Eining - 01.09.1946, Qupperneq 12
i
12
E I N I N G
JJéra ^JJeíg.i ^JJonráL
'óóon:
Tápmikill drengur
Fyirir hvítasunnuna í vor gerði all-
svæsið hret hér norðan lands og stóð í
fjóra daga með norðaustan bleytuhrið.
Lagði allmikla fönn í byggð og þó
meiri til fjalla, sem vænta má. Urðu
nokkrir skaðar á fé og hrossum, eink-
um drápust folöld og lömb til fjalla,
að talið er.
Hríðardagana var ég úti á Hvalnesi
á Skaga við fermingarundirbúning og
langar mig til að segja ofurlítið frá
fyrirvinnu þess heimilis, meðan hret-
viðrin dundu þar á húsum og fénaði.
Umsjón með búrekstrinum hafði 12 ára
gamall drengur, sonur hjónanna.
Bóndinn var í vegavinnu, því að
síðan mæðiveikin var send íslenzkum
bændum, verða þeir að leita sér at-
vinnu utan heimilis, svo að þeir geti-
fleytt fram fjölskyldu sinni. í bænum
var aðeins konan með börnin.
Þegar hríðin skall á, var féð út
um hagann, nýbornar ær og aðrar
komnar að burði, að vísu ekki margar,
mæðiveikin og hennar innflytjendur
hafa séð fyrir því. Engum var til að
dreifa á heimilinu til að smala, öðrum
en Búa litla, enda lét hann ekki á sér
standa að leggja af stað út í slydduna,
rjóður, hraustur og brosandi, vel búinn
í skjólgóð klæði.
Lambær rekast illa margar saman
og varð hann að fara hverja ferðina
af annarri, en ekki hætti hann, fyrr en
hann hafði tínt heim allar þær ær, sem
þurftu húsaskjól, og gefið þeim á garð-
ann.
Svo sá ég hvar hann hljóp upp í
mýri, tók þar hest, lagði við hann og
teymdi heim á hlaðið, skellti á hann
hnakk og gyrti með vönum handtökum,
stökk á bak og þeysti úr hlaði til að
líta eftir þeim ám, sem voru fjær, and-
litið veðurbitið og hraustlegt og í einu
sólarbrosi og hló aðeins, þegar ég bauð
honum aðstoð mína, enda sá ég, að
hennar var ekki þörf.
Ég held að ég hafi aldrei séð ánægð-
ari eða hraustlegri dreng í annan tíma.
Þegar hann kom heim aftur, biðu
hans enn mörg störf. Hann þurfti að
þeirra og sælu? Allt í kringum ykkur
flæða boðsjóir mannlífsins* og bylgjur
hinna djúpu, stormefldu tilfinninga
þess og kennda brotna við ykkar barm.
Ljómaðu fagri fjallahringur bak við
Flóann! Mýktu sorgina .í lifandi auga
með tign þinni! Og þú brimalda við
Baugsstaðaströnd! Rís í ægifegurð og
skola hverjum þungum harmi með þér
í djúpið, svo að ekkert verði eftir ann-
að en gleði og sólþrunginn fögnuður.
S. D.
gefa kúm og hestum, sinna ánum á
ný, sækja í eldinn og annast sitthvað
fleira, og aldrei varð ég þess var, að
mamma hans þyrfti að minna hann á
nokkurt verk eða ýta undir hann að
koma sér af stað. Og pabbi hans vissi,
að óhætt var að treysta honum, því að
hann kom ekki heim, fyrr en ekki varð
lengur starfað að vegagerðinni.
II.
Hér hefur verið reynt að bregða upp
mynd af tápmiklum og duglegum
dreng. En afrek hans er ekkert eins-
dæmi. Hér er aðeins sagt frá heilbrigð-
um sveitadreng eins og hann hefur ver-
ið í þúsund ár og er enn hér á landi.
Þannig var skóli íslenzkrar æsku í
margar aldir. Sveitaheimilin, íslenzk
veðrátta og erfiðleikar af hennar völd-
um voru einu uppeldisstofnanir þjóð-
arinnar allrar fram undir okkar daga.
Þar lærðu börnin að vinna og bera á-
byrgð orða sinna og gjörða, þeim voru
falin skyldustörf og þau vöndust á að
stjórna verkum sínum sjálf og ráða
fram úr stórum vandamálum sjálf án
annara hjálpar. Við þau hlaut hug-
kvæmni þeirra að þroskast og þrek
þeirra að vaxa, því að ekki var til meiri
skömm en að gefast upp. Ég gæti trú-
að, að það væri góður undirbúningur
fyrir stjórnmálamann að hafa lært í
æsku öll þau brögð, sem beita verður til
að ná styggum hesti í haga.
