Eining - 01.09.1946, Page 15

Eining - 01.09.1946, Page 15
E I N I N G 15 * í i Fulltrúafundur bæjarstjórnauna Stúrstúka Islands kom því til leiðar, að um miðjan júlímánuð s.l. komu sam- an i Reykjavík 8 fulltrúar frá sex stærstu bæjarstjórnunum til þess að ræða um áfengismálin og athuga, hvað þeir gætu gert til að vinna gegn áfeng- isneyzlunni í landinu. Þessir fulltrúar voru: Bjarni Bene- diktsson, borgarstjóri og Sigfús Sigur- hjartarson, alþm. frá Reykjavík, Grím- ur Kristgeirsson, bæjarfulltrúi frá Isa- firði; Pétur Björnsson bæjarfulltrúi frá Siglufirði, Þorsteinn M. Jónsson, bæjarstjórnarforseti og Brynleifur To- bíasson, menntaskólakennari frá Akur- eyri, Eiríkur Pálsson, bæjarstjóri frá Hafnarfirði og Einar Sigurðsson, for- maður sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna frá Vestmannaeyjum. — Komu þessir fulltrúar sér saman um eftir- farandi 5 atriði og fluttu síðan mál sitt fyrir ríkisstjórninni. Kusu fulltrúar þessir þrjá menn úr sínum hópi til þess að fylgja málum þessum eftir við ríkis- stjórnina, þá Bjarna Benediktsson, Sigfús Sigurhjartarson og Eirík Pálsson. Tillögur fulltrúanna voru á þessa leið: ,,Vér undirritaðir fulltrúar tilnefndir af bæjarstjórnum, bæjarráðum eða bæjarstjórum, samankomnir í Reykja- vík 15. júlí 1946, leyfum oss hér með að leggja eftirfarandi fyrir hæstvirta ríkisstjórn: 1. Að áfengisútsölunum á Siglufirði og Akureyri verði lokað nú þegar og til 1. okt., eða þar til síldveiði er að fullu lokið og aðkomufólk farið frá Siglu- firði. Lokunin verði framkvæmd sam- kvæmt beinni fyrirskipun ríkisstjórnar- innar. 2. Að áfengisútsölunni í Vestmanna- eyjum verði lokað á komandi vetrarver- tíð, og áfengisútsölunni á ísafirði frá 15. sept. til 15. nóv. n.k. 3. Að ríkisstjórnin gefi sem allra fyrst út tilkynningu um það, að lögin um héraðabönn öðlist gildi. 4. Að ríkisstjórnin stuðli að því, að frumvarp til laga um ofdrykkjumenn o. fl. verði sem fyrst lagt fyrir Alþingi. 5. Að ríkisstjórnin geri ráðstafanir til að komið verði á fót sérstökum stofnunum til að veita viðtöku of- drykkjumönnum, og að slíkir menn njóti hjúkrunar og umönnunar lækna, eins og aðrir sjúklingar.“ Ismar og sérskoðanir Allir ismar og einhæfing sálarkrafta manna miðar meira og minna að því, að gera menn abnormala og ónormala. En slíkt er auðvitað öllu heildarlífi hættulegt, bæði heildarlífi vitsmuna einstaklingsins og heildarlífi mannfé- lagsins. Sá maður, er einblínir á eitt- hvað eitt, stefnir að einhvei'ju einu og engu nema því einu, er ekki alls gáður í orðsins víðtækustu merkingu. Hann gætir ekki alls, hann á ekki altæka yf- irsýn, hann er ekki sá, sem valdið hef- ur og stjórnar, heldur er hann á valdi þess eina, sem hefur náð tökum á hon- um, og honum er stjórnað af þessu eða þessum eina, hvort það er áhugamál, sérskoðun, sértrú eða stefna, eða eitt- hvað annað einstakt. Þetta getur verið mikill orkugjafi, en sú orka getur leitt til niðurrifs og ófarnaðar. Ofsafengnir sérstefnumenn eru mjög líklegir til að takast á út af skoðunum sínum. Allri stefnudýrkun og skoðanadýrkun fylgir viss blindni, og i blindni sinni rekast menn og þjóðir á, oft hastarlega. Þess vegna segi ég aftur: ismar og skoðanadýrkun er hættulegt öllu heild- arlífi. Slíkt er og einkenni lágmenn- ingar. Hámenningin miðar að sam- ræmi, einingu, skipulagi og heilbrigðu heildarlífi. Hámenning er það, að eiga fullkomið gildismat í sjálfum sér, en slíkt gildismat getur enginn átt, nema hann hafi mikla yfirsýn, en mikla yfirsýn getur enginn átt, sem fjötraður er í isma, sérskoðanir og sérmál, og blindaður af slíkri einhyggju. Dauðskotinn maður er ekki allsgáður. Þetta eðlilega fyrirbrigði í lífi manna, að verða bálskotinn í fallegri stúlku. verður auðvitað ekki átalið, en það er gott sýnishorn af þessu, sem verið var að ræða. Bálskotni maðurinn er heit- ur og sterkur í þeirri ást, sem allt í einu hefur bálast upp, en sannarlega er hann ekki allsgáður. Hann á ekki mikla yfirsýn í þessum efnum. Hann heldur að stúlkan hans sé meira virði en allur heimurinn, en auðvitað er þetta blindni og vitleysa. Hann heldur að hún sé elskulegri, fallegri og betri, en allar aðrar stúlkur, en auðvitað er þetta líka eintóm vitleysa. Þetta mat hans á einum kvenmanni stafar aðeins frá of heitum tilfinningum hans. Hann er á valdi þessara heitu tilfinninga, stjórnast af þeim og blindast af þeim. Hann hefur einbeitt sálarorku sinni að þessari einu, sér þar ofsjónir og sér svo hinar i skökku ljósi. Þetta er abnorm- alt hugarástand. Það er ekki hið jam- vægisgóða, altæka og glöggskygna heildarmat. Þetta er hliðstætt isma ofstækinu, nema hvað okkur finnst ástarofsinn göfugri, án þess að hafa þó nokkra vissu fyrir að svo sé. Hann getur verið jafn eigingjarn, hefnigjarn og heimtu- frekur, eins og öll blind ismadýrkun. En hann getur líka verið heilagur fórnareldur. Brunatryggið eigur yðar hjá oss. mennar trycjcji.ncjar óímar 2704 o9 5693. > Höfum áuallt fyrirliggjandi allskonar hjúkrunargögn og umbúðir. Útbúum með stultum fgriruara meðala- kassa uið allra hæfi í stutt og löng ferðalög. I INGÓLFS APÓTEK Besta trygging viðskiptamannanna: Góðir fagmenn. GóS vinnuskilyröi. Nýtízku vinnuvélar. Sanngimi í viðskiptum. VÉLAVERZLTJN VOR er jafnan birg af hverskonar efni til járnsmíða og pípulagna. VÉLSMIÐJAN HÉDINN H.F. Reykjavík. I

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.