Eining - 01.11.1942, Page 6
6
E I N I N G
störfum sínum: „Þú ættir nú ekki að
fara út í kvöld, heldur hvíla þig“. Ef til
vill er þetta oft skynsamlegt, en reyndin
mun oftast verða sú, að hann fer út,
og hvert fer hann? Hafið þið nokkurn
tíma sagt við hann: „Ætlar þú ekki
að fara á æfingu í kvöld, þegar þú ert
búinn að borða og jafna þig. Þú hefðir
gott af að fá þér hreyfingu og bað eftir
dagsverkið".
Ég efast um að þetta fyrirfinnist. En
því ekki að reyna þetta, kynnast félag-
inu, sem hann aðhyllist, félögunum, sem
hann umgengst og fylgjast með þeim
raunum, sem hann tekur þátt í. Og svo
en eitt ótalið, sem ég veit, að er ykkur
mikils virði. Þið vitið þá, hvar hann
er:
Þegar almenningur hefur fengið full-
an skilning á ágæti íþrótta, sem meðali
til þess að beina unga fólkinu frá allri
óreglu og um leið þjálfa líkama sinn,
þá verður krafan um t aðbúnað til
íþróttaiðkana fyrir æskulýðinn svo
sterk, að slíkt verður talið jafnnauð-
synlegt og skólar. Það er því áskorun
mín til foreldra og aðstandenda æsku-
manna, að hugleiða þetta mál og koma
með í starfsemi íþróttahreyfingarinnar
á þennan óbeina hátt. Frá mínu sjónar-
miði er það jafn sjálfsagt og eðlilegt
og áskoranir þeirra til barna sinna, að
neyta ekki áfengis eða tóbaks. Hjálpið
íþrótamönnum til þess að koma hér upp
alhliða íþróttamenningu, þar sem
með fræðslu og skynsamelgum aðferð-
um er unnið gegn því eftir föngum, að
menn þurfi að leita heimsendanna á
milli að einhverju heilsulyfi eða bjarg-
ráði við bilaðri heilsu. Hjálpið til að
varðveita það, sem allir þrá og enginn
vill missa: Heilsu, hreysti og mannvit.
Frímann Helgason.
lMtihill í raun.
Aldurhniginn skipstjóri lýsir Nelson,
hinum fræga herforingja Englendinga,
á þessa leið: „Ekki mikið að sjá. Lítill
snáði, sem skrölti léttur og horaður,
eins og laufblað, í fötum sínum. Ekkert
að sjá, blessuð verið þið, ljúfur eins og
barn. Eineygður og einhendur, hálfur
maður og sjóveikur eins og þriggja
mánaða hvolpur, þegar illt er í sjó. Er
ekki þyngri en skipsdrengur. En — í
athöfnum, er leggja skal til orustu, þá
er hann eins og logandi eldur — flam-
ing fire“.
Heilbrigöur ugi.
„Stafur heimilisagans og skólaagans
er eins og stafur Arons. Kasti menn
honum frá sér, þá verður hann að högg-
ormi; en sé hann tekinn og lagður inn
í helgidóminn frammi fyrir augliti
guðs, þá ber hann blóm og ávexti".
Dr. Bath.
IIVERNIG MÆLIST I»<J?
Framkoma manna, hegðun og
nautnaval, er ágætur mælikvarði á
menningarþroska þeirra og siðfágun.
Mestu nautnir hins sannmenntaða
og þroskaða manns, er: samlíf við
fagrar listir, skapandi bókmenntir,
gáfaða og upplýsta menn og náttúru-
fegurð. Að sitja og rabba við gáfaða
og fróða menn, er þeim sönn nautn.
Beztu nautnir hins vanþroskaða og
skepnulega manns, er: matur,
nautnalyf, svo sem áfengi, tóbak og
önnur slík æsandi meðul, og fullnæg-
ing kynhvatanna.
Hvað segir þessi mælikvarði um
stærð þína?
Hvers konar nautnir velur þú?
Stríðshostnaöur.
