Fiskstöðvablaðið - 09.04.1934, Blaðsíða 4
4
semina gagnvart okkur verka-
konunum í -Dverg«.
Ég fer nú að slá botninn í
þetta. Það ætti að vera nóg til
að sýna spegilmynd af þeirri
meðferð, sem »vaskastúlkur«
verða að sæta af húsbændum
sínum. Það er okkur vinnu-
stúlkunum skömm, að líða þetta
ástand. Við verðum allar að
leggjast á eitt að þessu fyrir-
komulagi verði strax breytt,
því það gildir heilsu okkar
og lír. » Vaskakoncf.
Fiskverkunarkonur, vaknið!
Jæja, þá erum við nú aftur
að byrja á fiskvinnunni. Og
hvað er það þá, sem við verð-
um að athuga og gæta vel að?
Það er vinnusamningurinn.
Hefir hans verið gætt vel á liðn-
um árum? Nei. Tökum t. d.
fyrst þá tegund fiskjar, sem
kallaður er milliíiskur. Eftir
samningnum er kr. 1,35 fyrir
að vaska 100 stk., en við fáum
ekki nema kr. 1,05 á 100 stk.,
svo hann hefir þannig verið
settur niður um kr. 0,30 á hver
100 stk., sem við erum hrein-
lega snuðaðar um, og verður
það kr. 1,50 á dag, ef reiknað
er með þetta meðalvaski 500
stk. á dag. Þessi lækkun nem-
ur stórri upphæð yfir allan
vösknnartímann. Athugum nú
annau lið eða aðra fisktegund,
sein kölluð er stór-labri. Fyrir
hann fáum viðnú borgað kr.
0,80 á 100 stk. Áður var hann
borgaður með kr. 1,35 á 100
stk. Við sjáum þannig, að við
erum einnig snuðaðar á þess-
um lið. Svo er 3. liðurinn, fisk-
tegund, sem kölluð er liand-
lahri. sem nú er orðið mjög
lítið af. Af honunx var hægt að
vaska allt að 2000 stk. á dag og
jafnvel meira, svo við að vaska
hann var hægt að fá dálítið
fram yfir venjulegt dagkaup.
En atvinnurekendur eru nú líka
að mestu hættir að láta verka
liann.
Það hefir oft verið riiinnst á
þessa taxtastuldi í verkakvenna-
félaginu okkar. En liver hefir
árangurinn orðið ? Áframhald-
andi snuð ár frá ári. Stjórnin
hefir ekki viljað ræða það, held-
ur bara sagt, að það væri ekki
svo mikið spursmál, að það hefði
nokkra þýðingu fyrir okkur, að
ræða um liina ofannefndu liði.
Ivað getum við lært af slíku?
. ú, við finnum hvert hugarþel
jær hera til okkar, sem höfum
yft þeim upp í þær stöður, sem
iær nú hala.
Fiskverkunarkonur! Nú verð-
um við virkiiega að fara að
rumska og húast til baráttu.
Yið verðum að taka höndum
saman til hækkunar á kaupinu
og gera félag okkar að virkilegu
haráttufélagí og taka stjórnina
á því í okkar eigin hendur. Við
verðum að fjölmenna á fundina
í verkakvennafélaginu, koma
sjálfar með athugasemdir og
kröfur og Jieyra sjalfar, livernig
stjórnin tekur í þær og liverra
hagsmuni hún ber fyrir hrjósti.
Sitjið ekki heima, en mætið
einum hópi til haráttu íyrir
hinum nauðsynlegu launakjör-
um og betra aðbunaði á vinnu-
stöðvunum. Mœttu sjálf á nœsta
fundi og berðu fram kröfur
þínar og segðu álit þitt á út-
sendurum vinnuveitenda í
verkakvennafélaginu.
Fiskverkunarkona.
Verkakonur! Farid slrax að undirbúa
1. maí með samfylkingarnefndum á
vinnustöðvunum. Búið ykkur undir sam-
eiginlega kröfugöngu 1. maí.
Abyrgðarmaður: D. A.
Prentsmiðjan DÖGUN. — Hcykjnvík.