Eining - 01.09.1946, Blaðsíða 8
♦
8
E I N I N G
E I N I N G ÚTGEFENDUR SAMVINNUNEFND stórstúku íslands,
er stofnuS fyrst og fremst til sóknar Iþróttasambands íslands, * Ungmennafélaga íslands og
gegn áfengisbölinu og eflingar bind■ Sambands bindindisfélaga í skólum.
indi og fögrum siðum. En henni er NEFNDARMENN:
jafnframt œtlað að flytja sem fjölbrcytt- Pétur Sigurðs8on, erindreki.
ast efni um hin ýmsu áhugamál manna Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltr.
og menningu þeirra: andlegt líf, bók- Ingimar Jóbannesson, kennari.
menntir, listir, íþróttir og félagslíf, Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri.
upeldi, heimilislíf, hjúskap og ástalíf, Magnús Jónsson, stud. jur.
heilbrigði og skemmtanalíf. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
Blaðið óskar eftir fregnum af menn- Pétur Sigurðsson.
ingarstarfi og félagslífi manna víðs- Heimilisfang blaðsins: Pósth. 982.
vegar af landinu. Reykjavík. Sími 5956.
Argangurinn kostar 10 kr.
Frelsi og aðhald
Börn heimta oft margt, sem þau kunna ekki að höndla.
Mennirnir eru börn í skilningi. Þeir heimta einnig ákafast það,
sem þeir sízt kunna með að fara.
Ákafast öllu hafa þeir heimtað frelsi og ekkert hefur orðið þeim
fremur til falls. Frjáls maður rekst auðveldlega á annan frjálsan mann,
ef þeir lúta ekki einhverju aðhaldi og föstum reglum.
Væru allir ökumenn í stórborgum alfrjálsir ferða sinna og þyrftu
engum umferðareglum að lúta, þá mundu engir komast áfram, allt
enda í árekstrum, slysum og tortímingu. Þetta hefur gerzt í lífi menn-
ingarþjóða. Þær hafa talað mikið um frelsi, heimtað frelzi og bnrizt
fyrir frelsi, en ekki kunnað að setja sér þær alþjóðarreglur um sambúð,
er leiddu til friðar og velfarnaðár. Þess vegna hefur þar allt endað í
hræðilegum árekstrum, eyðileggingu og tortímingu.
Sé manni gefnar algerlega frjálsar hendur í viðskiptum, þá er það
vanalega hið fyrsta sem hann gerir, að nota sér frelsi sitt til frelsis-
skerðingar einhverjum frjálsum meðbróður sínum, t. d. að hafa af hon-
um í viðskiptum. Ekkert er vanalegra í heimi manna, en það, að hinn
alfrjálsi maður noti frelsi sitt til þess að ráðast á frelsi annars frjáls
mannsr takmarki það eða eyðileggi. Hér er auðvitað ekki átt við það
fullvalda frelsi, sem andlegur þroski veitir, heldur það frelsi, sem menn
og þjóðir heimta, er losi þær við allar hömlur og allt aðhald.
Slíkt er krafa óvitsins.
Frjáls maður ræðst á frjálsan mann og frjáls þjóð ræðst á frjálsa
þjóð. Þjóðverjar höfðb frelsi til þess að ráðast á Pólverja. Hefðu
Þjóðverjar verið frjáls þjóð innan vissra takmarka, t. d. í sterku al-
þjóðabandalagi og lotið reglum og fyrirmælum alheimsmiðstjórnar,
þá hefðu þeir ekki fengið að nota frelsi sitt til þess að eyðileggja frelsi
annara þjóða.
Menn heimta frelsi til þess að drekka áfengi, og segjá, að slíkt
komi engum við. Þetta sé mannsins persónulega frelsi, en svo ekur
hinn ölvaði ökumaður á annan frjálsan borgara og limlestir hann eða
drepur. Hvor þessara manna á heimtingu á fullu frelsi, og hve langt
skal það frelsi ná?
Ekki svo langt, að hann geti með frelsi sínu traðkað á réttindum
annara manna.
Skemmtilega sagan um Adam og Evu er mjög táknræn. Þau nutu
mikils frjálsræðis, en samt var það ekki ótakmarkað. Eitt máttu þau
ekki. Það var aðeins eitt tré í aldingarðinum, sem þau máttu ekki snerta.