Á árunum 1776 til 1910 eyddu Banda-
ríkin $4.000.000.000 til hernaðar. Það
voru 6 stríð á 134 árum. I heimsstyrj-
öldinni fyrri eyddu þau $23.000.000.000
í 19 mánaða styrjöld. Hvað nú verður
er enn ekki séð.
Á 120 árum — 1790—1910 — eyddu
allar hernaðarþjóðir heimsins $22.000.-
000.000 í 14 mikil stríð. í síðustu heims-
styrjöld, er stóð rúm fjögur ár, eyddu
þær $186.000.000.000. Hvað nú verður
er enn ekki séð.
Þá liðu 13.500.000 manna hungurs-
neyð í Kína. Þá fórust 12 miljónir
manna um heim allan í innflúensunni.
Hún var fimm sinnum mannskæðari en
styrjöldin. Álitið er að í öllum heimin-
um hafi farist 6 milljónir manna í
styrjöldum á árunum 1790—1910, en 10
milljónir á rúmum 4 árum í síðustu
heimsstyrjöld. Hvað verður nú?
Ðrengshapur.
„Amerískur Rhodes-stúdent í Oxford
var spurður um það, hvað honum þætti
merkilegast í háskólalífi Englendinga.
Hann svaraði: „Það þykir mér merki-
legast, að hér eru þrjú þúsund ungir
menn, er hver og einn kysi heldur að
tapa leik en að leika hann ódrengilega".
„íslendingar", bl. 26.
3Mcnntun.
„Menntun er ekki það, að troða sem
allra flestum staðreyndum viðvíkjandi
sem allra flestum atriðum inn í sem
flest höfuð á sem allra styztum tíma.
Hún er samræmisfagur vöxtur manns-
ins alla vega — líkamlega, vitsmuna-
lega og andlega“.
O. Wallace, skólastjóri við
Sherborne skóla.
Tilkynning
frá ríhisstjórninni
Gallaðar sprengjukúlur eða sprengj-
ur falla stundum nálægt æfingastöðv-
um, án þess að springa. — En þó að
þær hafi ekki sprungið, geta þær samt
verið mjög hættulegar, ef þær eru snert-
ar. Sérhver sprengja eða sprengikúla
er því hættuleg lífi og limum manna.
Söfnun slíkra sprengja sem minja-
gripa, er því hættulegur leikur, sem get-
ur kostað annað hvort mikil meiðsli eða
lífið.
Reynið ekki að flytja slíkar ósprungn-
ar sprengjur eða sprengikúlur til hern-
aðaryfirvalda til athugunar, heldur
merkið staðinn með smá vörðum og til-
kynnið til næstu herbúða, en hermenn
þaðan munu gera nauðsynlegar ráð-
stafanir.
Það er lífsnauðsyn að hver einasti
maður á heimilinu kynni sér og fari
nákvæmlega eftir eftirfarandi reglum:
1. Snertið ekki neinn þann hlut, sem
líkist sprengju, sprengikúlu eða
stórri byssukúlu.
2. Tefjið ekki lengur í námunda við
þessa hluti en nauðsyn krefur.
3. - Leyfið engum að safna slíkum
hlutum, sérstaklega ekki börnum.
4. Merkið staðinn með smá vörðum
og tilkynnið til næstu herbúða.
Lesið þetta og útskýrið það fyrir þeim
sem ekki hafa lesið það eða þurfa nán-
ari skýringa á því.
Dómsmálará&uneytið,
21. október 19U2.
Lfósmyndasfofa
mín er flulí á Laugaveg 12,
í fullkomnari og stærri húsakynni
en áður.
SigurðMir Guðinundsson
ljósmyndari.
ttúllu- og hleragerðin.
FLOSI SIGURÐSSON.
Klapparstíg 8.
Símar 3820 og 3363.
Smíðum trawllilera fyrir
mútorbáta.
Allar stærðir.
Vindla- og cigarettu-
KVEIKJARAH
nýkomnir.
BRISTOL, Bankastræti.
ísafoldarprentsmiðja h.f.