I vinnuskóla sveitaheimilanna lærði
þjóðin að standast harðindi, eldgos og
áþ.ján og úr þeim skólum hafa flestir
forystumenn þjóðarinnar komið allt
fra.m á þennan dag. Þetta var barna-
skóli Jónasar Hallgrímssonar og Tóm-
asar Sæmundssonar. Jón Sigurðsson
stundaði sjóróðra vestur í Arnarfirði
og Baldvin Einarsson lagði út í há-
karlalegur úr Hraunakrók í Fljótum.
Sá skóli, sem teflií' fram á sjónar-
sviðið slíkum mönnum og mörgum
fleiri þeirra líkum, hlýtur að hafa eitt-
hvað sér til ágætis, sem vert er að
veita athygli.
III.
Einstaka borgarbúi, einkum sumir
þeirra, sem tekið hafa sér fyrir hend-
ur að skrifa skáldsögur fyrir íslenzku
þjóðina á 20. öld, gera hróp að sveita-
mönnum og spottast að svokallaðri
sveitamenningu. Og ekki ætla ég að
berja í bresti hennar. Vafalaust þarf
hún að aukast og breytast á ýmsan veg
eins og annað. Þó er vonandi, að þeir,
sem í sveitum búa, hætti ekki að hugsa
við störf sín og um þau.
Satt er það, að barátta sveitamanns-
ins er oft þyngri en störf borgarbúans.
En er barátta heilbrigðs manns böl?
Ef mannkynið hefur þroskast fyrir
stríð sitt við alls konar þrautir og vax-
ið við að leysa mörg vandamál og
brjóta viðfangsefni sín til mergjar, þá
virðist ekki sanngjarnt að álasa því
fólki, sem þorir að standa þar, sem bar-
áttan er hörðust og hefur kjark til að
ala upp börn sín við nokkurt harðræði.
Önnur stefna hefur komið fram um
uppeldi barna samfara langnámi þeirra
á skólabekkjum. Námið á að vera barn-
inu leikur. Það á ekki að vita af því
sjálft að það sé að læra. Slíkt uppeldi
var áður fyrrum kallað dekur og hafði
þjóðin þá reynslu af því, að dekur-
barn varð sjaldan að manni.
Sem betur fer, hygg ég, að fáir kenn-
arar hafi framkvæmt þessa stefnu í
starfi sínu a. m. k. ekki út í ystu æsar.
Þó hefur hennar orðið nokkuð vart,
illu heilli. Og ekki er Sigurður skóla-
meistari Guðmundsson á Akureyri hrif-
inn af dekurbörnunum í skóla sínum.
Hefur hann skrifað gagnmerkar rit-
gerðir um uppeldismál í skýrslur skól-
ans. Sérstaklega minnist ég ritgerðar
hans Aftur á bak eða áfram í Skýrslu
Menntaskólans á Akureyri 5. árgang
(1936). Er sú grein, eins og annað,
er hann ritar, þrungin af vitsmunum
og mikilli lífsreynslu. Hann segir þar:
„En ræktarsemin má eigi snúast í of-
rækt. Eigi má venja æskuna á að láta
gera mikið fyrir sig, en vinna lítið né
leggja lítið á sig fyrir aðra.“
Hann segir frá því, hve þroskavæn-
legt uppeldi íslenzk náttúra hefur veitt
börnum landsins, því að „landshörku
skal með nokkurri eðlishörku sigra.“
Ég vil ekki tína hér upp spekiorð
Sigurðar Guðmundssonar. Hverjum
manni er heimill aðgangur að þeim. Og
kynnist einhver þeim fyrir þessa bend-
ingu mína, tel ég grein þessa ekki til
einskis ritaða.
Hver einasti maður, sem hugsar um
uppeldismál eða fæst við kennslu, hlýt-
ur að verða var geysilegra breytinga
á þessum sviðum á síðustu árum. Stafa
þær af bættum efnahag þjóðarinnar og
vaxandi borgum. En breytingarnar
eru einkum í þessu: Fleiri börn og ung-
menni þurfa nú minna að reyna á sig
og minna að hugsa en áður. Starf og
nám er gert eins vélrænt og auðið er.
Öllum skólum er skipað í samfelt
kerfi, svo að nemendurnir geta sem
fyrirhafnarminnst flotið milli þeirra.
Borgir eru reistar, íbúum þeirra
fjölgar, en eðli borgarinnar er að mylja
einstaklinga sína í kvörn þeirri, sem
nefnd er borgarmenning (civilisation).
Þar þurfa aðeins fáir einir að hugsa
og stjórna, en hinir allir ganga að
skúffu sinni, skrifborði eða skóflu og
lúka starfi sínu innan þröngra vébanda.
Öll heimili borgarinnar ganga upp í
einum samnefnara, sem heitir bæjarfé-
lag. Yfirvöld sjá um, að vatn streymi
inn í húsið og út úr því eftir þörfum,
þau sjá um eyðingu sorps og rottudráp.
Örfáir menn birgja öll heimili bæjar-
Í
S
*
/
t