Eining - 01.09.1946, Qupperneq 13
I
E I N I N G
)
<
Barnastúkan Sakleysið nr.3
Barnastúkan, Sakleysið var stofnuð
10. júlí 1886, stofnendur voru 24 og
þar af 15 börn innan fermingaraldurs,
4 unglingar og 5 fullorðnir. Af þessum
stofnendum eru nú aðeins 2 á lífi hér
á Akureyri, en það eru þær Magdalena
störfin á hendi fyrstu árin.
Fram að aldamótum er stúkan fá-
menn og lætur mjög lítið yfir sér, en
rétt um árið 1900 ganga inn 3 full-
orðnir félagar, sem síðan koma mikið
við sögu stúkunnar um aldarfjórðung
i
»
Embættismenn í barnast. Sakleysið
Þorgrímsdóttir, Aðalstræti 38 og Okto-
vina Hallgrímsdóttir, Lækjargötu 7.
Guðný dóttir Friðbjarnar Steinssonar
var einn af stofnendum og hafði gæzlu-
ins að mat. Þannig mætti lengi telja.
Og meðan allt gengur með eðlilegum
hætti í borginni, getur hver einn lifað
þar áhyggjulitlu lífi og þegar vandræði
steðja að, verður félagsheildin að leysa
þau.
Hver einstaklingur er þess að mestu
leyti ófær að leysa sín eigin vandræði.
Hann getur aðeins kvartað fyrir félags-
stjórninni. Uppeldið ber sömu ein-
kenni: Skólarnir taka við börnunum.
Allt verður kerfisbundið, sjálfsagt og
auðvelt.
Smám saman er reynt að klæða þjóð-
ina alla í þennan stakk menningarinn-
ar, en þá vaknar þessi spurning, glatar
ekki þjóðin einhverjum dýrmætum
verðmætum með því að lykja sig þeim
viðjum, fella allt og alla í einn stokk?
Ég þori ekki að svara þessari spurn-
ingu. Menningin er svo glæsileg og eft-
irsóknarverð. En hún hlýtur þó að
verða enn verðmeiri eftir því, sem hver
þegn hennar er sterkari. En margsann-
að er, að maðurinn verður ekki sterk-
ur andlega né líkamlega nema fyrir á-
tök, eigin átök og áreynslu. Þessvegna
er enn æskilegt, að þjóðin ali upp börn
sín við harðræði á sjó og landi, kenni
þeim að hugsa sjálfum og starfa á eig-
in ábyrgð.
Sumir halda, að þegar smalarnir
hætta að flytja til borgarinnar, muni
verða þar færra um listamenn og þjóð-
skörunga.
en það eru þau Lilja Kristjánsdóttir,
Jón Baldvin og Sigurður Sigurðsson
bóksali. Eftir að þau taka við stjóim
stúkunnar, þá fjölgar meðlimum í henni
mjög ört og komast fljótlega upp í 100.
Hélzt svo í því horfi í rúm 20 ár, og
öll þessi ár hvíldi starfið á þessum
þrem, en mest á Sigurði og Lilju, sem
aldrei létu bugast gegn örðugleikunum,
hvað sem á gekk, þar til Sigurður
missti heilsuna og dró sig til baka, þá
var Lilja ein með stúkuna um nokkur
ár, og skilaði stúkunni að lokum til
annara með sigurpálma í höndum.
Eftir 1920 fjölgar enn mikið í stúk-
unni og um 1925 eru í henni um 230
meðlimir og má segja, að eftir það hafi
engin fjölgun átt sér stað, enda er hér
stofnuð önnur barnastúka 1933, barna-
stúkan Samúð, og nokkrum árum síð-
ar bætizt svo þriðja stúkan í hópinn,
sem er barnastúkan Bernskan.
