Fiskstöðvablaðið - 09.04.1934, Blaðsíða 2
2
þuml. Af labranum vöskum við
til jafnaðar 800 á dag og verð-
ur það kr. 6,40. Það er langt
fyrir neðan dagkaup eins og
allir sjá. Þess vegna verður
einnig að hækka þennan lið.
Það minnsta, sem við getum
hugsað okkur að fá á lahra
fyrir neðan 18 þuml. er kr.
1,35 og þar fyrir ofan kr. 1,50,
en það er þó tæplega nógu
mikið.
Stúlkur! Við megum ekki
vera svona sofandi. Yið verð-
um að bæta kjör okkar og það
strax. Við eigum að ræða um
þau á vinnustöðvunum, koma
okkur saman um ákveðnar kröf-
ur, sem við getum allar verið
ánægðar með. Þegar við höfum
komið okkur saman um ákveðn-
ar kröfur, þá verðum við allar
að standa saman um þær. Því
eina vopnið, sem við liöfum
gegn óréttlæti því, sem við er-
um beittar, eru öflug samtök,
en ef þau eru góð, þá getúm
við líka allt.
Hundaadbúnadur
fiskverkunarkvenna.
Ég get ekki stillt mig um að
skýra frá þeim vinnuaðhúnaði,
sem við fiskverkunarstúlkur
þurfum að sæta hjá þessum
heiðruðu burgeisum útgerðar-
innar. Ég hýst við, að það sé
víða eins og hjá okkur, þar sem
ég vinn, svo þetta, sein ég finn
að, sé ekkert einsdæmi, heldur
nær allsstaðar eins.
Við erum um 80 stúlkur í
fastavinnu, sem vinnum við
fiskvinnuna í * Dverg «, þar sem
þeir stjórna »heiðursmennirnir«
og »öreigarnir«! Jón og Ingi-
mundur. Vinnutíminn er eins
og lög gera ráð fyrir frá kl. 7
árd. til 6 síðd. Og hvernig er
nú aðbúnaðurinn við vinnuna?
Húshjallurinn, sem »vaskað« er
í, er upphitunarlaus og stend-
ur nær því allt af opinn, því
allt af er verið að ganga um
og aka út og inn. Er því stöð-
ugur trekkur og stundum stór-
rok, sem stendur í gegnum allt
liúsið í öllum veðrum. Allir
sjá, hvernig það er fyrir stúlk-
urnar, að eiga að vinna við slíkt.
Ætli frúrnar, sem hafa vinnu-
konur í hvert verk, vildu skipta
við okkur? Ofan á þetta bæt-
ist það, að við verðum að
»vaska« upp úr íshöldu vatni,
svo höndurnar verða rauðbólgn-
ar og kuldahlaupnar. Þvílíkt
hnossgæti! Sumstaðar annars-
staðar, eins og t. d. í Hafnar-
firði, að mér er sagt, og einnig
á Patreksfirði, er þessu breytt
og kaldasti kulurinn tekinn úr
vatninu. En þessir góðu herr-
ar hugsa nú ekki mikið um það.
Þeir telja víst ekki að þeir
græði beint á því!
Eins og allir sjá, eru þessi
vinnuskilyrði við »vaskið« stór-
kostlega heilsuspillandi og sví-
virðileg. Þau eru í rauninni
ekki boðleg nema al mannúð-
arlausum þrælahöldurum. Og
þó eru stúlkur og konur á öll-