Eining - 01.11.1942, Qupperneq 4

Eining - 01.11.1942, Qupperneq 4
4 E I N I N G ÚTGEFENDUR: Samvinnunefnd Stórstúku íslands, íþróttasambands íslands, Ungmennafélaga íslands og Sambands bindindisfélaga í skólum. * RITNEFND: Páll S. Pálsson, stud. jur. Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltrúi, Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri, Guðmundur Sveinsson, stud. theol., Pétur Sigurðsson, erindreki, ritstj. og ábyrgðarmaður. Oannig fór um hana Hún var ung, fögur og elskuleg. Hún söng við öll sín störf og lék við hvern sinn fingur. Piltarnir urðu dauðskotnir í henni og hún hafði oft marga biðía í einu. Hún hélt sig geta gengið í valið. Að síðustu varð hún ekki ein um að svara bónorðinu. Bragðarefur og svik- ari komst í taflið. Hann þóttist vera vinur hennar og hjálpaði henni til þess að ákveða sig. Kvöld eitt gekk einn biðillinn heim með heimasætunni. Hann var ekki svik- arinn, en svikarinn var með í leiknum. Þau höfðu bæði setið að skál og voru „hýr“. Á slíkum stundum ráða tilfinn- ingar meiru en hyggni og skynsemi. Bið- illinn var hræddur við hryggbrot og þekkti tækifæri sitt. Hann var lengur hjá heimasætunni þetta kvöld, en við- eigandi var. Svo liðu vikur og mánuðir. Hún var hætt að syngja við störfin og brosið var horfið af vörum hennar. Nú var of seint að velja. Hún varð að hlýta úr- skurði atvikanna. Giftingin varð að fara fram. Hún endurheimti aldrei gleði sína. Hún ól börn, en hafði ekki barna- lán. Sum dóu, önnur voru gölluð. Hún hvarf frá hálf unnu dagsverki. Eftir var hnípinn og kjarklaus maki og hálf- stálpuð börn. Þýðingarmesta sporið var stígið í ógáti samkvæmt uppörfun svik- arns. Bakkus lék hlutverk sitt vel eins og oftar. Hann vígði glögðu hjúin til einingar, en bölvun fylgir ölum embætt-. isverkum hans. — Þetta er sönn saga, og aðeins ein af mörgum. Mikilmennið. „Carlyle hefir líkt mönnum á deyfð- ar- og vandræðatímum við: „Þurrt, dautt eldsneyti, er bíður eftir því, að eldingu himinsins slái niður og kveiki í því. Mikilmennið, sem fengið hefir sitt frjálsa afl beint úr hendi Guðs, er eld- ingin. Orð hans er hið læknandi vizku- orð, sem allir geta trúað. Allt logar glatt í kringum hann, jafnskjótt og hann hefir tendrað í því líkan eld og í sjálfum honum brennur“ “. „íslendingar“, bl. 53. Vondir menn! Harðstjórn, ofbeldi, kúgun, níðings- verk og manndráp er nú daglegt um- ræðuefni manna. — Eru menn vondir menn? Nei. Þeir eru hvorki vondir eða góðir. En oft er þannig búið að mönn- um, að breytni þeirra verður slík sem væru þeir vondir menn, og oft verða verk þeirra þá vond. Bændagreyin í Frakklandi og mið- stéttarmennirnir á dögum Lúðvíks 16. voru í raun og veru ekki vondir menn. En það var illa búið að þeim. Koungur- inn hafði sex hundruð matsveina, en sumir þegnar hans höfðu ekkert að mat- reiða. Þegar skuldir ríkisins voru orðn- ar 4000 milljónir franka, gerðu þeir dugnaðarmann að fjármálaráðherra, skiptu oft um menn. þeir urðu óvin- sælir hjá hirðinni, allir nem Charles Alexander Calonne, sem borgaði gaml- ar skuldir með nýjum lánum- og bætti 800,000,000 franka við ríkisskuldina á þremur árum. Sjálfur gerði konungur- inn „réttan hlut á röngum tíma og á rangan hátt“, segir söguritarinn. Slíkt gera allar vanhyggnar stjórnir. Kröf- um lýðsins var ekki sinnt hjá hirð Lúð- víks 16. Rangsleitni, hatur og ofbeldi magnaðist og ógnarstjórn kom yfir ó- stjórn. Ofbeldishneigð Það er verið að leika sér að van- þroska og breyskleika okkar mannanna. Vilji almennings er oft að engu hafður. Hér er eitt dæmið: Um aldir yar áfengið búið að leika okkur grátt, eins og aðrar þjóðir: Drepa skáld okkar, unga námsmenn, gera menn að ræflum, valda slysum og hörm- ungum. Loks reis bindindisaldan og náði hámarki sínu með bannlögunum. Meiri hluti þjóðarinnar vildi losna við áfeng- ið. En