- lega á tilfinninguna að ég sé að láta hafa mig að fífli, eða hvers virði er starf mitt? Nú líður senn að því að kjara- samningar grunnskólakennara verði lausir og strax er farið að bera talsvert á umræðu í þjóðfél- aginu um launakröfur kennara. Og enn heyrir maður sömu klisj- urnar: Keimarar hafa það bara mjög gott þeir vinna ekki nema hálfan daginn. Hvað eru kennar- ar alltafað vœlafá þeir ekki þrjá mánuði í sumarfrí áfullum laun- um og fleira í þessum dúr. Það er algengt að fólk tjái sig um laun og vinnutíma kennara án þess að hafa hundsvit á því hvað felst í starfinu og hvert vinnuframlag þeirra er í raun og veru. Til þess að bæta úr þessu ætla ég að opin- bera launaseðilinn sem ég fékk um síðustu mánaðamót og reyna að útskýra hvað felst í hverjum lið hans. Laun kennara skiptast ekki einfaldlega í dagvinnu og eftirvinnu og því getur verið erf- itt fyrir leikmann að skilja launa- seðilinn. * Mánaðarlaun 117.764.- Ég raðast í þennan launaflokk vegna þess að ég er orðin 30 ára og hef meiri menntun en BEd gráðuna. Nýútskrifaður kennari sem hefur ekki náð 24 ára aldri hefur 107.252,- í grunnlaun. Til saman- burðar má geta þess að leiðbein- andi sem hefur aðeins stúdents- próf fær 89.387.- á mánuði. Það munar aðeins 17.865.- krónum á mánuði. Kennari greiðir 4.75% af árslaunum sínum í námslán. Ef miðað er við grunnlaun nýút- skrifaðs kennara þá eru það 5.095.- á mánuði. I raun munar því ekki nema 12.770.- á grunnlaunum kennara og leiðbeinanda. Nú er ég alls ekki að gera mikið úr laun- um leiðbeinenda, þau eru skammarleg. Spurningin er bara þessi: Er þetta menntun sem borgar sig? * Yfirvinna 6 x 1.222,98 = 7.338.- Nýliðar í kennslu eiga rétt á leiðsögn. Ég að- stoða 2 nýja kennara og fæ greidda 1.5 klst. á viku fyrir það. * Yfirv./trvggðargreiðslur 10 x 1.222,98 =12.230,- Þegar rekstur grunnskóla var fluttur frá ríki yfir til sveitarfél- aga fór að bera á því að sveitar- félögin gerðu svonefnda sérkjara- samninga við sína kennara. Þetta er minn skerfur af þeim samningi sem kennarar gerðu við Fjarða- byggð. Þessir samningar eru jafn ólíkir og sveitafélögin eru mörg. T.d. fær kennari á Fáskrúðsfirði sem hefur starfað jafn lengi og ég 31.100.- á mánuði í tryggðar- greiðslur. Ráðamönnum Búða- hrepps þykja kennarar greinilega vera dýrmætari starfskraftur en sveitastjórnarmönnum Fjarða- byggðar. Skyldi vanta fleiri kenn- ara þangað? * Heimavinnuvfirvinna 3,52 x 1.222,98 = 4.305,- Þetta eru svo nefndir stíla-peningar sem fást fyrir ákveðnar kennslugreinar. Það er að fara yfir bækur, próf, gefa forskrift, búa til verkefni og þess háttar. Ef kennari er sam- viskusamur þá fer sú vinna langt fram yfir þær 3,52 klst. sem greiddar eru á mánuði fyrir þenn- an þátt. * Gæsla í frímínútum 2 x 1.222,98 =2.446,- Við berum ábyrgð á nemendum á skólatíma og því þurfum við að fylgjast með þvf að þeir fari sér ekki að voða í frímínútum. * Arganga og fagstióm Yfirv. 6 x 1.222,98 = 7.338.