Eining - 01.11.1942, Blaðsíða 2

Eining - 01.11.1942, Blaðsíða 2
2 E I N I N G UKMJil SÆMr.XUSSOX forscti S. B. S.s „Höllin bak við nugsjónina í í Það er margt um félög og sambönd í höfuðstað landsins. Mörg þeirra hafa reynzt til mikilla nytja fyrir bæjarfé- lagið og þjóðlífið. Þó eru ýmis verk- efni óleyst enn á vettvangi félagsmál- anna, sem úrlausnar krefjast. Æska höfuðstaðarins hefur með sér ýmiss konar samtök. Henni er hugþekkt að efna tii samfunda og gleðileikja. — Henni hefur tekizt að koma mörgum merkum framfaramálum í framkvæmd. Hún hefur hafið fjölþætta íþróttastarf- semi. Hún sækir og rækir ýmsa skóla og skipar sér í margvísleg menningarfélög. Að sönnu mun mega kveða henni áfellis- dóma í ýmsum efnum. En hún verð- skuldar einnig hróður fyrir margt. Þess skyldi jafnan minnzt, hver sem velur sér það hlutskipti. Á liðnu vori var stofnað nýtt æsku- lýðsfélag í höfuðstaðnum. Ýmsir ungir menn og konur, er nutu fulltingis reyndra ungmennafélaga, bundust fé- lagsböndum í því skyni að helga ung- mennafélagsskapnum starfskrafta sína. Hér er ekki tækifæri til að gera grein fyrir tilgangi og stefnu ungmennafél.- hreyfingarinnar, enda aðrir mér betur til þess fallnir. En félagsskapur sá á sér merka sögu með þjóð vorri. Hann hefur veitt ýmsum nytjamálum braut- argengi og séð marga drauma sína ræt- ast, frá því að hann hóf starfsemi sína í morgunroða nýrrar aldar á Islandi. Því ber raunar eigi að neita, að honum hafði þyngzt mjög undir fót um skeið. En hann hélt förinni áfram og virðist nú kominn yfir verstu torfærurnar, sem kreppa og þrautir eftirstríðsáranna lagði á braut hans. Ber því mjög að fagna, og væri það næsta vel farið, ef æska höfuðstaðarins bæri gæfu til þess að vinna dáðir í anda hans. Það málið, sem hið nýstofnaða Ung- mennafélag Reykjavíkur setur efst á starfskrá, er bygging æskulýðshallar í höfuðstaðnum. Má með sanni segja, að mál það sé tímabært og nauðsynlegt. Unga fólkið í Reykjavík á þess um of þröngan kost að koma saman til starfa og leikja. Á skemmtistöðum borgarinn- ar er jafnan gestkvæmt af erlendum hermönnum, er gera sig harla heima- komna. Mikill hluti æskunnar girnist ekki að velja sér slíkan félagsskap, og fer það mjög að málefni. Hvergi er völ á athvarfi, þar sem ungir menn og kon- ur geti fengizt við hagnýt störf og saklausa gleðileiki, án þess að verða fyrir ónæði og margs konar ágangi. Æskulýðshöllinni er ætlað að bæta úr þessu. Þar á æskan að geta helgað sig störfum og dægrastyttingu við smíð- ar, hannyrðir, bókalestur, skák, sam- ræður, fundahöld, skuggamyndir, fyrir- lestra og dans. Þar á unga fólkið að hljóta tækifæri til þess að koma og drekka kaffi á helgidögum og kvöld- stundum, án þess að verða að una því hlutskipti að heyra framandi tungumál berast að eyrum og hafa ómenningu hernaðarandans og samlanda sinna, sem villzt hafa af þjóðfélagsleið, fyrir augum. Æskulýðshöll Reykjavíkur á því að verða griðastaður þróttugrar og lífsglaðrar ungrar kynslóðar. Eg veit um fá mál, sem nú eru á dagskrá með þjóðinni, sem verðskulda þessari hugmynd fremur liðveizlu og fulltingi. Sú er orsök þess, að ég hef stungið niður penna í því skyni að minnast hennar. Eg hef viljað minna á mál þetta og félagsskap þann, sem að því stendur. Jafnframt vil ég freista þess að minna alla góða íslendinga á það, að hér fá þeir tækifæri til þess að verða þörfu máli að liði. Eg el þá von í brjósti, að allir þeir æskulýðsfélagsskapir, sem í höfuðborg- inni starfa, rétti Ungmennafélagi Reykjavíkur örvandi hönd við fram- kvæmd þessa máls. Hin eldri kynslóð mun einnig sjá nauðsyn þess, að unga fólkið í borginni eignist griðastað og telur sér efalaust skylt að veita því nokkurt brautargengi, þá hafizt verður handa. En ég vil þó sérstaklega láta eins