Þegar Lilju þraut þá tóku hér við
stjórn stúkunnar ýmsir góðir og áhuga-
samir templarar svo sem Steinþór Guð-
mundsson, sem var gæzlumaður stúk-
unnar um nokkur ár ásamt þeim Hall-
grími Péturssyni og Eggert Guðmunds-
syni, en þessir menn voru aðalmenn-
irnir um áratug eða fram yfir 1930, en
þá taka við alveg nýir gæzlumenn,
fyrst Elísabet Eiríksdóttir, síðan
Bjarni Halldórsson og svo kom Marinó
Stefánsson, sem lagði alveg sérstaka
alúð í stúkustarfið og kom meiri reglu
á en áður hafði verið með fjármál stúk-
unnar, söngbækur o.fl., en vegna heilsu-
bilunar vai'ð hann að draga sig til baka
í starfinu og hefur stúkan beðið svo
mikinn hnekkir við það nú síðustu 4
árin, að erfitt hefur reynzt að fá
I
13
gæzlumenn, sem gætu sinnt starfinu
til hlítar, þó má segja, að tekizt hafi
að halda nokkurn veginn í horfinu og
meðlimatalan er nú 220 þar af 160
börn innan 14 ára aldurs.
Ég hefi ekki meiru við að bæta um
störf stúkunnar eða starfsmenn. Þetta
átti aðeins að vera mjög stuttur út-
dráttur vegna þess að hér er ekki tími
til að fara út í einstök atriði í stai’fi
þessarar 60 ára stúku, ef til vill verður
sú saga skráð síðarmeir, samhliða sögu
unglingareglunnar á fslandi.
Hvað hefur nú áunnist með þessari
starfsemi hér á Akureyri? Höfum við
gengið til góðs, götuna fram eftir veg?
Ég svara því hiklaust játandi. Störf
stúkunnar hafa bæði beint og óbeint
verið bæjarfélaginu til hagsbóta og í-
búarnir hafa alltaf skilið þetta, og því
hafa foreldrar barna og aðrir aðstand-
endur stutt að starfi stúkunnar.
Síðast en ekki sízt má geta þess, að
oftast á Reglan meiri og minni ítök í
hugum þeirra manna, sem starfað hafa
í barnastúkunni á barnsaldri. Áhrifin
mást ekki út, heldur mun mörgum
verða ljúft að rifja upp endurminning-
ar sínar úr barnastúkunni, þegar árin
færast yfir og þá sérstaklega á hátíðis-
dögum stúkunnar.
Óskum og vonum að slíkra áhrifa .
gæti æ meir í okkar þjóðlífi.
Bjarni Halldórsson.
Arsþing 1.8.1.
íþróttasamband íslands háði ársþing
sitt í Reykjavík, dagan 20. og 21. júní
s.l. Hefur sambandið nú gefið út yfir-
gripsmikla skýrzlu yfir starfið árið
1945—1946. Á þinginu var Benedikt
G. Waage endurkjörinn forseti sam-
bandsins í 21. sinni. Helztu tillögur og
samþykktir þingsins voru þessar:
„Ársþing Iþróttasambands íslands
skorar á Alþingi Islendinga, að lög-
skipa 17. júní, sem þjóðhátíðardag".
„Ársþing l.S.I. 1946 lýsir sig ein-
dregið mótfallið afsali að leigu íslenzks
lands eða íslenzkra réttinda til ein-
stakra stórveldi eða nokkurra annara
erlendra aðila í hernaðarþágu. Telur
þingið, að með því sé sjálfstæði þjóðar-
innar og menningu stofnað í hættu.
Ennfremur skorar þingið á rikisstjórn-
ina að krefjast þess, að hið erlenda
herlið, sem nú dvelur í landinu hverfi
á brott þegar í stað“.
„Ársþing I.S.Í. samþykkir að kjósa
þriggja manna milliþinganefnd til þess
að undirbúa raunhæfar tillögur til úr-
bóta í áfengismálum.“ I nefndina voru
kosnir Guðmundur Sveinbjörnsson, Frí-
mann Helgason og Gísli Sigurbjörns-
son.
„Ársþing Í.S.Í. 20. júní .1946 skorar
á bæjarstjórn Reykjavíkur, að flýta
sem mest má verða byggingu fyrirhug-
aðra íþróttamannvirkja í Laugardaln-