- Ég er fag- stjóri í náttúrufræði og fyrir það fæ ég 1,5 klst á viku. í fagstjóm felst eftirfarandi: Ég hef umsjón með tækjum og tólum sem tengj- ast raungreinakennslu. Ég fylgist með nýjungum í greininni og kynni þær fyrir kennurum. Ég veiti ráðgjöf og leiðsögn um kennslu í náttúrufræði á öllum skólastigum og einnig þarf ég að fylgjast með því hvort kennt sé samkvæmt aðalnámskrá grunn- skóla. Ef vinna á þessa vinnu samviskusamlega þá tekur það lengri tíma en 6 klst. á mánuði. * Umsjónarvfirvinna 4 x 1.222,98 =4.892,- Umsjónar- kennari bekkjardeildar fær greitt sérstaklega fyrir þá vinnu. Miðað er við fjölda nemenda sem kenn- ari hefur umsjón með. Skilgrein- ing á starfi umsjónarkennara samkvæmt aðalnámskrá grunn- skóla er eftirfarandi: Hann er öðrum fremur tengiliður skólans við heimilin og einnig fylgist hann náið með námi nemenda sinna og þroska. Hann leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar þá og ráðleggur þeim um per- sónuleg mál. (Aðalnámskrá grunnskóla 1999:47) Að mínu mati er starf umsjón- arkennara mikið ábyrgðarstarf. Samkvæmt lögum um grunn- skóla á hver einstaklingur að fá námsefni og kennslu við sitt hæfi. Ef nemandi getur ekki fylgt náms- efni bekkjarins þarf kennari að- laga það getu nemandans eða að búa til nýtt. Því miður er þjóð- félagið okkar þannig gert að vinnuálag er mikið á fólki. Flest- ir foreldrar eiga því erfitt með að nýta sér viðtalstíma minn. Ég fæ því símtöl heim á kvöldin og um helgar, eða ræði við foreldra úti í búð, á skemmtunum o.s.frv. * Kennsluvfirvinna 4 x 1.492,07 = 5.968,- Þessi greiðsla er fyrir sérkennslu (1 tími á viku) Ég kenni því 1 tíma umfram fulla stöðu. * Samtals gerir þetta (með orlofi) 166.808,- Þegar búið er að draga frá skatta og skyldur fæ ég í vasann 116.319.- Þetta er sú vinna sem er skilgreind á launa- seðlinum mínum. Vikuleg vinnuskylda kennara er 45.77 klst. Vinnutíminn skiptist í bundna viðveru og óbundna viðveru. Til bundinnar viðveru telst kennsla, viðtalstími, umsjón með bekk, námsmat, skýrslugerð, kennarafundir, foreldrafundir, samstarf kennara, mat á skóla- starfi o.fl. Obundin viðvera er síðan undirbúningur kennslu og fleiri störf sem kennari getur unnið hvort sem er í skólanunt eða heima hjá sér. Kennarar vinna lengri vinnuviku en aðrar stéttir að jafnaði en þeir geta nokkuð ráðið vinnutíma sínum sjálfir. Þar liggur einmitt hund- urinn grafinn þegar talað er um að kennari vinni aðeins hálfan daginn. Flestir kennarar sem ég þekki taka með sér vinnu heim daglega og eru iðulega að vinna undirbúningsvinnu í skólanum um helgar. Vinnuskylda kennara á skólaárinu sjálfu er 1602 klst. + 48 klst. við upphaf og lok skóla- árs. Að auki á kennari að skila 150 klst. utan starfstíma skólans í undirbúning, endurmenntun o.fl. Arleg vinnuskylda kennara er því 1800 klst. Það er sambærilegt við aðrar stéttir en vinnutíminn skiptist á færri vikur vegna starfs- tíma skóla. Sumarleyfi kennara er því í raun aðeins 6 vikur. Þeir eru ekki á fullum launum allt árið, yfir sumarmánuðina fá þeir strípuð grunnlaunin. Ég væri fullkomlega sátt við launin mfn ef ég ynni aðeins hálfan daginn, væri í fríi á fullum launum þrjá mánuði á ári og hefði