Eining - 01.11.1942, Síða 1
EINING
„Synduga hönd — þú varst sigrandi sterk,
en sóaðir kröftum á smáu tökin; —
að skiljast við æfinnar æðsta verk
í annars hönd, það er dauðasökin“. E. B.
Reyikjavík, nóvember 1942.
1. blað.
KUMBRAVOGUR
Eign þessa, sem. er
austan við Stokkseyri,
hefur Umdæmisstúk-
zn, nr. 1., keypt og
’átið búa sem bezt og
mkið einnig við bygg-
'ngar. Kostað til þess
ugum þúsunda. Hús-
ð er ætlað börnum til
sumardvalar, en í ráði
3)• að nota það í vetur
sem hæli fyrir áfeng-
issýkta menn.
ÁHXI ÓLA hlaðatnaHur:
Hvað er Góðtemplarareglan?
Hverníg lízt |sér
á þetta?
Hér er ekki nýtt blað að hefja
göngu sína, eins og stundum er sagt,
að minnsta kosti ekki strax. Þetta
er aðeins einstök rödd — fyrirspurn
til velviljaðra og góðra manna í
ýmsum félagasamtökum þjóðarinn-
ar. Hér er stefnt að sérstöku marki
— meiri samvinnu nokkurra félaga-
kerfa urn þau úrlausnarefni, sem
eru sameiginleg áhugamál. Hér er
því spurt, hvernig mönnum lítizt á
slíka tilraun.
Sundrung og sundurlyndi ber vott
um vanþroska. Sanuið og samstarf
er menningar- og þroskaeinkenni.
Samtaka geía menn lyft þeirri
byrði, sem einn og einn veldur ekki.
lírlausnarefni manna og þjóðfélaga
eru mörg, erfið og stór. Samtaka-
mátturinn má sín þar mest.
f landi voru eru mörg félög og fé-
lagakerfi, er öll vilja efla velferð og
menningu þjóðarinnar. Þau fást öll
að einhverju leyti við ýms vanda-
mál, sem eru vandleyst eða óleysan-
leg nema með sterkum og góðum
samtökum. Má þar nefna bindindi
og önnur menningarmál. Við erum
nokkrir, er viljum efla sem bezt sam-
starf þessara félagakerfa. Er slíkt
ekki gerlegt? Eigum við ekki nægi-
legan menr'ngar- og félagsþroska til
þess? Síðastliðið sumar stóðu nokk-
ur félagakerfi að bindindismanna-
degi hér í Reykjavík. Áður höfðu
þau og fleiri kexfi staðið að bindind-
ismálaviku í Reykjavík, sem tókst
úgætlega. Á þessurn sameiginlega
fundi í sumar var samþykkt að fé-
lagakerfi þessi útnefndu menn í
sérstaka nefnd, sem héldi eflingu
samstarfsins áfram. Nefndina skipa
nú menn frá þessurn félagakerfum:
Stórstúku íslands, Sambandi bind-
indisfélaga í skólurn, íþróttasam-
bandi íslands og Ungmennafélögum
íslands. Það er þessi nefnd, sem gef-
Ur út þetta eina blað og á það að
vex’a, eins og þegar er sagt, eins
konar fyrirspurn. Nefndin mun svo
vinna að því, að þessi félagakerfi
velji nokkra fulltrúa á fund eða þing
í vor, sem haldið verði hér í Reykja-
vík. Fæst þá betri í'aun á því, hvort
í i'ekari samvinna er möguleg.
Æskilegt væri að þessi félaga-
Framh. á 3. síðu.
Þorra manna hér á landi mun vera
með öllu ókunnugt um, hver er skipu-
lagsgrundvöllur Góðtemplarareglunn-
ar. Þess vegna er hún misskilin og starf-
semi hennar vanmetin.
Þegar talað er um Regluna út í frá
og starfsemi hennar, mun að öllurn jafn-
aði eingöngu átt við starfsemi undir-
stúkna, lægstu deildanna í Reglunni,
sem aðeins hafa með höndum braut-
ryðjendastarfið. En Reglan er annað
og meira en undirstúkur. Hún hefir sín-
ar æðri deildir, héraðsdeildir (þing-
stúkur), f j órðungsdeildir (umdæmis-
stúkur), og allshei’jai'deild (stórstúku),
sem vinna hver á sínu sviði og að séi'-
stökum áhugamálum.
Starfsvið undirstúkna er það, að fá
sem allra flesta til þess að gerast bind-
indismenn og vinna að útbreiðslu bind-
indis á skipulagsbundinn hátt. Og þeg-
ar menn hafa sýnt það með starfi sínu
í undirstúkunum að þeir eru öruggir
bindindismenn, þá er þeim trúað fyrir
meiru, trúað fyrir því að vinna að öðr-
um áhugamálum Reglunnar, en það eru
öll mannúðar og menningarmál, hvei'ju
nafni sem nefnast. Reglan lítur sem sé
svo á, að höfuðskilyrðið til þess að geta
verið góður þegn og þarfur maður í
þjóðfélaginu ,sé það, að vei'a bindindis-
maður. Þess vegna er bindindi fyrsta
skilyrðið til þess að geta oi'ðið Góð-
templar. En það er ekki markmið Regl-
unnar. Það er aðeins fyi'sti áfanginn
á leiðinni að markmiðinu. En mai’kmið-
ið er að efla menningu, samheldni, að
skapa heilbrigðan hugsunai'hátt í vanda-
málum, en orku og áhuga í þarfir hug-
sjónamála.
Ekkert framfaramál þjóðarinnar tel-
ur Reglan sér óviðkomandi. Hún telur
sér skylt að leggja þeim ölluixx lið eftir
sinni beztu getu. En þótt lítið liggi eftir
hana af sýnilegum framkvæmdum, þá
stafar það ekki af skoi'ti á vilja, heldur
stafar það af fjárhagslegum vanmætti.
Upp af stai’fi Reglunnar hefir þó sprott-
ið ýmislegt, er til framfai'a og menning-
ar horfir. Það er t. d. félög eins og
Glímufél. Ármann, Leikfélag Rvíkui',
Sjúki-asamlagið og Dýraverndunarfél.
Elliheimilið í Reykjavík er ávöxtur af
stai'fi Templara. Og mai’gt fleii'a mætti
telja. Nú hefir Reglan ýmislegt með
höndum: Sumarheimili bai'na norðan
lands og sunnan lands, sjómannaheimili
í ' Siglufirði, di’ykkjumannahæli hér
syðra og skógi'ækt að Jaðri við Eilliða-
vatn.
Svo fjölþætt og margbrotin starf-
semi sýnir það, að Reglan kemur víða
við. Þess vegna er það mjög eðlilegt,
að hún vilji taka höndum saman við
önnur menningai'félög hér á landi, þar
sem hún á sameiginleg áhugamál með
þeim öllum.
Fyrir slíkri samvinnu hefir rofað fyr
en nú. Ég vona, að árangur hennar
verði skjótt sá, að allir aðilar telji sér
það fyrir beztu að samvinnan staudi
sem lengst. Þá mun áhuginn aukast,
þá mun kjarkur þi'óast og trú á sigur
góðra málefna.