Eining - 01.11.1948, Page 5

Eining - 01.11.1948, Page 5
V E I N I N G 5 Paradís heimskingjans Eftir Þorlák Ofeigsson, byggingameístara * 4 ► t Eftirfarandi hugleiðingar um áfeng- isnautn og áfengisáhrif, skrifaði ég einu sinni mér til gamans, en ekki í þeim til- gangi að birta þær almenningi. Síðast- liðinn vetur flutti ég þó ritgerð þessa í nokkrum félögum og það varð til þess að ég fékk tilmæli frá stjórn stórstúk- unnar um að flytja þenna fyrirlestur í útvarpið. * Flest af því, sem ritað er og rætt um áfengismál, er nokkuð einhliða, en skipt- ist þó í tvo aðalflokka. Annars vegar cru formælendur Bakkusar með sinn meir og minna dulbúna áróður fyrir vín- nautn. Hins vegar bindindismenn og þeir allir, sem berjast hinni góðu bar- áttu gegn áfengisnav.tninni. Flestir þekkja þessa sókn og \örn. Það er algeng fræosla, að áfengi sé skaðlegt mannlegum líffærum. Hvað það eyðileggi lifrina, lami taugakerfið, veiki hjartað og sljóvgi dómgreindina. Hvað hættulegt það er þegar bílstjóri er drukkinn við stýrið o. s. frv. Þessi fræðsla er að sjálfsögðu góð, svo langt sem hún nær, en hún veitir lítinn skiln- ing á drykkjuhvötinni sjálfri, sem er þó undirrótin undir allri þeirri ógæfu og böli, sem af drykkjuskap leiðir. Sálarlíf drukkins manns er mjög mik- ið rannsóknarefni. Sá sem vill vinna á móti áfengisnautn, ætti að byrja á því að læra að skilja hvatir drykkjumanns- ins og þær freistingar, sem hann á við að stríða. Á þann hátt vaknar samúð- in með drykkjumanninum, en hún er fyrsta skilyrðið til að geta hjálpað hon- um. Svo máttug eru áhrif vínsins, að það hefur fyrir löngu verið tekið í guða- tölu. Vínguðinn Bakkus er eitt mesta stórveldi á þessari jörð, enda hefur hann hirð stóra, og á herskara hans verður engri tölu komið. Engum guði hafa ver- ið færðar stærri fórnir. Enginn harð- stjóri hefur nokkru sinni látið sér til hugar koma að leggja aðra eins skatta á þegna sína. Vantar einræðisherrana þó sjaldan lögtaksmenn, ef þegnar þeirra ætla að sýna tómlæti eða mót- þróa. En Bakkus þarf ekki á neinum lögtaksmönnum að halda. Þegnar hans koma til hans ótilkvaddir með framlög sín, og þau eru stundum ekkert lítil- ræði. Það er ekki alltaf verið að naga við neglur sér. Þarna kemur einyrkinn með afraksturinn af sínu litla búi, verkamaðurinn með daglaunin sín, skrifstofumaðurinn með mánaðarkaup- ið, útgerðarmanðurinn með aflann og stríðsgróðamaðurinn með þykka seðla- bunka. Eiginmaðurinn leggur fram heimilis- gleðina, hamingju konu sinnar og fram- tíð barnanna. Eiginkonan færir honum skírlífi sitt, barnalán og móðurgleði. Unglingurinn gefur heilsu sína og fram- tíð. Allt rúmast á hinu mikla fórnar- altari Bakkusar. Og allir koma til hans með fórnir sínar af fúsum og frjálsum vilja — að minnsta kosti fyrst um sinn. Hvernig má þetta ske? — Að menn skuli fúsir til að leggja fram eignir sínar, heimilisfriðinn,, framtíð barna sinna, heilsu sína og lífshamingju, ótil- kvaddir af nokkru mannlegu valdi og án þess að nokkurri þvingun sé beitt. Eitthvað hlýtur Bakkus þó að bjóða fram í aðra hönd, því flestir þeirra, sem dýrka hann, munu í öðrum greinum vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn, rétt eins og aðrir. Ég er ekki sammála þeim, sem álíta að það sé hermi hneigðin, sem eigi hvað mestan þátt í því að gera unglinginn að drykkjumanni. Hann taki fyrsta staupið vegna þess, að hann sjái að aðr- ir geri það og vilji teljast maður með mönnum. Ekki myndu unglingar taka annað staupið, þriðja, fjórða og hið fimmta, ef áhrif fyrsta staupsins vektu hugarangur eða líkamleg óþægindi. Og þegar sagt er að einhverjum þyki „sop- inn góður“, þá er ekki svo að skilja, að bragðið að víninu sé lokkandi. Ég held að flestum þyki að minnsta kosti sterk vín, fremur vond en góð á bragðið. Hvað er það þá, sem lokkar? Hvert er það ómótstæðilega seiðmagn, sem