ekki há- skólapróf í vasanum. Ég held að hvaða starfsmaður sem er fari að slá slöku við í vinnunni ef hann finnur að störf hans eru ekki metin að verðleik- um. Ég legg metnað í kennslu mína og undirbý hana vel. Það fer mikill tími í að matreiða námsefnið, finna ítarefni, búa til verkefni o.s.frv. En þessi hugsun leitar æ oftar á mig: Af hverju er ég að standa í þessu, ég fæ þetta hvort sem er ekkert borgað? Ég er því ákveðin í að ef sú staða sem ég gegni verður áfram metin til jafns við störf sem krefjast hvorki menntunnar né ábyrgðar, þá er ég hætt. Ég lít á laun mín sem móðgun, ekki aðeins við mig heldur einnig við þá foreldra sem treysta mér fyrir menntun barnanna sinna. A ég að leggja jafn mikla alúð og metnað í kennsluna og ég væri að renna börnunum strikamerktum í gegn- um skanna? Anna Lára Pálsdóttir kennari í Nesskóla Svei þér þokan gráa Væntanleg er á markaðinn bók um skáldkonuna Guðrúnu Olafs- dóttur. í bókarkynningu segir svo: Stærsti hluti bókarinnar “Svei þér þokan gráa” eftir Stefaníu Gísladóttur, er um ævi og ljóð austfirsku skáldkonunnar Guð- rúnar Olafsdóttur, sem fæddist árið 1866 að Karlsstöðum á Beru- fjarðarströnd. Guðrún var orðin niðursetningur átta ára gömul og lendir á flæking eftir það allt þar til hún eignast samastað á Skorra- stað í Norðfirði á þriðja áratugi 20. aldar og deyr þar í elli árið 1949. Guðrún orti þegar andinn kom yfir hana og yfirleitt ekki undir háttum sem þá voru viðurkennd- ir. Hún fékk vini sína til þess að vélrita kveðskapinn og seldi hann á bæjum. Þessi litlu rit nefndust Ljóðaliljur og voru þau það eina sem skáldkonan fékk útgefið af ljóðum sínum í lifanda lífi. Þá gerði Guðrún “tónlög” við sum af ljóðunum og söng fyrir fólk gegn gjaldi, meðal annars á skemmtunum Ungmennafélags- Svci þér þokan Bjt' jELj;' 1 ýli ins. Guðrún er þjóðsagnapersóna í Norðfirði og margir Norðfirð- ingar kunna af henni sögur. Stefanía hefur safnað saman ljóð- um Guðrúnar svo og ýmsum sög- um af henni úr munnmælum. Þá rekur hún sögu forfeðra hennar og ýmissa skyldmenna, en örlög margra í þeim hópi voru grimm. „Hún var Megas síns tíma“ segir einn af viðmælendum Stefaníu um Guðrúnu og vísar þar til þess að ekki hefði kveðskapur hennar og flutningur fundið náð fyrir augum allra. Eftirfarandi vísu orti Guðrún um sjálfa sig: Með bólgna öxl og handleggi gengur hún að vinnunni á þurrlendi og votlendi er hún alltaf skyldug til að raka fram í andlátið í bókinni eru einnig þættir um menn og býli í byggðinni við Norðfjarðarflóa og Sandvík. Stef- anía hefur safnað endurminning- um eldri Norðfirðinga um bú- skaparhætti og félagsmál en þó einkum litlum sögum af fólkinu sem setti svip sinn á byggðina. Stefanía er fædd í Seldal í Norðfirði 29. maí 1959 og var þar bóndi á árunum 1985- 1995. Hún býr nú í Kendenup í V- Astralíu. Aður hefur komið út eftir hana ljóðabókin Rosaljós (Perth 1996) og nokkur ljóð í Raddir Austfirðinga (Rvík 1999). Hún hefur einnig birt ljóð og greinar í blöðum og tímaritum á undanförnum árum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.