Eining - 01.11.1942, Side 5
E I N I N G
5
Fyrir nokkrum árum fór fram
hraustleikasamkeppni í Bandaríkj-
unum og tóku þátt í henni 350,000
ungar stúlkur. Ungfrú Inez Harden
komst næst fullkomnunarmarkinu.
Hún fékk 99,04, næstum 100% í
hreysti og fegurð. Lifnaðarreglur
sínar sagði hún vera þessar:
,rSef 10 stundir á hveni nóttu.
Drekk einn líter af mjólk daglega.
Borða mikið af grænmeti. Nota
aldrei andlitsfarða eða lit. Geng ekki
á háhæluðum skóm“.
Stúlkan var þá 16 ára, 117 pund,
5 fet og 2 þumlungar á hæð. Hún
háttar klukkan 8 og rís kl. 6l/2. —
Venur sig á líkamsæfingar, djúpa
og reglubundna öndun, og tekur
tölu irðan þátt í heimilisstörfum.
KDISON UM LANGLlFI
„Á unga aldrei varð afi minn hrif-
inn af frásögninni um hinn mikla
Venezíanska mann, Louis Cornaro,
sem orðinn var heilsulaus á bezta
aldri, en breytti þá til um matar-
reglur og heppnaðist með heilsusam-
legum lifnaði, að verða meira en
200 ára gamall. Afi minn tamdi sér
skynsamlegar matarreglur og hon-
um tókst' að verða 104 ára. Engin
veikindi urðu dauðamein hans. Hann
var vel frískur til síðustu stundar.
Hann varð aðeins þreyttur á lífinu.
Frumsellurnar í líkama hans vildu
losna.
Dag einn sagði afi minn við börn
sín, að nú færi hann til dóttur sinn-
ar, er hann nefndi, til þess að deyja
hjá henni. Hann gekk í hús dóttur
sinnar, háttaði og dó. Það gekk ekk-
ert að honum. Hann kærði sig ekki
um að lifa lengur. Faðir minn dó á
svipaðan hátt. Báðir höfðu þessir
menn skilið, að leyndurdómur lang-
lífisins er: rétir lifnaðarhættir, sér-
staklega í mat og drykk.
Sjálfur ét ég aðeins til þess að lifa.
Líkami minn er því ekki eitraður af
ofáti. Taugakerfi mitt er eins liðugt
og mjúkt og barnslíkama. Ég trúi á
vitsmunalíf frumsellanna í líkama
mínum, og að vitsmunalíf mitt sé
samanlögð summan af vitsmunalífi
frumsellanna í líkama mínum“.
Stúlkur, sem reykja, ófríkka og
eldast fljótt.
Ungar stúlkur, sem vilja varðveita
fegurð og æskustyrkleika, verða að
borða holla fæðu, sjá um að melt-
ingin sé í góðu lagi og skapið gott.
Þær verða að forðast notkun eitur
lyfja og óreglulegt líf, hátta snemma,
fara snemma á fætur, taka þátt í
hollri vinnu, íþróttum og útiveru.—
Mikið skal til mikils vinna.
Neftóbakið skemmir útlit karl-
manna og málróm þeirra, en reyk-
ingar eyðileggja söngrödd þeirra, en
eyðileggja auðvitað margt fleira.
IKÍMAVV HELGASOX:
En að reyna íþróttirnar
Fyrir nokkru gaf bindindismála-
nefnd í. S. I. út bók, er nefnist „Eyð-
andi eldur“, og f jallar aðallega um skað-
semi reykinga. Upphafsorð bókarinnar
eru á þessa leið: „Tvennt er það, sem
menn sízt af öllu vilja missa: Vit og
heilsa. Um allan heim stundar æskan
íþróttir til þess að varðveita sem bezt
heilsuna, en heilsubilaðir menn leita
heimsskautanna á milli að einhverju
heilsulyfi eða bjargráði og eyða oft
þar til of fjár“.
Ég efast um að fólk, sem les þessi
upphafsorð bókarinnar, geri sér nægi-
lega grein fyrir hinum mikilvæga sann-
leika þeirra. Mér er nær að halda, að
þetta sé of einfaldur sannleikur og of
auðskilinn til þess að konur og karlar
staldri við og athugi hann nánar. Hinn
heilsubilaði maður, sem með óhygginda-
legu líferni hefur lamað líkama sinn,
svo að hann er næstum eða alveg ó-
starfshæfur, eða andlegir kraftar hans
svo úr sér gengnir, að hann missir
trúna á lífið og fegurð þess, getur kom-
ist þar, sem honum finnst lífið óbæri-
leg kvöl. Stundum er sjálfsmorð eina
úrræðið. Sumir gefast ekki upp, en
„léita heimsendanna á milli“ að heilsu-
bót og verja til þess dýrmætum júma og
peningum. Allir menn, sem vit hafa og
venjulega hugsun, þrá að lifa án kvala
og þurfa ekki að valda öðrum armæðu
eða sársauka. En þrátt fyrir slíka þrá
og góðan ásetning, og þrotlausa leit eft-
ir hnossinu, sjást krossferðir sjúkra
mana, er með gáleysi hafa spillt heilsu
sinni, næstum hvar sem litið er.