aðila getið í þessu sambandi. Það er skólafólkið í Reykjavík, sem komið er utan af landi. Það er unga fólkið, sem sækir menntastofnanir höfuðstað- arins og á sér engan sameiginlegan samastað utan skólanna fremur en jafnaldrar þess úr hópi borgarbúa. Það ætti að gera sér það ljóst, að hér er einnig um hagsmunamál þess að ræða. Foreldrar, sem búa í dreifðum byggðum landsins og senda börn sín til náms í höfuðborginni, skyldu minnast þess, að hin fyrirhugaða æskulýðshöll verður þeim til mikilla heilla. Hún mun valda því, að synir þeirra og dætur þurfi ekki að gista knæpur og óvistlega skemmtistaði eða reika um stræti og torg í tómstundum sínum. Hér er því eigi aðeins um að ræða mál Reykvík- inga heldur þjóðarinnar allrar. Islenzkri æsku vorra tíma er stund- um brugðið um það, að hún reynist eigi skelegg í baráttu fyrir félagslegum hug- sjónum. Slíkir áfellisdómar munu þó eigi vera á rökum reistir. Þeir, sem á- fellast íslenzka æsku og sýna henni ó- bilgirni, skyldu minnast þess, að þeir hallmæla jafnframt íslenzkri framtíð. Milli æskunnar og hinnar eldri kynslóð- ar á að ríkja samhygð og skilningur. Unga fólkið í Reykjavík og einnig í bæjum og byggðum landsins skyldi vinna heit að því að koma byggingu æskulýðshallar í höfuðstaðnum í fram- kvæmd og leggja sæmd sína að viður- lögum. Hin eldri kynslóð skyldi einnig veita æskunni drengilegt lið í máli þessu og minnast þess, að jafnframt er hún að leggja fram skerf til þess, að íslenzka þjóðin fái notið auðnuríkrar framtíðar. Æskulýðshöll Reykjavíkur er enn að- eins draumsýn. En hún er fögur og tigin. Því skal þegar hafizt handa og það sannað, að enn eru íslendingar gæddir dirfð þeirri og manndómi, er til þess þarf að gera hugsjónir að veru- leika. stefax rvxúlfssox forut. Íþróttaráðs Reyhjavíknr: íþrótt Um allan heim táknar orðið „íþrótt“ þá rækt sálar og líkama, sem eflir heilsu og hreysti og vellíðan, eykur líkams- og sálarþrek manna og mótstöðuafl þeirra gegn hinum skaðlegu og mannskemra- andi nautum. Framhald af þjálfuninhi, er kappleik- urinn einn áfangi á leið til mikilla af- kasta, ekki aðeins á íþróttavellinum, heldur líka á vettvangi „gi’óandi þjóð- lífs“. Æskan snýr sér til íþróttanna og veit, að þær geta verið henni orkuvaki til sálar og líkama. Þetta er æskulýðn- um í raun og veru eðlilegt, því að æsk- an stefnir fram á þá braut, er leiðir til þeirrar lífshamingju, sem veitir styrk, svölun, endurnýjun og hvíld. Á þessari gæfubraut eru þó slæmar torfærur og er sárt til þess að vita, að helzt skulu þær vera að kenna gáleysi og skilningsleysi eldri kynslóðarinnar. Þessar torfærur eru fyrst og fremst hinar skaðlegu lifnaðarvenjur, svo sem eiturlyfjanotkun, og er þar fremst í röð áfengið og tóbakið. Eins og allir foreldrar þrá að sjá varðveitast hið hreina og fagra bros á vörum barnsins síns, æskuljómann í skærum augum þess og hið blíða við- mót þess óskemmt af völdum 'skaðlegra nautna, eins þrá allir sarmir íþrótta- menn að sjá íþróttaæskuna bera hreinan skjöld. Annars er æskan ekki íþrótta- æska á vettvangi gróandi þjóðlífs. Við, sem unnum íþróttum og höfum verið bindindismenn alla tíð, þráum að sjá alla íþróttaménn heila og ólamaða í heimi íþróttanna, bæði vegna þeirra sjálfra og eins vegna hróðurs íþrótt- anna. Við biðjum menn vinsamlegast og brýnum þá, að keppa með okkur að þessu verðuga markmiði. Við teljum okkur skylt að ryðja úr vegi íþrótta- æskunnar, ef unnt er, hinum hættuleg- ustu torfærum. Við sárbiðjum alla þá, sem enn neyta tóbaks og áfengis, að hætta afsökununum, hætta að segja: — „Þetta gerir okkur ekkert, við notum svo lítið af þessu“. Einmitt slík afstaða er æskunni skaðlegust og leiðir hana helzt út á hina hálu braut, þar sem eng-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.