Eining - 01.09.1946, Qupperneq 2

Eining - 01.09.1946, Qupperneq 2
f 2 E I N I N O Ljósm.: Si(/. Guðmundsson. Fulltrúar stórstúkuþingsins í veizlu á Þmgvöllum í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur. samræmi við svipaðar tillögur og kröf- ur manna um land allt á ýmsum fund- um og mannamótum. Helztu tillögur og samþykktir þings- ins voru þessar: I. Fertugasta og sjötta þing Stór- stúku íslandsð háð í Rvík dagana 5.—9. júlí 1946, skorar á útvarpsráð að leyfa útvarpsumræður, snemma á komandi vetri, um aðflutnings- og sölubann á áfengi og áfengismál yfirleitt, og felur þingið framkvæmdanefnd Stórstúkunn- ar að flytja þetta mál við útvarpsráð. II. Fertugasta og sjötta þing Stór- stúku íslands telur það orðinn augljós- an vilja landsmanna, að róttækar ráð- stafanir verði gerðar til þess að ráða bót á því drykkjuskaparböli, sem nú ógnar siðgæði og menningu þjóðarinn- ar. Telur þingið, að slíkur þjóðarvilji komi skýrt í ljós í fjölmörgum sam- þykktum og áskorunum á fundum og þingum ýmissa stétta- og félagasam- taka í landinu, sem allar fari í sömu átt og heimti útrýmingu áfengisbölsins. Fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar sendi Stórstúka Islands svo hljóðandi fyrirspurn til allra frambjóðenda til alþingis: 1. Viljið þér beita áhrifum yðar til þess, að lögin um héraðabönn geti kom- ið til framkvæmda sem allra fyrst? 2. Viljið þér styðja markvissa sókn að algjöru banni? Svör hafa þegar borizt frá 47 fram- bjóðendum og eru að heita má öll alger- lega.jákvæð og margir þeirra, er gefið hafa hin jákvæðu svör, hafa undirstrik- að þau og lagt á það ríka áherzlu, að þetta sé eindreginn vilji þeirra. Þá hefir komið í ljós ákveðinn vilji í þessa átt frá flestum eða öllum bæjarstjórn- um landsins. Fertugasta og sjötta þing Stórstúku íslands samþykkir því: 1. Að skora á ríkisstjórn og Alþingi að láta fara fram þegar á næsta ári þjóðáratkvæðagreiðslu um innflutn- ings- sölu- og veitingabann á öllum á- fengum drykkjum. 2. a. Að láta lögin um héraðabönn öðlazt gildi nú þegar. b. Stórstúkuþingið skorar á bæjar- stjórnir í þeim kaupstöðum, þar sem nú eru útsölustaðir áfengis, að beita sér fyrir því, að fram fari atkvæðagreiðsla kosningabærra manna í hverju bæjar- félagi um sig, um lokun áfengisútsölu á staðnum. 3. Að loka Áfengisútsölunum á Siglufirði og Akureyri yfir síldveiði- tímann á yfirstandandi sumri og i Vest- mannaeyjum á vetrarvertíðinni, hafi lögin um héraðabönn þá eigi komið til framkvæmda. 4. Að herða á löggæzlu og strangara eftirliti með leynisölu bæði hjá bifreiða- stöðvum og öðrum grunuðum aðilum. 5. Að hraða sem mest nauðsynleg- um ráðstöfunum til þess, að hægt sé að taka áfengissýkta menn algjörlega úr umferð og létta byrði drykkjuskapar- bölsins af heimilum slíkra manna, og að með slíka menn verði farið sem sjúklinga og þeim veitt nægileg hjúkr- un og læknishjálp. 6. Að ríkisstjórnin geri skýlausa kröfu til allra embættismanna og launamanna sinna, að þeir séu fyrir- mynd í reglusemi og bindindi. 7. Að skora á ríkisstjórnina að skipa nefnd, í samráði við framkvæmda- nefnd Stórstúku íslands, er rannsaki og gefi skýrslu um, hve víðtæk séu í þjóð- félaginu hin skaðvænu áhrif áfengis- sölunnar og áfengisneyzlunnar, bæði hvað snertir allt öryggi manna og sið- gæði, réttarfar og hag þjóðarinnar yfirleitt. 8. Að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að lagðar verði niður all- ar áfengisveitingar í öllum veizlum, sem ríkið eða þjóðfélagið sjálft stendur að í einhverri mynd. 9. Fertugasta og sjötta þing Stór- stúku Islands felur framkvæmdanefnd sinni, að beita sér fyrir því að allar undirdeildir reglunnar í landinu og aðra krafta, sem að bindindisstarfsemi standa, að sótt verði sem fastast að settu marki — útrýmingu áfengisins úr landinu. 10. Fertugasta og sjötta þing Stór- stúku Islands samþykkir að fela- fram- kvæmdanefnd sinni að skipa eða fá kjörna nefnd manna til þess að semja uppkast að frumvarpi til laga um bann á aðflutningi, sölu og veitingu áfengis. III. ) Stórstúkuþingið fagnar því að Alþingi hefur nú veitt Góðtemplara- reglunni aukið starfsfé. IV. ) Stórstúkuþingið fagnar þeim samtökum, sem hafin eru meðal kvenna, gegn áfengisnautn þjóðarinnar og- væntir góðrar og öruggrar samvinnu framkvæmdanefndar við samtök þessi. V. ) Stórstúkuþingið skorar enn á ný á útvarpsráð að það verði við áður framkomnum óskum framkvæmda- nefndar Stórstúku íslands um verulega rýrpkun á þeim tíma, sem ætlaður er í dagskrá útvarpsins til flutnings erinda um bindindismál og skaðlegar afleið- ingar áfengisnautnar. LENGI GETUR VONT VERSNAÐ. Danskir einokunarkaupmenn komust nær því á tímabili að eyðileggja ísl- lenzku þjóðina á brennivíni, en allar aðrar plágur, sem yfir þjóðina dundu, svo sem eldgos, drepsóttir, ísaár og harðindi. Það sem þá bjargaði fyrsí og fremst var það, að konur drukku ekki. Nú er fullt útlit fyrir að áfengissala ríkisins, hins íslenzka fullveldis, ætli að verða mikilvirkari í manndrápum afmönnun, siðspillingu og alls konar úrkynjun, en hin danska brennivíns- sala nokkru sinni var, þótt geigvæn- leg væri. Hér er nú ekki lengur erlendri stjórn um að kenna. Við erum nú okk- ar eigin böðlar. LEYNISALA OG BANN. Eitt aðalvopn andbanninga er leyni- salan, sem þeir reyna að gera sem mest úr í sambandi við áfengisbann. En sannleikurinn er sá, að þegar ekki er á- fengisbann, þá hafa menn frjálsa á- fengissölu, milljónum manna til óbæt- anlegs tjóns, og leynisöluna að auki. Til dæmis komst upp um leynisölu í Bandarikjunum árið 1939 eða 40. Hún nam einni milljón dollara á mánuði og sá fimm ríkjum fyrir nægilegu áfengi. 122 menn voru ákærðir í sambandi við þetta fyrirtæki. * Á k * i / >

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.