Fiskstöðvablaðið - 09.04.1934, Blaðsíða 3

Fiskstöðvablaðið - 09.04.1934, Blaðsíða 3
3 um aldri, sem við þetta eiga að vinna, margar lítt liraustar og flestar fátækar, sem verða að vinna fyrir sér og börnum sínum baki brotnu. Þegar svo nú stúlkurnar liafa unnið allan daginn, eru þær skyldaðar til að hreinsa þvottakörin og þvo þau upp, 1 aukavinnu, eftir kl. 6 að kvöldi, endurgjaldslaust. Ég vil segja það, að það er ekki verið að »sjá okkur í«, þegar á allt er litið. En hvernig er það með að- búnaðinn í matar- og kaffitím- anum? Það er klukkutími tíl matar og fara allar þær stúlk- ur lieim, sem það geta og ekki eiga of langt lieim til sín, en hinar þurfa að hafa bita með sér í vinnuna. Hvar eiga þær svo að borða? Það er til ein lítil kompa, full af tói, pokum, skrani og drasli; þar er eitt lítið horð og tveir bekkræflar. Þetta er borðstofan. Ekki fímmti partur vinnustúlknanna kemst þar fyrir. Þessi kompa er ís- köld og óupphituð. Þarna eiga stúlkurnar að hafast við, þegar þær koma npp úr köldum kör- unum. Þær sem ekki komast þarna fyrir í kompunni, verða bara að sitja á fiskstöflunum í trekknum og saltbleytunui og matast. — Aldrei er neitt tekið til í þessari ruslakompn ef það er ekki gert af stúlkunum í axika- tímum; fastafólkið á stöðinni er ekki ónáðað til þess. — Það ætti að vera sjálfsagt, að á svona stórri vinnustöð væri matreitt fyrir þær vinnustúlk- ur, sem þess þyrftu, en það er nú öðru nær. Það er allt frém- ur gert til þess, að allur aðbún- aður sé svo auðvirðilegur sem unnt er og kostnaðarlaus. — Alveg er það sama með kaffið. Það verðum við að drekka standandi eða híinandi á fisk- stöflunum, á milli þvottakar- anna. Allt er þetta stórkostlega heilsuspillandi. Og hvernig fer svo fyrir okk- ur, þegar við höfum hálftapað eða altapað heilsunni af slíkri aðhúð? Koma þá fiskeigend- urnir og bæta upp það ólán? Þykjast þeir ekki hafa gert nóg, að hafa »skaffað okkur at- vinnu«? Þeim mun finnast það skylda okkar, að hafa skapað þeim auð og allsnægtir, þó við uppskerum heilsuleysi og þrælk- un, við þau hundakjör, sem við verðum að lifa við frá þeirra hálfu. Það er líka gaman að taka dæmi utti hugsunarhátt þess- ara »vinnuveitenda«. Einn dag í vikunni kemur maður til að horga út vinnulaunin. Hann stendur ekki við lengur en það tekur, að greiða út launin. En hvað skeður? Einhver af verka- stúlkunum þarf að fara úr vinn- unni til þess að hita upp her- bergið, sem hann er í þessa stund, svo ekki slái að bless- uðuin inanninum! Berið þetta uú saman við okkar »upphitun«, þó lítið sé. Það sýnir innrætið og liugul-

x

Fiskstöðvablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskstöðvablaðið
https://timarit.is/publication/839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.