Austurland


Austurland - 26.10.2000, Blaðsíða 8

Austurland - 26.10.2000, Blaðsíða 8
Sturla Böðvarsson opnaði liina nýju Háreksstaðaleið með því að klippa á borða og naut tilþess aðstoðar Helga Hallgríinssonar vegamálastjóra. A eftir var nýjum vegi fagnað í Hótel Svartaskógi í Jökulsárhlíð, þar sem menn tóku lagið svo undir tók ífjöllunum. Sturla í klippingu Háreksstaðaleið opnuð og fagnað „Ég fer að verða vanur því að klippa á borða, en skærin eru þó alltaf ný í hvert sinn,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra þegar hann formlega opn- aði sl. föstudag hina nýju Háreks- staðaleið sem tengir saman Norð- ur- og Austurland. Vegurinn, sem liggur úr miðjum Langadal norðan Möðurdals á Fjöllum og niður fyrir eyðibýlið Armótasel í Jökuldalsleiði, er alls 33 km. á lengd og lengist hringvegurinn með þessu um einn km., en á móti kemur að vetrarsamgöngur verða öruggari á þessari leið en á þeirri gömlu sem liggur yfir Möðrudalsfjallgarða. Þá er með Háreksstaðaleið 40 km. styttra fyrir Vopnftrðinga að fara niður á Hérað, það er þegar hin nýja leið um Brunnahvammsháls sem nú er unnið að verður komin í gagnið að ári. Öruggari vetrarsamgöngur í stuttri tölu tíundaði Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri kosti hins nýja vegar, en benti jafnframt á að nú væri hveri lengur á þessari leið farið um byggð, allt frá Mývatni í Skjöld- ólfsstaði. Gat hann þess í því sambandi hve mikilvægar hjálpar- hellur bændur í Möðrudal og Grímsstöðum hefðu löngum verið vegfarendum yfir fjallgarð- ana, þar sem allra veðra er von á sumri jafnt sem vetri. Fyrir það þakkaði Helgi - en gat þess jafnframt að nú hefði við Háreksstaðaleið verið komið upp öflugum sendi fyrir NMT farsím- ana og væri það hugsað sem öryggisatriði á þessari fjölförnu hálendisleið. Það var verktakafyrirtækið Amarfell á Akureyri sem lagði hina nýju Háreksstaðaleið og er heildarkostnaður við fram- kvæmdir um 540 milljónir króna. Umferð á dag yfir sumartímann er um 200 bílar og 30 bílar á veturna, þannig að meðalársum- ferð er um 100 bílar á dag. Fram- kvæmdir hófust ekki fyrr en í lok ársins 1998, sumarið 1999 var lokið við að undirbyggja allan veginn og aka út stórum hluta burðarlags. I ár var lokið yfir- byggingu með klæðningu nú í september - og að lokafrágangi hefur verið unnið nú október. Æðakerfí til auðlindanna Að lokinni opnun vegarins var efnt til hófs í Hótel Svartaskógi í Jöklulsárhlíð. Þar stigu margir á stokk, lofuðu hinn nýja veg og sögðu hann vera mikla sam- göngubót. Ekki síst höfðu menn á orði að hún myndi greiða fyrir samskiptum milli Norðurlands eystra og Austurlands sem nú eru að sameinast í eitt kjördæmi. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagðist sjá vegakerfið fyrir sér sem æðakerfi til auð- linda landsins og mikilvægt væri að styrkja það, nú þegar sam- göngur væru í sífellt ríkari mæli að flytjast af sjó yfir á vegina. Elsta landsmálablað lýðveldisins Stofnað 1951 Austurland Fjarðabyggð 26. október 2000 Veið í lausasölu kr. 170 Bjartsýnn á eldi í Mjóafirði „Ég er mjög bjartsýn um að þetta dæmi gangi upp,“ segir Guðmundur Valur Stefánsson framkvæmdastjóri Agva hf., en sem kunnugt er hefur fyrirtækið sótt um leyfi til að setja á lagg- irnar laxeldi í Mjóafirði. Skipu- lagsstofnun hefur gefið grænt ljós á þessar fyrirætlanir og kveðið upp þann úrskurð að fiskeldið þurfi ekki að fara í mat á umhverf- isáhrifum. Sá úrskurður var kærð- ur af fjórum aðilum til umhverf- isráðherra, sem hefur staðfest niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Nú er aðeins beðið efir að Holl- ustuvernd og Veiðimálastjóri gefi út starfs- og rekstrarleyfi, en þar sem nota á norsk-íslenskan laxa- stofn þarf sérstakt leyfi. 900 milljónir króna Fyrirætlanir Agva hf. eru stór- tækar. Þær miða að því að í Mjóa- firði verði settar upp eldiskvíar þar sem hægt verði að ala allt að 8.000 tonn af laxi á ári hverju, en laxinn yrði svo fluttur með brunn- bát í Neskaupstað þar sem þeim yrði slátrað hjá Síldarvinnslunni. Framtíðarsýn Guðmundar Vals er svo sú að laxinn yrði fluttur strax á Bandaríkjamarkað, jafnvel með beinu flugi frá Egilsstöðum. „Þetta er mikil fjárfesting, einhversstað- ar á milli 700 og 900 milljónir króna,“ sagði Guðmundur - og kvaðst sjá fyrir sér ef allt gengi upp að hægt yrði að fara af stað með eldi í Mjóafirði vorið 2002. Engin hætta Þeir sem kært hafa áðurnefndan úrskurð Skipulagsstofnunar hafa meðal annars bent á að hætta sé á því að hinn norsk-íslenski laxa- stofn sem nota á í þessu eldi sleppi úr kvíum og blandist ísl- enskum stofnun. Það telja menn hafa óæskileg og raunar skaðleg áhrif. Guðmudur Valur bendir hinsvegar á að kvíarnar séu nán- ast pottþéttar og lítil sem engin hætta sé á því að fiskur sleppa og þess verði raunar gætt sérstaklega, enda séu þar miklir peningalegir hagsmunir í húfi. Þá megi einnig benda á að í nálægum löndum hafi rannsóknir síðustu 20 ára ekki getað leitt það í ljós að skaði hafi hlotist af því þótt eldisfiskur hafi blandast náttúrulegum stofn- um af sömu tegund, það er Norð- ur-Atlandshafslaxi. BT á Egilsstöðum BT opnaði verslun að Mið- vangi 1 á Egilsstöðum á laugar- daginn. Að vanda voru auglýst nokkur mjög sérstök tilboð, s.s. farsímar á eina krónu og strax fyrir klukkan átta um morguninn voru komnir viðskiptavinir sem ekki ætluðu sér að missa af neinu. Að sögn Halldórs Benedikts- sonar, verslunarstjóra voru við- tökurnar mjög góðar og í stað þess að loka klukkan fjögur eins og áformað var lokaði verslunin klukkan sex. Starfsmenn BT á Egilsstöðum eru tveir, en íhlaupafólk um helg- ar að sögn Halldórs, en BT hefur opið alla daga vikunnar. í BT verður hægt að fá allt sem tengist tölvum og tölvubúnaði en við- gerðaþjónustu verður ekki að fá a.m.k. fyrst um sinn. Opið hús Rafveita Reyðarfjarðar er 70 ára um þessar mundir og af því tilefni verður opnuð málverka- sýning í rafstöðinni og stöðin sjálf verður almenningi til sýnis næstu tvær helgar. Nánar verð- ur fjallað um sögu Rafveitu Reyðaríjarðar í næsta blaði. Nýsmíði úr stáli og áli - SVN Vélaverkstæði W 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.