Eining - 01.09.1946, Qupperneq 1

Eining - 01.09.1946, Qupperneq 1
STÓRSTÚKUÞINGIÐ i \ l Fulltrúar stórstúkuþingsins staddir á Þingvöllum. Ljósm.: Sig. Guðmundsson. Fertugasta og sjötta þing Stórstúku íslands var háð í Reykjavík dagana 5. —9. júlí s.l. Þingið hófst með guðs- þjónustu í dómkirkjunni, Séra Jakob Jónsson messaði og flutti kraftmikla og ágæta ræðu. Þingsetningin fór svo fram strax á eftir og var það mjög hátíðleg stund. Stórtemplar, séra Krist- inn Stefánsson, setti þingið, minntist látinna félaga Stórstúkunnar og bauð fulltrúa velkomna til þingsetu. Alls voru mættir 93 fulltrúar, 22 tóku stór- stúkustigið, en 13 hástúkustigið. Skýrsla stórtemplars eraðþessusinni 24 blaðsíður í þingtíðindunum og gerir grein fyrir fjárhag Stórstúkunnar, út- breiðslustarfi í ýmsum liðum, happ- drætti templara, útgáfustarfsemi, Upp- lýsingastöð Reglunnar, húsmáli, marg- víslegu menningarstarfi, og ástandi og framtíðarhorfum í bindindisstarfi og áfengismálum þjóðarinnar. Skýrslan ber vott um vaxandi starf Reglunnar, og að það verður margþættara menn- ingarstarf með hverju árinu sem líður. Verður ekki annað sagt, en að fram- kvæmdanefndin hafi verið vakandi á verðinum, og á hún, og þá ekki sízt stórtemplar, þakkir skilið fyrir mikið starf. Góðs viti er það, hve fjárhagur Reglunnar hefur batnað. Styrkurinn frá ríkinu er nú að þessu sinni rúm- lega 100000 kr. hærri en undanfarið ár. Mikill áhugi og góður samhugur ríkti á þinginu, þegar rædd voru áfengis- málin og lagðist þingið í heild mjög fast á þá sveif, eins og helztu tillögur þess bera vott, að stefna bæri að rót- tækum aðgerðum. Séra Kristinn Stefánsson var endur- kjörinn stórtemplar í sjötta sinn. I tilefni nýafstaðins 60 ára afmælis Stórstúku Islánds bauð bæjarstjórn Reykjavíkur fulltrúum stórstúkuþings- ins í skemmtiför til þingvalla og veitti þar myndarlega framreiddan miðdegis- verð. Var svo virkjunin við Ljósafoss skoðuð á heimleið og þótti fulltrúun- um förin í heild hin bezta. Þá bauð Stórstúka íslands fulltrúun- um í skemmtiför að Jaðri, landnámi Reykjavíkur templara, og veitti þar kaffi í hinum reisulegu húsakynnum, sem komið hefur verið upp á staðnum fyrir sérstakan dugnað, aðallega yngri kynslóðarinnar í templarasveit Reykja- víkur. Þótti fulltrúunum gott og gaman þar um að litast. Þingstúka Reykjavíkur stóð fyrir myndarlegu skilnaðarsamsæti. Þinginu höfðu borizt mörg heillaskeyti, einnig mjög uppörvandi kveðjur og samþykkt- ir frá prestastefnu íslands og hinu glæsilega landsmóti ungmennafélag- anna að Laugum. Á báðum þessum merkilegu mannfundum voru tillögurn- ar um róttækar aðgei'ðir í áfengismál- um þjóðarinnar, mjög einróma og í

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.