Þau máttu una sér sæl og því sem næst alfrjáls við lífstréð. En óvitið á
svo bágt með að lúta lögum. Barnið heimtar voðann. Adam og Evu hefur
sennilega fundizt þetta „bann“ óþarft, þau væru svo sem fær um að vera
alfrjáls. Og svo kom „agitatórinn" — hinn'illi áróðursandi, og sagði
þeim: Blessuð, látið ykkur ekki til hugar koma, að það sé hættulegt að eta
af ávexti skilningstrésins. Þetta er aðeins eigingirni hjá Guði. Hann
veit, að hvenær sem þið étið af þessu tré, verðið þið honum lík í að
vita grein góðs og ills, og þessa getur hann ekki unnt ykkur. Þau létu
að orðum áróðursandans, en urðu ekki Guði lík, heldur ófarsæl, nákvæm-
lega eins og þessar vesölu þjóðir, sem í seinni tíð, og alla tíð, hafa
trúað lygum og loforðum áróðursseggjanna, sem alltaf hafa leitt til
hræðilegri styrjalda en áður, meiri eyðileggingar og meiri frelsisskerð-
ingar á flestum sviðum, já, blátt áfram til ófrelsis og kúgunar.
Því meira frelsi, sem venþroska menn
heimta að fá, því meiri árekstrar og
vandræði, og þeim mun meiri harðstjórn
og kúgun að síðustu.
Agaleysi og taumlaust frelsi van-
þroskaðra manna, leiðir til óstjórnar, en
óstjórn leiðir til ofstjórnar og kúgunar.
Þannig, í stað þess að verða alfrjáls-
ir, í stað þess að verða Guði líkir verða
þessir heimtufreku óvitar vansælir og
guðvana, og hvergi frjálsir menn, ekki
einu sinni frjálsir til þess að reisa sér
hænsnakofa eða skjótast til nágranna-
landa, ekki til þess að kaupa mat sinn,
föt og aðrar nauðsynjar. Allt undir
eftirliti neyðarúrræða, sem neyðará-
stand hefur skapað, neyðarástand, sem
skapaðist af ótakmörkuðu frjálsræði og
fávíslega notuðu frjálsræði óvitanna,
sem stöðugt heimta voðann.
Sálufélagar
okkar
Andleg líðan okkar og hamingja fer
mjög eftir því, hverjir sálufélagar okk-
ar eru. Postulinn segir: „Verið ávalt
glaðir vegna samfélagsins við drottinn;
ég segi aftur: verið glaðir. Ljúflyndi
yðar verði kunnugt öllum mönnum.“
Við verðum ekki Ijúflyndir menn og
ávalt glaðir, ef vér höfum samfélag við
misindismenn, ófriðarseggi og illviljaða
menn. Slíkir menn spilla æfinlega vin-
áttu og einnig sálarfriði þeirra manna,
sem þeir umgangast, og slíku hlýtur
að fylgja hryggð og jafnvel mann-
skemmdir. Ef við viljum sjálfum okk-
ur vel, viljum varðveita sálir okkar
hreinar og hjörtu okkar hamingjusöm
og glöð, verðum við að hafa samfélag
við hin góðu öflin, við góða menn, góð
málefni og Guð sjálfan. „Vegna sam-
félagsins við drottin“ segir postulinn,
„verið ávalt glaðir.“ Sá, sem hefur
samfélag við friðarhöfðingjann sjálfan,
getur átt þann frið í sálu sinni, sem
yfirstígur allan skilning og heldur
hjörtum manna hreinum. Og þetta er
mikilvægara öllu öðru. Við verðum því
að forðast hina illviljuðu menn og hafa
sem minnst samfélag við þá, nema við
séum svo máttugir menn að geta breytt
lífi þeirra til batnaðar, og þeir séu
ekki óbetranlegir menn.
Til kaupendanna
Kaupendur blaðsins eru beðnir af-
sökunar á því, að blaðið hefur tvívegis
í sumar komið út fyrir tvo mánuði í
einu. Sökum sumarleyfa prentaranna
og utanfarar ritstjórans, varð þessu
ekki bjargað á annan veg.
f
*
1
>
í
V
i
V