Eining - 01.11.1948, Blaðsíða 2
2
E I N I N G
Söngkorcan
*
Guðrún A. Símonar
Það leyndi sér ekki, áð mannþröngin,
sem beið þess að geta ruðst inn í Gamla
Bíó föstudaginn 8. október s.l., átti von
á einhverju mjög eftirsóknarverðu.
Húsið fylltist á svipstundu og út fóru
tilheyrendur söngkonunnar ekki von-
sviknir. Ungfrú Guðrún Á. Símonar
söng lög eftir bæði innlenda og erlenda
höfunda, hina nafnfrægu, við mikla
hrifningu tilheyrenda. Ungfrúin var
kölluð fram hvað eftir annað, hún varð
að syngja aukalög og blómunum rigndi
yfir hana allan tímann. Hinir dómbæru
og sérmenntuðu menn hafa lokið miklu
lofsorði á söng ungfrúarinnar. Sigurð-
ur Skagfield segir:
,,Rödd ungfrú Símonar er fögur og
mikil sópranórödd, sem hefur fengið
góða þjálfun, . . . það var ánægjulegt að
hlusta á þessa ungu söngkonu, sem virt-
ist hafa ótæmandi raddmagn. Hvílíkur
fengur fyr'ir eitthvert óperuhús að
þjálfa þenna íslenzka úrkraft... Á
söngskránni voru hinar heimsfrægu
óperuaríur úr ,,Mefistofele“, Cavaller-
ina Rusticana og Aida. Það væri synd
að segja, að ungfrúin hefði ekki skilað
þessum stóru óperum vel — frá radd-
legu sjónarmiði — því að hún bókstaf-
lega þeytti þeim út með krafti hinnar
söngglöðu söngkonu, sem elskar að láta
takt og tempi fljúga út í veður og vind
og syngja eins og guðs innblásin mad-
onna“.
Dagblaðið Vísir segir: „Söngskemmt-
un ungfr. Guðrúnar Á. Símonar var
glæsileg í alla staði. Reykvíkingar bundu
fyrir löngu miklar vonir við sönghæfi-
leika hennar og hún hefur uppfyllt
þær . . . Söngur ungfrúarinnar var ör-
uggur, hreinn og stórbrotinn, svo að
langt þarf til að jafna“.
Að þessu sinni hefur ungfrúin haldið
þrjár söngskemmtanir við mikla aðsókn
og aðdáun og hrifningu tilheyrenda
sinna, en söngferill hennar er þessi:
Aðeins 17 ára kom hún fram í fyrsta
sinn. Söng þá í útvarpið og vakti þegar
mikla eftirtekt. Það var 9. nóvember
1941. Næstu tvö árin söng hún nokkr-
um sinnum í útvarpið og náði miklum
vinsældum, en sérstaklega hlaut hún að-
dáun og lofsorð blaða og útvarpshlust-
enda, er hún söng í útvarpið sígild lög
með aðstoð útvarpshljómsveitarinnar
17. apríl 1944. Til fyrstu sjálfstæðu
söngskemmtana sinna efnir hún svo 20.
marz 1945, þá 21 árs, og söng þá fimm
sinnum fyrir fullu húsi í Gamla Bíó og
við mikla hrifningu tilheyrenda. Að-
stoðarmenn hennar voru þá Fritz
Weisshappel, Þórarinn Guðmundsson og
Þórhallur Árnason. Næst söng Guðrún
Á. Símonar fimm sinnum sem einsöngv-
ari með Karlakór Reykjavíkur á hljóm-
leikum hans í Fríkirkjunni í tilefni
fimmtugsafmælis söngstjórans, Sigurð-
ar Þórðarsonar.
Þá hafði ungfrúin einnig tvær söng-
skemmtanir á Isafirði og tvær á Akur-
eyri, og svo kveðjuhljómleika í Reykja-
vík í október 1945, áður en hún fór
utan, alltaf og alls staðar við mikla
hrifningu og hafði vegur hennar stöð-
ugt farið vaxandi.
Fyrsti söngkennari ungfrúarinnar
var Sigurður Birkis söngmálastjóri, en
1945 fer hún utan og hefur síðan átt
glæsilegan námsferil í Englandi við
Guildhall skólann og lagt þar einnig
stund á tungumál, ensku, frönsku og
þýzku. Hún hefur lokið prófi við skól-
ann og fengið prýðilegan vitnisburð.
Einn kennari hennar var hinn frægi
ítalski söngkennari, Lorenzo Medea.
Efndi hann til einkasöngprófs með
henni í London, áður en hún hvarf heim-
leiðis, og bauð þangað ýmsum þekktum
hlljómlistargagnrýnendum, sem dáðust
að íslenzku söngkonunni. Þessi frægi
kennari hefur boðið ungfrú Guðrúnu að
koma henni á framfæri við söngleika-
hús í Bretlandi og fara með henni til
Italíu næsta vor, ef tök verða á slíku,
en slíkt hefur hann boðið aðeins einni
söngkonu áður.
The Guildhall School of Music a/nd
Drama er mjög fræg stofnun. Þar hef-
ur ungfrú Guðrún Á. Símonar unnið
sér til ágætis. Söng- og námsferill henn-
ar er glæsilegur og héðan getur hún
lagt leið sína sigrihrósandi til framandi
landa til frekari sigurvinninga og
frægðar.
Ungfrú Guðrún er ástundunarsöm,
reglusöm í bezta lagi, hún er góðtempl-
ari, snertir ekki einu sinni hina skað-
vænlegu sígarettu. Heillaóskir okkar
bindindismanna fylgja henni, ekki síð-
ur en annarra velunnara hennar.
Sextugur:
Friðrik Hjartar
skólastjóri
Mér hefur alltaf þótt gott að verða
á vegi Friðriks Hjartar. Slíkir menn
eru samferðamanninum jafnan nokkur
léttir. Hann tekur fast í hendi manns,
heilsar og kveður innilega, og það leynir
sér ekki, að hann er fullur góðvilja,
gengur heill og hæfileikum búinn að
verki, er glaður og reifur.
Friðrik Hjartar er fæddur í Arn-
kötludal í Steingrímsfirði, sonur Hjart-
ar Bjarnasonar af Reykjalínsætt og )
konu hans Steinunnar Guðlaugsdóttur,
en ólst upp að mestu leyti hjá Friðriki
Bjarnasyni hreppstjóra að Mýrum í
Dýrafirði. Hann telur sig því Vestfirð-
ing og getur haft það til að telja upp
slíkt mannval á Vestfjörðum, frá fyrstu
tíð, að tilheyranda finnst sem ekkert
stórmenni sé eftir handa hinum lands-
hlutanum. 4
Mýrar í Dýrafirði var fjölmennt
menningarsetur og fagurt er í Dýra-
firði, svo að Friðrik Hjartar getur hafa
haft ýmislegt gott með sér þaðan.
Menntun hlaut hann í Flensborgarskóla
og hinum nýstofnaða kennaraskóla
landsins, varð skólastjóri á Suðureyri
4