Þetta fólk gaf sér ekki tíma til að
staðnæmast örlítið á krossgötunum og
hugleiða í fullri alvöru, hvað hægt væri
að gera fyrir þetta tvennt, sem allir
þrá og enginn vill missa: vit og heilsu.
Mér hefur alltaf fundizt íþróttir og
notkun eiturlyfja ósamrýmanlegt, hrein-
ar andstæður. Þess vegna er eðlilegt að
íþróttamenn láti þessi mál til sín taka.
Um jafn einfalt mál og þetta, finnst
sumum óþarfi að eyða orðum, er íþrótt-
ir og eiturlyfjanotkun berst í tal. En
þetta er eitt af hinu of einfalda, því að
reynslan sýnir, að þótt margir íþrótta-
menn starfi í hinum rétta anda og kosti
kapps um að hafa áhrif á félaga sína
og sannfæra þá um þennan einfalda
sannleika, þá eru það samt margir, sem
ekki hafa numið staðar við vegamótin.
Þeir vissu hið rétta um áfengið og í-
þróttir, en — hvernig fór?
Vísindalegar rannsóknir hafa marg-
sannað þetta, og á það rekumst við oft
í leikjum og skemmtunum okkar. Stund-
um heyrist sagt á áhorfendapöllunum,
að N. N. sé óvenjulega slappur í dag.
Svarar þá ef til vill sá næsti eitthvað á
þessa leið: „Er það furða? Þú hefðir
átt að sjá hann í gærkveldi. Það er ekki
furða, þótt hann sé þunnur í dag“. Svo
áberandi er þetta stundum, að áhorfand-
inn veitir því athygli. Þetta er þó auð-
vitað ekki æfinlega orsök þess, að menn
standa sig illa í keppni. Þessa menn
ættu íþróttafélögin að „taka úr um-
ferð“, er þeir koma þannig fram og
etja þeim ekki til keppni um ákveðinn
tíma.
Hvað skemmtanir snertir, þá er í-
þróttafélögunum gert þar erfitt fyrir,
þar sem þau fá ekki beztu samkomuhús
bæjarins fyrir árshátíðir sínar nema
fengið sé vínveitingaleyfi. Þar virðist
ekki tekið mikið tillit til tilgangsins og
hinnar almennu kröfu, sem gerð er til
íþróttamanna, þrátt fyrir allt. Móti
þessu eiga allir sannir íþróttamenn að
rísa. Við höldum því mjög á lofti, að
starfsemi okkar hafi uppeldislegt gildi,
og það hefur hún vissulega, en við verð-
um þá að sanna með fordæmi okkar að
svo sé, sýna foreldrum ungmenna, að
þeim sé óhætt að senda syni sína og dæt-
ur í félög okkar til þess að njóta hollra
áhrifa. Flestir foreldrar munu brýna
fyrir börnum sínum að drekka ekki á-
fengi eða nota tóbak. Og jafnvíst er
það, að unglingarnir þykjast skilja þessi
einföldu sannindi. Þeir hafa lesið um
bílstjórann, er ók með ofsahraða út af
veginum, svo að allir slösuðust, er í bif-
reiðinni voru og sumir hlutu örkuml og
lýti til dauðadags: „Við vitum þetta“,
segja þeir, „að ekki má vekja óspektir,
spilla svefnfriði manna, lama vinnu-
þrek sitt, skemma eða eyðileggja mann-
orð sitt o. s. frv. Allir vita, að þetta
kemur helzt fyrir, þegar menn eru ekki
með öllum mj alla. Um þetta ætti ekki að
þurfa að vera alltaf að suða“. En hvað
segir reynslan? Hún sýnir, að oft er
árangurinn af þessum velviljuðu leið-
beiningum lítill eða enginn. Hér virð-
ist því ástæða til þess að reyna nýjar
leiðir, leiðir þar sem unglingurinn get-
ur skemmt sér, en verið um leið í góðum
félagsskap.
Nú spyr ég ykkur, fullorðna fólk. —
Hafið þið gert ykkur ljóst, að ungling-
urinn þarf félaga í frístundum sínum,
að hann þarf eitthvað, sem hann kall-
ar skemmtun? Er ekki vénjan sú, að
þið segið við hann, er hann kemur frá