Eining - 01.11.1948, Síða 3

Eining - 01.11.1948, Síða 3
V E I N I N G 3 í Súgandafirði 1913. Þar var hann um margra ára skeið lífið og sálin í margs konar félagsskap, eins og nærri má geta, því að maðurinn er fjörmaður, söng- maður ágætur, leikur á hlljóðfæri. og er fimleikakennari og íþróttamaður. Söngurinn lífgar jafnan þar, sem Frið- rik Hjartar er, og í félagslífi er hann þar oftast forustumaður. Laun kennara ** voru áður slík, að þeir urðu að stunda einhver aukastörf, og það gerði Friðrik Hjartar, bæði til lands og sjós, var við síldarmat, búskap og sitt af hverju. Ár- ið 1932 varð hann skólastjóri á Siglu- firði, en er nú fyrir nokkru orðinn skólastjóri á Akranesi, og munu marg- ir Siglfirðingar sakna hans. Hann hef- ur rækt allt sitt kennslu- og skólastjóra- starf af brennandi áhuga, frábærri trú- mennsku og kostgæfni, borið velferð skóla síns fyrir brjóstinu og alls stað- ar sótt fram til fullkomnunar í hverju starfi. Móðurmálið er yndi hans og er hann svo fær í þeirri grein, að eftir hann eru kennslubækur við barnaskóla landsins. Maður, sem ann af hug og hjarta móðurmáli sínu og fer vel með það, elskar söng og hljóðfæraslátt og stundar slíkt, ann af heilum hug hinni kristnu hugsjón, bindindi, íþróttum, þjóðlegum fróðleik, kennslustörfum og uppeldi kynslóðarinnar, er sannarlega ó#kabarn sinnar kynslóðar og valinn þjóðfélagsþegn. < Friðrik er og lánsmaður að því, að hann er kvæntur ágætis konu, Þóru Jónsdóttur, og eiga þau hjónin fimm mannvænleg börn. Þá er ótalið að mestu enn, að Friðrik Hjartar hefur verið traustur og ágætur liðsmaður Góðtemplarareglunnar um margra ára skeið, og verið þar góður kennslukraftur, ekki sízt meðal hinnar uppvaxandi kynslóðar. En sú saga verð- ur sögð betur eftir næstu áratugi, því ». að lífsglaðir menn, eins og Friðrik Hjartar, eiga að geta lifað langan aldur. Til þess hefur hann blessunar- óskir allra vina sinna og kunningja, og þeir eru margir. Pétur Sigurðsson. * Oviturleg gjaldeyris- notkun Norskt blað, sem heitir Rein Luft, , hefur eftir byrgðamálaráðherra Norð- manna, Hönsvald, að þjóðin eyði af erl- endum gjaldeyri 33 milljónum kr. fyrir tóbak, 36 milljónum fyrir kaffi, 57 milljónum fyrir sykur og 250 milljónum kr. fyrir kornvöru. Einn mesti spámaður ísraelsþjóðar- innar spurði undrandi: „Hví reiðið þér silfur fyrir það, sem ekki er brauð, og gróða yðar fyrir það, sem ekki er til saðnings?“ Von er að spakir menn spyrji þannig í sambandi við alla sóun þjóðanna, ekki sízt hvað snertir tóbakið og áfengið. 70 sönglög Samið hefur Sigtryggur Guðlaugsson, fyrrv. prófastur að Núpi, Dýrafirði. Alltaf má búast við því, að menn, sem tilbiðja Guð, elska hið góða, fagra og fullkomna, færi fegurðargyðjunni gjafir af fleiri en einni gerð. Þeir sem séð hafa„Skrúð“,hinn undurfagra gróð- urreit séra Sigtryggs Guðlaugssonar og konu hans, geta sjálfsagt búist við einu og öðru af hans hendi til dýrðar fegurð og göfgi. Því miður get ég ekki, á stuttum tíma, kynnt mér svo 70 sönglög séra Sig- tryggs, að ég geti einu sinni sagt, hvaða hljómgrunn þau finna í sálu minni, sem er tornæm og lítt gefin, að minnsta kosti á því sviði. En bókin er svo frábært snilldarverk að öllum frágangi frá höf- undarins hendi, að hún hlýtur að vera kærkomin eign hverjum bókelskum manni. Hér eru 70 sönglög eftir sama manninn, frístundavinna hins eijusama skólamanns og andlega leiðtoga. Bæði nótur og texti er ljósprentað eftir hand- riti höfundar, sem allt er af frábærri vandvirkni og hagleik gert. Má jafnvel af því ráða, að í slíkum umbúðum sé eitthvað dýrmætt og gott, og það munu tónelskir menn áreiðanlega finna í þess- um 70 sönglögum séra Sigtryggs. Bróð- ir hans, Kristinn Guðlaugsson, segir í formála bókarinnar þetta: „Séra Sigtryggur Guðlaugsson hefur frá barnæsku verið sönghneigður. Um fermingaraldur naut hann tilsagnar í orgelleik og söngfræði og 16 ára varð hann organisti við sóknarkirkju sína. Stofnaði hann jafnframt söngfélag og annaðist söngkennslu. Gekk svo um nokkurra ára skeið, þar til hann tók að stunda nám við Lærða skólann í Reykja- vík árið 1888. Á þessum árum kynnti hann sér tón- fræði af erlendum bókum og tók þá að semja lög. Hefur tónlistin jafnan verið ein af hans hugstæðustu viðfangsefnum, og munu tónsmíðar hans orðnar allmik- ið safn. Lög þau, er hér birtast, ásamt kirkju- tónverki aftast í bókinni, skrifaði séra Sigtryggur upp fyrir 8—10 árum, þá á áttræðisaldri. Gaf hann mér síðan handritið innbundið. Hafa nokkur af lögunum verið sungin við messugerðir í Núpskirkju og víðar. Nokkrir vinir og vandamenn séra Sig- tryggs hafa komið sér saman um að láta ljósprenta þetta handrit og gefa það út sem minningarrit um 85 ára aldur hans 27. sept. 1947. Er þess vænzt, að söngelskir menn og vinir hans, víðs- vegar um land, taki vinsamlega þessu andlega tónstundastarfi hans, í þeim ytra búningi, er hann sjálfur hefur af hendi leyst á gamals aldri“. Einingu er það ljúft, að segja lesend- um sínum frá þessari fallegu og eigu- legu bók, sem er á sama tíma einstakur minjagripur, sem hún mun áreiðanlega færa þeim, sem meta kunna, góðar gjaf- ir af nægtaborði tóngyðjunnar. Séra Sigtryggur trúir hvatningarorðum hins mikla sálmaskálds: „Syngið Drottni nýjan söng“. Pétur Sigurðsson. Heimsókn að Bessa- stöðum Forsetahjónin buðu blaðamönnum að Bessastöðum fimmtudaginn 28. október s.l., að sjá staðinn og kirkjuna endur- nýjaða. Þetta blað Einingar var þá full- sett og verður því þessarar ánægjulegu heimsóknar í forsetagarð minnst nánar í jólablaði Einingar.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.