hópur manna, sem stjórnuðust af sama innræti og hirðmenn Lúðvíks 16., heimtaði áfengi og nautnir á kostn- að lýðsins, og þar voru í f-rarabroddi háttsettir embættismenn. Bannlögin voru rægð, svívirt, brotin af þessum mönnum og allra bragða neytt, þar til þau voru afnumin. Áfengisflóðið skall aftur á þjóðinni og það á mjög hættu- legum tíma. Hugsandi og ábyrgir menn létu til sín heyra og kröfur lands- manna um róttækar aðgerðir urðu há- værar. Þá kom hin fræga skömmtun, sem varð á stuttum tíma eitt hið al- ræmdasta þjóðarhneyksli. Áfengisbæk- urnar komust í ógnarverð manna á milli. Sú verzlun olli vinaslitum og ófriði á heimilum. Konur urðu jafnvel að taka sér kústsköft í hönd og reka góðkunn- ingja sína á dyr til þess að losna við þessi andstyggilegu bónorð þeirra. — Skömmtunin rgékta'ði spillinguna, en á sama tíma uxu viðsjár í landinu og hætta hernámsins. Enn heyrðust há værar raddir almennings um lokun á- fengisverzlunarinnar. Áskorunum og undirskriftarskjölum rigndi yfir stjórn og löggj afarþing. Loks var lokað af ótta við hættuleg öfl í landinu. En viti menn, hurðin opnast fljótt aftur í hálfa gátt. Nú komu ,,undanþágurnar“, sem orðnar eru reginhneyksli og aðhláturs- efni manna um allt land. Fimm daga í viku eru látnar úti í áfengisverzluninni hér í Reykjavík um 600 til 1000 flöskur daglega. Ekki minna en 1000 flöskur daglega um töðugjaldatímann, sam- kvæmt áreiðanlegum upplýsingum. — Hækkandi verð hræðir engan. Whiský- flaskan á 50 krónur þykir ekkert. — Þessa fimm daga í viku er selt áfengi fyrir eitthvað um 25 þúsund krónur daglega og það upp í 45 þúsund. Og það á að heita að lokað sé. Peningar eru nógir í landinu. Ekki þarf að selja áfengi þess vegna. Allur þorri manna er gramur út í þetta. Æðsti valdamað- urinn í þessum sökum er skipulagður bindindismaður, reglubróðir og maður, sem ég hef ekki nema gott um að segja. Samt er þetta þannig. Hvað veldur? — Hvað á að segja? Ræður sá í raun og veru, sem talið er að ráði? Nei, og aftur nei. Ekki fremur en Lúðvík 16. réði því, er þá gerðist til bölvunar fyrir heila þjóð. Það var klíkan í kringum hann, sem réði. Það er þessi klíka í okkar þjóðfélagi, sem heldur áfengisverzlun- inni í hálfagátt á móti vilja þjóðarinn- ar. Þetta eru menn, sem hafa peninga- ráð og mikil völd í pólitískum flokkum. Það eru og hafa verið mennirnir, sem fyrst og fremst koma styrjöldum af stað, viðskiptaflækjum, fjármálavand- ræðum og rækta spillinguna. Ef þeim þykir ég segja of mikið, þá komi þeir til samtals við mig. Afleiðingar áfengisaustursins eru svo slys og afbrot. Fullir unglingar stela bifreiðum, aka jafnvel upp á gagnstétt- ir, slasa og drepa menn og á öllu velt- ur. Allir tala um þetta og flestir for- dæma það. Samt fæst engin bót. Ræður og skrif koma að engu haldi. Ekki þýð- ir heldur að tala við hina ráðandi menn, því að þeir ráða ekki, og við þá, sem ráða á bak við tjöldin, þýðir ekki að tala, nema þá á því máli, sem þjóðirnar talast við um þessar mundir. Og senni- lega hafa þær tekið upp þá aðferð vegna þess, að lítið vannst með hinni. I þessum sökum siglir nú rangsleitnin og óheilindin hjá okkur hraðbyri sinn sjó í dauðamóki og aðgerðarleysi þeirra manna, sem eiga að vaka yfir velferð þjóðarinnar. Við stöndum gram- ir og ráðalausir og förum að hugsa, hvort ofbeldisverk sé ekki eina lausnin hjá okkur eins og sumum öðrurn þjóð- um. Þannig er gerður leikur til þess, að gera menn að vondum mönnum. Varið ykkur. Þið, sem hafið réttlátar meningarkröfur manna að engu. Reynið að læra af konungum Frakka, Lúðvík 15. og Lúðvík 16, Annar sá hættuna, en gerði ekkert til þess að afstýra henni. Sagði aðeins: „Eftirmaður minn fær að reyna það. Hinn gerði „réttan hlut á röngum tíma og á rangan hátt“, eða alls ekki neitt. P. S.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.