leiðir milljónirnar að fórnaraltari vínguðsins? Megin stoðin, sem hið mikla fórnar- altari hvílir á, er nautnafýsn, sjálfs- elskufull hvöt — getur stundum orðið að logandi ástríðu, sem öllu fórnar og setur eilífðina að veði fyrir augnablik- ið. Á þessari bjargföstu undirstöðu myndi Bakkus öruggur þó ekkert væri annað. En utanum þessa meginstoð rísa margar veigaminni skrautsúlur með alls konar pírumpári. Það eru auglýs- ingar og áróður með ýmis konar véla- brögðum, þeirra manna, sem sækjast eftir f járhagslegum hagnaði af vínsölu, án tillits til afleiðinganna. Ég mun ekki ræða hér um þá hlið málsins, heldur beina athyglinni að megin orsökinni — nautninni sjálfri, enda myndi allt veldi Bakkusar sam- stundis falla í rúst, ef mönnum tækist að vinna bug á þeirri freistingu. Til þess að gera sér nánar grein fyr- ir því, sem hér er um að ræða, skulum við skyggnast inn í sálarlíf drukkins manns, fyrst á meðan „guðaveigarnar lífga sálarylinni“ og síðan virða fyrir okkur eftirköstin. En þetta er vitanlega aðeins ein mynd af ótal mörgum, sem alltaf breytast eftir einstaklingseðli og ýmsum utanaðkomandi aðstæðum og at- vikum. Sá, sem fékk sér í staupinu, segir sjálfur frá. „I dag ætla ég að skemmta mér dá- lítið og taka mér hvíld, það sem eftir er dagsins. Og ég tek mér ofurlitla hressingu. Ég fer þangað, sem gott er næði, kyrrð og ró, lækjarkliður og fugla- söngur, sól og sumar og blá heiðríkja. En þessi ferð, þó stutt sé, kostaði mig dálitla baráttu við sjálfan mig, það var ýmislegt ógert, þegar ég fór, og sitt af hverju, sem kallaði að, það er alltaf svo margt ógert. Og áhyggjurnar fylgja flestum eins og skuggi. í raun og veru enginn tími til að slá slöku við. Vafa- samt líka, hvort þú hefur gott af þessu hvað heilsuna snertir. Það var einhver hljóð rödd að hvísla þessu að mér, en hin röddin hafði betur í þetta sinn. Fáðu þér hvíld, hvíld er góð, gerðu þér glaðan dag, þú hefur til þess unnið. Og þegar fyrsti sopinn rennur niður um kverkarnar og ylinn leggur fyrir brjóstið, þá sannfærist ég um það, að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Hér er gott að vera. Enginn borgarys eða skarkali, engar hringingar, hvorki sími né dyrabjalla, engir rukkarar, ekkert ónæði af neinu tagi. Er það nú munur. Ég verð að fá mér svolítið meira bragð. Svo leggst ég niður og horfi upp í heið- ríkjuna. Hún er blá og djúp og hvít sólu skinin ský á víð og dreif í loftinu. Þetta er ekki sama heiðríkjan og í gær. í gær var eiginlega engin heiðríkja til, eða þá að ég hefi ekki tekið eftir henni. Ég hefi aldrei séð heiðríkjuna fyrri. Og þennan fuglasöng hefi ég aldrei heyrt. Engin hljómlist er til jafn yndis- leg og þessi fuglasöngur. Þetta er allt eins og í ævintýri. Ég halla vanganum að móðurbrjósti jarðar og teyga ilminn af gróandi lífi. Þarna eru fáein smá- blóm. Ekki hefði ég tekið eftir þessum blómum í gær, ef til vill troðið þau und- ir fótum. Geta blóm virkilega verið svona fögur? Hvaðan eru þessi blóm? Ekki af þessum heimi, svo mikið er víst. Hvert er ég þá kominn? Ég rís upp og renni augunum í kringum mig. Eru þetta ekki sömu fjöllin, sem ég hefi daglega fyrir augum? Jú, en þó allt önnur. Þessir djúpu unaðslegu litir og þessar línur, þessi form. Nú skil ég þetta allt saman, þetta allt og miklu meir. Allt er fagurt og allt er gott. Jörðin er móðir mín, ég elska hana og allt sem á henni hrærist. Ég elska allt sem lifir, aldrei fyrr hefi ég vitað hvað það var að elska. Hvað er nú orðið af áhyggjunum, sem ég var að burðast með í morgun? Áhyggjur, hvað er það. Ein- hver hlægileg fjarstæða. Ekki nema það i þó, áhyggjur! Áhyggjur af hverju, eins og allt sé ekki gott og öllu óhætt. Þarna sé ég hvar strætisvagn rennur eftir þjóðbrautinni fullur af fólki. Hvað er fólkið að þeytast fram og aftur. Vís-

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.