Eining - 01.09.1946, Qupperneq 6

Eining - 01.09.1946, Qupperneq 6
6 E I N I N G í ríkið varð að loka áfengiseinkasölunni um þriggj a vikna skeið, og þetta er enn óleyst vandamál, eins og hjá okkur hér á landi. Til dæmis fékk áfengisvarnar- nefndin í Osló 3700 persónur tii með- ferðar frá áramótum þar til í júlí s.l. í stað 2000 allt fyrra árið. Drykkju- mannahæli eru nú í Norvegi fyrir um 200 sjúklinga, og er það allt of lítið. Eitt er fyrir konur. Stórstúkuþingið samþykkti að koma upp drykkjumanna- hæli, einnig samþykkti þingið að koma upp sérstökum lýðháskóla fyrir bind- indismenn. Var kjörin nefnd, er safna skyldi 500000 kr. til þess að hrinda þessu í framkvæmd. I Norvegi eru 40 þúsund templarar, en í Svíþjóð og Norvegi til samans 193 þúsund. I öðrum löndum heimsins eru samtals aðeins um 30 þúsund, en nú breytist þetta vonandi brátt til batn- aðar eftir styrjöldina. Aðeins í Eng- landi fækkaði í Reglunni um 10 þúsund á stríðstímunum. í Norvegi eru 36 um- dæmisstúkur, 700 undirstúkur, 600 barnastúkur, 270 les- og námshringir. Samtals verður þetta 75 þúsund fé- lagar. f Alesund eru 600 félagar í und- irstúkunum, en 4000 á Sönnmöre, öllu umdæminu. Aalesund verð ég að gera betri skil síðar, en þess skal þó getið hér, að bærinn vann nokkuð til þess að verða þessa heiðurs og fyrirhafnar að- njótandi að hafa stórstúkuþingið þar. Fyrir nokkru fór fram atkvæðagreiðsla um það, hvort vera skyldi opin áfeng- issala í bænum. Tvö þúsund sögðu já, en 5—6 þúsund sögðu nei. Nú eru líka þrisvar sinnum færri kærur fyrir ölvun í Aalesund, en í sumum öðrum bæjuin af sömu stærð, þar sem áfengisútsala er. Alls staðar sama sagan, því sterkari hömlur, þeim mun betra ástand. f Aalesund veittist mér sú ánægja að sitja afmælisveizlu míns gamla læri- meistara í húsgagnaiðninni. Hann var 80 ára. Voru nú liðin 32 ár síðan ég tók sveinsbréf hjá honum. Einnig heimsóttum við hjónin íslenzka konu í Aalesund, Oddfríði Hákonardóttur, áð- ur hjúkrunarkona, nú gift Paul Sætre Jens Skuggen raffræðingi. Á þessu heimili áttum við yndislega kvöldstund, og er ég með kveðjur til bræðra hennar í Reykjavík og fleiri. Þar voru og stödd Nils Lindin, forstöðumaður kaffistofunnar á fjallinu og frú. Hann gaf mér að skilnaði merkilega bók, „Dette er norskekysten." — Meira um Aalesund verður að bíða seinni tíma. Daginn eftir að þinginu var slitið fórum við 4—500 manns á skipi frá Aalesund og alla leið inn í botn Ger- angerf j arðar. Það var dásamleg skemmtiför. Við lögðum af stað kl. 7 árd. og komum þó ekki fyrr en kl. D/o eftir hádegi. Lengst af var siglt um þrönga firði með himinhá fjöll á báð- ar hendur. Hæst eru fjöllin þar hátt á fimmta þúsund fet, en dýpstur er fjörðurinn 300 faðmar. En Sognefjörðurinn er sagður dýpsti fjörður í heimi, um 1200 ^ faðmar. Það voru aðallega ungu menn- irnir, sem stjórnuðu þessari skemmti- för og gerðu það prýðilega. Þrátt fyrir sólskinsbjartan dag og óviðjafnanlega siglingaleið, ásóttu mig nokkrar á- hyggjur. Ég hafði nefnilega sett konu minni stefnumót í Geranger og vissi, að hún var einhversstaðar uppi í háfjöli- um Norvegs, vissi ekki hvernig okkur mundi takast að ná saman. Hún gat \ nefnilega ekki fengið sæti í flugvélinni, sem ég flaug með til Skotlands, en tím- ans vegna varð ég að fara. Hún lagði því leið sína til Kaupmannahafnar með Dronning Alexandrine og sendi mér skeyti til Aalesund, er hún var komin til Hafnar. Ég náði tali af henni, bað hana fljúga næsta dag til Oslo og fara svo strax næsta dag með járnbraut til Upplanda, yfir fjallið og niður til Ger- anger, en eitthvað varð til þess að N trufla þessa áætlun síðari daginn og komst hún því ekki alla leið. Með að- stoð ferðaskrifstofu í Aalesund gat ég ráðstafað því svo með skeytasending- um, að hún kæmi með áætlunarbíl frá Otta niður til þar sem heitir Grotli, en þá eru eftir næstum 50 km. niður til Geranger. Ég varð því að fá mér bíl, tók með mór hóp af ungu fólki og svo ókum við þessa dásamlegu leið, upp á háfjall, ég með öndina í hálsinum, hvort ég myndi nú finna konuna, hvort • hún hefði lent á réttum stað, og hvort tíminn mundi endast til þess að ná aftur niður að skipinu fyrir kl. 41/2, en þá átti að halda heimleiðis aftur. Þegar við komum upp þangað, sem heitir Djupvasshytta (Djúpavatnsskáli), sím- aði ég til Grotli og fékk nú að vita að konan biði þar. Var nú slegið í. klárinn og ekið það sem af tók, því að tíminn * var naumur, en stefnumótið heppnaðist og niður að skipi komum við 7 rnínút- um áður en lagt var frá bryggju. Nú var áhyggjum mínum lokið í bráð. —

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.