Eining - 01.11.1948, Qupperneq 1
V'
V4
I
* ♦
♦
6. árg. Reykjavík, nóvember 1948. 11. tbl.
Ijartsláttur stórþjóðar
Samkvæmt lögmálinu ,,þeim sem hef-
ur, honum gefst“ verða risaskref stór-
þjóðanna skiljanleg. The Reader’s Dig-
est, september 1948, segir að 1930 hafi
verið 700,000 fæðingar í Bandaríkjun-
um umfram dauðsföll, en árið 1947 var
þó þessi umfram tala fæðinga þrisvar
sinnum hærri eða 2,185,000. I lok yfir-
standandi áratugs mun fjölgunin þá
verða í öllu landinu um 18 milljónir á
þessu tímabili. En bent er á, að nóg
land og auðæfi séu aðgengileg hinum
nýju heimsborgurum þar í landi. Á þús-
undmílna svæði, strandlengju við mexi-
kanska flóann, eru stórfeldar framfarir
á mörgum sviðum. Þar rísa upp risa-
vaxin iðnfyrirtæki á möi-gum stöðum.
Til dæmis í Port Lavaca í Texasríki,
30 milljóna dollara alúmíníumverk-
smiðja, á öðrum stöðum miklar skipa-
smíðastöðvar og ýmsar aðrar verksmiðj-
ur. Ein 5 og 10 senta verzlun í Houston,
Texas, hefur nýlega keypt lóð, sem kost-
aði rúmar þrjár milljónir dollara. Þar
nálægt er ein mikil bygging, sem kost-
aði 12 milljónir dollara og hún er
gluggalaus. Það er líf og fjör í þeirri
borg og halda viðskipti áfram sums
staðar í borginni nótt sem dag. Á 200
mílna svæði umhverfis þessa borg, eru
meiri auðæfi unnin úr jörðu, en á nokkr-
um öðrum jafnstórum bletti í heimin-
um. Má þar nefna bæði kornvöru, fóð-
urvöru, olíu, gas, sykurreir, timbur, salt,
bómull, brennistein og svo ýms efni úr
sjónum.
Víða í ríkjunum á þessu mikla fram-
farasvæði finnast æ fleiri olíulindir.
Olíufélögin verja 25 milljónum dollara
til þess að leita og bora eftir olíu. Gert
er ráð fyrir að olía muni fást á 31 mílna
svæði í nágrenni Texas og Louisiana,
er nemi 4—5 milljörðum tunna. Á tveim
stöðum hefur þegar verið borað eftir
olíu á sjó úti, átta mílur frá landi. Eitt
félag hefur látið gera fljótandi stöð, sem
er að ctærð eins og hálfur fótboltaleik-
völlur af venjulegri stærð. Borunarstöð
þessi rís 60 fet yfir sjávarmál, á að
geta þolað 35 feta háa flóðöldu og stór-
viðri með 120 mílna hraða. Á henni er
vistarvera fyrir 54 menn.
Texas er stærsta ríki Bandaríkjanna.
Þar voru skráð 1800 ný iðnfyrirtæki ár-
ið 1947 og á þessu ári er áætlað að 24%
af öllum iðnaðarframkvæmdum, ný-
byggingum og fyrirtækjum í Banda-
ríkjunum verði í Texas. Þar eru svo
margir milljónaeigendur, að lítið er gert
úr því, þótt einhver eigi 5 milljónir doll-
ara. Hann er þá fyrst talinn ríkur, er
hann á 30 milljónir dollara. Talið er
að eignir eins olíukóngsins, Hunts, nemi
263 milljónum dollara og að vikulegar
tekjur hans séu um 1 milljón dollara.
Ein fjölskylda greiddi t. d. hálfa fjórðu
milljón dollara í skatt.
Nærri má geta að slíkur lýður veitir
sér eitt og annað, án þess að skera við
nögl sér. í Houston þykir skai’tgripasöl-
um það ekkert sérstakt, þótt árssalan
sé 20 þúsund dollarar. Kvensloppar og
draktir fara á 400—1000 dollara, og
fjórir skinnhattar voru seldir á einum
stað á 1500 dollara hver. Þegar Roll-
Royce bílasalan opnaði í Dallas, í febrú-
ar þ. á., þá fóru tveir bílar fyrsta dag-
inn á meira en 19 þús. dollara hver.
Ein bílaverzlunin í Dallas seldi 1000 bif-
rciðar árið 1947.
Ýms félög, stofnanir og einstakir
mcnn njóta góðs af auðlegð hinna ríku
manna. Til dæmis olíukóngurinn D.
Harold Byrd, sem varð að láta bora
103 holur áður en hann hafði nokkuð
upp úr krafsinu, hefur árum saman lagt
fram fé til að kaupa hljóðfæri og ein-
kennisbúninga handa hljómsveit háskól-
ans í Texas, en í henni eru 125 menn.
Á haustin tekur hann á móti sveitum
fótboltaleikara frá Texas og Oklahoma
og gestum í sambandi við það frá öll-
um landshlutum Bandaríkjanna. Eitt
sinn voru gestirnir 850.
Búskapur manna í þessum ríkjum er
stundum enginn kotungsbúskapur. Á
uppboði einu í Wyoming voru tvö kyn-
bótanaut seld á 63 þús. dollara hvert.
Einn bóndi seldi skepnur síðast liðið
vor fyrir eina milljón dollara. I janúar
þ. á. komu saman 800 bændur til þess
að snæða miðdag. Allir voru þeir ríkir.
Einn hafði þar til sölu vissa aðgöngu-
miða. Þrír fyrstu miðarnir seldust fyrir
1350 dollara, allir saman, en næsti að-
göngumiði fór á 550 dollara. Bóndinn,
sem seldi skepnur fyrir eina milljón,
keypti þann mið.?.. Hann greiddi miðann
og gaf hann svo aftur til sölu, en þá
fór hann á 1175 dollara. Alls fékk sá,
er miðana seldi, $ 13,700 hjá þessum
veizlubændum. Sölumaðurinn bauðst þá
til að leika á fiðlu fyrir þá, en þeir
buðust til að láta hann fá 700 dollara
í ofanálag, ef hann vildi lofa þeim að
leika ekki.
Ekki er vei't að telja fram meira af
þessu, en hjartsláttur slíkra stórþjóða
er ör, og þær eru mikilvirkar þegar til
stórræðanna kemur.
Brjdlaðar þjóðir
Sir John Boyd, sem var formaður
þeirrar stofnunar sameinuðu þjóðanna,
er hafði til meðferðar matvörubyrgðir
og framleiðslu landbúnaðarafurða, tal-
aði um ástand heimsins, sem hina „síð-
ustu aðvörun. Allt mannkynið", sagði
hann, „hrökklast áfram að gereyðingu.
Möguleikinn til þess, að unnt verði að
leysa matvælavandamál þjóðanna, er 50
gegn 50, en leysist það ekki verður heim-
urinn upplausn og óskapnaður um næstu
50 árin. Þjóðir heimsins eru brjálaðar.
Þær eyða einum þriðja þjóðartekna
sinna til undirbúnings næstu styrjaldar.
Eyðilegging jarðarinnar og jarðargróð-
ans er hið mikla vandamál, en stjórnir
þjóðanna virðast láta sér slíkt í léttu
rúmi liggja. Áhugamál þeirra er komm-
únismi eða einstaklingsframtakið, eða
næstu kosningar“.